Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987
51
KNATTSPYRNA
Held velur
16 leikmenn
SIGFRIED Held landsliðsþjálf-
ari í knattspyrnu hefur valið 16
leikmenn fyrir landsleikinn
gegn Austur-Þýskalandi í und-
ankeppni Ólympíuleikanna
sem fram fer á Laugardalsvelli
næstkomandi miðvikudag.
Athygli vekur að Held velur
Guðmund Hreiðarsson, Val,
sem annan markvörð í stað Birkis
Kristinsonar, ÍA. Guðmundur hefur
ekki leikið með Val að undanfömu,
verið varamarkvörður. Birkir hefur
hins vegar staðið sig mjög vel en
er ekki í náðinni.
Landsliðshópurinn er skipaður eft-
irtöldum leikmönnum:
Markverðir:
Val
Aðrir leikmenn: Val
KR
Þoreteinn Þoreteinsson Fram Val
Val
Guðmundur Steinsson
Guðmundur Torfason Winterel.
ÍA
Þór
ÍA
NjállEiðsson Val
KA varð Akur-
eyrarmeistari
KA varð í gærkvöldi Akureyrar-
meistari í knattspymu meist-
araflokks karla er liðið sigraði Þór
3:1. Þór leiddi í leikhléi með marki
Halldórs Áskelssonar, en í síðari
hálfleik skoruðu Hinrik Þórhalls-
son, Friðfinnur Hermannsson og
Ámi Freysteinsson fyrir KA og
tryggði liði sínu ömggan sigur.
Fram og Víðir
Bikarúrslitaleikur Fram og Víðis
verður á morgun og hefst á
Laugardalsvelli klukkan 14. Forsala
hófst í gær, en í dag verða miðar
seldir í bensínstöðinni í Garðinum
og í Framheimilinu. Verðið er 500
krónur í stúku, 350 í stæði og 150
krónur fyrir böm. Miðasalan í
Laugardalnum opnar klukkan 10.
Til stóð að sýna leikinn í beinni
útsendingu, en svo verður ekki —
útsendingin hefst klukkan 16.
LJOMARALLIÐ 1987
Handarmeiðsl hefta ekki
sigurgöngu Jóns og Rúnars
Gunnlaugur
Rögnvaldsson
skrifar
ÞAÐ fær hreint ekkert stöðvað
sigurgöngu feðganna Jóns
Ragnarssonar og Rúnars Jóns-
sonar í rallakstri. Þeirtryggðu
sér í gær öruggt forskot í
Ljómarallinu, sem lýkur f dag,
þrátt fyrir að slæm handa-
meiðsl Jóns á annarri sérleið.
Juku þeir forskot sitt frá fyrra
degi til muna og geta ekið ró-
lega í dag án þess að stefna
sigrinum íhættu.
Eg tel mig heppinn af að hafa
ekki misst baugfingur á Dóma-
dalsleið, eftir að giftingarhringur-
inn festist í stýrinu. Ég var að ljúka
eins kflometra löng-
um beinum kafla á
leiðinni og kom á 180
km hraða að beygju.
Hraðinn var aðeins
of mikill og ég ákvað að stýra beint
útaf, mjúkir sandflákar tóku á
móti bflnum. Svo þegar ég var að
stýra bflnum útúr þeim festist
hringurinn á einhvem hátt við stý-
rið, þó ég væri með ökumanns-
hanska. Rifnaði fingurinn illa. Ég
kláraði leiðina og lét vefja hendina
og fór inn á Fjallabaksleið, sem er
mjög löng sérleið. Lauk ég við hana,
en áttti í erfiðleikum með að stýra,
þó var betra að þetta var hægri
hönd.
Sárið var saumað á Kirkjubæjar-
klaustri, sjö spor. Ég ók síðan það
sem eftir var dagsins sárkvalinn.
Ég náði að halda mínu striki í dag,
þrátt fyrir allt á meðan aðrir lentu
í skakkaföllum. Það ætti að verða
auðvelt að halda fyrsta sætinu úr
þessu," sagði Jón.
Ifyrir utan efsta sætið þá var staðan
óljós í gærkvöldi, vegna óhapps sem
varð á fyrstu sérleið. Guðmundur
og Sæmundur Jónssynir á Nissan
lentu ofan í rimlahliði, en annar
keppnisbfll hafði spólað burtu
nokkram pípum stuttu áður. „Ég
fékk nærri hjartaáfall, þegar ég
kom að hliðinu, ein pipan stóð beint
Morgunblaðiö/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Það var hörkukeppni í gær, sem kostaði mikill afföll. Skotamir Ivor Clark og Gordon fengu þennan Datsun lánaðan eftir
að þeirra eigin bíll bílaði á hafnarbakkanum fyrir keppni. Þeir voru lánlausir, þessi bilaði í gær.
uppúr eins og spjót. Ég bremsaði
harkalega en bfllinn rann á pípuna,
sem stórskemmdi framendan sem
sat svo fastur. Við notuðum eina
pípuna sem vogarstöng til að lyfta
bflnum uppúr og héldum áfram.
Þetta kostaði okkur á fimmtándu
mínútu," sagði Guðmundur. Hann
kærði atvikið á þeim forsendum að
leiðin gæti ekki talist fær, _sem verð-
ur að teljast réttmætt. Úrskurður
hafði ekki verið kveðinn upp seint
í gærkvöldi. Ef keppnisstjóm tekur
kærana til greina era Guðmundur
og Sæmundur í öðra sæti þegar
þeir leggja af stað í dag.
Margir bflar féllu úr leik í gær, en
Ljómarallinu lýkur í dag við Hótel
Loftleiðir kl. 15.00. Þá munu kepp-
endur hafa ekið sérleiðir á Reykja-
nesi.
