Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987 ------------------------rrl----------------- Verð á áli hækkar um 40% á mörkuðum ytra: Ahrif álverðshækk- unarinnar ekki kom- in fram hjá ÍSAL Skilar sér á 4. ársfjórðungi segir fjármálastjóri ÍSAL UM 40% verðhækkun á áli á mörkuðum ytra á þessu ári hefur ekki enn komið fram hjá álverinu í Straumsvík og ekki er ljóst hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa á rekstur álversins. Þó er búist við að verðhækkunin skili sér til álversins innan tíðar. Grunnverð á verksmiðjuáli var um 1200 Bandaríkjadalir tonnið í byijun þessa árs, en skráð þriggja mánaða verð á mörkuðum er nú 1665 dalir og verðið hefur komist í allt að 1800 dali. Verðhækkunin hefur einnig náð til annarra álaf- urða. „Þessi hækkun á mörkuðun- um úti kemur innan tíðar fram í okkar verði, sennilega á fjórða árs- Ú'órðungi, en við erum ekki búnir að sjá nákvæmlega hvenær eða hvað mikið það verður. En álverðið hefur verið nokkuð stöðugt hjá okk- ur það sem af er árinu," sagði Bjamar Ingimarsson fjármálastjóri ÍSAL þegar Morgunblaðið spurði hann um áhrif þessarar verðhækk- unar á rekstur álversins í Straumsvík. Álverðið nú er með því hæsta sem það hefur komist og stafar verð- hækkunin aðallega af því að mikill samdráttur hefur verið í álfram- leiðslu í heiminum. Því hafa álbirgð- ir á Vesturlöndum minnkað en eftirspumin verið stöðug. Bjamar sagði að vonast væri til að verðið nú héldist eitthvað áfram en ómögulegt væri að spá neinu um þróunina. Þar gæti margt kom- ið til, svo sem gengisþróun og efnahagsástandið í heiminum. Álverið í Straumsvík framleiðir nú á fullum afköstum, eftir örðug- leika í sumar sem stöfuðu af gölluðum rafskautum. Nítján ára piltur lést þegar bifreið hans fór út af Vesturlands- vegi og stöðvaðist á hvolfi í sjónum. Hvalfjörður: Ungur piltur lést í umferðarslysi UNGUR piltur lést þegar bif- reið hans fór út af Vesturlands- vegi við Brynjudalsá í Hvalfirði i gærmorgun. Bifreiðin hafnaði á hvolfi úti i sjó og var piltur- inn látinn þegar vegfarendum tókst að ná bifreiðinni aftur á land. Pilturinn, sem var 19 ára Reyk- víkingur, var á leið frá Reykjavík til vinnu sinnar I Borgarfirði. Um kl. 8 í gærmorgun fór bifreið hans, stór amerísk fólksbifreið, út af veginum um 500 metra sunnan við Brynjudalsá. Bifreiðin fór nið- ur allháan kant og stórgrýtisfjöru og stöðvaðist á hvolfi úti I sjónum. Vegfarendur sem komu að náðu að festa taug í bifreiðina. Síðan var vörubifreið notuð til að draga bifreiðina upp í flöru, þar sem henni var velt við. Þá reyndist pilturinn vera iátinn. Þegar lögreglan kom á vett- vang var í fyrstu talið að fleiri hefðu verið í bifreiðinni. Því voru froskmenn frá lögreglunni í Reykjavík fengnir til að kafa und- an ströndinni, en síðar kom í ljós að pilturinn hafði verið einn á ferð. