Morgunblaðið - 14.08.1987, Side 50

Morgunblaðið - 14.08.1987, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 KNATTSPYRNA / MJÓLKURBIKARINN UNDANÚRSLIT Framarar íúrslití tólfta sinn BIKARMEISTARAR Fram eiga nú möguleika á að verja titil sinn >eftir sigur á Þór frá Akureyri í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Framarar náöu að komast í 3:0 en Þórsurum tókst að klóra í bakkann með einu marki úr víta- spyrnu undir lok leiksins. V W Eg er glaður í dag,“ sagði Pétur Ormslev, fyrirliði Fram, eftir leikinn. „Þetta var auðveldara en ég átti von á. Við náðum að spila •■■■■I vel allan leikinn og Valur hefði ekki verið Jónatansson ósanngjamt að sig- skrifar urinn hefði orðið enn stærri. Við höfum gefið Þórsliðinu 5 til 6 mörk í sum- ar og það var kominn tími til að breyta því. Það hafa verið miklar ^breytinga hjá okkur en þetta er greiniiega á réttri leið.“ En hvað segir Pétur um Víði sem mótherja f urslitaleiknum. „Það getur allt gerst í úrslitaleik og ég veit að þeir eiga eftir að selja sig dýrt. Ég vil óska þeim til hamingju með árangurinn og hlakka til úr- slitaleiksins." Nói Bjömsson, fyrirliði Þórs, var ekki eins ánægður með leikinn. „Við náðum ekki að spila okkar lx)lta og komumst aldrei í takt við leikinn í fyrri hálfleik. Við höfum ^notað þá leikaðferð að pressa stíft á Fram og fegnið mörk út á það, en það tókst okkur ekki í þessum leik'," sagði Nói. Óskabyrjun Framara Famarar fengu óskabyijun er þeir skoruðu á 18. mínútu og það var nóg til að slá Þórsara út af laginu. Pétur Amþórsson skoraði þá eftir klaufaleg mistök í vöm Þórs. Viðar sendi háa sendinu inní vítateig Þórs þar voru Guðmundur Steinsson og Pétur óvaldaðir og lét Guðmundur boltann fara framhjá sér til Péturs sem potaði í markið. Annað mark Fram kom tíu mínút- ^um síðar og var vel að því staðið. Fram-Þór 3 : 1 Laugardalsvöllur, undanúrslit Mólkur- bikarsins, 13. ágúst 1987. Mörk Fram: Pétur Amþórsson (18.), Pétur Ormslev (28.) og Ragnar Mar- geireson (66.). Mark Þ6re: Júlíus Tryggvason (72. v.). Gul spjöld: Einar Arason, Þór (41.), Kristján Kristjánsson, Þór (64.), Guð- mundur V. Sigurðsson, Þór (71.), Kristinn Jónsson, Fram (41.). Rautt Spjald: Enginn. Áhorfendur: 1688. Dómari: Eyjólfur Ólafsson. Lið Fram: Friðrik Friðriksson, Viðar Þorkelsson, Janus Guðlaugsson, Þor- steinn Þoreteinsson, Krístján Jónsson, Kristinn Jónsson, Pétur Amþóreson, Ormarr örlygsson, Ragnar Margeire- son, Pétur Ormslev, Guðmundur Steinsson. Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Jú- líus Tryggvason, Einar Arason, (Birgir Karlsson vm. á 79. mín.), Jónas Ró- bertsson, Ámi Stefánsson, Nói Bjöms- son, Kristján Kristjánsson, Siguróli Kristjánsson, Guðmundur Valur Sig- urðsson, Hlynur Birgisson, Halldór Áskelsson. Ragnar gaf háa sendingu inná Pét- ur Amþórsson sem framlengdi knöttinn til Péturs Ormslev sem afgreiddi hann viðstöðulaust í markið af stuttu færi. Þórsarar hressast í upphafi seinni hálfleiks hresstust Þórsarar og fékk Kristján Kristj- ánsson þá upplagt tækifæri til að minnka muninn er hann átti gott skot sem Friðrik, markvörður, varði LYFTINGAR Námskeið í i Lyftingasamband íslands (LSÍ) stendur fyrir sex vikna nám- skeiði í Ólympfulyftingum, sem hefst næstkomandi mánudag, 17. ágúst. Lögð verður áherzla á tækni- og kraftþjálfun. eiðbeinendur á námskeiðinu k verða Guðmundur Sigurðsson, Ól-lyftingum margfaldur íslands- og Norður- landameistari í.