Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 28
-.>28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987 Hönnun — nýtt tímarit KOMIÐ ER út nýtt tímarít, Hönnun, húsgögn og innrétting- ar um hönnun húsa, innréttinga " og listmuna. f frétt frá útgef- anda segir meðal annars: „Megin umflöllunarefni þessa fyrsta tölublaðs eru nýjustu straumar í hönnun o g tengsl þeirra við foma rót. Litið er til framtíða- hræringa á Ítalíu, en húsgagna- lína, sem nefnist „Memphis", fer nú sigurför um allan heim, þessi húsgögn eru einmitt að berast til landsins þessa dagana." Blaðið leiðir að því rök, að nú sé að verða bylting í hönnun, horf- ið er frá hinu véiræna; lit- og líflausa, en sterkir litir, skraut og hugmyndaflug komi í þess stað. Einkenni hins hefðbundna í hönnun eru rakin í grein um skand- inavísku listmunasýninguna, sem var að ljúka á Kjarvalsstöðum. í hinni nýju stefnu er oft litið til fomra stíleinkenna og grein, sem er prýdd myndum úr betristof- um í Reykjavík aldamótaáranna, er framlag í hugmyndadeiglu þar sem leitað er eftir þjóðlegri rót í hönnun. Viðtal er við listafólkið og hjón- in Koggu og Magnús þar sem fjallað er m.a. um listmunagerð þeirra og um möguleika á sam- Útiskákmót í Kópavogi TAFLFÉLAG Kópavogs gengst fyrír útiskákmóti í dag, 29. ágúst. Teflt verður fyrir framan Bún- aðarbankann í Hamraborg 9 í Kópavogi og hefst mótið kl. 14.00. starfi hönnuða og framleiðenda. Trausti Valsson arkitekt telur að íslensk hönnun til foma eigi sér rót í býzantískum tíma og telur að þar sé upphaflegri og safarík- ari rótar að leita en í hinum þýzka Bauhaus-stíl og í nútíma skraut- og litlausri skandinavískri hönnun. Trausti ritar einnig grein um nýjar hugmyndir um eldhús. Auk þessa eru í blaðinu greinar um fagleg efni, t.d. um lýsingu og gefín holl ráð um nýja halogen- lýsingartækni. Ýtarleg skrá verslana á hús- gagna- og innréttingarsviðinu, er aftast í blaðinu og fylgja stór gatnakort af Reykjavík, sem gerir skipulag verslunarferða miklu auð- veldara fyrir fólk í innkaupahug- leiðingum. Blaðið er 84 síður, vandað að búningi og að mestu leyti litprent- að. Mun það koma út fjórum sinnum á ári og verður það helgað ákveðnu málefni í hvert skipti. Ritstjóri blaðsins er Kjartan Jónsson, innanhússarkitekt. ÁRBÆJARKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 11 árdegis. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. ÁSKIRKJA.Guösþjónusta kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BORGARPRESTAKALL: Messa í Borgarneskirkju kl. 11. Messa í Borgarkirkju kl. 14. Sóknarprestur. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 11. Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Jónas Þórir. Prestur sr. Ólafur Jens Sigurðs- son. Sóknarnefndin. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn Hunger Friðriksson. Leikið verður á orgelið í 20 mín. fyrir messuna. Sr. Þórir Step- hensen. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Árelíus Níelsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Guðsþjónusta kl. 14. Ræðuefni: „Kyssir þig sól?" Fríkirkjukórinn syngur. Söngstjóri og organisti Pavel Smid. Sr. Gunnar Björns- son. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag: Fyrirbænamessa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Orthulf Prunner. Sr. Arngrímur Jónsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11 árdegis. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Pjetur Maack. Organisti Jón Stefáns- son. Sóknarnefndin. LAUGARNESSÓKN: Laugardag 29. ágúst: Messa í Hátúni 10b' 9. hæð kl. 11. Minni á guðs- þjónustu í Áskirkju kl. 11 árdegis á sunnudag. Sóknarpestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn: Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Miðvikudag: Fyrir- bænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SEUASÓKN: Messa í Öldusels- skóla kl. 11. Altarisganga. Sr. Gylfi Jónsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Sighvatur Jónasson. Prestur sr. Torfi Stefánsson. Sóknarpestur. H AFN ARFJ ARÐARKIRKJA: Morgunsöngur kl. 11. Organisti Helgi Bragason. Séra Gunnþór Ingason. KFUM OG K: Almenn samkoma á Amtmannsstíg 2b á sunnu- dagskvöld kl. 20.30. Tveir á bæn. Upphafsorð frá ölver. Ræðu- maður Gunnar J. Gunnarsson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Útisam- koma á Lækjartorgi kl. 16. Hjálpræðissamkoma kl. 20.30. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Garðakórinn syngur. Org- anisti Þorvaldur Björnsson. Sóra Bragi Friðriksson. 55 ÁRA VÍGSLUAFMÆLI Slglu- fjarðarkirkju: Hátíðarguðsþjón- usta í Siglufjarðarkirkju sunnudaginn 30. ágúst. Séra Ólafur Skúlason vígslubiskup prédikar og þjónar fyrir altari. Lítanía sr. Bjarna Þorsteinssonar verður flutt. Organisti Tony Ral- ey. Séra Vigfús Þór Árnason. KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum: Messa kl. 14. Organisti Jón Samúelsson. Að messu lokinni hyggst sóknarpestur ganga hina gömlu leið frá Júnkaragerði í Höfnum að Stað í Grindavík. Þetta er u.þ.b. fjögurra klukku- stunda gangur og eru allir velkomnir til þátttöku. Mætið vel skóuð, með létt hlífðarföt og nesti. Séra Örn Bárður Jónsson. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 10.30. Organisti Jón Ólafur Sig- urðsson. Séra Björn Jónsson. Föstudag 09:00-18:00 Laugardag 10:00-17:00 Sunnudag 13:00-17:00 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.