Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987 39 Minning: Snorri Krisijáns- son bóndi Krossum Fæddur 7. janúar 1917 Dáinn 23. ágúst 1987 23. ágúst sl. andaðist, eftir nokk- urra mánaða stranga legu, Snorri Eldjám Kristjánsson bóndi á Kross- um í Eyjafírði. Snorri var fæddur 7. jan. 1917 á Hellu á Árskógsströnd, sonur þeirra hjóna Kristjáns E. Kristjáns- sonar frá Litlu-Hámundarstöðum og Sigurbjargar Jóhannesdóttur frá Kussungsstöðum í Fjörðu. Snorri ólst upp í foreldrahúsum og naut heimilið brátt atorku hans og samviskusemi til allra verka. Á yngri árum sótti hann til náms bæði í bændaskólann á Hvanneyri og Laugaskóla í Þingeyjarsýslu. Lauk hann þar prófum með afar hárri einkunn og ágætum vitnis- burði. Ekki mátti á milli sjá hvað best fyrir honum lá; smíðar, leikfími eða bóklegar greinar, svo jafnvígur var hann til hvers þess verkefnis, sem hveiju sinni þurfti úr að leysa, ljúfastur manna í leik og starfí. En fullorðinsárin koma með al- vöru lífsbaráttunnar. Snorri gekk ótrauður til þeirra starfa og hóf búskap á eignaijörð sinni Krossum. En hann var ekki einn. Við hlið hans frá upphafí og æ síðan stóð hinn sterki lífsförunautur, eiginkon- an Sigurlaug Gunnlaugsdóttir frá Brattavöllum í sömu sveit, óvenju vel gerð og dugmikil kona. Snorri gegndi ýmsum störfum í þágu hrepps- og sveitarfélags, þar á meðal tók hann við hreppstjóra- embætti að föður sínum látnum og gegndi því, að segja má, til hinstu stundar. Fyrir tæpu ári síðan kenndi Snorri lasleika í fyrsta sinn á ævinni svo vitað sé. Leiddi það til þess að hann gekkst undir vandasama skurðaðgerð með langri svæfíngu og síðan aðrar tvær á næstu mánuð- um. Þótti sérlegt hversu mikið álag hann þoldi, er það til marks um heilsu hans að öðru leyti. Allt var gert, sem í mannlegu valdi stóð, en ekki má sköpum renna, ekkert okkar sigrar líkamsdauðann og því er hann nú hér kvaddur hinstu kveðju. Það er vel við hæfi að þessar línur færi hinum látna þakkir og fjöl- skyldu hans samúðarhug Jóns Friðrikssonar frænda míns, sem bam að aldri naut þeirrar gæfu að dvelja um árabil á heimili Snorra og Laugu, sem tóku höndum saman að vera honum, sem mest og best. Dóttir okkar hjónanna, Steinunn, sendir nú hugheilar þakkar- og samúðarkveðjur og minnist bjartra sumardaga bemsku sinnar á Kross- um. Það lætur að líkum að næstliðnir mánuðir hafa verið eldskím fyrir fjölskyldu og ættingja hins látna, mest þeim er næstir stóðu. Reyndi þar mest á eiginkonuna, sem oft lagði nótt með degi að vera honum næst. Við hjónin sendum þessum mági mínum hlýjan hug með þökk fyrir áratuga samfylgd. Sigurlaugu, bömunum og öðmm nákomnum sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Blessuð veri minning Snorra E. Kristjánssonar. Bergsteinn Jónsson Snorri Kristjánsson er fæddur á Hellu á Árskógsströnd, sonur Kristjáns E. Kristjánssonar og Sig- urbjargar Jóhannesdóttur. Hann var næstelsur af fimm systkinum. Þau eru: Þuríður, búsett á Ytri- 'Ijömum; Sigríður, búsett í Reykjavík; Guðrún, búsett í Reykjavík og Jóhannes, dáinn 1981. Hann var forstjóri á Ákureyri. Snorri var þijá vetur í Héraðs- skólanum á Laugum og einn vetur í búnaðarskólanum á Hvanneyri. Námið við þessar stofnanir reyndist honum traust og haldgott vega- nesti við hans lífsstarf, uppbygg- ingu jarðarinnar Krossa á Árskógsströnd og fjölda félags- starfa sem honum voru falin. Á yngri árum var hann áhuga- samur íþróttamaður, iðkaði sund og fleiri greinar. Hann var virkur vel í ungmennafélagshreyfingunni og formaður ungmennafélagsins Reynis um 7 ára skeið. Hann var einn af stofnendum sauðfjárræktar- félags Árskógshrepps 1954 og sat í stjóm þess frá stofnun, _var for- maður Búnaðarfélags Árskógs- hrepps frá 1960. Hann var sýslunefndarformaður Árskógshrepps frá 1962 og hrepp- stjóri Árskógshrepps