Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987
Éflairifeö máD
Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 402. þáttur
í 48. kafla Gylfaginningar
Snorra-Eddu segir svo: „En
Hymir sagði að lítil liðsemd
myndi að honum vera, er hann
var lítill og ungmenni eitt —
og mun þig kala, ef eg sit svo
lengi og utarlega sem eg em
vanur.“
Sögnin að kala er auðkennd
í þessari tilvitnun, því að ég
ætla að fjalla ofurlítið um hana.
Hún er meðal sterkra sagna,
en það merkir að hún er ein-
kvæð í þátíð. Sterkar sagnir
hafa mismunandi sérhljóð í
kennimyndum sínum og leggj-
ast eftir því í ákveðnar raðir.
Kallast það hljóðskipti, og hef-
ur hver hljóðskiptaröð sína
raðtölu til aðgreiningar. Sögnin
að kala fer eftir 6. röð, sem
mjög er auðkennd, því að þar
skiptast á sérhljóðin a og ó.
Kala, kól, kólum, kalinn; fara,
fór, fórum, farinn; ala, ól,
ólum, alinn o.s.frv. Svona
beygðist sögnin að mala fyrr
meir, og margar sagnir eru að
einhverju leyti óreglulegar eftir
6. röð vegna hljóðbreytinga sem
þar hafa orðið fyrir löngu.
Dæmi: taka, tók, tókum, tek-
inn; slá, sló, slógum, sleginn;
hlæja, hló, hlógum, hleginn.
Margar fleiri mætti nefna, ég
minni að gamni mínu á klá (=
klóra): klá, kló, klógum,
kleginn.
En víkjum aftur að sögninni
að kala. Hún er sérleg að því
leyti að vera óperusónuleg eða
einpersónuleg. Með henni
stendur því ekki nefnifall, held-
ur þolfall. Sögnin merkir að
þola kulda, skemmast af frosti
og þvíumlíkt. Af því að sögnin
er einpersónuleg, kemur hún
aðeins fram í þriðju persónu
eintölu, sem í fomu máli var
þá kelr og breyttist mjög
snemma í kell. Sú breyting er
nefnd samlögun eða tillíking.
Kell mig í höfuð, segir Níðuður
konungur vondi í Völundar-
kviðu. Það var víst í óeiginlegri
merkingu, þegar honum hefnd-
ist fyrir grimmdina. í nútíma-
máli er hvort tveggja jafnrétt
að segja: mig kell og mig kel-
ur. í staðinn fyrir samlögunina
má skjóta u inn á undan r í
endingum og er þrásinnis gert
til að auðvelda framburð. (Eru
ekki svotil allar hljóðbreytingar
latmæli?!)
Grímur Thomsen notar fom-
legri orðmyndina, eins og hans
var von, í litlu kvæði 1846
(Næðiugur):
Kalt er úti, kalt er inni,
kell mér hönd og negg,
næðir mig á sál og sinni,
svalt er lífsins hregg.
Þama kemur þolfallið með kala
á hönd og negg (=hjarta), en
þágufallið á mér er sögninni óvið-
komandi.
Svokölluð orsakarsögn af kala
er sögnin að kæla (eins og færa
af fara). En kveðjum sögnina með
fallegum vísum eftir Jónas
Hallgrímsson (Grátittlingurinn):
Kalinn drengur í kælu
á kalt svell, og ljúft fellur,
lagðist niður og lagði
lítinn munn á væng þunnan.
Þíddi allvel og eyddi
illum dróma með snilli,
sem að frostnóttin fyrsta
festi með væng á gesti.
★
Með sama formála og í
síðasta þætti birti ég hér bréf
frá Rafni Hjaltalín á Akureyri.
Hann segir, (að slepptum vin-
samlegum ávarpsorðum):
„Þakka ágæta vikulega þætti
þína, íslenzkt mál, í Morgun-
blaðinu. í 399. þætti er amazt
við orðatiltækinu: gerðu svo
vel!, þegar það er notað sem
lokaorð samtals, oftast í síma,
eftir að þakkað hefur verið fyr-
ir veitta þjónustu, en þú telur
þetta vitleysu um leið og þú
leggur til danskyrðið: sjálfþakk-
að, í staðinn.
Með hálfum huga pára eg
þér, þar sem svar þetta, hið
vitlausa, er orðið mér nokkuð
tamt í munni sem lokaorð sam-
tals. í starfí mínu þarf eg oft
að veita upplýsingar af ýmsu
tagi, sem þá liggur oft nokkur
vinna í að afla og að þeim veitt-
um, þá á eg eðli máls sam-
kvæmt viðmælanda mínum
ekkert að þakka, en eg kveð
hann með þetta í huga: gerðu
svo vel og njóttu þeirrar þjón-
ustu sem eg hef látið þér í té —
í styttingunni: Gerðu svo vel!
án þess að hugur minn hvarfli
til enskrar tungu eitt andartak
eða áhrifa þaðan.
