Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987 13 Undanfari tónlistarhátíðar ungra norrænna einleikara að ári í Reykjavík uðáherzlu á, sem undirstöðu í tónlist, er hiynjandi. Hrynjandi er ekki sama og taktur. Takturinn er mælanlegur, nákvæmur, hrynjandi er alls staðar, gengur í gegnum allt lífið. Klassísk tónlist er sködduð af þessum vélræna takti, sem hamrar allt í kringum okk- ur. í rauninni er alltof lítið talað um hættuna af þessum takti, sem er orð- inn útbreiddasta eiturlyfið, deyfir og sljóvgar, því hann er ekki sprottinn af lífrænni hrynjandi, heldur aðeins búinn til í trommuheilum og taktmæl- um, án tengsla við lífið sjálft. Hadjinikos aldist upp í grískri tón- listarhefð. Hluti hennar er mjög flókin hrynjandi, sem allir eiga að geta náð, ef þeir hafa hefðina á tak- teinunum. Hann fann, að eftir því sem hann lærði meira í píanóleik og tón- list, átti hann erfiðara með að ná þessari hrynjandi, sem var honum þó eiginleg upphaflega. Eitthvað í kennslunni, sem hann fékk, lokaði fyrir og hefti hann. Einar bætir við, að upprunalegur jazz sé sprottinn upp úr sömu lifandi hefðinni. „Nú er „alþýðu“-tónlist að mestu ofurseld trommuheilum og lærðum aðferðum, sem ekki spretta af tilfinningu. Count Basie verður tíðrætt um háskólalærðu jazzistana, sem steðja fram og sveifla um sig prófskírteinunum. Annað, sem þjakar líka alla tónlist- arhugsun," heldur Galbraith áfram, „er, að það er of mikið einblínt á að í tónlist fylgi hvað á eftir öðru. Tón- listinni sé eins og raðað upp úr kubbum, sem komi hver ofan á annan í stað þess að hugsa sér tónlistina opnast inn á vítt svið. Tónlistarkennsla eins og hún er víðast hvar stunduð, er skemmandi, því hún er laus frá allri lifandi hefð. Hér er ekki verið að halda fram, að fylgja einungis eðlishvötinni eins og bam, heldur að vinna sig áfram í gegnum tæknikunnáttuna og aftur að eðlishvötinni. Ekki fjarlægjast hana.“ En hvemig á þá að nálgast klassíska tónlist, sem hefur orðið til í umhverfi, ólíku okkar eigin? „Yfirborðið er auðvitað breytt, en það sem er allri tónlist sameiginlegt, rótin sjálf, er alltaf það sama og þekkir engin þjóðmæri. Bach er af öðmm tíma og öðmm siðum. Það er hægt að lesa sér til um tfmabil hans, um tónlist frá hans tímum, þar til við sjáum ekki lengur. tónlistina sjáifa, sem liggur þama að baki. Missum sjónar á eigin tilfinningum, sem verða að liggja að baki öllum tónlistarflutningi, hvort sem er Bach eða jazz. Tónlist er túlkun, þar sem flytjandinn verður að opna sjálfan sig og miðla af eigin tilfinningu, ekki bara af fræðiþekkingu og tæknikunn- áttunni eintómri. Þegar tónlistarmaðurinn er orðinn umsvifamaður, sem kemur fram á 200—300 tónleikum á ári er orðið erfitt að hafa eitthvað til að miðla. Það er þessi hugmjmd, að hægt sé að skrúfa frá tónlistarmanni eins og krana.“ „Hlutur áheyrenda er líka nokkur í allri tónlist," skýtur Einar Kristján í júní spilaði ég í Tívoli í Kaup- mannahöfn. í september verða íslenzkir menn- inngardagar í Bordeaux. Ég var beðin um að hugsa fyrir tónlistinni og fékk þau Guðnýju Guðmundsdóttur fiðlu- leikara og Gunnar Kvaran sellóleik- ara til liðs við mig. Við verðum með blöndu af íslenzkri og klassískri tón- list. í nóvember verð ég með einleiks- tónleika í París með sömu efnisskrá og hér. Undanfarið hef ég æft með finnskum sellóleikara, Anssi Karton- en. Hann er búsettur í París og við vorum kynnt í gegnum sendiráðin úti. Við erum að undirbúa tónleika fyrir