Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987 49 Islensk Getspá - Lottó 5/32: 465 milljón króna velta á 9 mánuðum Kór Flensborgarskóla syng- ur í Hafnarfjarðarkirkju Kór Flensborgarskóla söng á tónleikum í Lúkasarkirkjunni í Luzern í Sviss og var myndin tekin við það tækifæri. KÓR Flensborgarskóla heldur tónleika í Hafnarfj arðarkirkj u í dag 29. ágúst kl. 17.00. Kórinn er nýkominn heim frá kóramóti í Luzem í Sviss og tón- leikaferðalagi í Austurríki. í ferðinni hélt kórinn fema tón- leika, m.a. söng kórinn á tónleik- um í Lúkasarkirlqunni í Luzem sem híjóðritaðir vom af sviss- neska ríkisútvarpinu. Stjómandi kórsins er Hrafn- hildur Blomsterberg. HÁTT í 200 milljónir króna hafa nú þegar verið greiddar í vinn- inga í Lottói íslenskrar Getspár sem hóf starfsemi sína fyrir um níu mánuðum síðan og ef fyrsti vinningurinn gengur út í kvöld getur hann farið í yfir tíu milljón- ir króna. Aðstandendur Lottósins, íþróttasamband íslands, Ung- mennafélag íslands og Öryrkja- bandalag Islands, hafa fengið greiddar um 170 miljj. kr. í ágóða- hlut og hefur sú fjárhæð farið fram úr björtustu vonum manna, að sögn Vilhjálms B. Vilhjálms- sonar framkvæmdastjóra fs- lenskrar Getspár. Hann sagði að heildarvelta Lottósins frá byrjun næmi nú um 465 milljónum króna. Afgreiðslustaðir Lottósins em nú orðnir 150 talsins og hefur Nætur- salan, Strandgötu 5 á Akureyri, forystu hvað varðar sölu Lottómið- anna sé meðalsala tíu síðustu vikna skoðuð. Næstir koma: Ný-ung Hafn- argötu 6 í Keflavík, Bræðraborg Hamraborg 20a í Kópavogi, Sölut- í þessu húsi að Sæviðarsundi 21, sem Hússjóður Öryrkjabanda- lagsins hefur nýlega keypt, verða leigðar út tvær tveggja og tvær fjögurra herbergja íbúðir til öryrkja. uminn Langholtsvegi 126 Reykjavík og Sælgætis- og Videóhöllin Garðat- orgi 1 í Garðabæ. Alls hafa 67 manns fengið yfir hálfa milljón króna í vinning og hef- ur enginn slegið ennþá met Olafar Ananíasdóttur á Akureyri, sem hinn 6. desember hlaut rúmlega 3,2 millj- ónir króna. Enn er einn vinningur ósóttur að upphæð 2,1 milljón króna frá því í vor. Ný trúfélög og þjóðkirkjan: Fleira sem sameinar okkur en sundrar - segir Gunnar Þorsteinsson forstöðu- maður Krossins FORSVARSMENN trúfélaganna Krossins, Vegarins og Trúar og lífs telja að þótt þá greini á við þjóðkirkjuna í nokkrum veiga- miklum atriðum eigi þeir margt sameiginlegt með henni og eru óánægðir með þá mynd sem þeir telja að fjöimiðlar hafi gefið af þeim undanfarið. „Það er ekki hægt að setja jafnaðarmerki á milli okkar og þeirra sértrúar- söfnuða í Bandaríkjunum sem fjallað hefur verið um í Ríkissjón- varpinu," segir Gunnar Þorsteins- son. „Við teljum að þjóðkirkjan geri margt gott,“ segir Gunnar enn frem- ur, „munurinn á okkur og þjóðkirkj- unni felst fyrst og fremst í mismunandi áherslum og tjáningu." „Við viljum standa saman um alla kristna arfleifð og sjá hana vaxa,“ segir Bjöm Ingi Stefánsson forsvars- maður Vegarins. „Við emm eitt þótt við séum ekki eins.