Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 27
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987
27-
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulitrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aöal-
stræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald
550 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö.
Afmæli
Akureyrar
Akureyri skipar háan
sess í hugum íslend-
inga. Því veldur margt. Ekki
sízt gamalgróið hlutverk
byggðarinnar sem höfuð-
staðar og menntaseturs
Norðurlands. Þar hafa listir
og menning lengi dafnað.
Menntaskólinn á Akureyri
hefur og um langan aldur
gegnt framvarðarhlutverki í
sókn þjóðarinnar til þekking-
ar og þroska. Fer vel á því
að kennsla á háskólastigi
skuli bráðlega hefjast þar
nyrðra.
Akureyri hefur djúpar
rætur í sögu og menningu
þjóðarinnar. En rætur bæj-
arins ná jafnframt til evr-
ópskrar menningarhefðar,
ekki sízt danskrar. Akur-
eyringum hefur tekizt að
þróa hjá sér sérstæðan og
aðlaðandi bæjarbrag, sem
byggður er á þessum gamal-
grónu menningarhefðum, og
gerir kaupstaðinn eftir-
minnilegan. Ekki skemmir
einstök snyrtimennska, sem
er hluti af þessum bæjar-
brag, skrúðgarðar, lóðir
prýddar trjám og blómum -
eða fagurt umhverfi Eyja-
fjarðar.
Akureyri er dæmigerður
skólabær. Kaupstaðurinn
stendur ekki síður traustum
fótum í hefðbundnum at-
vinnuvegum íslendinga.
Hann er í senn sjávarpláss,
með líflega útgerð og fisk-
iðnað, og miðstöð blómlegs
landbúnaðarhéraðs. Að auki
er kaupstaðurinn mikill
verzlunar- og iðnaðarbær.
Mun ekki fjölþættari iðnaður
annarstaðar hér á landi, utan
höfuðborgarsvæðisins. Fjöl-
breytni atvinnulífsins á
Akureyri er meiri en víðast
annars staðar.
Sem fyrr segir býr Akur-
eyri að gamalgrónu og
fjölbreyttu félags- og menn-
ingarstarfí. Leiklist hefur
lengi sett svip á staðinn og
kórar gert garðinn frægan.
En sennilega ber Akureyri
hæst í hugum listunnenda
sem skáldabær. Þar hafa
mörg og margs konar skáld
alið manninn í tímans rás.
Nefna má Hjálmar Jónsson
— Bólu-Hjálmar, — sem
fæddur er að Hallandi, í tún-
fæti Akureyrar. Fáir hafa
betur lýst aðbúð íslenzkrar
alþýðu í lok síðustu aldar.
Kristján Níels Jónsson —
Káinn — kímniskáldið, sem
síðar fór til Ameríku, er
fæddur Akureyringur. Rit-
höfundurinn Jón Sveinsson
— Nonni —, kaþólskur kenni-
maður, og þjóðskáldið og
presturinn Matthías Joch-
umsson, höfundur íslenzka
þjóðsöngsins, prýða og
skáldabekk staðarins. Að
ógleymdum Davíð Stefáns-
syni frá Fagraskógi, sem
orti sig inn í hug og hjörtu
alþjóðar. Mörg fleiri nöfn
mætti nefna. Og enn í dag
ganga skáld um götur Akur-
eyrar. Þau eru óaðskiljanleg-
ur hluti af bæjarbragnum
og heyra honum til, eins og
menntaskólinn og skrúð-
garðurinn.
í dag á Akureyri, höfuð-
staður Norðurlands, 125 ára
kaupstaðarafmæli. Þar verð-
ur margs að minnast. Og
margt að þakka. Akureyri
hefur haft farsæld í farteski
á langri leið, frá því fáein
hundruð manna fögnuðu
bæjarréttindum fyrir fimm
aldarfjórðungum þar til vel
á annan tug þúsunda Akur-
eyringa fagna kaupstaðaraf-
mæli í dag. Margt hefur
breytzt en rótin er söm og
frá henni er dijúgur hluti
farsældarinnar vaxinn.
Morgunblaðið ámar Ak-
ureyringum farsældar og
velfamaðar í tilefni 125 ára
afmælis bæjarins. Blaðið
þakkar þeim löng og góð
samskipti. Það hefur starf-
rækt sérstaka skrifstofu á
Akureyri um árabil og haft
þar fréttamann til að styrkja
samband sitt við höfuðstað
Norðurlands og byggja upp
framtíðartengsl. Morgun-
blaðið mun leitast við að eiga
farsæla samleið með Akur-
eyringum, sem og öðmm
landsmönnum, inn í framtíð-
ina.