tónlistardaga, sem eru haldnir í París á vorin. Líklega leikum við norræn verk og svo Beethoven. We- bem og Debussy hafa líka verið nefndir. Finninn hefur mörg verk á takteinum og það er áhugavert að vinna með honum. í apríl fer ég í tónleikaferðlag um Svíþjóð með strengjasveit úr ensku útvarpshljómsveitinni ásamt ungum og athyglisverðum norskum fíðluleik- ara, Terje Tonnesen. Aðalverkið í þeirri ferð er konsert, sem heitir Poéme, eftir franska tón- skáldið Emest Chausson. Ég þykist svo eygja önnur verkefni lengra fram 1 tímann, en það er enn ófrágengið." inn í. „Píanóleikarinn Glenn Gould flokkaði tónleikagesti í þijá hópa: Hákarlana, sem bíða eftir mistökun- um, þá sem koma til að sýna sig og sjá aðra og svo þá fáu, sem hafa ein- lægan áhuga á tónlistinni." „Plötuútgáfa hefur eiginlega Kka ruglað áheyrendur svolítið. Á tónleik- um örva áheyrendur tónlistarmann- inn kannski til að sýna einlægni, sem ætti alltaf að stjóma í allri tónlist og þá flýtur kannski eitthvað óút- reiknað með. í upptökum er hins vegar hægt að stjóma öllu svo full- komlega. Þá vill einlægni og það óútreiknanlega þurrkast út. Síðán verða plötumar viðmiðunin, sem áheyrendur taka með sér á tónleika. En mér finnst spennandi að taka upp plötur, nota tæknina til að nálgast fullkomnun, án þess það gerist á kostnað tjáningar og þess sem kemur beint frá hjartanum. Galbraith hefur komið fram á tón- leikum víða í Evrópu, hefur tvisvar komist í verðlaunasæti í keppni, vann silfur í alþjóðlegri keppni, kenndri við Segovia, í Leeds og síðar 1. verðlaun í keppni BBC, „Young musician of the year“. Hann hefur margoft spilað á tónleikum í Englandi og Skotlandi, meðal annars með Ensku kammer- sveitinni og öðmm hljómsveitum. í september kemur hann fram með Konunglegu fílharmoníunni, spilar Concierto de Aranjuez eftir Rodrigo. „Líklega gæti ég látið nægja að spila ekkert nema þennan vinsæla konsert Rodrigos. Á tímabili missti ég næst- um lystina á honum, þangað til ég kom auga á aðra leið í honum, en af því ég var búinn að spila hann svo oft, þá var ég fastur í þeirri gömlu. Fingumir létu bara ekki að stjóm. Nú er ég að taka hann aftur upp eftir hlé og finnst ég vera á réttri leið. Það er erfitt að ná þessu trega- blandna spænska andrúmslofti. Verkið er ástarsöngur, en til dauð- ans. Það þarf líka rosanlegan kraft að spila á jafn fínlegt hljóðfæri og gítar með hljómsveit, þannig að ég nái að beina mínum hugmyndum inn í hljómsveitina, svo hljómsveitin spili með mér og ekki öfugt. En það er líka erfitt, þegar maðuer er ungur og hefur á sér sérvitringslegan blæ, vegna þess hvemig ég held á gítam- um.“ Eins og sézt á myndinni, heldur Galbraith öðmvísi á gítamum, en gengur og gerist. En hvers vegna? „Þá komum við aftur að rót allrar tónlistar. Ég talaði áðan um hrynj- andi, en hrynjandi vísar líka til hreyfingar, til óheftrar hreyfingar. Miklir stjómendur eins og Toscanini og Furtwángler, sem stjómuðu báðir Vínarfilharmoníunni, höfðu hvor sína sérstöku hreyfingu og settu hvor sinn sérstaka blæ á þessa sömu hljóm- sveit. Ég held á gítamum eins og ég geri einmitt til þess að geta hreyft hendina óhindrað. Það hafa verið og era til stórkostlegir gítarleikarar, sem halda um gítarinn á hefðbundinn hátt, en ég lit svo á, að þeir séu stór- kostlegir, þrátt fyrir tök sín á gítam- um.“ — Og Galbraith hlær afsakandi, segist ekki geta gert að því, þó þetta hljómi tilgerðarlega. Fyrir honum er þetta hjartans mál og einlægni. Einar Kristján er á leiðinni út aft- ur, verður úti í a.m.k. ár og gjaman lengur. Hann fær tækifæri til að leika á tónleikum, hefur haldið sólótónleika í Liverpool og víðar í nágrenni Manc- hester. Northem Sinfonia í Newcastle er að gefa út plötu með verkum Villa-Lobos og þar spilar hann með. Svo spilar hann í dúett ásamt sembal- leikara og væntanlega halda þeir Galbraith samspilinu áfram ... og vonandi koma þeir félagar fljótlega aftur hingað og halda okkur tón- leika... Næsta haust verður haldin hér norræn tónlistarhátíð ungs fólks. Hátíðin er haldin annað hvert ár, var síðast í Helsinki. Sigrún Eð- valdsdóttir fór þá héðan og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari spilaði undir með henni. Árið, sem engin hátíð er, eru þátttakendur valdir með keppni, hver í sínu heimalandi og þessa dagana stendur þessi keppni einmitt yfír hér í Reykjavík. Fyrirkomulagið er þannig að dómnefnd hvers lands auglýsir eftir þátttakendum. Þeir sem hafa hug á þátttöku senda inn bönd með leik sínum og úr þeim era svo_ valdir keppendur í lokaumferðina. í henni koma keppendur fram á tónleikum. Fyrri tónleikamir voru haldnir á þriðjudaginn var og þeir seinni verða nú á þriðjudaginn 1. sept. Tónleikamir eru teknir upp á bönd. Dómnefndin hér velur svo úr hvaða bönd era send út til hinna dóm- nefndanna. Það geta verið bönd með einum eða fleiri keppendum, sem fara utan. Hingað koma svo bönd sem hinar dómnefndimar hafa valið úr, hver í sínu landi. Endanleg- ur fjöldi þátttakenda er ákveðinn á fundi samnorrænnar dómnefndar. í henni er einn fulltrúi úr hverri heimadómnefnd, þar sem þeir mæta með upptökur úr lokaumferðini og bera saman bækur sínar. Sá fundur verður í Gautaborg í nóv. Það era tónlistarháskólar í hverju landi sem standa fyrir keppninni heima fyrir og kennarar þaðan skipa dómneftid- ina. í dómnefndinni hér era Gunnar Kvaran, Þorgerður Ingólfsdóttir og Sigurður Ingi Snorrason. Það er sumsé keppt um sæti á sjálfri hátíðinni, svo þar ættu að spila úrvals einleikarar frá öllum Norðurlöndunum. Til hátíðarinnar era sérstaklega boðaðir þeir sem skipuleggja tónleikahald, umboðs- menn, fulltrúar hljómsveita og útvarpsstöðva, því hátíðin er ekki sízt ætluð til að kynna ungt, nor- rænt tónlistarfólk, bæði innan Norðurlanda og utan. Eftir hátíðina er svo útbúin mappa með gagnrýni Það er ekki aðeins að það séu látlaust gefnar út plötur, heldur kemur einnig mikið út af forvitni- legum bókum um tónlist og tónlist- armenn. Nýlega kom út í Þýzkalandi hluti af bréfasafni Ver- dis, sumsé bréfaskipti hans og Boitos, sem var ekki aðeins náinn vinur hans, heldur samdi textann við flestar óperar vinar síns. Þessi bréf þykja mikill heimsbrestur í tónlistar- og menningarsögunni, þau era nefnilega mest um tónlist og samstarf þeirra, en minnst um léttvægari málefni. Af umsögnum má marka að í gjörvöllum bréfum tónlistarmanna verði vart fundin önnur, sem jafnist á við þessi, hvað varðar innsýn inn í líf og starf þess- ara manna og þykir vart líklegt að Auður Hafsteinsdóttir og umsögnum um tónlistarfólkið og hún send víða í tónlistarheiminn til að fylgja kynningunni eftir. Þetta getur því verið ungmennunum dýr- mætt tækifæri til að koma sér á framfæri. Þau flögur sem keppa til úrslita nú era: Auður Hafsteinsdóttir fíðlu- leikari, Áshildur Haraldsdóttir þverflautuleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Pétur Jónasson gítarleikari. Auður er fædd 1965, lauk ein- leikaraprófi frá