Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987
5
Gallerí Svart á hvítu:
Sýningu Sveins Björns-
sonar lýkur á morgun
ftLÁLVERKASÝNINGU Sveins
Björnssonar í Gallerí Svart á
hvítu lýkur á sunnudag, en sýn-
ingin var opnuð 15. ágúst.
Sýningar Sveins eru orðnar fjöl-
margar, bæði hér heima og erlendis.
í sýningarskrá ritar Halldór Bjöm
Runólfsson listfræðingur formála
og segir þar meðal annars að við
hveija sýningu hafi Sveinn eflst að
áræði og öryggi án þess að hvika
nokkru sinni frá voldugu og næsta
tröllslegu handbragði sínu. Hann
segir að það sem segja megi að
einkenni list Sveins umfram annað
sé skýlaus höfnun á öllu sem heitið
getur punt og pjatt.
Á sýningunni eru nýjar myndir,
allar frá árunum 1986-1987.
Sveinn Bjömsson sagði í samtali
við Morgunblaðið að myndimar
væm allar málaðar í Krísuvík þar
sem hann eyðir flestum stundum.
Þar væm viðfangsefnin óþijótandi
og sér entist ömgglega ekki ævin
til að mála öll þau áhrif sem hann
yrði fyrir þar. „Ég skoða mikið
náttúmna en nú orðið mála ég ekki
lengur það sem ég sé og fyrir aug-
un ber, heldur það sem ég sé ekki.
Viðfangsefnin em hugsýnir og
draumar," sagði Sveinn.
Sveinn Bjömsson hóf feril sinn á
sjónum en hætti sjómennsku
skömmu eftir að hann lauk prófi
frá stýrimannaskólanum til að geta
helgað sig málaralistinni. Hann
hefur allt frá 1953 málað og haldið
sýningar ásamt brauðstritinu, en
lengst af var hann rannsóknarlög-
regluþjónn í Hafnarfirði. Hann
sagðist vera mjög ánægður með
viðtökur og þá góðu dóma sem sýn-
ingin hefði fengið, en sér virtist sem
nú myndi endurtaka sig sama sagan
og í fyrra þegar hann sýndi í Den
Frie í Kaupmannahöfn, þá hefði
hann fengið mjög góða dóma í öllum
helstu blöðum en lítið hefði hins
vegar selst.
VGRÖLD8 N '87
<
<ö
5
\/CDhl niM’Q-7
w v.i %v/v.K^n v w#
innan veggja
LAUGARDALSHÖLL
STÓRSÝNING
ÍFYRSTA SINN
Á ÍSLANDI
Leysigeislinn er kominn til
íslands. Á stórsýningunni
VERÖLDIN ‘87verða
magnaðar leysigeisla-
sýningar oft á hverjum degi.
Æsilegt samspil tónlistar
og leysigeisla í öllum litum
sem skotið er upp í loftið.
Svona sýning er í raun
ólýsanleg með orðum.
Komið á VERÖLDINA ‘87, sjáið
stórkostlegustu sýningu ársins.
FYRIRALLA FJOLSKYLDUNA.
Opið: Virka daga frá kl. 16-23. Um helgar frá kl. 13-23. Aðgöngumiðasölu hætt alla daga kl. 22.