Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987 15 Leikfélag Húsavíkur: Leikf ör til Reykjavíkur og Danmerkur LEIKFÉLAG Húsavíkur er það áhugamannaleikfélag sem talsvert niikið hefur kveðið að. Þar er sjaldnast ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur þegar verkefni eru valin og oftast eru sett á svið tvö leikrit á ári. Og Húsvíkingar láta sér ekki nægja að sýna heima í héraði. Nú er Leikfélagið á förum til Danmerkur með viðkomu í Reykjavík. íslandsbanka, sem stofnaður var sem hlutafélag á morgni tækni- væðingar íslenzkra atvinnuvega, þegar útvegurinn tók vélskipin í sína þjónustu og sigldi inn í tog- araöldina. Sagan og kringum- stæðumar hafa á stundum lagt Íslandsbanka/Útvegsbanka erfið- leika á herðar. SÍS-tilfellið er ekki fyrsta ágjöfin. Stofnunin hefur oft sigit krappan sjó, þó tímar koppa- logns hafi komið inn á milli. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir í viðtali við Morgun- blaðið fyrr í vikunni að„ á bak við kauptilboð sjávarútvegsaðila búi einnig viðleitni til þess að sam- eina Útvegsbanka, Iðnaðarbanka og Verzlunarbanka, sem lengi hafi verið talið æskilegt hagræð- ingarátak í bankakerfinu". Það er eins og niður sögunnar sé að baki þessarra orða. Þegar hin fyrstu lög um Útvegsbanka vóru samþykkt (1930) var stefnumörk- un bankans sú að styðja sjávarút- veg, iðnað og verzlun. Kristján Ragnarsson sagði einnig f Morgunblaðsviðtalinu: „ Utanríkisráðherra segir af- dráttarlaust í sambandi við hugsanlega sölu á Búnaðarbanka, að sá banki verði alls ekki seldur nema í nánu samráði við bænda- samtökin. En honum virðist hinsvegar finnast allt í lagi að selja Utvegsbankann í hendur SÍS án samráðs við samtök útgerðar- innar og sjávarútvegsins. Hér skýtur skökku við“. Það er við hæfi að láta formann LÍU eiga einnig lokaorð þingpist- ilsins í dag: „Það er von mín að þetta mál fái farsælar Iyktir fyrir sjávarút- vegsaðila og að Utvegsbankinn verði áfram útvegsbanki, eins og nafn hans og saga stendur til. Samvinnubanki er þegar til stað- ar“. FEF: Laugardags- fló í Skeljanesi KLUKKAN tvö í dag verður fram haldið í Skeljanesi 6 laugar- dagsflóamarkaði Félags ein- stæðra foreldra, svo sem áformað var. Vöruúrvalið hefur verið endumýjað og bætt hefur verið við ýmsum varningi. Þar má nefna gúm af öllu tagi - þ.e. skrautvarning, platta, kristals- bjöllur, styttur og einnig búsá- höld, svo sem diska og eldhúsáhöld ofl. Bætt hefur verið við bókum, sem runnu út eins og heitar lummur siðasta laugar- dag, að því er segir í fréttatil- kynningu FEF. Tízkufatnaður frá ýmsum tímum hefur og verið endumýjaður og sömu sögu um bamaföt. Þá skal getið sérstakrar „herrafatadeildar" sem komið hefur verið upp og er þá fátt eitt talið. Eins og fyrr fer ágóði til afborgana á lánum vegna neyðarhúsnæðis félagsins, en FEF getur hýst 21 fjölskyldu samtímis í húsum sínum í Skeljanesi og við Öldugötu. Vetrarstarf FEF er nú einnig í undirbúningi. Fyrsti fundur hausts- ins verður síðla þessa mánaðar og verður tilkynnt um hann síðar. Þar verður forvitnilegt mál á dagskrá. Reynt verður að brydda upp á ýms- um nýjungum í félagsstarfínu í vetur, meðal annars er fyrirhugað