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu. Mikið umferðar- átak á næstunni LÖGREGLAN mun á næstunni gera mikið átak til aukins örygg- is í umferðinni í samráði við Umferðarráð og Fararheill ’87, átak bifreiðatryggingafélaganna í umferðinni. í fréttatilkynningu frá Fararheill ’87 kemur fram að septembermán- uður hafi oft verið mikill slysamán- uður í umferðinni og því sé sérstök ástæða til að hvetja alla til að- gæslu. í september hefst kennsla í grunnskólum um land allt og þá koma út í umferðina mörg þúsund nýir vegfarendur sem sáralitla eða enga reynslu hafa. Því sé brýnt að allir vegfarendur taki sérstakt tillit til bama í umferðinni og stilli hraða í hóf. f umferðarátaki Fararheillar ’87, lögreglunnar og Umferðarráðs verður leitast við að auka eftirlit og fylgjast með því að grundvallar- reglum í umferðinni verði fram- fylgt. Vonast er til að með samstilltu átaki takist að ná tökum á þeim vandamálum sem við er að stríða í umferðinni eins og fram kemur í fréttatiikynningu frá Far- arheill ’87. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Wilhelm Wessman, framkvæmdastjóri Gildis hf, Konráð Guðmundsson, hótelstjóri Hótels Sögu. Frið- bert Ólafsson, framkvæmdastjóri Háskólabíós og Bjami Sigtryggsson, aðstoðarhótelstjóri Hótels Sögu. í baksýn eru byggingamar, sem tengjast ráðstefnumiðstöðinni. 3000 mafina ráðstefnu- miðstðð við Hagatorg Hótel Saga og Háskólabíó bindast samtökum um að byggja upp ráðstefnuaðstöðu í samvinnu við Ferðamálanefnd HÓTEL Saga og Háskólabíó hafa ákveðið að bindast samtökum um að koma upp ráðstefnumiðstöð í við Hagatorg og leitað eftir sam- vinnu Ferðamálanefndar Reykjavíkur, m.a. með það fyrir augum að geta nýtt aðstöðuna í Hagaskóla undir slíka starfsemi. Hótel Saga hefur nú að fullu tekið nýju hótelálmuna í notkun, með alls 113 hótelherbergjum og ræður því nú alls yfir 219 gisti- rýmum. í álmunni eru að auki sérstakir ráðstefnusalir sem geta rúmað um 300 manns en alls er I hótelinu öllu aðstaða fyrir fundi og ráðstefnur fyrir um 1400 manns í sæti. í fyrradag var tek- in fyrstu skóflustungan að nýrri viðbyggingu þar sem verða þrir saiir sem geta rúmað alls um 750 manns auk 1000 manna salarins í aðalbyggingunni. Á þessu svæði verður því ráðstefnuaðstaða fyr- ir liðlega 3000 manns. „Það hafa verið uppi hugmyndir um að reisa hér í Reykjavík sér- Bankakortin: Abyrgð tek- iná 10.000 kr. tékkum HÁMARKSUPPHÆÐ sem bank- ar og sparisjóðir ábyrgjast, ef greitt er með tékka og framvísað bankakorti, hækkar úr 3.000 krónum í 10.000 krónur þann 1. september. Þá fellur jafnframt niður 10 króna gjald sem við- skiptamenn Hraðbankans hafa þurft að greiða fyrir hveija út- tekt. Alþýðubankinn, Búnaðarbank- inn, Landsbankinn, Samvinnubank- inn, Útvegsbankinn, Verzlunar- bankinn og sparisjóðimir hafa rekið Hraðbankann um 18 mánaða skeið og eru afgreiðslustaðimir nú sam- tals 13. Bankakortin hafa gilt sem lykill að Hraðbönkunum, en jafn- framt hafa viðkomandi bankar og sparisjóðir ábyrgst innistæðu tékka hjá þeim viðskiptavinum sínum sem framvísa bankakorti. Er þá við- takanda tékkans tryggð innlausn hans svo framarlega sem hann skráir númer bankakortsins á tékk- ann og ber saman undirskrift hans við undirskrift á kortinu. staka ráðstefnuhöll," segir Bjami Sigtryggsson, aðstoðarhótelstjóri Hótel Sögu. „Ráðstefnubyggingar af þessu tagi þekkjast í mörgum borgum erlendis en tilgangurinn með starfseminni í þeim hefur þó fyrst og fremst miðað að því að laða ferðamenn til þessara borga. Rekstur þessara ráðstefnuhalla einna sér stendur hins vegar óvíða undir sér. Við teljum þess vegna nærtækara að í Reykjavík verði byggð upp ráðstefnumiðstöð hér í kringum Hagatorgið þar sem öll aðstaða verður fyrir hendi til að sinna hvers kyns ráðstefnuha!di.