Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987 47 Austurstræti áfram göngugata Mig langar til að mótmæla kröft- uglega þeim sem vilja endilega gera Austurstræti aftur að umferðaræð. Mér fínnst miklu nær að gera af- ganginn af Austurstræti líka að göngugötu eins og einhvem tíma stóð til. Kaupmenn hafa miklar áhyggjur af ungíingum sem safnast saman í strætinu um helgar en það er álíka gáfulegt að opna götuna fyrir bíla- umferð til að leysa það vandamál eins og að rífa niður girðingar af því að menn eru að gera ósæmilega hluti í skjóli þeirra. Hvorugt leysir vandann. Ég sé ekki betur en að kaup- mennimir sem hæst hafa sönglað um það að hleypa blikkbeljunum aftur inn í Austurstræti gleymi því að verslanir þeirra em þama fyrir fólkið en ekki fólkið fyrir þá. Það á ekki að standa í rándýrum fram- kvæmdum fyrir peninga skattborg- aranna til þess eins að fólk versli frekar á einum stað en öðmm. Unglingamir hætta ekki að safn- Ég las með athygli úttektina sem gerð var á SÍS og kaupfélagasúp- unni allri í Morgunblaðinu á fimmtudaginn og mér varð ekki um sel. Getur það verið að örfáir menn stjómi samtökum sem hafa meiri tekjur en ríkissjóður? Þetta held ég að þekkist hvergi erlendis. Ég hélt að auðhringar væm bannaðir með lögum en líklega er það ekki rétt hjá mér. Væri ekki ráð að skipta þessum ósköpum upp í nokkrar smærri ein- ingar? Það er engum greiði gerður með því að safna svona miklu valdi og peningum á einn stað. Stjómend- ur SÍS virðast ekki valdir af þjóðinni heldur velja sig sjálfir, að minnsta ast saman niðri í miðbæ þótt bflum verði hleypt niður Austurstræti. í þau skipti sem ég hef verið á ferð um miðbæinn síðla kvölds hef ég ekki séð betur en að flestir ungling- anna væm á Hallærisplaninu svokallaða og þeim hluta Austur- strætis sem bflar komast enn um. Það myndi því varla breyta miklu 3fyrir þá þótt bflar keyrðu um allt Austurstrætið. Eina leiðin til að fá unglingana til að safnast saman einhvers stað- ar annars staðar en í miðbænum er að koma upp aðstöðu fyrir þá annars staðar, það þýðir lítið að siga bílunum á þá. Auk þess fæ ég ekki betur séð en að það sé í raun ákjósanlegt að þeir safnist saman í miðbænum fyrst þeir gera það á annað borð. Þama er auðveldara að halda uppi löggæslu heldur en ef þeir gerðu það á mörgum stöðum í bænum og vegna þess að íbúar em fáir í nágrenninu em þeir fáum til ama. J.Þ. kosti er það fámennur hópur sem gerir það því að ég hef aldrei heyrt um kosningar á þessum mönnum sem þó hljóta að hafa mun meiri völd en meðal ráðherra. Því hefur verið haldið fram að SÍS sé í eigu bænda en ekki sé ég að þeir taki neinar ákvarðanir um það hvemig bákninu er stjómað. Ekki vom þeir spurðir hvort þeir vildu kaupa Útvegsbankann. Mér finnst það ekki geta sam- ræmst lýðræði að leyfa svona bákni að viðgangast án þess að lýðræðis- lega kjömir fulltrúar fái neinu ráðið um stjómun þess. Ég legg til að sett verði lög sem búti SIS niður í hæfilega stórar einingar. Arni Jónsson TwJov Y afned Lífeyris- sjóður verslunar- manna Kæri Velvakandi! í DV þann 22. þessa mánaðar var grein um fjárhagsstöðu Lífeyrissjóð verslunarmanna. Þar kom fram, að sjóðurinn hefur boðið 60 milljónir króna í hlutabréf Útvegsbankans og em það 5% af ráðstöfunarfé sjóðsins. Auk þess á sjóðurinn 8% hlutaíjár í Verslunarbankanum, 3% í Eimskip og 2% í Iðnaðarbankanum auk nok- kurra annarra peningastofnana. Þrátt fyrir þessa fjárfestingu er ekki nema 1% af heildareignum sjóðsins bundið í hlutabréfum. Ég ætla mér ekki að reyna