Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 19
- vsí?r TsfrrtÁ er? fluoArmAr>Tu i mrrAjgvninffOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987 19 Einar Olg-eirsson, Jakob Benediktsson og Halldór Laxness bera saman bækur sínar i afmælis- fagnaði Máls og menningar og á milli þeirra má þekkja Svðvu Jakobsdóttur. Mál og menning: Ný verslun opnuð í tilefni hálfrar aldar afmælis MÁL og menning opnaði i fyrradag nýja verslun að Siðumúla 7 og efndi um leið til fjölmenns boð i tilefni 50 ára afmælis forlagsins. Þar voru samankomnir um 300 manns, rithöfundar og velunnarar Máls og menningar. í nýju versluninni er áhersla lögð á ritföng og gjafavörur og sagði Ámi Einarsson fram- kvæmdastjóri í samtali við Morgunblaðið að vöruúrvalið yrði þróað hægt og rólega, ekki þá síst í sambandi við þær bækur sem þama yrðu á boðstólum. Mál og menning hefur ekki áður boðið upp á gjafavörur en í nýju verslun- inni verður úrval af slíkum vamingi, aðallega nytjalist frá Ítalíu og Spáni. Þá sagði Ámi að verið væri að hanna nýja línu í skrifstofuhúsgögnum, það væri íslensk hönnun, sem yrði á boð- stólum í framtíðinni. Hið nýja húsnæði Máls og menningar er 700 fermetrar og það em arkitektamir Guðni Páls- son og Dagný Helgadóttir sem sáu um alla hönnun verslunarinnar. Ámi sagði að jafnframt hefði mikil áhersla verið lögð á allan frágang utandyra og tímabært hefði verið að lífga upp á Síðumúl- ann. Rétt er að taka fram að svo vel tókst til að forlagið var verð- launað af Reykjavíkurborg 18. ágúst síðastliðinn fyrir snyrtileg- an frágang lóðar. Hin nýja verslun Máls og menningar að Síðumúla 7 sem fengið hefur viðurkenningu ReyIq avíkurborgar fyrir snyrtílegt og vel frá gengið umhverfi. Greenpeace í Bandaríkjunum: Herferð gegn fram- haldi hvalveiða Frá Jóni Ásgeiri Sigurðuyni, fréttaritara GREENPEACE, öflugustu bandarfsku samtökin sem berjast fyrir hvalavemd, grípa nú i fyrsta sinn til þess ráðs að hefja sérstaka herferð gegn íslandi. Astæðan er sú ákvörðun um framhald hval- veiða sem sagt er að ríkisstjómin hafi tekið fyrir helgina. Greenpe- ace-meðlimum er ætlað að skora á viðskiptaráðherra Banda- ríkjanna að beita viðskiptabanni gegn íslandi. Þrálátur orðrómur er uppi um það í Bandaríkjunum og Bretlandi, að íslenska ríkisstjómin hafi á fundi sfnum síðastliðinn fimmtudag ákveð- ið að heimila veiði á 20 sandreyðum í haust. í vísindaáætlun Hafrann- sóknastofnunar er gert ráð fyrir því að ár hvert séu veiddar 40 sandreyð- Morgunbladsins í Bandaríkjunum. Malcolms heitins Baldrige, hefur enn ekki formlega tekið við embætti. Verity kemur fyrir nefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings 10. septem- ber næstkomandi og svarar spumingum' um æviferil og stefnu- mál, svo sem tíðkast við skipun í æðri embætti í bandarískrí stjóm- sýslu. Öldungadeildin tekur síðan afstöðu til þess hvort hún fellst á að Verity taki við ráðherraembætti. Heimildir í Washington segja að nefndarmenn hyggist spyrja Verity grannt um afstöðu hans til hvalveiði- mála. Eftirmaður Dr. Calio sjávarút- vegsráðherra sem nýlega sagði embætti sínu lausu verður ekki skip- aður fyrr en eftir að Verity hefur hlotið staðfestingu þingsins. ar. Greenpeace-samtökin hafa í ljósi þessa ákveðið að beina í fyrsta sinn spjótum gegn íslandi vegna hvala- málsins. Samtökin telja um 800.000 bandaríska meðlimi og á mánudag- inn verður póstlögð áskomn til þeirra allra um að skrífa bandaríska viðskiptaráðuneytinu og krefjast staðfestingarkæru gegn íslandi. „Þetta eru fremur mild viðbrögð," sagði Dean Wilkinson talsmaður Greenpeace í Washington í viðtali við_ fréttaritara Morgunblaðsins. í bréfí Greenpeace til meðlima er rakin forsaga hvalveiða í vísinda- skyni og síðan sagt að ef ísland fái óáreitt að halda áfram hvalveiðum í ár geti það orðið öðrum þjóðum hvatning til að hefla sínar vísinda- veiðar þrátt fyrir mótmæli. Svo sem kunnugt