Tónlistarskólanum hjá Guðnýju Guðmundsdóttur 1983 og hefur síðan dvalist við nám í New England Conservatory í Bos- ton. Þess er skemmst að minnast að Auður spilaði einleik með hljóm- sveit ungs fólks í Bústaðakirkju um daginn undir stjóm Guðmundar Óla Gunnarssonar. Áshildur er fædd 1965, tók burt- fararpróf úr Tónlistarskólanum hjá Bemard Wilkinson 1983, auk þess sem hún var í einkatímum hjá Manuelu Wiesler. Hún lauk BA- prófí frá New England Conservat- ory 1986, tók þá próf inn í Juilliard-skólann í New York, þar sem hún er núna í Master-námi sem hún lýkur næsta vor. Bryndís Halla er fædd 1964, var í Tónlistarskóla Kópavogs og tók einleikarapróf frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík hjá Gunnari Kvaran nútíma tónskáld skilji annað eins eftir sig, eftir að bréfaskriftir úrelt- ust. Auk þess þykja bréfin glæsilegt dæmi um bréfaskriftir eins og þær gerðust beztar á þessari gullöld sendibréfsins, sem er sannarlega bókmenntagrein út af fyrir sig. Margur óskyldur fróðleikur flýt- ur þama með. Þannig geta áhuga- menn um lestarsamgöngur á Ítalíu á síðustu öld svalað þama fróðleiks- þorsta sínum, þökk sé Verdi, sem sá ástæðu til að leiðbeina vini sínum nákvæmlega um þessi mál. Bréf Verdis í þessari bók era 144, bréf Boitos 123. Enn er dijúgt óútgefið af bréfum Verdis, svo þessi nægta- brannur er langt í frá tæmdur. Verdi-Boito Briefwechsel, útgef- ið og þýtt af Hans Busch. S. Fischer Pétur Jónasson 1984. Þá fór hún til Boston í New England Conservatory, var að ljúka BA-prófi þaðan og ætlar áfram í Master-nám. Pétur Jónasson er fæddur 1959, tók einleikarapróf frá Tónlistar- skóla Garðabæjar hjá Eyþóri Þorlákssyni 1977, var í Mexíkó í 2V2 ár og tók þar próf úr einka- skóla. Frá 1980—1984 starfaði hann hér heima en fór þá til Spán- ar, þar sem hann hefur spilað, verið á námskeiðum og sótt tíma hjá ýmsum kennuram. Auk þess að koma fram hér hefur hann komið fram á tónleikum í Englandi, Skot- landi, írlandi, Lúxemborg, Sviss, Spáni, ísrael, Kanada, Mexíkó og Bandaríkjunum og spilað í ríkisút- varpið í Noregi og Mexíkó. 1986 var hann valinn sem einn af tólf gítarleikuranum viðs vegar að úr heiminum til að taka þátt í opinni kennslustund hjá meistara Segovía í Kalifomíuháskóla. Sama ár fékk hann spænskan námsstyrk. Hann hefur hlotið Sonning-verðlaunin dönsku fyrir unga norræna tónlist- armenn. í vetur leikur hann einleik með Sinfóníuhljómsveitinni. Á tónleikunum í Norræna húsinu á þriðjudaginn er röðin komin að Auði og Pétri. Þær Áshildur og Bryndís Halla spiluðu á þriðjudag- inn var. Verlag, Frankfurt. 780 bls. 98 DM. Önnur bók og harla ólík þessari hefur sézt víða undanfarið, bókin Galína, sjálfsævisaga Galínu Wis- néfskæju, stórsöngkonu og eigin- konu Rostrópóvitsj sellóleikara. Hún var í mörg ár stjama Bolsjoi leikhússins í Moskvu, þar til þau hjón fluttu eða hröktust úr landi öllu heldur. Það er fróðlegt að lesa um lífið bak við leikhústjöldin, um kynni þeirra af Sjostakóvitsj og fleira og fleira. Ekkert venjulegt líf, sem þama er sagt frá. Bókin hefur fengist hér á ensku, er líka til þýdd á dönsku og þýzku og kannski fleiri mál, rússnesku vist þó ekki enn um sinn þrátt fyrir „Glasnost". BADMINTON VETRARSTARFIÐ HEFST 1. SEPTEMBER TÍMALEIGA ER HAFIN UNGLINGATÍMAR — FULLORÐINSTÍMAR NÁMSKEIÐ — þriðjudags- og fimmtudagskvöld Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Gnoðarvogi 1, s. 82266. Dúr og moll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.