Akureyringar! Við send-
um ykkur hugheilar afmæl-
isóskir!
Hér hefur frú Vigdís Finnbogadóttir lokið við að gróðursetja trén við Laugagerðisskóla.
Forsetinn gróðursetur tré við Laugagerðisskóla
Borg i Miklaholtshreppi.
EITT af síðustu verkum forset-
ans, frú Vigdísar Finnbogadótt-
ur, hér á Snæfellsnesi var að
gróðursetja tré.
Forsetinn gróðursetti þrjú tré við
Laugagerðisskóla. Skólastjóri
Laugagerðisskóla sótti fallegan
stein upp í Gerðubergi, þar sem er
fallegt stuðlaberg. Steininum var
komið fyrir hjá tijánum á smekkleg-
an hátt. Síðan verður sett plata á
steininn sem geymir þann atburð
um gróðursetningu tijánna þ.e.
hver hafí gróðursett, ár og dag.
- Páll.
Aðalfundur Landssambands sauðfjárbænda
Útlit fyrir að mikið verði
af feitu dilkakjöti í haust
Effilsstððum.
A aðalfundi landssambands sauðfjárbænda sem haldinn er á Egils-
stöðum fjallaði Jón Helgason landbúnaðarráðherra um búvörusamn-
inginn og minnti meðal annars á að fullt verð hafi verið tryggt
fyrir 11.000 tonn af kindakjöti árlega til ársins 1992. Auk þess
keypti framleiðnissjóður og leigði fullvirðisrétt á 200 tonnum af
kindakjöti haustið 1987. Þá benti ráðherra á að gengið hafi verið í
það af fullri alvöru að útrýma riðu úr landinu og kvaðst þora að
fullyrða að það væri eitt af mestu hagsmunamálum sauðfjárbænda.
Önnur meginmál þessarar stéttar
taldi ráðherra vera markaðs- og
sölumálin og á síðastliðnum vetri
hafí fulltrúi sauðfjárbænda komið
til starfa í markaðsnefnd. Hann
taldi sjálfsagt að vinna að lengingu
sláturtíma og sölu á fersku kjöti.
Mundi hagstætt að hefja slátrun
fyrst í góðsveitum þar. sem fé væri
vænt og safnaði á sig óseljanlegri
fítu síðsumars og að hausti.
Andrés Jóhannsson yfirkjötmats-
maður sagði að útlit væri fyrir að
mikið yrði af feitu kjöti í haust.
Þetta byggir hann á mati á þeim
dilkum sem þegar hefur verið slátr-
að og lagði hann þunga áherslu á
þörfína á að slátra gripum á þeim
tíma sem þeir eru eftirsóknarverðir
fyrir markaðinn. Haustið 1986
komu 800 tonn af kjöti í 0-flokki á
markað og er það mestallt óselt
enn. í haust er útlit fyrir að allt
að 10% framleiðslunnar fari í
0-flokk. Vill Andrés að lengra verði
gengið varðandi mismun á verði
fyrir of feitt kjöt en nú er gert og
að líta þurfí meira á ræktunarhlið-
ina.
Sighvatur Bjamason hjá útflutn-
ingsráði íslands taldi ekki ástæðu
til bjartsýni varðandi útflutning á
lambakjöti. Hann sagði að ef út-
flutningur á dilkakjöti ætti á annað
borða að eiga sér stað væri rétt að
setja stefnuna á Bandaríkjamarkað
og leggja megináherslu á söiu til
veitingahúsa. Helstu kosti íslenska
lambakjötsins taldi Sigtryggur vera
að fíta þess er utan á vöðvunum
og því mætti skera hana burtu.
Björn
Afmælis-
rit Presta-
félags
Suðurlands
KOMIÐ er út afmælisrit Presta-
félags Suðurlands í tilefni af
því að þann 7. sept. nk. eru 50
ár liðin frá stofnun félagsins.
í ritinu rekur sr. Guðmundur
Óli Ólafsson sögu félagsins í stór-
um dráttum samkvæmt fundar-
gerðarbókum. Einnig er í ritinu
grein um endurreisn Skálholts eft-
ir sr. Hannes Guðmundsson en
uppbygging Skálholtsstaðar hefur
verið sérstakt áhugamál félagsins.
