Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987 Í ÞINGHLÉI STEFÁN FRIÐBJARNARSON Stefnumörkun þegar 1930: Utvegs- iðnaðar og verzlunarbanki I í síðasta þingpistli var lítillega drepið á umfang bankastarfsemi hér á landi: sjö bankar, þrjátíu og níu sparisjóðir, rúmlega eitt hundrað lífeyrissjóðir og fáeinir verðbréfamarkaðir. Þetta er ekki svo lítið í ekki stærra samfélagi. Ekki er ijarri lagi að ætla að milli þrjú og fjögur þúsund ein- staklingar starfí á vettvangi banka, sparisjóða, lífeyrissjóða, verðbréfamarkaða og trygginga — eða langleiðina jafnmargir og vinna á fískiskipaflotanum. Þetta er í samræmi við vöxt hverskonar þjónustustarfsemi, sem verið hef- ur tímanna tákn í hinum vestræna 'heimi síðustu áratugina og sér í lagi síðustu árin. Þegar umfang bankakerfís og peningamarkaðar á líðandi stund er skoðað er erfítt að gera sér í hugarlund að fyrsta peninga- stofnun á íslandi [sparisjóður á Seyðisfirði] kemur ekki til sög- unnar fyrr en 1868 og entist ekki líf nema fáein ár. Elzta peninga- stofnun íslenzk, sem enn starfar, er Sparisjóður Siglufjarðar, stofn- aður 1873 og verður 115 ára 1988. Landsbanki íslands hóf starf- semi 1. dag júlímánaðar 1886; varð eitt hundrað ára í fyrra, eins og muna má. Tilgangur bankans var „að greiða fyrir peningavið- skiptum í landinu og styðja að framförum atvinnu veganna“. Ekki veitti af. Og ekki veitir af, því fjármunir eru afl þeirra hluta sem gera skal. II Landsbankinn átti sannarlega erindi við íslenzkan þjóðarbúskap. Hann óx hratt en fjármagnsþörf atvinnuveganna óx þó hraðar. Á morgni aldarinnar, árið 1901, set- ur löggjafínn lög um hlutafélags- banka með einkaleyfí — um takmarkaðan tíma — til útgáfu gulltryggðra seðla. í upphafí var ráð fyrir því gert að Landsbankinn gengi inn í þennan nýja banka. Niðurstaðan varð samt sú að Landsbankinn starfaði áfram sem sjálfstæð stofnun. Hinn nýji banki, íslandsbanki, hóf störf 1903. Auk íslendinga lögðu bæði norskur og danskur banki fram fé til hans. Aðalbank- inn var í Reykjavík en útibú á Akureyri, ísafírði og Seyðisfírði. Með bankanum kom nýtt frjár- magn inn í atvinnulífið og vóru umsvif hann mikil um skeið, en þetta var sá tími í atvinnusögu þjóðarinnar, er vélbátar og togar- ar leystu þilskipin af hólmi. Islendingar vóru að opna atvinnu- vegi sína og þjóðarbúskap fyrir tækninni. Þriðji áratugurinn var einskon- ar aðfaratími „kreppunnar" miklu, sem lék margar þjóðir grátt. Þessi aðfaratími var íslenzku bönkunum erfíður sem og almenningi. Innstæður minnk- uðu, íslandsbanki sætti miklu tapi og hlutabréf hans hríðféllu. Ástæðulaust er að fara náið ofan í þau mál hér og nú, en bankanum var lokað í febrúar 1930. Útvegs- banki íslands hf., sem stofnaður var að ákvörðun Alþingis, yfírtók eignir og skuldir íslandsbanka. Ríkissjóður lagði fram rúman helming hlutafjár. Hinn nýi banki skyldi einkum styðja sjávarútveg, iðnað og verzlun. Það er því ekki ný hugmynd, heldur upphaflegt veganesti Útvegsbankans hf. að hann sé allt í senn útvegs- iðnað- ar- og verzlunarbanki. III Útvegsbankinn er rekinn sem hlutafélag allar götur til ársins 1957. Þá er hann gerður að ríkis- banka með þingkjörið bankaráð. 'Miuoin Kauptilbod sjávarútvegsaðila hagsta»úara: Utvegsbankinn verði áfram útvegsbanki segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ UnuiW írnli íerA -ina á fuml krnljám lUffiurviNMr. fnr- f. lur i - r .......... MiirioiriliUiKin. Ilh-fjniru lil .jámnilvrj »fr- Hagnýlar rannsókfiir l.iT-vkjörin «*rn sóll í sjó Þijátíu árum síðar er honum á ný breytt í hlutafélag, eftir mikið áfall, tengt farmskipafélagi. Rekstri bankans var sum sé breytt til upphaflegs forms. Hvarvetna í veröldinni eru seðlabankar ríkisbankar. Öðru máli gegnir með viðskiptabanka. Þeir er