Eg hefí oft hugleitt þá gagn-
rýni, sem fram hefur komið á
svar þetta og þar sem dr. Benj-
amín H.J. Eiríksson, en bréf
hans til Velvakanda var kveikj-
an að umræðu þessari nú,
fínnur ekkert svar sbr. þátt
þinn, þá þótti mér ekki óviðeig-
andi að leggja orð í belg.
Hvarflað hafa að mér svör eins
og: njóttu vel eða gagnist þér,
en hvort tveggja þykir mér
hrjúfara í munni heldur en svar-
ið sem fordæmt er.
Með þakklæti kveð eg þig og
nýt þess jafnan, þegar þú fyallar
um íslenzkt mál, þótt mér verði
það nú einu sinni á að and-
mæla meistara mínum, en það
er í góðu gert.“
★
Ég þakka Rafni kærlega orð
hans og ummæli. Gott er að fá
talsmann þess orðalags sem á
hefur verið deilt, og nú hvet ég
ykkur til að segja ykkar álit.
Jafnframt er hér spuming:
Hvað merkir orðatiltækið, Það
ímir ekki á svartan sauð, í
málvitund ykkar? Þetta orðtak
hefur lengi valdið mér heila-
brotum.
SIMAR 21150-21370
I sölu er aö koma
SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS
LOGM JOH Þ0RÐARS0N HDl
Mikil og góð eign
á útsýnisstað í Garðabœ. Nánar tiltekiö einbýlishús um 300 fm nettó.
Velbyggt og vandað aö öllum búnaöi. Arinn í stofu, saunabaö, tvöf.
bílsk. Stór lóö. Skrúðgaröur. Nánari upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
Skammt frá Nýja miðbænum
úrvalseign við Háaleitisbraut. Nánar tiltekiö parhús 212,4 fm nettó.
AIK eins og nýtt. Frábært skipulag (4-6 svefnherb.). Bflskúr 23,9 fm
nettó. Skuldlaus eign á einum vinsælasta stað borgarinnar.
Skammt frá Dalbraut
4ra horb. góð fb. 95,7 fm nettó á 3. hæð í suðurenda. Sólsvalir. Nýtt
baö. Nýtt Danfosskerfi. Góö sameign. Mikið útsýni.
3ja og 4ra herb íbúðir við:
Grettisgötu, Bræðraborgarstfg, Mávahlíð og Hverfisgötu.
í fremstu röð við Gullinbrú
Stórt og glæsilegt raöhús i smíöum viö Funafold. Tvöfaldur bilskúr.
Allur frágangur fylgir utanhúss. íbúðarhæft næsta sumar. Byggjandi
Húni sf. Hagkvæm greiðslukjör. Kynniö ykkur teikningar og frágangs-
skilmála.
Hagkvæm skipti
Tll kaups óskast 5-6 herb. góö íbúö, raöhús eöa einbýlishús meö íbúö
af þessari stærð. Skipti möguleg á 4ra herb. mjög góöri íbúð í lyftuhúsi
í Hólahverfi með útsýni yfir borgina og nágrenni.
4ra-5 herb. góð íbúð
óskast til kaups á Seltjnesi. Rétt eign verður borguð út.
Hagkvæm skipti
3ja herb. góð fbúð meö sérinng. óskast til kaups í Rvík eða Kópavogi.
(b. í lyftuhúsi kemur til greina. Sklpti möguleg á einbýlishúsi af meöal-
stærö meö ræktaöri lóö á vinsælum staö.
Fjöldi fjársterkra kaupenda
Höfum á skrá óvenju marga fjársterka kaupendur. Margskonar eigna
skipti möguleg. Leitiö nánari uppl.
Opið í dag, laugardag,
kl. 11.00-16.00.
AIMENNA
FASTEIGNASALAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Tölvuháskóli VÍ:
Nicholas
J.G. Hall
ráðinn
kennslu-
j • p •
stjon
KENNSLUSTJÓRI Tölvuháskóla
Verslunarskóla íslands hefur
verið ráðinn Nicholas J.G. Hall.
Nicholas sem er fæddur í London
árið 1951 flutti til íslands árið 1976.
Hann lauk MA-gráðu í eðlisfræði
frá háskólanum í Oxford árið 1973
og M.Sc.-gráðu í eðlisfræði fastra
efna frá háskólanum í Manitoba í
Kanada árið 1976.
Nicholas hefur unnið sem kerfís-
fræðingur bæði hér á landi og í
Englandi auk þess sem hann hefur
verið við kennslustörf við Háskóla
íslands og í Kanada.
Frá árinu 1981 hefur hann starf-
að sem kerfísfræðingur og meðeig-
andi Verk- og kerfísfræðistofnunar.
Nicholas er kvæntur Áslaugu
Helgadóttur.
fHfrrgtmfrhifrift
Melsölublad á hverjum degi!