Sr. Heimir Steinsson ritar annál
Skálholtsskóla. Dr. Jakob Jónsson
skrifar um prestsstarfíð fyrr og
nú. Sr. Amgrímur Jónsson ritar
grein sem nefnist „Litúrgisk
hreyfing á Suðurlandi" og sr. Óm
Bárður Jónsson um Náðargjafa-
vakninguna. í þætti sem heitir
„Prestkona í hálfa öld,“ segir frú
Stefánía Gissurardóttir frá, en sr.
Siguijón Einarsson skráði.
Prestafélag Suðurlands var
stofnað á Laugarvatni 7. septem-
ber árið 1937 en þar vom þá ellefu
kennimenn saman komnir að stað-
festa stofnun félagsins og lög. En
í annarri grein félagsins segir um
tilgang þess að hann sé „að glæða
áhuga félagsmanna á öllu því er
að starfí þeirra lýtur, auka sam-
vinnu þeirra og gæta réttar
þeirra." Eftir því hefur starf fé-
lagsins aðallega verið í því fólgið
að efna til funda um málefni kirkju
og kristni og rætt hefur verið um
margbreytileg störf presta í söfn-
uðum Suðurlands.
Á þessum tímamótum verður
aðalfundur Prestafélags Suður-
lands haldinn að Laugarvatni
sunnudaginn 6. september og
verður þá sérstök hátíðardagskrá
í tilefni afmælisins. Núverandi
formaður félagsins er sr. Frank
M. Halldórsson.
„Söngdag-
ar’87“í
Skálholti
„SÖNGDAGAR ’87“ eru nú um
helgina i Skálholti. Þetta er
níunda árið sem „Söngdagar"
eru haldnir. Að þessu sinni eru
þátttakendur um 50-60 manns
sem koma víðsvegar að.
Viðfangsefni „Söngdaganna"
hafa verið margvísleg og hefur
eitt verk ávallt skipað öndvegi
hveiju sinni. Lög eftir J. Brahms
verða í öndvegi þetta árið. Aðal-
verk undangenginna ára hafa
verið verk eftir Schiitz, Hándel,
Bach, G. Fauré, J. Haydn ofl.
Einnig hafa verið frumflutt lög
eftir íslenska höfunda.
Söngdögum
’87 lýkur með
söng í Skálholts-
kirkju sem hefst
kl. 16.30 sunnu-
daginn 30. ágúst
og ennfremur
söng við guðþjón-
ustu sem hefst kl.
17.00. Prestur við
Skálliolt-skirkja. guðsþjónustuna
er séra Guðmund-
ur Óli Ólafsson, organisti er
Hilmar Öm Agnarsson og söng-
stjóm annast Jónas Ingimundar-
son.
Friðbjöm G. Jónsson, Sigfús HaUdórsson og Elín Sigurvinsdóttir halda tónleika á Kjarvalsstöðum nk.
sunnudag.
Tónleikar tileinkaðir Kjar-
val haldnir á Kjarvalsstöðum
Tónleikarnir fara fram í Austur-
sal Kjarvalsstaða þar sem sumar-
sýning Kjarvals er, en sunnudagur-
inn 30. ágúst er síðasti
sýningardagur á verkum hans.
SIGFÚS Halldórsson tónskáld og
söngvararnir Elín Sigurvinsdótt-
ir og Friðbjöm G. Jónsson halda
tónleika á Kjarvalsstöðum
sunnudaginn 30. ágúst kl. 15.00.
Á efnisskrá tónleikanna verða
eingöngu verk eftir Sigfús Hall-
dórsson, þar á meðal fer fram
frumflutningur laga ásamt eldri og
þekktari lögum.
Sigfús Halldórsson tileinkar
minningu Kjarvals þessa tónleika.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ÓLAF Þ. STEPHENSEN
Hvað gerði Michael Ryan að fiöldamorðingja?
Bretar herða eftirlit með sjón-
varpsefni og veitingu byssuleyfa
Á BRETLANDI er skotvopnaeign ekki almenn. Lögreglumenn em
óvopnaðir og menn tengja byssur yfirleitt tvidklæddum herramönnum
til sveita, sem fara öðm hvom á fuglaskyttirí. Á Bretlandi koma skot-
vopn við sögu færri en fimmtíu morða á ári, samanborið við 839 í
New York-borg einni saman. Það vakti þess vegna vantrú og hrylling
með Bretum, er þeir fengu af því fregnir í síðustu viku að annars
dagfarsprúður og hlédrægur ungur maður hefði tekið sér sjálfvirkan
herriffil í hönd og myrt 16 manns með köldu blóði í breska kaupstaðn-
um Hungerford. Bretar velta því nú fyrir sér, hvað hafi gert hinn 27
ára gamla Hungerfordbúa Michael Ryan að fjöldamorðingja.
