Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 52
I ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA | 1S GuÓjónÖ.hf. I 91-27233 I ÉrBRUnPBÓT -AfÖRYGGlSASTÆDUM Nýjungar í 70 ár FOSTUDAGUR 14. AGUST 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Rannsóknarhópur dr. Bernhards Pálssonar: Þróar ræktun grænmetísfruma úti í geimnum BANDARÍSKA geimvísinda- stofnunin NASA hefur veitt rannsóknarhópi undir stjórn Bemhards Pálssonar doktors í lífefnaverkfræði við University of Michigan í Bandaríkjunum styrk til rannsókna að fjárhæð 16 milljónir króna. Þetta er þriðji styrkurinn sem Bemhard hlýtur á skömmum tima. Heildarfjár- hæð þeirra er um eitt hundrað milljónir króna. Styrknum frá NASA á að verja til þróunar tækni við ræktun gulrótafruma og fruma úr öðm grænmeti til matar fyrir geimfara. Einnig verður framleiðsla súrefnis með svifi rannsökuð. Rannsóknir Bemhards eru liður í áætlun Bandaríkjamanna um gerð geimstöðva á braut um jörðu, á tunglinu og öðrum reikistjömum. Tengjast þær þeim þætti rannsókn- anna er lýtur að aukinni sjálfvirkni í geimferðum. Bemhard stjómar hópi sem ætlað er að þróa aðferð til að rækta plöntufrumur þannig að úr þeim verði ætur massi. Með þessu á að lækka kostnað við hagnýtingu geimsins, þar sem geimstöðvar yrðu á einhveiju leyti sjálfum sér nægar. „Challenger-slysið hefur síður en svo dregið úr geimferðaáætluninni. Styrkurinn sem ég hlaut er fimmt- ungur af milljón dollara framlagi NASA til rannsóknanna og annarri milljón sem aflað var frá fyrirtækj- um og stofnunum hér í Michigan," sagði Bemhard. . i 1 | ítkn ir 1 | M Ökumaður náðist úr flakinu lítið slasaður Morgunblaðið/Júlíus ÖKUMAÐUR þessa bíls slapp lítið slasaður, þegar vörubifreið lenti aftan á bílnum, ýtti honum á annan og áfram þvert yfir gatna- mót, framan á bíl, sem kom úr gagnstæðri átt og síðan áfram yfir umferðarljós. Þurfti að klippa ökumanninn út úr bílflakinu með aðstoð slökkviliðsins. Sjá frásögn á bls. 2. Morgunblaðið/Þorkell Bú y87: Kalli refur er kominn íbæinn Kalli er taminn platinurefur frá Hólum í Hjaltadal. Hann kom til höfuðborgarinnar til þess að vera á landbúnaðarsýningunni Bú ’87 sem hefst í Reiðhöllinni í Víðidal í dag. Kalli fær sérút- búna tveggja hólfa „íbúð“ í loðdýrahúsinu þar sem hann verður til sýnis. Með Kalla á myndinni eru Álfheiður Marinósdóttir, sem tamdi hann, og Jörundur Haraldsson, 6 ára Reykvíkingur, sem kom til þess að heilsa upp á rebba. Sjá frásögn á bls. 10. Tölvufyrirtækin Artek og Lattíce í Bandaríkjunum: Semja um sölurétt á hugbúnaði Artek Viðurkenning á íslensku hugviti, segir Vilhjálmur Þorsteinsson VIÐRÆÐUM lauk í gær í Reykjavík milli fyrirtækisins Artek og bandaríska hugbúnað- arframleiðandans Lattice. Gerð voru drög að samningi um kaup Lattice á rétti til sölu hugbúnað- ar Artek undir eigin nafni. Hið síðarnefnda fær í sinn hlut pró- sentur af andvirði búnaðarins, greiðslur vegna þróunarkostnað- ar auk ákveðinnar upphæðar við undirskrift. Artek, sem stofnað var árið 1985, hefur markaðssett erlendis þýðanda fyrir forritun- armálið Ada sem notað er á einkatölvum. Lattice er þriðji stærsti framleiðandi hugbúnaðar á þessu sviði í heiminum. Þegar forritið sem hér um ræðir kom á markað fyrir tveimur árum var það eitt þriggja slíkra fyrir einkatölvur. Artek er hlutafélag í eigu forráðamanna íslenskrar for- ritaþróunar, Vilhjálms Þorsteins- sonar og Arnar Karlssonar, sem skrifuðu hugbúnaðinn og hlutafé- lagsins Frumkvæði sem lagði fram fjármagnið. „ Við gerðum okkur í upphafi ljóst að erfitt yrði fyrir íslenskt fyrirtæki að standa eitt og sér undir auglýs- ingu og kynningu á hugbúnaðinum í Bandaríkjunum. Bankar eru ekki reiðubúnir að leggja fram það fé sem til þarf þegar ekki er hægt að taka veð í öðru en hugviti," sagði Vilhjálmur Þorsteinsson í samtali við Morgunblaðið. „Þessi samningur sem við höfum lagt drögin að er okkur hagstæður. Við lítum ekki svo á að Artek hafi á Evrópumótinu í bríds þegar em umferð er eftir. Þeir lækkuðu um eitt sæti í gær þrátt fyrir góðan sigur gegn Portúgal og jafntefli gegn Gríkkjum. Svíar hafa sem næst tryggt sér Evr- ópumeistaratitilinn þegar ein umferð er eftir. gefist upp í baráttunni. Þvert á móti höfum við fengið viðurkenn- ingu á stöðu íslensks hugvits. Höfundarréttur verður áfram í höndum Arteks. Við getum nú snú- ið okkur að þeim verkum sem við þekkjum best, að þróa hugbúnað. Lattice er leiðandi í hönnun hug- búnaðar fyrir nýtt stýrikerfí IBM samhæfðra einkatölva sem kemur á markaðinn á næsta ári. Við munum taka þátt í að gera þær breytingar sem þarf til að stækka markað forritsins og nýta til fullnustu þá fasteign sem Artek á,“ sagði Vilhjálmur. Island fór í annað sætið í 21. umferð. í gærkvöldi spiluðu íslend- ingar við Grikki á sýningartöflunni. Eftir jafnan leik unnu Grikkir með minnsta mun 16—14. Röð efstu liða fyrir síðustu um- ferð er Svíþjóð, Noregur, Bretland, ísland og Frakkland. Evrópumótið í bríds: ísland í 4. sæti Frá Guðmundi Hermannssyni blaðamanni Morgunblaðsins í Brighton ÍSLENDINGAR eru í fjórða sæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.