Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987 11 Sjóræningjapemngar ________Mynt_____________ Ragnar Borg Einhverjar eftirminnilegustu kvikmyndir frá uppvaxtarárum mínum voru sjóræningjamyndimar. Þar vom á ferð karlar í krapinu, sem ekkert víluðu fyrir sér. Ég undr- aðist lengi þann sið þeirra (eða ósið), að bíta í peningana og beygja þá milli tannanna, en hefi síðar komist að því að þetta gerðu víking- amir líka. Ástæðan var að hér áður fyrr var silfrið misgott, og þetta vissu karlamir, en höfðu einfalda leið til þess að kanna gæðin. Gott silfur var deigt og bognaði auðveld- lega milli tannanna, en ef það var blandað varð það stinnt, og auðvitað verðminna. Gleði sjóræningjanna er þeir komust yfir magn af góðri silf- urmynt lýsti sér í andliti þeirra og kæti. Kölluðu þeir þá upp „cob“, sem er komið úr spænsku, stytting á orðunum „Cabo de Barra“ er úr- leggjast „sneið af stöng“. Silfrið, sem unnið var í nýlendum Spánar, aðallega í Mexíkó, var nefnilega mótað í stangir, sem svartir eða hvítir þrælar skáru svo í sneiðar af ákveðinni þykkt, með þar til gerðum „skæmm“. í sneiðamar var svo slegin afar gróf mynd með fmm- stæðum áhöldum, en fyrirmyndim- ar, sem svona illa gekk að herma eftir, vom spánska myntin. Það er því auðsætt, að vel slegnir sjóræn- ingjapeningar em afar sjaldgæfir. A undanfömum áratugum hafa miklar framfarir orðið í köfun. Ný tæki, ný tækni og aukin reynsla og þekking á þessu sviði hefir orðið til þess, að fleiri og fleiri stunda þetta áhugaverða tómstundagaman. Margir hafa líka farið að stunda fjársjóðaleit á hafsbotni sér til skemmtunar, en einnig til flár. Þess vegna hafa margir fjársjóðir fundist og margt skemmtilegt komið í ljós. Hjá erlendum myntsölum fást nú peningar, sem áður vom afar sjald- gæfir, en hafa komið í leitimar í flökum á hafsbotni. Þar á meðal hafa fundist fjársjóðir í flökum spænskra „gullskipa" sem fómst á leið frá Ameríku til Spánar. Þetta heiti „gullskip" er kannske nokkuð villandi, því gullið, sem kom frá nýlendum Spánverja í Ameríku, var aldrei slegin mynt, heldur gullstang- ir. Aftur á móti var silfrið, sem var uppistaðan í verðmætunum, slegið í mynt, svo sem að ofan greinir. Eitt fyrsta gullskipið, eða leifar þess, fannst árið 1964 við Lucaya strönd við Stóm Bahama-ey. Kafar- ar fundu fyrst akkeri, sem greini- lega er úr mjög gömlu skipi. Daginn eftir fundust tvö fallstykki og nokkrir silfurpeningar. Skipið hafði strandað á þriggja metra dýpi, milli tveggja rifa, um hálfa mílu frá ströndinni. Botn skipsins hafði rifn- að og mynt og ballest dreifst yfir stórt svæði. Tekist hafði að bjarga miklu af farminum við frumstæðar köfunaraðferðir hér áður fyrr, en árið 1964 var auðvelt að fara niður og ná upp restinni. Björguðust rúm- lega 10.000 peningar, allt „sjóræn- ingjapeningar“. Við könnun kom nefnilega í ljós, að þama vom leifar skips sem tilheyrt hafði spænska gullskipaflotanum. Árið 1628 réðist hollenski sjóræningjakapteinninn Sjóræningja- silfurúr sjóðnum, sem fannst við Lucaya strönd 1964. Piet Heyn á spánska flotann, sem hlaðinn var silfri og lá á Mantaza flóa við Kúbu, hertók öll gullskipin og fór með þau til Hollands. Var honum fagnað sem þjóðhetju, laun- að ríkulega, og minnispeningur sleginn til minningar um afrek hans. Menn geta rétt ímyndað sér gaura- ganginn, sem verið hefir þegar Hollendingamir börðust við Spán- veija um skipin. Það hefir áreiðan- lega ekki gengið minna- á en í fínustu sjóræningjamynd. Kapteinn- inn, sem var fyrir spænska flotan- um, var hengdur við heimkomuna til Spánar, en aðmírállinn á Kúbu var gerður útlægur til einhvers eyði- merkurríkis í Afríku. Peningamir, sem fundust árið 1964, em allir slegnir í Mexíkó og em að verðgildi 8, 4, eða 2 reales. Svona mynt fór yfirleitt ekki í um- ferð, heldur var hún brædd upp er hún kom til Spánar og slegnir nýir peningar með fullkomnustu tækni þess tíma. Sjóræningjapeningar þessir vom slegnir á ámnum 1590 til 1628 og kom í ljós að þama var að finna mjög sjaldgæfa tveggja reales mynt frá myntsláttunni í Mexíkó. Stærstu peningamir em 8 reales, sem á Spáni og í nýlendum þeirra vom kallaðir peso, en svo menn komist nú almennilega inn í málfar enskumælandi sjóræningja, gengu þessir peningar þeirra á með- al undir heitinu „pieces of eight". Þeir, sem áhuga hafa á að safna svona sjóræningjamynt, eða mynt frá tímum gullskipanna, ættu að vara sig á því að kaupa ekki sjald- gæfa mynt á uppsprengdu verði. Það em alltaf að finnast fleiri og fleiri svona fjársjóðir og peningur, sem er afar sjaldgæfur í dag og þar af leiðandi fokdýr, getur verið al- gengur og billegur á morgun. Það er aftur á móti vel þess virði að eignaðst eitthvað af þessari mynt, ef það getur orðið til þess ða augun opnist fyrir sögunni um landnám Spánveija í Ameríku og framvindu mála, er þeir fóm að stjóma löndum sínum þar. Það er líka afskaplega áhugavert að lesa sér til um það hvemig spánska ríkið varð nærri gjaldþrota á 17. öld, mitt í flutningi á óhemju auði frá nýlendunum til Spánar. KYNNING Á ELIXIA SAUMAVÉLUM í dag í verslun okkar í Kringlunni Elna er saumavél sem kemur þér á óvart. Sérstaklega meðfærileg og prýdd öllum þeim kostum, sem nauðsyn- legir þykja, svo sem tvöfaldan lokusaum (overlock), sjálvirka gerð hnappagata og margan annan Qölbreyti- legan saum. Elna, er heimsþekkt fyrir frábærar saumavélar. Þú ættir að líta við og kynna þér kosti Elna. Heimilistæki hf Sætúni 8 - 691515 - Kringlunni - 691520 - Hafnarstræti 3 - 691525

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.