frá 1967. Snorri keypti jörðina Krossa árið 1945. Hann giftist Sigurlaugu Gunnlaugsdottur frá Brattavöllum 1952 og hófu þau saman búskap á Krossum það ár. Þau eignuðust 7 böm sem em: Kristján, bóndi á Hellu; Sigurbjörg, búsett á Kross- um; Haukur og Freygerður, búsett á Dalvík; Guðrún, búsett á Ár- skógssandi og Snorri, búsettur heima á Krossum. Elsta bamið dó á unga aldri. Segja má að þau hjón hafí verið einstaklega samhent um búskapinn og ber þeirra afburðagóða bú vott um mikinn dugnað og alúð. Jörðina sátu þau af miklum myndarskap og ræktuðu land og byggðu hana góðum húsakosti. Snorri var alla tíð áhugasamur bóndi og lagði sál sína í verkin. Fyrir aðeins um ári síðan var hann manna glaðastur á ættarmót- inu sem haldið var í Árskógsskóla. Eftir mikla aðgerð var hann á bata- vegi er hann hélt upp á 70 ára afmæli sitt í janúar sl. og fagnaði gestum á sinn ljúfa og hógværa hátt. En skjótt skipast veður í lofti. Erfítt er að skilja tilgang þess þunga kross er Krossabóndinn bar síðustu mánuðina í baráttunni við sláttumanninn slynga. Æðrulaust drakk hann af bikar þjáninganna. Hann gekk með andlegum styrk móti sínum örlögum uns yfírlauk. En þó höndin virðist hörð sem stjómar, verðum við að trúa að á bak við hana sé vilji höfuðsmiðsins hæsta, sem vill leiða alla til æðri skilnings og þroska. Ég votta Sigur- laugu og bömunum innilega samúð í sorg þeirra og söknuði. Minningin lifír um góðan dreng. Kristján Baldursson Minning: Einar Sveinsson Fæddur 14. október 1893 Dáinn 20. ágúst 1987 Það fer ekki mikið fyrir söng smáfugla við gluggann minn hér í Keflavík. Hins vegar er söngur mávanná hávær og hljómar nota- lega. Ég er heima. Lygn Oslóarfjörður allan ársins hring náði aldrei raunvemlegum tökum á mér, þó vissulega fagur sé. Ég var íjarri brimi og ofsa sjó- fuglanna. Því er þó ekki að leyna að morgunsöngur í tijánum þar úti var hlýr og bjartur. Angurvær í morgunsárið. Éinmitt þess vegna sakna ég litlu fuglanna þessa síðsumardaga, nú þegar Einar Sveinsson er allur. í návist hans eins og þeirra slak- aði á spenntum vöðvum og ég fann fyrir hlýju sem mér er nauðsynleg til að mæta nýjum degi. Eins og smáfuglanir vildi Einar Sveinsson gera lífíð örlítið léttbærara fyrir sína samferðamenn. Hlýlegt viðmót í garð þeirra sem hann umgekkst var aðalsmerki hans. Fólk varð að slaka á eigin sjálfselsku. Annað var ekki hægt. Það vom mín forréttindi að fá að alast upp með slíkum manni. Að fá að kynnast viðhorfum hans til alls lífs. Hann vissi að lífið er ekkert sjálfsagt en í raun dásam- leg gjöf sem verður að fara vel með. Ekki með því að elska fyrst og fremst sjálfa sig heldur aðra menn meira. Sem aldamótabam gerði hann sér glögga grein fyrir því hvemig menn geta visnað í dýrindis djásnum hins nýja tíma. Yngri kynslóðir eiga það til að gleyma sér í leit að því sem þær kalla hamingju. Hann valdi fegurð sem kemur að innan — fegurð sem geislar út frá sér og gerir aðra menn betri. Á kveðjustundu er mér efst í Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. [iOt. 3 4 huga þakklæti fyrir margar og hlýj- ar samvemstundir. Langri ævi er nú lokið en eftir lifír minningin um ástríkan og gæfusaman mann. Est- er og Svafa biðja að elsku langafi sofí rótt. í guðs friði. K.G. Þú hvarfst mér eins og lítið fagurt ljós, sem lítið sólarbros, er kom og fór, sem bliknað lauf, er blöðin fellir rós, sem blóm, er hylur kaidur vetrarsnjór. Þú komst og fórst sem óorkt æskuljóð, en eftir varð hin sára, ljúfa þrá. Eg geymi þig í mínum minjasjóð, en mun þig aidrei - aldrei framar sjá. (Margrét Jónsdóttir) Kveðja frá langafabörnum níiri 6öji svri invt iðioJ Brirfsd mw Minning: Hörður Guðmunds- son Sauðárkróki Fæddur 28. mars 1928 Dáinn 22. ágúst 1987 í dag, laugardaginn 29. ágúst, verður tengdafaðir minn, Hörður