“ Þessi áform hafa þegar verið borin undir Ferðamálanefnd Reykjavíkur og segir Bjami áhuga vera innan nefndarinnar fyrir fram- gangi málsins. Er þá m.a. rætt um að unnt verði að nýta aðstöðuna í Hagaskóla undir starfsemi tengda ráðstefnuhaldi, svo sem sýningar og ýmsa þjónustu á þeim tíma þeg- ar skólahald þar liggur niðri, enda góð reynsla af slíku frá leiðtoga- fundinum fyrir tæpu ári. Ákveðið hefur verið af hálfu for- svarsmanna Hótel Sögu að aðlaga rekstur hótelsins í auknum mæli ráðstefnuhaldi og sérhæfingu á því sviði. Þeir benda á að gistirými í Reykjavík hafi aukist vemlega und- anfarin misseri. Er áætlað að hótelin í borginni ráði nú yfir um 1000 herbergjum, sem er talsvert umfram eftirspum, jafnvel yfír há- sumarið. Hótelin standi því frammi fyrir því í fyrsta sinn um langt skeið að þurfa að laða til sín hótelgesti. í því efni hafi menn um tvær leiðir að velja — að lækka verðið eða auka sérhæfinguna. Hótel Saga hafi valið síðari kostinn. Hótel Saga er með nýbygging- unni alls um 20 þúsund ferm. að stærð og þar af em um 17 þúsund ferm. beinlínis tengdir hótelrekstr- inum. í nýbyggingunni er eins og áður segir fullkomin aðstaða til ráðstefnuhalds auk þess sem nýir veitingasalir hafa verið teknir í notkun og í kjallara hótelsins hefur verið opnuð Baðastofan, sem er í senn heilsræktarstöð, nudd- og gufubaðsaðstaða. Að auki nýtast eldri salir hótelsins til fundar- og ráðstefnuhalds, svo að alls hefur hótelið yfir að ráða um 1400 sætum undir slíka þjónustu. Við Háskólabíó er hins vegar verið að hefla byggingu á nýju húsi sem rúma á þqá nýja sali sem verða nýttir undir kvikmyndasýn- ingar, fyrirlestra á vegum háskól- ans og undir ráðsteftiur. Stærsti salurinn tekur um 360 manns í sæti, hinn næsti um 250 og sá minnsti um 160 manns eða alls um 740-770 manns. Fyrir er síðan 1000 manna salurinn í aðalbyggingunni. Að sögn Friðberts ólafssonar, for- stjóra Háskólabíós er að því stefnt -að nýju salimir verði komnir í gagn- ið á miðju ári 1989. Sérblað í tilefni 125 ára afmælis Akureyrar AKUREYRARBÆR er 125 ára í dag. Af því tilefni fylgir sér- blað um Akureyri með Morgun- blaðinu í dag. Meðal efnis í blaðinu eru viðtöl við ýmsa Akureyringa að störfum og á fömum vegi. Gísli Jónsson riflar upp atburði úr sögu bæjar- ins fram til 1930 og Jón Hjaltason segir frá Akureyri í kreppu og stríði. Bolli Gústafsson Qallar um skáldin á Akureyri, Örlygur Sig- urðsson skrifar afmælisgrein um Akureyri, ólafur Sigurðsson skrifar um fegurð bæjarins og Leifur Sveinsson skrifar Akur- eyrarbréf. Sagt er frá skólahaldi á Akureyri og rætt við bæjarstjór- ann Sigfús Jónsson. 4 firiAja fiúsund nemendur ifmmhaids- skólum, lisiaskólum ng hásktilanámi mU 1M; tfe 'fggiÉj .w :IW ffií Akureyri 125 ára » ■ ■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.