ólympískum lyfting- um,_ Þorsteinn Leifsson ólympíufari og Olafur Ólafsson, formaður LSÍ. Námskeiðið er opið öllu áhugafólki um lyftingar, bæði piltar og stúlk- ur. Fer það fram í húsakynnum Orkulindar, Brautarholti 22 og er innritun á staðnum. „VALSMENN VALSMENNM Nýja íþróttahúsið á Hlíðarenda er á lokastigi. Allir sjálfboðaliðar eru velkomnir til starfa. Sameinumst til átaka um helgina og næstu viku. Vinna við allra hæfi. Upplýsingar á Hlíðarenda, sími 12187. Knattspyrnufélagið VALUR. Morgunblaðið/Júllus Mark! Pétur Ormslev skorar hér annað mark Fram í leiknum í gærkvöldi. Þrátt fyrir góða tilburði Baldvins Guðmundssonar kom hann engum vömum við. meistaralega. Framarar höfðu ekki sagt sitt síðasta því bæði Kristján Jónsson og Pétur Ormslev fengu báðir góð marktækifæri áður en Ragnari Margeirssyni tókst að skora þriðja mark Fram á 66. mínútu. Það kom eftir laglegan samleik Guðmundar Steinssonar og Ormars Örlygssonar, sem komst upp að endamörkum og gaf fyrir á Ragnar sem skoraði fallegt mark með viðstöðulausu skoti af stuttu færi. Eftir þriðja markið bökkuðu Fram- arar og Þórsarar komu meira inn í leikinn og uppskáru mark á 72. mínútu. Dæmd var vítaspyma á Viðar fyrir að bijóta á Júlíusi Tryggvasyni innan vítateigs. Júlíus tók spymuna sjálfur og skoraði af öiyggi. Það sem eftir lifði leiks skiptust liðin á að sækja án þess að bæta við mörkum. Framarar léku mjög vel í þessum leik, börðust frá fyrstu mínútu og gáfu aldrei þumlung eftir, léku létt og leikandi eins og þeir gera best. Liðið virðist vera að smella saman og ekki árennilegt með slíkum leik. Þórsarar áttu við ofurefli að etja og vom hreinlega ekki með í leikn- um í fyrri hálfleik. Þoldu greinilega ekki pressuna að vera undir strax í upphafí. Sóknarmenn þeirra ko- must lít áleiðis gegn sterkri vöm Fram. Þorsteinn Þorsteinsson hafði það hlutverk að gæta Halldórs Áskelssonar og fórst honum það vel úr hendi. Það var helst Kristján Kristjánsson sem skapaði eitthveija hættu. Eyjólfur Ólafsson dæmdi leikinn og vom honum oft mislagðar hendur sem bitnuðu þó jafnt á báðum lið- um. FRJÁLSAR Vinnur ÍR 16. árið íröð? BIKARKEPPNI FRÍ1. deild verður háð um helgina í Laug- ardal og telja sérfræðingar að keppnin verði tvísýnni en nokkru sinni fyrr. Eins og svo oft áður spyrja menn helzt hvort ÍR-ingar vinna 1. deildina 16. árið í röð eða hvort þeir sjái loks af bikarnum. II. deildinni keppa ÍR, HSK, KR, UMSK, UÍA og UMFK. Sérfræð- ingar búast við mjög jafnri keppni á milli ÍR og HSK. I fyrra skildur ekki nema 2,5 stig þijú efstu liðin að, ÍR, UMSK og KR. Tvö lið falla niður í aðra deild. Á morgun, laugardag, hefst keppni ki. 14 og á sunnudag kl. 11 til þess að mótinu verði lokið fyrir afmæli- skaffi FRÍ á Hótel Sögu. Keppni í 2. deild fer fram í Hafnar- firði og mæta þar sex lið til leiks, FH, Ármann, UMSB, USAH, UMSS og UDN og hefst keppni kl. 11 báða dagana. Loks hafa sjö félög tilkynnt þátt- töku í 3. deild, sem háð verður í Stykkishólmi á sunnudag. Em það HSH, UNÞ, HSÞ, USU, USVS, UMSE og HSS. Símamynd/Reuter Heimsmethafínn ítalinn Alessandro Andrei setti nýtt heimsmet í kúluvarpi í fyrrakvöld og var myndin tekin þegar hann stillti sér upp við töflu, sem sagði til um árangur kúluvarparanna á mótinu í Viareggio. Andrei varpaði 22,91 metra og þijú köst hans af sex voru yfir eldra metinu, 22,64 metrum, sem Aust- ur-Þjóðveijinn Udo Bayer setti í fyrra. Andrei er 28 ára lögregluþjónn frá Firenze, er 1,91 á hæð og 118 kíló á þyngd. Hann varð ólympíumeistari í Los Angeles 1984, heimsmeistari stúdenta 1985 og fjórði á Evrópumeistara- mótinu í Stuttgart í fyrra. Framfarir hans hafa verið örar. Hann varpaði fyrst yfir 20 metra 1982, eða 20,35. Árið 1983 varpaði hann kúlunni 20,19, síðan 21,50 ólympíuárið og 1985 bætti hann sig í 21,95. f fyrra varpaði hann síðan 22,06, sem var sjötta bezta afrek í heiminum. Hann á 47,54 í kringlukasti frá 1979 en það ár setti hann einnig persónulegt met í kúlu- varpi, varpaði 18,41 metra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.