Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987
23
Fangauppreisnin á Elbu:
Taugastríð milli lög-
reglu og vígamanna
Porto Azzurro, ftaliu, Reuter.
SEX vopnaðir sakamenn, sem
halda 26 gæslumönnum sínum í
gíslingu á eynni Elbu, heyja nú
taugastríð við lögreglu og samn-
ingamenn. Ættingjar gislanna
hafa hvatt ítölsk stjórnvöld til
að semja við fangana og láta að
kröfum þeirra.
Maurizio Papi, bæjarstjóri Porto
Azzurro, sagði í gær að samninga-
viðræður engan árangur borið en
reynt yrði til þrautar að finna frið-
samlega lausn á vandanum. í búar
Elbu eru ekki sáttir við framgöngu
stjómvalda í máli þessu og fóru um
1.000 manns í kröfugöngu á
fimmtudagskvöld til að lýsa yfír
stuðningi sínum við kröfur ætt-
menna gíslanna.
Fangamir á Elbu gerðu uppreisn -
ERLENT
á þriðjudag og hafa hreiðrað um
sig í fangelsinu á eynni síðan. Þeir
hafa reyrt tvo gísla sinna við rimla
í glugga á fjórðu hæð fangelsisins
augljóslega til þess að koma í veg
fyrir að leyniskyttur géti athafnað
sig.
Nokkram gíslum hefur verið leyft
að tala við ættingja í síma. Segja
þeir að fangamir séu allir dæmdir
vígamenn. Þeir hafi hellt olíu yfír
gíslana og hóti að kveikja í þeim
geri lögregla tilraun til að frelsa
þá með valdi.
Foringi fanganna, nýfasistinn
Mario Tuti, hefur krafíst þess að
þeir fái þyrlu til að fljúga brott frá
eynni.
ítalska stjómin ræddi fangaupp-
reisnina í fyrradag. Maria Rosaria
Giordano, eiginkona fangelsisstjór-
ans, sem er í gíslingu, sagði að
þegar mannslíf væri í húfí, væri
ekki um nema einn kost að ræða:
„Fjölskyldur [gíslanna] bíða
ákvörðunar ykkar í ofvæni og era
sannfærðar um að aðeins þið getið
leyst úr vandanum,“ sagði hún og
beindi orðum sínum til stjómarinn-
ar.
Holland:
Eiturlyfjahrmg-
ur brotinn upp
Amsterdam, London, Reuter
HOLLENZKA Iögreglan tíl-
kynnti í dag, að tekizt hefði að
bijóta upp suður-amrískan eitur-
lyfjahring, 20 kiló af kókaini
hefðu náðzt og þrir forsprakkar
eiturlyfjahringsins verið gripnir
Samvinna var milli hollenzku og
brezku fíkniefnalögreglunnar í máli
þessu. Starfsmönnum úr brezku
fíkniefnalögreglunni tókst að kom-
ast inn í glæpahringinn sem
sölumenn og sögðu, að höfuðpaur-
amir virtust hafa verið granlausir.
Eitrið fannst, er hollenzka iögregl-
an réðst inn í skemmu á hafnar-
bakkanum í Amsterdam í gær,
föstudag. Kókaínið var falið í fata-
sendingu, sem var nýkomin frá
Suður-Ameríku. Að sögn brezku
lögreglunnar hefði söluverðið til eit-
urlyfjaneytenda verið að minnsta
kosti 12 milljón sterlingspund, eða
rösklega 730 milljónir ísl kr.
Boliviskur maður sem mun vera
höfuðpaurinn var handtekinn og
verður leiddur fyrir dómstól í Holl-
andi. Hinir mennimir tveir era Breti
og Hollendingur. Talsmaður hol-
lenzku lögreglunnar sagði, að það
væri engum vafa bundið, að þessi
eiturlyfjahringur hefði undanfarið
komið eiturlyfjum til fjölda evróp-
skra borga, en tilgreindi ekki
borgimar frekar.