víðast hvar einkabankar, sem lúta ekki pólitískri stjómun heldur arðsemisstýringu. Allri bankastarfsemi fylgir engu að síður áhætta. Og allri áhættu fylgja áföll í bland við ávinninga. Island er eitt örfárra lýðræð- isríkja þar sem bróðurhluti við- skiptabanka er ríkisrekinn. Fyrr á þessu ári var einum þessara ríkisbanka, Útvegsbankanum, breytt í hlutafélag sem fyrr segir. Og forsjármenn ríkisbúskaparins ákváðu að selja hlutabréf sín í bankanum. Ljóst er af umræðum um málið á þingi síðast liðinn vetur að löggjafinn hafði fyrst og fremst sjávarútvegsaðila í huga sem kaupendur eignarbréfa ríkis- ins í bankanum. Samband íslenzkra samvinnu- félaga setti síðan strik í reikning- inn með óvæntu kauptilboði í bréfín. Síðan hafa miklar jarð- hræringar og kvikuhlaup sagt til sín í samfélaginu. Svo kann að fara að eftirköstin verði meiri en menn grunar, ef stjómmálamenn ráða ekki rúnir aðstæðna og mála- vaxta rétt. rv Rætur Útvegsbankans liggja í Fyrrum sjóliðsforingja og talsmanm hans svarað eftirArnór Sigiirjónsson Persónulegar árásir og rógburð- ur sýna ætíð málefnalega fátækt og skort á almennri háttvísi. í Þjóð- viljanum 5. apríl 1987 og 5. júlí 1987 beinir Jón Sveinsson spjótum sínum að þeim sem unnið hafa að íslenskum vamar- og öryggismál- um samkvæmt ákvörðun stjóm- valda. Veitist Jón Sveinsson m.a. að mér með dylgjum og ósannindum og sér Sigurlaug Bjamadóttir fyrr- verandi alþingismaður ástæðu til þess, að endurtaka ósannindi Jóns Sveinssonar í Morgunblaðsgein 25.8.1987 undir fyrirsögninni „I til- efni umræðu um vamarmál." Eftirfarandi er svar mitt við þessum persónulegu árásum Jóns og Sigur- laugar. Á sínum tíma vakti gagn- rýni Jóns Sveinssonar á störf landhelgisgæslunnar þjóðarathygli, þegar á reyndi varð minna úr henni en Jón gaf tilefni til með orðum sínum. Herþjónusta og nám Undir millifyrirsögninni „Að versla með skyldur" i ofangreindri Þjóðviljagrein 5.7.1987 segir Jón Sveinsson: „Annar fulltrúinn, Amór Siguijónsson lauk aldrei tilskilinni herþjónustu í því landi er hann nam, og keypti sig undan heilu ári af henni fyrir 80.000 Nkr." Þetta eru ósvífín ósannindi, sem Sigur- laug tekur undir í ofangreindri Morgunblaðsgrein 25.8.1987 og telur vera vitnisburð um óheilindi íslenskra stjómvalda gagnvart Jóni. I I ' Fyrri samskipti opinberra aðila á íslandi og Jóns Sveinssonar era mér algerlega óviðkomandi. Hvað varðar hermenntun mína er hið rétta þetta: Ég_ hóf hermenntun í Noregi 1975. Árið 1980 lauk ég liðsforingjaprófí frá Herskólanum í Osló me góðum vitnisburði og þjón- ustuumælum. í lqölfar þessa fylgdi tveggja ára herþjónusta í Noregi við margvíslegar herdeidir og her- ráð, m.a. 6 mánaða þjónusta í friðargæslusveit Norðmanna á veg- um Sameinuðu Þjóðanna í Suður- Líbanon. Að auki fékk ég sérstaka þjálfun hjá sérsveit norsku lögregl- unnar í Osló á þessu tímabili. Allt þetta nám greiddi ég sjálfur sam- kvæmt sérstökum samningi við norsk hermálayfírvöld án nokkurrar flárhagslegrar aðstoðar frá íslensk- um opinberam aðilum. Sá samning- ur rann út 1982 að undangengnu samkomulagi beggja aðila án þess, að ég þyrfti að greiða eina einustu norska krónu fyrir. Nám mitt og ctarfsþjálfun tók 7 ár og lauk með tilskildum prófum, fjölbreyttri her- þjónustu og góðum vitnisburði. Þetta er til skjalfest. Rakalausum dylgjum og ósannindum Jóns Sveinssonar og Sigurlaugar Bjamadóttur um mál þetta er þvi vísað rakleitt til föðurhúsanna. Þá segir Jón Sveinsson í Þjóð- viljagrein 5.7.1987: „ .. .var hann umsvifalaust ráðinn til að stofna vopnað lögreg’lulið án þess að stöðu- gildi væri til og án þess að staðan væri auglýst og án þess að lög um vopnaburð lægju fyrir. Af honum reyndari manni við þjálfun her- manna, nokkuð sem hér er dulbúið undir lögregluheiti era aðferðir hans álitnar ábyrgðarlausar, niður- lægjandi og með vægast sagt takmarkað faglegt gildi og má gjaman fara út í smáatriði þó að það sé ekki gert hér.