að reikna út, hve miklar eignir þessa sjóðs em samanlagt, það geta aðrir tölvísir menn gert. Það er annað, sem hvflir mér á hjarta, hveijir njóta þess- ara peninga? Eitt er víst, að það er ekki hinn almenni félagsmaður, hann verður bara að borga sitt iðgjald, getur ef til vill fengið smálán með háum rentum, sem hann ræður varla við og von um einhvem styrk, þegar starfsævinni lýkur. Þessi styrkur er þó alltof lítill, til þess að hann komi að teljandi gagni f þeirri dýrtíð sem við búum við, háa vexti og húsaleigu- okur. Sumir hafa ef til vill nóg, en margir búa við skort. Hvemig væri að nýta eitthvað af þessu fé til hags- bóta fyrir félagsmenn? Það er vafasamur hagur fyrir þá, þótt sjóð- imir aukist, ef menn bera ekkert úr býtum sjálfír og em sumir hveijir allt að því á götunni vegna húsnæðis- leysis. Það ætti ekki að skerða sjóðinn mikið, þótt greiðslur til ellilffeyris- þega og öryrkja væm hækkaðar vemlega. Auk þess gæti sjóðurinn byggt sæmilegar íbúðir fyrir félags- menn sína, sem leigðar væm á viðráðanlegu verði, eða 14—15 þús- und krónur á mánuði fyrir þriggja herbergja íbúð. Það er lítið gagn af því fyrir fólk, að því sé talin trú um að það eigi svo og svo stóran gullklump, ef hann kemur þeim ekki að neinu gagni og enginn má taka mola af honum, þótt hann þarfnist þess sárlega, en menn hugsa meira um að safna fé, fjárins vegna, en loka augunum fyrir neyð- inni allt f kring um þá. Lán lífeyris- sjóðanna til húsnæðismálastofnunar er spor í rétta átt, en betur má ef duga skal. Eggert E. Laxdal Hættum að kenna dðnsku Við höfum verið að lesa í Morg- unblaðinu undanfarið greinar um það hvort það ætti að kenna dönsku eða eitthvert annað Norðurlanda- mál í gmnnskólum og nú síðast skrifaði einhver og vildi að kennd yrði þýska í stað dönsku í gmnn- skólunum. Við eram alveg sammála þeim sem vildi frekar kenna þýsku en dönsku í gmnnskólunum. Við skilj- um ekkert í því til hvers er verið að kenna okkur dönsku í fleiri tíma á viku ámm saman þegar enginn skilur dönsku fyrir utan örfáa Dani og varla þeir. Að minnsta kosti hafa þeir Danir sem við höfum reynt að tala við á dönsku ekki skilið sitt eigið móðurmál. Þýska er hins vegar töluð í §ór- um löndum í Evrópu, Austur— og Vestur—Þýskalandi, Austurríki og Sviss auk þess sem algengt er að fólk í öðmm löndum læri þýsku. Tveir grunnskólanemar P.s. Við skrifum undir dulnefni af ótta við dönskukennarann okkar. XXX SÍS er of stórt ,inijniil9Víjfnv,q3JJín)! c uJJé Orðsending til MÍR-félaga Þeir MÍR-félagar sem hyggjast taka þátt í hópferð félagsins á 70 ára byltingarafmælið í Moskvu 5.-12. nóv. nk.t hafi samband við skrifstofu MÍR, Vatnsstíg 10 sem allra fyrst. Skrifstofan er opin á virkum dögum kl. 17.30—18.30, sími 17928. Stjórn MÍR. VESTURGOTU 6 HELGARMATSEOIU 28.-30. ágúst Forréttur Hvítlauksristaður beitukóngur með smjördeigssnittu. Aðalréttur Léttsteiktur úrvals lambahryggur með rauðvínssósu og nýju grænmeti eða Glóðarsteikt súla með kirsubeijasósu, dillsoðnum gulrótum og jöklasalati. Eftirréttur Fersk islensk aðalbláber með rjóma. Kr. 1.690,- Glæsilegur sérréttamatseðill. Sigurður Halldórsson cellóleikari og Daniel Þor- steinsson píanóleikari spila rr 35408 D 83033 Bladburóarfólk óskast! AUSTURBÆR VESTURBÆR Ingólfsstræti Skúlagata Skipholt Lindargata frá 39-63 Laugavegurfrá 32-80 Meðalholt Þingholtsstræti Sóleyjargata Ægissíða frá 44-98 Aragata Nesbali ÚTHVERFI Básendi Sogavegur 100-212 Hraunbær 178-198 JMtogmiIiIfifrtfe

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.