Reuter
Kirkjugrið
Enn era 300 þúsund svartir námumenn í Suður-Afnku í verkfalli
og fátt sem bendir til sátta á næstunni. Innanríkisráðherra landsins,
Stoffel Botha, skýrði þinginu frá því á miðvikudag að fyrirhugað
væri að gera reglur um ritskoðun strangari þar sem fjölmiðlar hefðu
stutt við bakið á verkfallsmönnum og liðsmenn Afríska þjóðarráðs-
ins, sem berst gegn aðskilnaðarstefnu stjómvalda, væra oft hafnir
upp til skýjanna af fréttamönnum. Á myndinni sjást námumenn á
fundi í kirkju í Jóhannesarborg.
Ráðherra-
breytingar
hjá Mulrony
Ottawa, Reuter
BRIAN Mulrony, forsætisráð-
herra Kanada, hefur bætt tveimur
nýjum mönnum í ráðuneyti sitt og
einnig sett á laggimar nýtt ráðu-
neyti til að fara með málefni
aldraðra. “
Nýju ráðherramir era Doug Lewis
frá Ontario, sem mun aðstoða vara-
forsætisráðherrann Mazankowski í
að koma frumvörpum gegnum neðri
deild þingsins og hinn er Pierre
Blais frá Quebec, sem verður land-
búnaðarráðherra.
Mulrony varð forsætisráðherra
1984, þegar flokkur hans vann eftir-
minnilegan kosningasigur. Upp á
síðkastið hefur flokkur Mulronys
komið heldur laklega út úr skoðana-
könnunum og era þessar manna-
breytingar nú ætlaðar til að styrkja
stöðu hennar, ekki sízt í Quebec,
heimaríki forsætisráðherra. Næstu
þingkosningar verða í síðasta lagi
vorið 1989.
Kúbudeilan 1962
Kennedy hafði málamiðl-
unartillögu í pokahominu
New York, Reuter
JOHN Kennedy, Bandaríkja-
forseti, hafði í hyggju að koma
með málamiðlunartillögu um
að eldflaugar í Tyrklandi yrðu
fjarlægðar. ef Sovétmenn neit-
uðu að taka niður eldflaugar
sinar á Kúbu árið 1962, þegar
Kúbudeilan stóð sem hæst. Til
þessa kom ekki þar sem Nikita
Krúsjef, þáverandi flokksleið-
togi Sovétríkjanna, ákvað að
láta undan kröfu Kennedys og
hætta við að koma fyrir eld-
flaugum á Kúbu og taka niður
eldflaugapallana sem upp
höfðu verið settir fyrir flau-
gamar.
Þessar upplýsingar hafa ekki
verið birtar fyrr en nú. The Times
mun birta grein um málið í helgar-
riti sínu, en sagði frá því að Dean
Rusk, þáverandi utanríkisráð-
herra, hefði upplýst þetta í bréfi
til eldflaugasérfræðingaráðstefnu
í marzmánuði s.l. I svarbréfí
Rusks um málið, segir að Kennedy
hefði gefíð Rusk fyrirmæli um að
undirbúa yfírlýsingu handa U
Thant, sem þá var framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna. Þar
var stungið upp á því að Banda-
ríkjamenn tækju niður Júpitereld-
flaugar sínar í Tyrklandi gegn því
að Sovétmenn fjarlægðu tækju
niður eldflaugapallana á Kúbu og
hættu við að flytja þangað flaug-
ar.
Rusk sagði í bréfínu, að þetta
skjal hefði aldrei verið afhent U
Thant og hefði innihald bréfsins
ekki verið á annarra vitorði en
sín.forsetans og Andrew Cordiers,
sem þá var sendiherra Banda-
ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðanna.
Það var þann 27.október 1962
sem John Kennedy hélt fræga
ræðu sína og krafðist þess að
Sovétmenn tækju niður eldflauga-
palia og kölluðu heims skip á leið
til Kúbu með flaugar innanborðs.
Kennedy hótaði því, að beitt yrði
valdi til að koma í veg fyrir, að
skipin kæmu til Kúbu. í ræðu
sinni, sem vakti mikinn ótta víða
um heim, þar sem um hríð leit
út fyrir að þetta kynni að leiða
til kjamorkustríðs, vék Kennedy
ekki að þeim möguleika, að
Bandaríkjamenn tækju Júpiter-
eldflaugamar niður. Enda kom
ekki til þess. Daginn eftir, að
Kennedy flutti ræðuna, breyttu
skipin um stefnu að skipan frá
Krúsjefs og síðan var hafizt handa
um að taka niður skotpallana á
Kúbu.