Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 40
ffólk f fréttum Reuter MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987 „Weather Girls“ í öllu sínu veldi: Martha Wash og Izora Armstead MorgunbiaAið/EinarFaiur Skemmtikraftar í þung’avigtarflokki Bandaríski söngdúettinn „We- ather Girls" er nú staddur hér á ísiandi, en þær halda síðustu tónleika sína á skemmtistaðnum Evrópu í kvöld. Þær Izora Armstead og Martha Walsh kalla sig stundum „þyngsta dúett í heimi“, og það er víst lítil ástæða til þess að efast um sannleiksgildi þess. Fólk í fréttum náði tali af þeim stöllum niðri í Evrópu þar sem þær voru að undirbúa sig fyrir að koma fram. Þær voru fyrst spurðar að því hvernig stæði á því að þær kæmu til íslands. Þær sögðu að ísland væri fyrsta landið sem þær heimsæktu á Evróputúr sínum, en alls ætla þær að koma fram á 40 stöðum á tveimur mán- uðum. Þær sögðust ekki hafa mikinn tíma til að skoða landið; þær komu á miðvikudag, skemmta í þrjú kvöld í röð, og halda svo aftur utan á morgun. Martha sagði þó að hún vildi gjaman sjá Hallgrímskirkju, og skoða útsýnið þaðan. Þær Martha og Izora hafa starfað lengi í tónlistarheiminum. Þær sungu fyrst með poppsöngv- aranum Sylvester, en síðan hófu þær að koma fram sjálfstætt; fyrst undir nafninu „Two Tons of Fun“, og svo sem „Weather Girls“ frá árinu 1982. Margir muna kannski eftir lögunum „Itá Raining Men“ og „Iift Gonna Wash that Man Right Out of my Hair“ sem vinsæl voru fyrir um þremur árum. Þær segjast nú vera að vinna að þriðju hljómplötu sinni, væntanlega kemur út nú í janúar. Skemmtistaðurinn Evrópa hef- ur gert mikið af því að fá erlenda skemmtikrafta hingað til lands, og sagði Gunnar Ámason að alls hefðu 22 listamenn_ komið fram þar undanfarið ár. „ísland er orð- inn mikilvægur viðkomustaður hjá mörgum skemmtikröftum", sagði Jan Kind frá hollenska umboðs- fyrirtækinu Europop, sem skipu- leggur Evróputúr „Weather Girls", „því að yfirleitt byija þeir eða enda ferð sína hér á landi.“ Að lokum spurði blaðamaður þær „Veðurstelpur" hvemig þeim likaði veðrið á Islandi. Þær Mart- ha og Izora hlógu mikið, og sögðu svo að svo virtist sem þær hefðu komið með slæmt veður með sér. „Við heyrðum að það hefði verið mjög gott veður héma í surnar", sagði Martha, „en um leið og við stigum út úr flugvélinni byijaði að rigna. Ég vona bara að fleiri komi að hlusta á okkur ef veðrið er vont.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.