Var það sífellt ofbeldi á sjón-
varpsskjánum? Eða réði það,
hversu auðvelt er að komast yfír
skotvopn í Bretlandi, einhveiju um?
Rétta svarið fínnst væntanlega aldr-
ei, en stjómvöld íhuga nú að herða
skotvopnalöggjöfína og stærstu
sjónvarpsstöðvar Bretlands hafa
tekið af dagskrá sinni ofbeldisefni,
sem þær óttast að geti ýft sár þeirra,
sem lifa fómarlömb Hungerford-
morðanna.
Í næstu viku munu fulltrúar
breska ríkissjónvarpsins, BBC, og
sjónvarpsstöðvarinnar IBA hittast
til þess að ræða áhrif kynlífs- og
ofbeldismynda í sjónvarpi. Á fundun-
um í næstu viku verður einnig rætt
um tillögur sem upp hafa komið um
að setja breskar sjónvarpsútsending-
ar undir Kvikmyndaeftirlitið.
Þetta er í fyrsta sinn sem þau
mál em rædd í alvöru síðan til blóð-
ugra óeirða kom í ýmsum stórborg-
um Bretlands sumarið 1984, að því
er virtist upp úr þurru. Ýmsir töldu
þá að ofbeldishneigð borgarbam-
anna, sem þustu út á götur og
grýttu lögregluna, ætti rætur sínar
að rekja til ofbeldismynda í sjón-
varpi og kvikmyndahúsum.
Var Rambo fyrirmynd-
in?
Breskir fjölmiðlar hafa líkt ber-
serksgangi Ryans í Hungerford við
fjöldadráp „hetjunnar" Rambos í
samnefndri kvikmynd, sem flestir
ættu að kannast við. Það hefur
einnig komið í ljós að Michael Ryan
horfði mikið á bæði myndbönd og
sjónvarp og ræddi oft við böm ná-
granna sinna um nýjustu ofbeldis-
myndimar. Rétt eins og John
Rambo var Ryan vöðvafjall með
byssudellu. Daginn sem hann myrti
móður sína og fímmtán aðra bæj-
arbúa var hann klæddur búningi,
sem um margt svipaði til búnings
Sylvester Stallones í kvikmyndinni,
með höfuðband og í bandarískum
hermannajakka með skotfærabelti
á öxlinni.
Nýjasta áhorfendakönnun IBA
sýnir að fjórir af hundraði þeirra,
sem urðu fyrir svörum, viðurkenndu
að ofbeldi í sjónvarpi vekti með
þeim ofbeldishneigðir. Það sem
áhorfendakannanir geta hins vegar
ekki svarað, er í hvaða mæli og á
hvaða hátt menn fá útrás fyrir of-
beldishneigðir þessar.
BBC hefur nú ákveðið að hætta
við að endursýna kvikmyndimar
tvær um Rambo og frestað sýningu
annarra svæsinna ofbeldismynda.
ITV-sjónvarpsstöðin hefur einnig
hafið endurskoðun á dagskrá sinni
með það fyrir augum að sýna sem
minnst ofbeldi. Forráðamenn stöðv-
arinnar íhuga nú að hætta við
sýningu tveggja kvikmynda, sem
senda átti út í haust. Þær eru „Shin-
ing“ með Jack Nicholson í hlutverki
btjálaðs axarmorðingja og „Tight-
rope“, þar sem Clint Eastwood eltist
við geðsjúkan kynlífsglæpamann
og morðingja.
Forstjóri IBA-stöðvarinnar,
David Glenross, varaði hins vegar
í vikunni við „fljótfærnislegum að-
gerðum", og sagðist telja að menn
gætu aldrei fullyrt að einstakir
glæpir hefðu orsakast af einhveij-
um ákveðnum sjónvarpsþætti eða
kvikmynd. „Sjónvarpið er aðeins
einn af mörgum áhrifaþáttum í lífí
manna,“ sagði Glenross.
Hvað eru „lögmætar
ástæöur“?
Innanríkisráðherra Breta, Dougl-
as Hurd, hefur einna fyrstur
breskra stjómmálamanna sýnt ein-
hver viðbrögð við morðunum í
Hungerford. Hann segir að það séu
tvímælalaust tengsl milli ofbeldisins
á skjánum og hegðunar Ryans.