námskeið í ræðumennsku, fundaröð um stöðu einstæðra foreldra og einnig verður boðið upp á þáttöku í umræðuhópum, svo og fræðslun- ámskeið. Allt verður þetta kynnt í fréttabréfi FEF, sem er sent til fé- laga fyrstu viku september eða svo. María Axfjörð, formaður Leik- félags Húsavíkur, sagði að í þessari leikför væru alls 22, níu leikarar, starfsfólk og nokkrir makar. Lagt verður af stað í vikulokin og komið við í Reykjavík, en þar verður sýnt í Iðnó laugardagskvöldið 29. ágúst. Síðan verða tvær sýningar í Kaup- mannahöfn, 31. ágúst og 1. septem- ber, í litlu leikhúsi sem heitir Smedjen. Þá verður loks ein sýning í Rönne Theater á Borgundarhólmi — En hvaða verk er á fjölunum? „Hér er um að ræða seinna verk- efni síðasta vetrar hjá okkur, en við tökum það upp núna aftur sérstak- lega fyrir þessa ferð. Þetta er leikritið Ofurefli eftir bandarískan leikara, Michael Cristofer að nafni. Hann skrifaði þetta verk þegar hann var 23 eða 24 ára og þetta er marg- verðlaunað verk, hefur meðal annars hlotið hin eftirsóttu Pulitzer-verð- laun. Við vorum búin að hafa þetta leik- rit í huga lengi áður en við tókumst á við það, en það hefur ekki verið sýnt annars staðar hér á landi.“ — Og um hvað fjallar þetta verk? „Það fallar um þrjár persónur sem eiga það sameiginlegt að hafa feng- ið að vita að þær eiga stutt eftir ólifað. Raunar fjallar það að mestu um viðbrögð ættingja þeirra og vina. En þó að þetta sé um fólk sem er að deyja má segja að það fjalli al- mennt um lífið og tilveruna. Þetta er áhrifamikið og að mínum dómi vel heppnað verk.“ — Hvemig stendur á því að þið emð að fara til Danmerkur? „Það munu vera 12 eða 14 ár síðan danskur maður fékk þá hug- mynd að koma á eins konar leik- hringjum með aðild áhugaleikfélaga á öllum Norðurlöndunum. Við emm svo heppin að hafa lent í þeim leik- hring sem hefur starfað reglulegast. í honum em tvö félög í Danmörku og eitt frá hverju hinna landanna. Við skiptumst reglulega á gögnum og fömm í heimsóknir. Við höfum til dæmis farið til Finnlands, Dan- merkur og Svíþjóðar. Færeyingar ætluðu að koma til okkar í sumar en hafa frestað því til næsta árs, en Danir komu til okkar í september í fyrra og sýndu Stundarfrið eftir Guðmund Steinsson." — Hvemig gengur fólki að skilja leikrit á framandi tungum? Það er nú svo að allir sýna leikrit- in á sínu móðurmáli og það gengur alveg ágætlega. Ef fólkið vill skilja þá skilur það. Leikstjórinn okkar er María Sig- urðardóttir og þýðinguna gerði Karl Ágúst Úlfsson. .Og það er rétt að geta þess að þetta em níu stór hlut- verk og öll í höndum þjálfaðra leikara sem hafa leikið mörg hlut- verk hjá okkur." — En hvemig getið þið gefið ykk- ur tíma til að æfa og fara í langferð um hábjargræðistímann? „Svona eyðum við nú sumarfríinu okkar." INNIHELDUR HVORKI LITAREFNI NÉ ILMEFNI OFNÆMISPRÓFUÐ AF SVISSNESKUM HÚÐSjÚKDÓMAFRÆÐINGUM J UVIJNA Juvbna JIAÉNA jfvkna : w'H> pÚVENA jflirf m lÚVl'.NA JUVENA SENSITIVE SKIN LINE FYRIR ÞÍNA VIÐKVÆMU HÚÐ \/CDhl niM'Q-7 v V-■ iwv.k/11 VI w/ innan veggja LAUGARDALSHÖLL BÁS 104 Sérstök kynning á Juvena Sensitive SkinLine Einstakt tækifæri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.