“ Hér á Jón væntanlega við ráðningu mína til Lögregluskóla ríkisins haustið 1982, en hann er á vegum lögreglu- stjóraembættisins í Reylqavík. Um ofangreind ummæli Jóns er eftirfar- andi að segja: Þáverandi lögreglu- stjóri Siguijón Sigurðson réði mig til kennslu- og þjálfunarstarfa á vegum Lögregluskólans innan vé- banda lögreglustjóraembættisins í Reykjavík, umrætt haust. Hann gerði það í krafti síns embættis og í samráði við dómsmálaráðuneytið. Dylgjur Jóns Sveinssonar um vinnu- brögð lögreglustjóra verða lesendur að meta í ljósi glæsilegs starfsferils grandvars embættismanns og blaðaskrifa Jóns. Jón Sveinsson fer með hrein ósannindi er hann segir mig hafa stofnað sérsveit lögregl- unnar í Reykjavik (víkingasveitina). Það gerði Lögreglustjórinn í Reykjavík vegna þeirrar nauðsynjar að ávallt sé til taks vel þjálfaður hópur vopnaðra lögreglumanna á íslandi til þess, að mæta vopnuðum afbrotamönnum eða hermdarverka- mönnum. Ég sá hinsvegar um þjálfun sérsveitarinnar á tímabilinu 1982-1984/5. Sú þjálfun var byggð á norskri fyrirmynd sem var aðlög- uð íslenskum aðstæðum og venjum. Um einstök atriði þeirrar þjálftinar ætla ég ekki að tjá mig, en vissu- lega er þjálfun þessi erfíð og verður að vera vegna eðli starfans. Svo heppilega vil til fyrir okkur íslend- inga að innan lögreglunnar í Reykjavík og víðar má fínna menn Arnór Sigurjónsson „Eftirfarandi er svar mitt við þessum per- sónulegu árásum Jóns og Sigurlaugar. A sínum tíma vakti gagn- rýni Jóns Sveinssonar á störf landhelgisgæsl- unnar þjóðarathygli, þegar á reyndi varð minna úr henni en Jón gaf tilefni til með orð- um sínum.“ sem hafa unnið mikið og fómfúst starf í þágu sérsveitarinnar. Þrot- laus þjálfun og samheldni hafa skila góðum árangri sbr. Daníelsslipp- malið 4.5.1984. Nauðsyn þessa viðbúnaðar verður seint ofmetin og Lögreglustjóraembættið í Reykjavík svo og sérsveitin á lof skilið fyrir árangursríkt og gott starf. Staðhæfíng Jóns Sveinssonar um að þjálfun sérsveitarmanna sé í raun þjálfun hermanna er fráleit. Þar er mikill munur bæði hvað snertir tilgang og markmið þeirrar þjálfunar og aðgerðartækni. Þá staðhæfir Jón að umrædd þjálfun sérsveitarinnar sé ábyrgðarlaus, niðurlægjandi og með vægast sagt takmarkað faglegt gildi. Mér vitan- lega hefur Jón Sveinsson enga þekkingu til þess, að meta gagn- semi þeirrar þjálfunar sem sérsveit lögreglunnar í Reykjavík hefur fengið. Ef staðhæfingar Jóns era skoðaðar í ljósi þessa staðreynda vega þær ekki þungt. Málflutningnr Jóns og Signrlaugar Ekki skal hirt um að tína til fleiri ósannindi og dylgjur Jóns Sveinssonar í minn garð í Þjóðvilj- anum og sem endurteknar era af Sigurlaugu Bjamadóttur í Morgun- blaðinu 25.8.1987. Hitt er aftur á móti óskiljanlegt hvers vegna fyrr- verandi sjóliðsforingi eins og Jón Sveinsson hagar málflutningi sínum ítrekað með þeim hætti, að hann opinberar sjálfan sig sem ósann- indamann og rógbera frammi fyrir alþjóð. Málflutningur af þessu tagi er ekki til þess fallinn að stuðla að málefnalegri umræðu um vamar- og öryggismál. Persónuárásir Jóns Sveinssonar era honum til minnk- unar og jafnframt lftilsvirðing við þann persónulega og faglega metn- að sem hann telur sig hafa öðrum fremur. Að fyrrverandi alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins skuli ljá slíkum málstað stuðning sinn er vægast sagt furðulegt. Höfundur starfar á vegvm Yara- armálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins i höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Bruss- el. cöo nodinelqoí urfiv ulaivi cusi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.