Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987 Saudi-Arabía: Reiðubúnir.til að berjast við írani Jeddah, Reuter. Reuter Forseti ogkardináli heilsast Managua, Reuter. Daniel Ortega forseti Nicaragua tekur hér í hönd Miguel Obando y Bravo kardinála til að sýna sáttavilja gagnvart kaþólsku kirkjunni í landinu. Þetta gerðist er Ortega tilkynnti að Obando kardináli myndi eiga sæti í eftirlitsnefnd sem fylgjast ætti með hvort stjóm Nicaragua uppfyllti skilyrði Guatemala-sáttmálans. Við þetta tæki- færi sagði forsetinn að tveir hefðarklerkar sem gerðir voru brottrækir í fyrra gætu snúið aftur. Sovétríkin: Frakkar ásakað- ir um yfirgang Moskvu, Reuter. SAUDI-ARABAR eru reiðubúnir að berjast við írani reynist það nauðsyhlegt, að því er ónefndur háttsetur embættismaður sagði í gær. Samskipti ríkjanna ein- kennast af spennu eftir óeirðirn- ar í Mekka fyrir skömmu þegar vopnuðum pílagrímum frá Iran og öryggissveitum Saudi-Araba lenti saman með óhugnanlegum Pakistan: Stjórn- málamenn handteknir Karachi, Reuter. HERLIÐ og lögregla í Pakistan réðst til inngöngu í hús manna i Karachi í fyrrinótt og handtók virka menn og leiðtoga í stjóm- málum. Nú er útgöngubann í gildi í meira en helmingi borgarinnar i kjölfar ættbálkaóeirða sem kostað hafa 32 menn lífið. Lögreglan lét ekki uppskátt hve margir hafa verið handteknir í borg- unum Karachi og Hyderabad en að sögn stjómmálamanna í felum voru að minnsta kosti 30 menn hand- teknir. Þeir sögðu að lögreglan handtæki þann úr fjölskyldunni sem fyrir væri ef þeir fyndu ekki þann sem leitað væri að. Hundruð lögreglumanna og her- manna í stríðsbúningi komu inn í moskur höfuðborgarinnar og til- kynntu útgöngubannið í gegnum hátalara. Talsmenn mohajíra hvöttu menn sfna til að halda mótmælunum áfram þrátt fyrir atburði dagsins sem þeir kölluðu „svartan dag“. Mohajirar og pashtúnar hafa átt f útistöðum áratugum saman. Óeirðimar undan- fama daga spruttu upp þegar pashtúnar drógu fána sinn að húni í Faisal-hverfí í Karachi þar sem mo- hajírar eru í meirihluta. afleiðingum. „Við munum ekki líða framferði þeirra lengur, þolinmæði okkar er á þrotum og þá getur allt gerst," sagði embættismaðUrinn, sem ósk- aði eftir nafnleynd. Kvað hann ráðamenn í Saudi-Arabíu ákveðna að leita liðsinnis virtra fræðimanna múslima í því skyni að þrýsta á stjórn Ayatollahs Khomeini. „Kho- meini tóks að búa til goðsögn um sjálfan sig og bæði ráðamenn og fjölmiðlar á Vesturlöndum létu blekkjast. Óvætturinn hefur fengið að vaxa og dafna og nú er tími til kominn að eyða honum," sagði embættismaðurinn. Sagði hann að óeirðimar í Mekka, sem kostuðu rúmlega 400 manns lífíð, hefðu gert útslagið auk þess sem hann sakaði írani um að hafa ráðið saudi-arabískan sendi- mann af dögum nú nýverið. Embættismaðurinn kvað stjóm- völd ekki hafa slitið stjómmálasam- bandi við íran af þeirri ástæðu að verið væri að kanna afstöðu ann- arra arabanTcja. Arababandalagið hefur hvatt írani til að virða sam- þykkt Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem skorað er á írani og íraka að binda enda á Persa- flóastríðið. Hafa arabaríkin hótað að endurskoða samband sitt við ír- ani verði þeir ekki við þessari kröfu fyrir 20. september. Saudi-arabfski embættismaðurinn sagði samþykkt Arababandalagsins gleðiefni og benti á að íranir ættu sér formæl- endur fáa þar eð bæði Sýrlendingar og Alsírbúar hefðu snúið við þeim baki og stutt tillöguna. PRA VDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, sagði í gær að Frakkar hygðust treysta stöðu sína innan Evrópu með kjarnorkuvopnabirgðum sínum. Sagði málgagnið tilganginn vera þann að tryggja Frökkum leið- togahlutverk ef Evrópuríkin sameinuðust í framtíðinni. Blaðið lýsti ennfremur þeirri skoðun sinni að franskir sósíalistar hefðu færst til hægri og vitnaði til greinar er Laurent Fabius, fyrmrn forsætisráðherra Frakklands, reit nýlega í dagblaðið Le Monde þar sem hann hvatti til aukinnar sam- stöðu Frakka og Vestur-Þjóðveija. Pravda sagði greinina sýna ljóslega að „hm ráðandi stétt" í Frakklandi hygðist nýta kjamorkuvopnin til að treysta stöðu landsins innan „sam- einaðrar Evrópu framtíðarinnar". Kvað blaðið þetta sönnun þess að Frakkar hygðust veita Vestur- Þjóðverjum kjamorkuvemd. Helmut kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, hefur lagt til að Frakkar og Vestur-Þjóðveijar komi á fót sameiginlegri hersveit. Hefur Mitterrand Frakklandsforseti lýst sig fylgjandi hugmyndinni þó svo hann kveðist sjá á henni ákveðna annmarka. Sovéskir fjölmiðlar bmgðust ókvæða við tillögu kansl- arans og vom sammála um að hún myndi breyta allri stöðu vígbúnað- armála í Evrópu. Reuter Borg og Jannike hættsaman Stokkhólmi, frá Erik Liden fréttaritara Morgunblaðsins. Tennisleikarinn heimsfrægi Bjöm Borg og sambýliskona hans Jannike Björling em nú slitin sam- vistum. Þau eiga tveggja ára gamlan son sem heitir Robin. Skötuhjúin giftu sig aldrei en Borg féll fyrir Jannike árið 1984 þegar hann var dómari í fegurð- arsamkeppni sem hún tók þátt í. Upp á síðkastið hafa þau lítið sést saman. Aður var Borg kvænt- ur Maríönu Simionescu frá Rúmeníu og fékk hún 90 milljónir sænskra króna í sinn hlut við skilnaðinn. Oljóst er hve mikið kemur nú í hlut Jannike en eigur Borgs em metnar á hátt í milljarð sænskra króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.