Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987 íslenskar tejurtir Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Sómakona á Dalvík, Sigrún J. Eyrbekk, býr til te úr íslensk- um jurtum og segir hér frá sinni aðferð við þurrkun og geymslu. Því miður er þessi pistill heldur seint á ferðinni vegna mistaka, jurtimar því ef til vill ekki alveg upp á sitt besta. En hvað um það; íslenskar te-jurtir verða í Heimilishomi í dag og ef ekki er tækifæri til að safna jurtum nú á þessum síðsumarsdögum er altént hægt að geyma prentað „homið" til næsta sumars. Það eina sem gerist er að blaðið gulnar við geymslu en kemur að sömu notum. En gefum nú Sigrúnu orðið um leið og þakkað er fyrir upp- lýsingamar: „Grös þau sem notuð em í te em: Vallhumall, blóðberg, rjúpnalauf, mura, ær- uprís, ljónslöpp, einir, fjallagrös, gullrrura og silfurmura. Bestar í te em: vallhumall, blóðberg og rjúpnalauf. Einnig má hafa sam- an við mum, æmprís, ljónslöpp og eini. Best er að tína grösin þegar þau em í fullum vexti, þurrka þau síðan inn í bakaraofni, við vægan hita, þar til þau era það þurr að þau hrökkva í sundur þegar þau em tekin milli fín- granna. Grösin má einnig setja í grisjupoka og hengja utan dyra, en fyrri aðferðin er ömggari. Þegar búið er að þurrka grös- in em þau sett í blikkdós eða plastpoka og geymd á þurmm stað, þau geymast þá allan vet- urinn. Til að búa til te úr þessum þurrkuðu jurtum er vatni hellt á þær í tepotti, hann síðan látinn standa í vatnsbaði eða í gufu í 10—20 mín. Grösin má einnig sjóða í 5—10 mín. og drekka síðan af þeim seyðið. Ekki er nauðsynlegt að nota öll þau grös, sem talin em, í einu, en gott er að hafa 2—3 tegundir saman í potti. Það getur verið gott að hafa hvannarót í tepottinum og má nota hana 4—6 sinnum þó skipt sé um grasblöð. Magn af jurtum er smekksat- riði en 3 tsk. af jurtum í 1 lítra vatns er ljómandi blanda", sagði Sigrún að lokum. ÚTGERÐARVÖRUR OG SKOÐUNARBÚNAÐUR í GEYSILEGU ÚRVALI BLAKKIR MARGAR GERÐIR OG STÆRÐIR. TOGVÍR - SNURPUVÍR - VINNSLUVÍR - LÁSAR - KEÐJUR - KRÓK- AR - KÓSSAR - TÓG - NETABELGIR - ÁLSTANGIR í BAUJUR OG HAKAR - SNURPUHRINGIR - SIGURNAGLAR - BAUJUUÓS - FISKIKÖRFUR - FISKIHNÍFAR OG BRÝNI - LANTERNUR - FISKI- GOGGAR - MERLSPÍRUR - BÁTADÆLUR - HANDFÆRAVINDUR - HANDFÆRABÚNAÐUR í ÚRVALI. LÍNUBYSSUR - SVIFBLYS - HANDBLYS - BJÖRGUNAR- VESTI OG HRINGIR- SLÖKKVITÆKI - BARCO ÖR- YGGISLEIÐARI - BJÖRGUNAR- NETIÐ MARKÚS - BRUNA- SLÖNGUR, STÚTAR OG TENGI. ALLUR ANNAR SKOÐ- UNARBÚNAÐUR. VINNUFATNAÐUR - SJÓ- FATNAÐUR - SKIPAMÁLNING OG LÖKK - FIBERDÚKUR - FÍBERÞRÁÐUR OG BORÐI - VÍRAKLIPPUR FELCO - SKRÚFUZINK - SKIPAMÁLN- ING OG LÖKK - SLÖNGUR OG TENGIALLSKONAR - RAF- MAGNS- OG HANDFÆRA- VERKFÆRI í ÖLL VERK. Og enn er fjölmargt ótalið. Ánanaustum, Grandagarði 2, sími 28855. — “tíS' Egilsstaðir: Héraðsmenn afla fanga fyrir veturinn Egilsgtöðum. HÉRAÐSBÚAR og Austfirðing- ar voru margir hveijir duglegir að nýta sér góðviðri helgarinnar til að afla sér ýmiss konar jarðar- gróðurs sem nauðsynlegt þykir að eiga til vetrarins. Margir Austfírðingar notuðu góðviðrið um helgina til að fara í beijamó. Beijaspretta er mjög góð á Austurlandi í ár eins og víðast hvar annars staðar á Iandinu og heyrst hefur um ævintýralegan af- rakstur eftir nokkurra klukkutíma ferð í beijamó. Helstu beijasvæði á Austurlandi em í dalbotnum inn af fíörðunum og víða á Héraði. Til dæmis er Hallormsstaður og ná- grenni rómað fyrir beijasprettu og þar vaxa allar tegundir ef svo má segja; krækiber, bláber, aðalbiáber og hrútaber. Fjölmenni var líka í þeim græn- metisgörðum þar sem fólki gefst kostur á að taka upp sjálft. Hér á Héraði hefur það tíðkast lengi hjá nokkram garðeigendum að þeir leyfa fólki aðgang að görðum sínum til að taka upp sjálft. Þannig gefst fólki kostur á að fá nýupptekna garðávexti mjög ódýrt án mikillar fyrirhafnar og án þess að hafa umráð yfír landskika. Fólk er líka duglegt að nýta sér þetta sölufyrirkomulag einkum þeir sem búa niðri á fjörðum og hjá mörgum fjölskyldum er það árviss viðburður að fara í garðana á haust- in ekki síður en hjá þeim sem hafa eigin garða. Fjölbreytnin sem býðst á þennan hátt er líka alltaf að auk- ast því fyrir utan fjölda kartöfluaf- brigða bjóðast einnig gulrófur og ýmsar káltegundir. Horfur með kartöfluuppskem og aðra grænmetisuppskem em góðar á Héraði og hefur þessi ræktun aukist vemlega. Einkum er áhugi fyrir ræktun ýmiss konar græn- metistegunda mikill og virðast sífellt fleiri snúa sér að slíkri rækt- un samhliða búskap. — Björn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.