Stadan í Ljómarallinu
1. Jón Rangarsson/Rúnar Jonsson, Escort RS
2. Hafsteinn Aðalsteinsson/Witek Bogdanski, Escort RS
3. Birgir Vagnsson/Gunnar Vagnsson, Toyota
4. Birgir Bragson/Hafþór Guðmundsson, Talbot
5. Miko Torilla/Ossi Lehtonen, Audi
6. Guðmundur Jónsson/Sæmundur JÓnsson, Nissan
Refsing klst.
4.38,29
4.49,58
5.04,48
5.05,57
5.08,05
5.08,21
KNATTSPYRNA / 2. DEILD
Markaregn
á Siglufirði
KS og Leiftur gerðu jafntefli,
4:4, ffjörugum leik á Slglufirði
f 2. deild f gærkvöldi. Mikil
stemmning var á vellinum og
voru um 200 atuðningsmenn
sem fylgdu Ólafsfirðingum yfir.
Leikurinn bauð upp á mikla
spennu allan tfmann og verða
úrslitin að teljast sanngjörn.
lafsfirðinga fengu óskabyijun
er þeir skoraðu fyrsta markið
á 4. mínútu. Það gerði óskar Ingi-
mundarson eftir að aukaspyma
hafði verið dæmd á
Frá markvörð KS. Haf-
Rögnvaldi þór Kolbeinsson
Þórðarsyni jafnaði fyrir heima-
áSiglufirði menn á 17. mínútu
með góðu skoti utan vítateigs.
Hafsteinn Jakobsson kom Leiftri
aftur yfir með skallamarki á 33.
mínútu. Róbert Haraldsson jafnaði
aftur fyrir KS tveimur minútum
fyrir leikhlé.
Oskar byrjaði seinni hálfleikinn eins
og þann fyrri er hann skoraði eftir
þijár mínútur er hann slapp einn í
gegn. Jónas Bjömsson jafnaði fyrir
heimamenn á 53. mínútu eftir góða
sendingu frá Hafþóri og staðan
orðin 3:3.
Jakob Kárason skoraði fjórða mark
KS á 83. mínútu, en ólafsfírðingar
höfðu ekki sagt sitt sfðasta. Frið-
geir Sigurðsson jafnaði aftur þegar
ein mínúta var komin framyfir leik-
tímann. Siglfirðingar reyndu að
mótmæla en án árangurs.
Maður leiksins: Tómaa K&rason, KS.
Breiðablik
vann ÍR
JÓN Þórir Jónsson var hetja
Breiðabliks er hann skoraði
sigurmarkið gegn ÍR f 2.
deild karla á íslandsmótinu
f knattspyrnu á Valbjarnar-
velli f gærkvöldi.
Jón Þórir skoraði þegar 10
mínútur vora til leiksloka og
var vel að því staðið. Guðmund-
ur Baldursson gaf inní vítateig-
inn og þar kom Jón Þórir á
fullri ferð og þramaði knettinum
viðstöðulaust f markhomið íjær.
Fyrri hálfleikur var frekar dauf-
ur aðallega miðjuþóf og há-
sf)örk. Síðari hálfleikur var
líflegri. Bragi Bjömsson fékk
besta tækifæri þeirra í upphafi
sfðari hálfleiks er hann komst
einn í gegn en Öm Bjamason,
markvörður, bjargaði meistara-
lega.
Maflur leiksins: Jón Þ. JÓnsson, UBK.
Morgunblaðiö/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Nlssan Guðmundar Jónssonar skemmdist talsvert þegar bfllinn skall ofan
f rimlahlið, sem vantaði pípur í og kostaði hann dýrmætan tfma. Hér skoðar
hann skemmdimar í viðgerðarhléi.
HEIMALEIKIR
UTILEIKIR
SAMTALS
Lalklr u j T Mörk u J T Mfirk Mfirk Stig I
LEIFTUR 16 6 2 0 17: 4 1 3 4 10: 16 27 : 20 26 I
VÍKINGUR 15 6 1 1 17: 10 2 1 4 8: 11 25 : 21 26
UBK 16 4 1 3 20: 10 4 0 4 8: 10 28: 20 25
ÞRÓTTUR 15 4 0 3 15: 13 4 1 3 16: 12 31 : 25 25
ÍBV 15 5 3 0 20: 10 1 2 4 7: 13 27 : 23 23
SELFOSS 15 6 0 2 16: 9 0 5 2 10: 15 26 : 24 23
ÍR 16 3 3 2 12: 7 3 1 4 14: 18 26: 25 22
KS 16 4 3 1 16: 12 2 0 6 10: 16 26 : 28 21
EINHERJI 15 5 2 0 10: 5 0 2 6 8: 18 18: 23 19
IBI 15 2 0 5 10: 17 0 0 8 6: 24 16: 41 6
Fimleikafélagið
Björk
Innritun — Byrjendur — Framhaldsflokkar
Innritun fer fram dagana
1. sept.—5. sept. í síma:
65 64 41 kl. 10.00-12.00
65 67 15 kl. 14.00-16.00
Kennt verður í Haukahúsinu og Lækjarskóla, og fer kennslan fram
frá kl. 15.00-22.00.
Nemendur eiga að mæta:
Fimmtudaginn 10. sept. kl. 18.00-20.00
föstudaginn 11. sept. kl. 18.00-20.00
laugardaginn 12. sept. kl. 11.00-13.00
í Haukahúsinu og fá stundatöflu gegn greiðslu æfingagjalds.
Kennsla hefst þriðjudaginn 15. september.
E
Fimleikafélagið Björk.