Hurd hefur nú fyrirskipað gagngera
endurskoðun á öllum greinum
bresku skotvopnalöggjafarinnar.
í þessari endurskoðun verður
meðal annars höfð hliðsjón af um-
ræðum, sem fram hafa farið á
síðustu dögum, um það hvað séu
„lögmætar ástæður" þess að eiga
skotvopn. Flestir álíta að til dæmis
byssueign bænda og sveitamanna,
sem um langan aldur hafa notað
skotvopn til veiða og íþrótta án
þess að skaði hlytist af, sé lögmæt
og eðlileg. Núverandi fyrirkomulag
veitingar byssuleyfa er hins vegar
að margra mati óviðunandi. Nánast
hver sem 6r getur fengið byssuleyfí
og engin takmörk virðast sett þeim
fjölda skotvopna, sem menn mega
hafa með höndum.
Breska dagblaðið Financial
Times sagði í leiðara nú í vikunni,
að þar sem hlaupstyttar haglabyss-
ur væru til að mynda afar vinsæl
vopn hjá vissri tegund glæpa-
manna, væri full ástæða til að
takmarka fjölda slíkra vopna í um-
ferð með því að tiltaka í lögum
hversu mörg vopn má eiga og hveij-
ir megi fá leyfí fyrir þeim.
Félagar í tómstundaskotfélögum
er einnig taldir hafa lögmætar
ástæður fyrir því að eiga til að
mynda litla riffla og markbyssur,
sem eingöngu eru notaðar til að
skjóta í mark. Það hefur jafnvel
verið stungið upp á því að menn
fái ekki byssuleyfí nema hafa verið
í skotfélagi í hálft ár. í tilviki Micha-
els Ryan hefði slíkt þó væntanlega
litlu breytt, hann var félagi í skot-
klúbbi bæjarins og félagar hans þar
sögðu hann afar góða skyttu.
I fyrmefndri grein í Financial
Times segir að eflaust sé réttmætt
að þeir, sem uppfylla viss skilyrði,
fái að eiga skotvopn, en þó sé eng-
in ástæða til að leyfa sölu á sjálf-
virkum eða hálfsjálfvirkum vopnum
eins og AK-47 rifflinum, sem morð-
inginn í Hungerford notaði. Slík
vopn eru nú fáanleg í breskum skot-
færaverslunum, svo framarlega
sem kaupandinn sýnir fram á að
hann sé heill á geðsmunum, hafí
byssuleyfí og eigi öruggan byssu-
skáp. Blaðið segir að sjálfvirk vopn
séu ekki nein tómstundaleikföng og
þeir sem gimist slík morðtól séu
yfírleitt ofbeldisseggir og hemaðar-
sinnar, sem lesi blöð og bækur þar
sem ágæti morðtóla er tíundað, eða
klæði sig upp eins og Rambo og
hlaupi um skjótandi í þykjustu-
byssuleik. Blaðið segir að þessa
vopnadýrkendur eigi að afvopna
með lagaboði og gera útlæga úr
heiðarlegum verslunum.
Vopnlaust samfélag —
hin breska hefð
Því er bætt við að líklega séu
ekki allir sammála slíkum aðgerð-
Hinn vinsamlegi, hjálpsami og
vopnlausi breski lögregluþjónn,
„Bobby“, hefur verið eitt af tákn-
um hins friðsama samfélags
Breta. Margir óttast nú að vopna-
dýrkendur, sem eru undir áhrif-
um frá ofbeldismyndum á borð
við Rambo séu að verða vaxandi
vandamál, sem ógnar öryggi
þorgaranna og almennu siðgæði.
um og sumir kunni að benda á að
í Svíþjóð hafí strangari skotvopna-
löggjöf ekki dregið úr glæpum, þar
sem byssur koma við sögu og í
Sviss virðist almenn byssueign ekki
skila sér í aukningu glæpa. „Þessai-
röksemdir eru fánýtar," segir Fin-
ancial Times „sökum þess að þær
eru ekki byggðar á neinum tilraun-
um og taka ekki með í reikninginn
mismunandi menningu og ólík þjóð-
félög. Samkvæmt breskri hefð ber
að varðveita vopnlaust þjóðfélag og
óvopnað lögreglulið. Sú staðreynd
að þessi hefð er nú tekin að trosna
á brúnum, er ekki nokkur ástæða
til að fallast á röksemdir byssudýrk-
enda; á hinn bóginn er þörf á að
stöðva frekari hnignun samfélags-
ins.“
Heimildir: Time, Financial Ti-
mes, Daily Telegraph og Reuter.