Guðmundsson, jarðsettur á Sauðár- króki. Hörður var fæddur á Svaðastöð- um í Skagafirði, 23. mars 1928, elstur fíögurra bama Guðmundar Jósafatssonar sem lést árið 1974 og Hólmfríðar Jónasdóttur. Það er vægt til orða tekið að segja að skyndilegt fráfall Harðar komi okkur er til hans þekktum algjörlega í opna skjöldu. Hressleiki og lífsgleði voru hans góðu ein- kenni og átti hann auðvelt með að miðla þeim til annarra. Hörður var, ef einhver getur kallast félagi, fé- lagi sinnar fjölskyldu og þá sérstak- lega bamabama sinna sem hann sá ekki sólina fyrir. Varla var nafni hans byijaður að taka fyrstu skref- in fyrir um þrettán árum, en afí var búinn að setja stöng í hendum- ar á honum og byijaður að fræða hann um leyndardóma þessarar íþróttar sem var hans líf og yndi, þau yngri fengu einnig sömu kennslu er þau fengu aldur til. Með stöngina í höndunum kom síðan kallið, kallið sem kom allt of fljótt því Hörður átti svo mikið eft- ir að gefa nú þegar frístundimar urðu fleiri með hveiju árinu og fíöl- skyldan var nú loksins öll á landinu og hittist oftar. Ég tel mig hafa verið lánsaman að hafa átt Hörð fyrir tengdaföður og syni mína að hafa átt slíkan afa sem hann var. Minningin um Hörð lifir, sem minn- ing um góðan mann og mann sem varð kunnáttumaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Guð styrki Qöl- skyldu hans og alla þá sem hann nú syrgja. k.f.g. SVAR MITT eftir Billy Graham Hann tók saman við unglingsstúlku Eg get varla trúað því að þetta hafi komið fyrir mig. En maðurinn minn sem er á miðjum aldri kveðst hafa orðið hrifinn af stúlku sem er rétt rúmlega tvítug. Hann segist bara ekkert geta við þessu gert. Vinsamlegast biðjið fyrir mér. Já, eg skal biðja fyrir þér og eg skal líka biðja fyrir manni þínum. Hann fer illa að ráði sínu og margir hljóta sár af framferði hans — eins og þú hefur sjálf komist að raun um. Hins vegar má vera að hann geri sér ekki ljóst eða vilji ekki viðurkenna að hann veldur líka sjálfum sér tjóni. Eg hef oft spurt sjálfan mig hvers vegna slíkir atburðir gerast. Því miður er ekki óalgengt að miðaldra menn eða eldri fari að haga sér eins og ástfangnir unglingar og yfír- gefí fjölskyldur sínar til þess að taka saman við miklu yngri konur. Ef til vill ræður þama leyndur ótti við að eldast, eða a.m.k. uppreisn gegn þeirri staðreynd að árin eru að fær- ast yfír þá. Kannski eru þeir í hégómaskap sínum að sýna sjálfum sér og öðrum að þeir séu „ekki eins gamlir og þeir héldu“ og að ungar konur láti heillast af þeim. Þeim fínnst þeir „yngjast" aftur og þeir hætta að hugsa um þá staðreynd að þeir eru að eldast. Hver sem ástæðan kann að vera þarf maðurinn þinn að gera sér ljóst að hann verður að taka afleiðingum gjörða sinna. Pullyrðing hans að hann „segist bara ekkert geta við þessu gert“ er ekki rétt. Hann vill ekki gera rétt, en það er að slíta sambandið við þessa konu og leggja kapp á að vera góður eiginmaður og faðir. Sannleikurinn er sá að æska hans er að baki. Hann ætti ekki að reyna að breyta þeirri staðreynd heldur átta sig vel á henni — og leiða hugann að því að efri árin geta orðið dásamlegasti tími ævinnar. Eiginmaður þinn þarf að iðrast athæfís síns og gera upp sakir. Það er ekki aðeins að þú sért í sárum. Þetta er líka rangt í augum Guðs. Guð hefur gefíð okkur hjónabandið. Þegar þið bæði hétuð hvort öðm tryggðum í brúðkaupinu gerðuð þið heit bæði fyrir Guði og mönnum. „Það sem Guð hefur tengt saman má eigi maður sundur skilja." (Matt. 19,6.) A meðan þú bíður skaltu leitast við að vera dygg eigin- kona. Láttu hann vita að þú elskir hann og munir fyrirgefa honum. nraaaMra» •______________________________ __________ i •T'Tir-TTi-r^riirrrrTn'i'gTir tttttwwt ji tbh nnaii ttOBð' -V>l Tivtt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.