er fylgjast Japanir náið með framvindu vísindaveiða íslend- inga og viðbrögðum Bandaríkja- manna. í visindaáætlun Japana er gert ráð fyrir að veiða 875 hrefnur og 50 búrhvali í desember næstkom- andi. Greenpeace-samtökin hvetja með- limi sína til að skora á bandaríska viðskiptaráðherrann að grípa til að- gerða gegn íslandi, vegna áfram- haldandi hvalveiða í vísindaskyni, og leggja drög að viðskiptabanni. „Menn mega ekki gleyma því að fjöl- mörg lönd hafa lagst gegn vísindaá- ætlun íslands," sagði Dean Wilkinson. „Ég held að íslenski sjáv- arútvegsráðherrann geri sér ekki fyllilega grein fyrir þeim skaða sem hvalveiðamar eru að valda orðstír íslands erlendis." William Verity, sem Ronald Reag- an skipaði viðskiptaráðherra í stað Utanríkisráð- herra Kína í heimsókn Utanríkisráðherra Kína, Zheng Tuobin, kemur í opinbera heimsókn hingað til lands sunnudaginn 30. ágúst í boði Steingríms Hermanns- sonar utanríkisráðherra. Athugasemd frá landlækni LANDLÆKNIR, Ólafur Ólafs- son, hefur beðið Morgunblaðið að birta eftírfarandi athuga- semd: „Hr. ritstjóri, I viðtali við undirritaðan er birt- ist í blaði yðar fyrir skömmu kom fram að upplýsingamiðar um ábendingar, frábendingar og auka- verkanir lyfja eru fjarlægðir úi lyfjaumbúðum í lyfjabúðum. Þessi siður mun vera tuga ára gamall og óvist mun vera af hvers konar völd- um sá siður var upptekinn. Ef frumkvæðið var ekki apótekara hef ég farið með rangt mál. Annað mál er að ef upplýsinga- miði þessi er fjarlægður er nauðsyn- legt að koma fyrir miða í lyfjapökk- um, þar sem getið er um gagnsemi og aukaverkanir lyfsins. Þetta er sjálfsagt neytendaþjónusta og tíðkast nú í nágrannalöndunum. Ólafur Ólafsson landlæknir." Hjúkrunarfélag Islands vígir nýtt húsnæði Forseti íslands opnaði bóka- og lesstofu í minningu móður sinnar HJÚKRUNARFÉLAG íslands vígði í gær nýtt 400 fermetra húsnæði sitt á þriðju hæð á Suð- urlandsbraut 22. Jafnframt opnaði forsetí íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, bóka- og les- stofu í húsnæðinu i minningu móður sinnar, frú Sigríðar Eiriksdóttur, sem var formaður Hjúkrunarfélagsins i 36 ár. Hún lést í fyrra. Húsnæðið verður nýtt sem skrif- stofu- og fundaraðstaða fyrir alla starfsemi félagsins. Á annarri hæð í sama húsi er síðar fyrirhugað að innrétta 67 fermetra orlofsíbúð fyr- ir félagsmenn fyrir áramót. Hún er ætluð fyrir hjúkrunarfræðinga utan af landi sem koma vegna nám- skeiða og funda. Morgunblaðið/Börkur Forsetí falands, Vigdis Finnbogadóttír, ávarpar gestí i húsakynnum Hjúkrunarfélagsins. Á myndinni eru frá vinstri: Kristján Jóhannsson forstjóri Almenna bókafélagsins, Einar Óskarsson fram- kvæmdastjóri Bókaverslunar Sigfúsar Eymundssonar, Margrét Jónsdóttír, Bjöm Bjamason stjórnarform- aður Almenna bókafélagsins, Guðrún Friðgeirsdóttir, Annelise Kárason, Kristján Guðmundsson og Gísli Ragnarsson. BSE veitir starfslaun í TILEFNI 115 ára afmælis Bókaverslunar Sigfúsar Ey- mundssonar var i júnímánuði síðastliðnum ákveðið að auglýsa og veita þriggja mánaða starfs- laun til þess að vinna að gerð kennslubókar fyrir framhalds- skólastíg. Starf slaununum er ætlað að styrkja islenska náms- bókaútgáfu og minnast um leið afmælisins. Ákveðið hefur verið að veita Fél- agi sálar- og uppeldisfræðikennara starfslaunin til þess að vinna að kennslubók í uppeldisfræði fyrir framhaldsskóla, en uppeldisfræði hefur verið kennd við framhalds- skóla í landinu frá 1979 og tilfinn- anlegur skortur hefur verið á kennslubók fyrir þetta skólastig, sepjr í frétt frá versluninni. I viðbót var ákveðið að veit. tveimur verkefnum sérstaka viður- kenningu að upphæð 40.000 krónur. Viðurkenningamar hlutu Gísli Ragnarsson til þess að vinna að kennslubók í lífrænni efnafræði og Annelise Kárason og Gurlí Dol- trup til þess að gera danskt smásagnasafn fyrir íslenska fram- haldsskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.