“ Á blaðamannafundi sem fyrr- nefnd samtök boðuðu til ásamt samtökunum Ungt fólk með hlut- verk sem er hópur leikmanna innan þjóðkirkjunnar kom fram að þó væri ákveðinn trúarlegur ágreiningur á milli þeirra og þjóðkirkjunnar og væri mismunandi skilningur á gildi skímarinnar þar mikilvægastur. Einnig er ágreiningur á milli þess- ara trúarhópa og þjóðkirkjunnar um það hvemig líta beri á áfengissýki og samkynhneigð. „Við lítum á alkó- hólisma og kynvillu sem sjmdir,“ segir Halldór Lárusson forsvarsmað- ur Trúar og lífs. „Við fordæmum ekki kynvillinga og tökum þeim opn- um örmum ef þeir vilja snúa til kristni en við fordæmum kynvilluna sjálfa. Kristinn samkynhneigður maður er ekki til.“ Að sögn Bemharðar Guðmunds- sonar fréttafulltrúa þjóðkirkjunnar lítur þjóðkirkjan ekki á áfengissýki sem synd en lftið hefur verið fjallað um samkynhneigð innan hennar. „Þetta er ákaflega viðkvæmt mál og krefst mikillar guðfræðilegrar vinnu," segir Bemharður. „Við höfum hins vegar ekkert út á það að setja þótt menn tjái trú sína á óformlegri hátt en venjan hefur verið. Ég get nefnt sem dæmi að hjá Grensássöfnuði hafa verið guðsþjónustur með fijálslegra sniði samhliða hefðbundnum sunnudags- guðþjónustum. Okkur finnst, skipta mestu máli að kenningin sé hrein og Kristur sé boðaður, í hvaða formi svo sem það Morgunblaðið/Sverrir Forsvarsmenn trúarhópanna. Frá vinstri, Friðrik Schram frá Ungu fólki með hlutverk, Halldór Lárusson frá Trú og lífi, Gunnar Þor- steinsson frá Krossinum og Björn Ingi Stefánsson frá Veginum. Lyftistöng öryrkja Öryrkjabandalag íslands fær 40% ágóðahlutans úr Lottóinu og hefur verið ákveðið að 80% þess fjármagns skuli renna til byggingar íbúðar- húsnæðis fyrir öryrkja og 20% til að efla aðra starfsemi þess. Hússjóð- ur Öryrkjabandalagsins hefur fest kaup á þrettán íbúðum á höfuð- borgarsvæðinu auk þriggja einbýlis- húsa fyrir sambýli. Þá hefur sjóðurinn sótt um lóð í Reykjavík undir 30 íbúðir í viðbót. Bygginga- framkvæmdir standa yfir á Selfossi við hús með fimm íbúðum í og í ráði er að kaupa hús á Akureyri fyrir allt að sjö fatlaða. 17. umdæmisþing íslenskra kiwanismanna: íslenska kiwanishreyfingin sú langöflugasta í lieiminum - segir Raymond de Meulemeester Evrópuforseti hreyfingarinnar SAUTJÁNDA umdæmisþing islenskra Kiwanismanna verður haldið um helgina í Digranesi í Kópavogi. Þingið var sett í gærkvöldi í Kópavogskirkju og sækja það um 600 manns. Á þinginu verður fjallað um stöðu íslensku Kiwanishreyfingarinnar, eflingu hennar út á við og inn á við. Endanleg skil verða gerð á sölu K-lykilsins svokallaða síðan 18. október sl. undir kjörorðinu „Gleymum ekki geðsjúkum". Einnig verða gerð skil á söfnun fjár til kaupa á bruna- vamakerfi í Kópavogshæli og lögð verður áhersla á öflugt líknar- starf á vegum Kiwanisklúbba í landinu. Sérstakir gestir þingsins eru komnir frá Bandaríkjunum, Frakklandi og Noregi. Þeir eru: Raymond de Meulemeester Evr- ópuforseti hreyfingarinnar frá Frakklandi, Gene R. Overholt kjör- forseti alheimshreyfingarinnar frá Bandaríkjunum og Jan Cato Hen- riksen umdæmisstjóri Norden- umdæmisins, sem nær yfir Noreg, Svíþjóð, Danmörk og Finnland. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi stuttlega við þá í gær og lýstu þeir yfir mikilli ánægju sinni með hvernig staðið væri að málum Kiwanishreyfingarinnar á íslandi. „Kiwanishreyfingin hér er sú lang- öflugasta í heiminum og hefur henni tekist að slá öll met hvað varðar fjársafnanir til handa góð- um málefnum, til þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. íslensku félagamir virðast mjög samhentir. Ekki er þó nægilegt að þeir vinni vel saman, heldur þarf þjóðin að leggjast á eitt með að hjálpa lítil- magnanum," sagði Raymond de Meulemeester í samtali við Morg- unblaðið og hann bætti því við að ef til vill mætti rekja þennan mikla ávinning til þess hversu lítil þjóðin væri og einangruð. í öðmm löndum færi slík samstaða oft á tíðum fyr- ir ofan garð og neðan. Niðurrifsöfl- in næðu oft tökum úti í hinum stóra heimi og snérist fólk því oft á tíðum til vamar með því að hugsa aðeins um eigið skinn. Meulemeester sagði að í Frakk- landi störfuðu 250 klúbbar, en það væri lítið miðað við ísland. Hins- vegar efldist hreyfingin með hveiju árinu sem liði og er nú nýlega búið að koma upp klúbbum í Port- úgal og á Spáni. Fyrsta kiwanis- klúbbnum í Evrópu var komið á fót árið 1964 og em þeir nú komn- ir yfir 800 talsins. Kiwanishreyfingin fæddist hins- vegar í Detroit í Bandaríkjunum árið 1915 og em nú starfandi 8.300 klúbbar þar í landi með yfir 315.000 félögum. Félagar í Kiwan- ishreyfingunni á íslandi em nú um 1.300 talsins í 41 klúbbum, þar með töldum Færeyjum, og er um- dæmið það fiölmennasta miðað við höfðatölu íbúa. Kiwanishreyfingin nær alls til 72 þjóða víðsvegar í heiminum nema austantjaldslanda Morgunblaðið/Sverrir Frá vinstri á myndinni eru: Raymond de Meulemeester Evrópufor- seti hreyfingarinnar frá Frakklandi, Gene R. Overholt kjörforseti alheimshreyfingarinnar frá Bandaríkjunum, Arnór L. Pálsson umdæmisstjóri íslenska kiwanisumdæmisins og Jan Cato Henriks- en umdæmisstjóri annarra Norðurlanda. og nokkurra annarra svo sem Grikklands, Tyrklands og ísraels. Asíulöndin em mjög virk í starfi, að sögn félaganna, en hreyfíngin hefði ekki enn sem komið væri áhuga á að kynna starf sitt í Suð- ur-Afríku miðað við það ástand sem nú ríkir þar. Alþjóðleg þing em haldin ár hvert og fór það síðasta fram í Washington í byijun júlí þar sem saman vom komnir um 15.000 félagar. Næsta alþjóða- þing kiwanismanna verður haldið í Seattle, að sögn Gene R. Over- holt. Áttatíu klúbbar starfa í umdæmi Noregs, Svíþjóðar, Danmörku og Finnlands, þar af 70 í Noregi ein- um. Félagar em 2.100 talsins. Jan Cato Henriksen sagði að vegna fjárskorts gætu Norðmenn ekki breitt Kiwanishreyfinguna hraðar út á hinum Norðurlöndunum en raun ber vitni. „Við byijuðum í Finnlandi fyrir aðeins þremur ámm og höfum nú þegar fimm klúbba þar. Það er betra að fara sér hægt, en treysta þó gmnninn," sagði Henriksen. Umdæmisstjóri íslenska kiwan- isumdæmisins er Amór L. Pálsson framkvæmdastjóri úr Kópavogi. Hann sagði að fjölgun kiwanis- manna hefði verið mjög hröð á íslandi og þess vegna hefði ísland slitið sig frá hinum Norðurlöndun- um og stofnað sér umdæmi. Kiwanismenn á íslandi halda svo- kallaða K-daga á þriggja ára fresti og hafa þeir aflað 25 milljónum króna á núvirði, en alls hafa fimm slíkir K-dagar verið haldnir, sá fyrsti árið 1974. K-dagamir em ávallt haldnir undir sama kjörorð- inu „Gleymum ekki geðsjúkum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.