Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA
Akranes íslands-
meistari í 4. flokki
Vann Fram 2:1 í úrslitaleik
Morgunblaðiö/Jón Gunnlaugsson
Skorudu samtals 58 mörk!
Tvíburabræðumir Amar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa verið iðnir við að skora
mörk í sumar og til samans hafa þeir skorað 58 mörk í íslandsmótinu.
Akumesingar urðu íslands-
meistarar í 4. flokki drengja
í knattspymu 1987 eftir að hafa
sigrað Fram í úrslitaleik 2-1. Úrsli-
takeppnin var háð á
Jón AJcranesi um helg-
Gunnlaugsson ina og tóku þátt í
skrifarfrá henni 8 lið. Það vom
Reykjavfkurliðin
Fram, Valur, KR og ÍR. Akureyrar-
liðin KA og Þór, Breiðablik og
Akranes.
Lið Akumesinga og Fram höfðu
mikla yfirburði yfir önnur lið í riðla-
keppninni. Úrslit leikja í riðlinum
urðu eftirfarandi.
A-rlöill
Akranes - Breiðablik.........6-1
ÍR-Þór.......................4-3
Breiðablik - Þór.........4-0
Akranes-ÍR..............10-0
ÍR - Breiðablik..........0-3
Þór-ÍA...................0-7
B-riðill
Fram-KA..................4-1
KR-Valur.................2-1
KA-Valur.................5-2
Fram-KR..................4-0
KR-KA....................7-4
Valur- Fram..............0-5
Eins og sjá má á úrslitum leikjanna
voru yfirburðir Akraness og Fram
miklir í riðlakeppninni. Markatala
Akraness var 23-1 en hjá Fram
13-1.
Úrslitaleikjum um lokaröð liðanna
lauk þannig að um sjöunda og átt-
unda sætið léku Þór og Valur og
sigruðu Valsmenn 6-1, um sæti
fimm og sex léku KA og ÍR og sigr-
aði ÍR 3-2 eftir framlengdan leik
og um þriðja sætið léku Breiðablik
og KR og þar vann KR 5-4 eftir
framlengdan leik.
Úrslitalelkurinn
skemmtilegur
Úrslitaleikurinn var skemmtilegur
og vel leikinn. Bæði lið hafa á að
skipa afbragðsleikmönnum.
Stemmning á áhorfendapöllum var
líka mikil, enda fjöldi fólks viðstadd-
ur.
Akumesingar voru sterkari aðilinn
í fyrri hálfleiknum, þeir gerðu oft
harða hríð að marki Fram. Fram
fékk þó besta marktækifærið á 15.
mínútu þegar Pétur Marteinsson
(Geirssonar) skaut góðu skoti í
þverslá. Á 30. mínútu skoraði
Bjarki Gunnlaugsson fyrsta markið
fyrir Akranes. Barði Halldórsson
sendi góða fyrirgjöf fyrir markið
og Bjarki skaliaði glæsilega í netið.
í upphafi síðari hálfleiksins náðu
Framarar góðum tökum á leiknum.
Það bar árangur strax á 38. mín.
Góð sending kom fyrir markið og
Pétur skallaði og af varnarmanni
Akraness fór boltinn í netið. Akur-
nesingar virkuðu mjög tauga-
strekktir framan af hálfleiknum en
Morgunblaöiö/Jón Gunnlaugsson
Bikarínníhöfn
Rúnar Bjamason, fyrirliði ÍA, hampar
hér sigurlaununum.
náðu sér síðan að nýju á strik og
á 55. mínútu skoraði Arnar Gunn-
laugsson sigurmarkið með glæsi-
legu skoti. Lokakaflann skiptust
liðin á sóknum en þó var meiri
broddur í sókn Skagamanna og
þeirra var titillinn.
Tvíburabræöumir
skoruöu 58 mörk
Bæði lið eiga á að skipa mjög efni-
legum leikmönnum og verður
gaman að fylgjast með þeim á
næstu árum. Þessi lið léku í sama
riðli í undankeppninni og þar lauk
leik þeirra með jafntefli 4-4. Þar
vekur sérstaka athygli hin mikla
markaskorun liðanna og þá sérstak-
lega Akumesinga. í undankeppn-
inni skoruðu þeir 68 mörk og fengu
á sig 8 og í úrslitakeppninni bættu
þeir við 25 mörkum. Alls skoruðu
þeir 93 mörk og bróðurpart þeirra
skoruðu tvíburabræðumir Arnar og
Bjarki Gunnlaugssynir. Amar skor-
aði 30 mörk og Bjarki 28 mörk.
Þeir bræður eru sérlega efnilegir
leikmenn og má vænta mikils af
þeim í framtíðinni. Þjálfari hinna
nýbökuðu íslandsmeistara er hinn N
gamalkunni leikmaður Jón Alfreðs-
son og er þetta frumraun hans sem
þjálfara.
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
Brasöurnlr Pálml og Sturiaugur Haraldssynlr eiga ekki langt að sækja
knattspymugetu sína. Faðir þeirra Haraldur Sturlaugsson var lykilmaður í liði
Skagamanna fyrir áratug og landsliðsmaður og nú á síðustu árum burðarás í
öllu knattspymustarfinu á Akranesi. Yngri bróðir þeirra fsólfur er einnig með
á myundinni.
4. flokkur:
ÍA íslands-
meistari
Lið Akraness, sigurvegarar í ís-
landsmóti 4. flokks í knattspymu
1987. Efri röð talið frá vinstri: Hörð-
ur Pálsson, formaður knattspymufé-
lags ÍA, Amar Gunnlaugsson, Barði
Halldórsson, Hreiðar Bjamason,
Bjarki Gunnlaugsson, Ásgrímur
Harðarson, Orri Sigurðsson, Þórður
Guðjónsson, Stefán Þórðarson, Jón
Alfreðsson, þjálfari. Fremri röð frá
vinstri: Sturlaugur Haraldsson,
Gunnlaugur Jónsson, Kári Steinn
Reynisson, Hafþór Birgisson, Rúnar
Bjamson, Þórður Jóhannesson,
Bjarki Halldórsson, Pálmi Haralds-
son og Ingimundur Barðason.
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson