Morgunblaðið - 29.08.1987, Side 52
XJöföar til
XI fólks í öllum
starfsgreinum!
tfgunliliiþtfe
Framtíð
ER VIÐ SKEIFUNA
aaaa
$ SUZUKI
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Morgunblaðið/Einar Falur
Efri-Hólar í Núpasveit
:vm.
Dagvistun barna;
Mannekla dregiir
úr starfsemiimi
Vonandi tímabundið ástand, segir Bergur
Felixson framkvæmdastjóri
ILLA hefur gengið að ráða fólk til starfa á dagvistarstofnunum
borgarinnar að undanfömu og er útlit fyrir að draga þurfi úr starf-
semi nokkurra heimila á næstunni. Fundir hafa verið haldnir með
starfsfólki og foreldrum barna á heimilum í Grafarvogi og Árbæ
og þegar ljóst að draga þarf úr starfseminni þar og í Valhöll, dag-
heimili stúdenta.
„Ég vona að þetta verði einungis
tímabundið ástand," sagði Bergur
Felixson framkvæmdastjóri Dag-
vistar barna. „Okkur hefur tekist
að ráða um helming þess starfsfólks
eða um 100 manns, sem áætluð
þörf hljóðar upp á, núna á síðustu
dögum. Það hætta margir 1. og 15.
september og þá þarf aðra 100.
Þetta er svipaður fjöldi og hætti
um sama leyti á síðasta ári og við
erum að vona að fyrstu vikumar í
september gefi svipað af sér og í
fyrra en þá réðum við margt fólk.
Þetta er barátta sem enn er ekki
lokið þó að sjáanlega verði að draga
úr starfsemi á þeim 60 heimilum
sem við emm með.“
Bergur benti á að einungis hefðu
1040 fóstmr útskrifast úr Fóstur-
skólanum á 40 ámm og ef reiknað
er með að 60% þeirra séu á vinnu-
markaðinum þá nægir það ekki til
að fylla allar stöður í Reykjavík og
nágrenni, hvað þá á öllu landinu.
„Þenslan hefur verið mikil í starfs-
greininni með stofnun fleiri heimila
auk þenslu á almennum vinnumark-
aði,“ sagði Bergur. „Við getum
ekki greitt laun nema samkvæmt
kjarasamningum og við getum ekki
flutt inn erlent vinnuafl eins og
sumar aðrar atvinnugreinar."
Nýtt tilboð væntan-
legt í Útvegsbankann?
ÞRIÐJA tilboðið í hlutabréf
riklsins í Útvegsbankanum hf.
er hugsanlega á leiðinni en í
gærmorgun gengu fulltrúar
.' starfsmanna og viðskiptavina
bankans á fund Jóns Sigurðsson-
ar viðskiptaráðhérra til að ræða
möguleika á kaupum á bréfun-
um. Viðskiptaráðherra hitti í
gær Val Arnþórsson, stjórnar-
formann Sambandsins, og Krist-
ján Ragnarsson, fulltrúa
aðilanna 33 sem boðið hafa í
hlutabréf Útvegsbankans. Annar
fundur þessara aðila er fyrir-
hugaður eftir helgi og er,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins, hugsanlegt að fulltrúar
þriðja hópsins taki þátt i þeim
viðræðum.
Jón Sigurðsson vildi í samtali við
^^Morgunblaðið í gær ekkert segja
^*um einstök atriði í samræðum
sinum við þá Val og Kristján en
sagðist telja þær gagnlegar.
Kristján Ragnarsson sagði að
samkomulag hefði verið um að
greina ekki frá því sem fram fór á
fundi þeirra Jóns og Vals. Kristján
sagði þó að nefndar hefðu verið í
fyrsta skipti nýjar leiðir sem þeir
vildu taka til athugunar og gefa
svör við eftir viðræður við sína sam-
starfsaðila. Kristján vildi síðan taka
fram að ekkert hefði verið rætt við
sig eða Val um að Landsbanki og
^Búnaðarbanki keyptu hiutafé Út-
vegsbankans og þeir Valur hefðu
árettað það á fundi sínum með við-
skiptaráðherra. Ekki náðist í Val
Amþórsson í gærkvöidi.
Fulltrúar_ starfsmanna og við-
skiptavina Útvegsbankans gengu á
fund viðskiptaráðherra í gærmorg-
un til að ræða hugsanleg kaup á
hlutabréfum bankans. í samtali við
Morgunblaðið sagði Skúli ólafs.
talsmaður hópsins, að erindið hefði
aðallega verið að athuga hvort bréf-
in væru enn til sölu og viðskiptaráð-
herra hefði sagt að tekið yrði á
móti tilboðum.
Skúli sagði að eftir þessi svör
hefði undirbúningur hlutafjársöfn-
unar hafíst fyrir alvöru og
markmiðið væri að safna fé til
kaupa á öllum hiutabréfum ríkisins.
Skúli sagði að fyrstu undirtektir
hefðu verið mjög góðar en verið
væri að undirbúa hlutafjársöfnun-
ina á breiðari grundvelli.
síðustu kjarasamningum og orsak-
ast að hluta til af þeirri þenslu, sem
hér hefur verið. Af því leiðir að
engin efni eru til sérstaks inngrips
launanefnda til að tryggja þau
kaupmáttarmarkmið, sem þegar
hefur verið náð. Almenn hækkun
launa um 6 til 6,5% til viðbótar
umsömdum áfangahækkunum,
1,5%, er raunar líkleg til að leiða
til stigvaxandi verðbólgu og því
minni kaupmáttar en ella,“ sagði
Þórarinn.
Bjöm Þórhallsson varaforseti
ASÍ hafði ekki séð niðurstöður Kjar-
arannsóknanefndar þegar Morgun-
blaðið leitaði álits hans á þeim en
sagði að menn hefðu haft það á
tilfínningunni að þama yrði um
háar tölur að ræða. „En auðvitað
sýna svona meðaltöl aðallega launa-
skriðið en fela um leið ýmislegt hjá
þeim sem ekki hafa sótt svona mik-
ið. Það má þó búast við að þetta
verði eitthvað notað í næstu samn-
ingaviðræðum en það breytir ekki
nauðsyn þess að ýta talsvert upp á
við lægri kauptöxtunum eins og
þeir eru skráðir núna,“ sagði Bjöm.
Lloyds-skákmótið:
Þröstur vann
17. umferð
ÞRÖSTUR Þórhallsson vann
Littlewood frá Englandi í 7. um-
ferð á Lloyds-skákmótinu í gær
og er kominn með 5 vinninga.
Efstur á mótinu er Bandaríkja-
maðurinn Wilder með 6 vinninga.
Allir íslendingamir tefldu við
Breta í gær. Hannes Hlífar Stefáns-
son gerði jafntefli við Britton og Jón
G. Viðarsson vann Christine Flear
og þeir eru báðir með 4 vinninga.
Amþór Einarsson tapaði fyrir
Hablon og er með 3,5 vinninga.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldaaon
„Hörkutólið“ Jón fyrstur
Jón Ragnarsson hefur örugga forystu í Ljómarallinu eftir annan
keppnisdag í gær þrátt fyrir slæm meiðsli á hönd, sem Jón hlaut
er giftingarhringur hans kræktist I stýrið, með þeim afleiðingum
að baugfingur hægri handar rifnaði. Jón lét það ekki aftra sér,
ók um 100 kílómetra áður en gert var að sárinu — saumuð sjö
spor — og síðan 300 kílómetra eftir það. Hér er Jón undir stýri
eftir að gert hafi verið að meiðslum hans.
Nánar á íþróttasíðu á bls. 51.
Kaupmáttaraukniiig ekki
veríð jafn mikil í 20 ár
Var 10% fyrstu 3 mánuði þessa árs
Kaupmáttaraukning á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var um 10%
miðað við fjórða ársfjórðung síðasta árs og 20% miðað við 1. árs-
fjórðung ársins 1986. Þetta eru helstu niðurstöður athugunar
Kjararannsóknanefndar á launaþróun hér á landi fyrstu þijá mán-
uði þessa árs. Kaupmáttaraukningin milli 3. og 4. ársfjórðungs 1986
mældist um 14% í athugun Kjararannsóknanefndar og mun þetta
vera mesta kaupmáttaraukning sem mælst hefur á jafn stuttum tíma
síðan árið 1966.
ársQórðungi og i fumar gefa til
kynna enn meii ' aaknmQB og svo
er að sjá, að tii dæmis hnfi aukin
afkastageta í fískvLins?. valdið
mikiili hækkun á bónusgreiðslum,
þannig að heiidar launahækkanir
fyrir dagvinnu virðast á timabilinu
nóvember 1986 til júlí á þessu ári
hafa orðið á bilinu 23 til 27%,“
sagði Þórarinn.
— Hvaða áhrif hefur þetta á við-
ræður aðila vinnumarkaðarins um
launahækkanir fyrsta október
næstkomandi?
„Þessi kaupmáttaraukning er
miklu meiri en miðað var við í
Athugun Kjararannsóknanefnd-
ar náði í þetta skipti til 100 fyrir-
tækja og tæplega 12.000 einstakl-
inga innan Alþýðusambands
íslands. Niðurstaðan verður birt í
fréttabréfi nefndarinnar sem nú er
í prentun.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Þórarinn V. Þórarinsson fram-
kvæmdastjóri VSÍ að þessar niður-
stöður kæmu að sumu leyti á óvart,
því kaupmáttaraukningin væri
miklu meiri en að var stefnt með
kjarasamningunum í desember-
mánuði síðastliðnum. „Vísbending-
ar um þróun launa á öðrum