Að sauma
og föndra
Langþráður draumur varð
að veruleika hjá undirritaðri
fyrir nokkrum dögum er ég
eignaðist saumaginu. Fyrir
okkur sem hafa gaman af að
sauma föt er þetta alveg ómiss-
andi gripur, og sú sem einu
sinni er farin að nota gínu,
skilur ekki hvernig unnt var
að komast af án hennar. Um-
rædda ginu fékk ég i verzlun-
inni Saumasporinu við
Nýbýlaveg í Kópavogi, skammt
frá Bykó, og hún er þeim kost-
um búin að hana má mjög
auðveldlega stækka eða
minnka, frá stærð 36 í 42, og
stilla sérstaklega háls-,
brjósta-, mjaðma- og mittismál
eftir þörfum hveiju sinni.
Myndin talar sinu máli.
merkingar á handklæðum og
fleiru.
Ætlunin var í upphafí eingöngu
að segja frá þessum góða grip,
en ég get ekki látið hjá líða að
gefa lesendum Dyngjunnar aðeins
meiri upplýsingar um fleira sem
fáanlegt er í þessari verzlun (sem
einnig er heildsala). Þetta er al-
gjör gullnáma fyrir þær (og þá)
sem gaman hafa af að fondra og
sauma. En ég verð að stikla á
stóru.
Tvinnaúrvalið er til dæmis það
fyölbreyttasta sem ég hef séð.
Þama má fá venjulegan tvinna,
„overlock“-tvinna, stopp- og út-
saumstvinna, hnappagatatvinna,
tvinna til að sauma með leður,
stungutvinna og mislitan tvinna
(sjá mynd), 12 litasamsetningar,
3 litir á hveiju kefli. Sérlega
skemmtilegur ísaumstvinni eða til
Þá langar mig að nefna nála-
úrvalið, til dæmis „overlock"-
nálar með sérlega sterkum oddi,
svonefndar stretch-nálar fyrir all-
ar tegundir saumavéla. Þær eru
oddlausar og ætlaðar fyrir silki,
pijónasilki, jersey-efni og teygjan-
leg efni. Kosturinn við þær er að
þær draga ekki til í efninu.
Leður og rúskinnsnálar, með
sterkum stjömuoddi, einnig góðar
fyrir gallaefni. Og svo þær sem
mér fannst mest til koma, nálar
fyrir sjóndapra.Tvinnanum er
rennt niður með leggnum að nál-
arauganu. Fellur hann þá í
gegnum hak inn í nálaraugað og
saumavélin saumar eðlilega. Svo
er það allra nýjasta: Glær tvinni
fyrir ljós efni og reyklitaður fyrir
dökk efni til að blindfalda með.
Læt ég þetta nægja um tvinnann.
Fýrir föndrara er um auðugan
garð að gresja. Þama má til dæm-
is fá áteiknaða púða, dúka,
skemmtilegar svuntur fyrir
bamaafmæli, klæðningar á gos-
flöskur (einnig til á lítraflöskur),
barnavöggusett, smekki, og jólaf-
öndrið er þegar komið. Þá eru
þama Cameo-túpulitir til að mála
með á efni, fatnað o.fl., en þeir
þola suðu. Einnig straublýantar,
sem koma í stað kalkipappírs, og
allskonar tegundir af skærum, svo
sem sníðaskæri, takkaskæri, út-
saumsskæri, skæri í gjafakössum,
o.fl. Ekki má svo gleyma dúkku-
andlitum af ýmsum gerðum,
augum, nefjum, klóm og mörgu
fleiru.
Þama geta föndrarar einnig
fundið skemmtilega liti. Þetta eru
9 litir með lími og „glimmeri" í.
Litimir eru í túpum og afar hand-
hægir í notkun. Aðeins þarf að
kreista örlítið úr túpunni og renna
oddinum eftir mynstri, línum eða
mynd, og laga til með tann-
stöngli eða einhveiju álíka ef með
þarf. Litimir svo látnir þoma og
straujað á röngunni ef um efni
er að ræða. Annars má einnig
nota litina á gler, pappír o.fl. Að
lokum er svo það allra nýjasta,
algjört galdralím frá Þýzkalandi
sem nota má á allan fatnað, leð-
ur, efni og pijón. Límið er mjög
gott til viðgerða á fatarifum, og
einnig má nota það til að líma
vindsængur, bolta, tré, plast og
margt fleira, svo sem falda,
dúkkuföt eða jólaföndur.
Ég get ekki lokið þessari uppt-
alningu án þess að minnast á
mjög gott úrval af saumavélum,
ekki aðeins fyrir fullorðna, heldur
einnig fyrir böm.
Það sem hér hefur verið nefnt
gefur ykkur vonandi hugmynd um
þá fyölbreytni sem Saumasporið
hefur upp á' að bjóða, og vona ég
að það komi einhyeijum til góða.
En sjón ér sögu ríkari, og það er
ykkar mál.-. •^Meft’kveðju,
• JóÆnn.
JÓRUNN KARLSDÓTTIR