Morgunblaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987
37
Orkustofnun:
Ráðstefna um
vatnafræði Islands
ORKU STOFNUN í félagi við
nokkra aðila hefur ákveðið að
efna til tveggja daga ráðstefnu,
22. og 23. október næstkomandi,
í Reykjavík um vatnafræði ís-
lands. Tilefnið er sjötugsafmæli
Siguijóns Rist, sem er í dag 29.
ágúst og að á þessu ári eru 40
ár liðin síðan Vatnamælingar
Raf orkumálaskrif stofunnar
voru formlega stofnaðar en Sig-
uijón hefur veitt þeim forstöðu
frá upphafi. Við endurskipulagn-
ingu á Raforkumálaskrifstof-
unni 20 árum síðar urðu
rannsóknardeildir hennár uppi-
staðan að núverandi Orkustofn-
un, sem nú nálgast 20 ára afmæli
sitt. Vatnamælingar eru í dag ein
helsta fagdeild innan Vatnsorku-
deildar Orkustofnunar.
Boðuð hafa verið á milli 30-40
íslensk erindi á ráðstefnunni og
fjalla þau um alla helstu þætti
vatnafræðinnar, bæði fræðilega og
hagnýta. Helstu efnisflokkarnir
verða: 1. söguleg afmæliserindi, 2.
grundvöllur vatnafræðinnar, 3.
hringrás vatnsins, 4. jöklar, 5. land-
mótun, 6. vatnsaflið, 7. jarðhitinn
og 8. vatnsnytjar. Stefnt er að því,
að erindi ráðstefnunnar verði gefín
út sem bók á næst komandi vetri.
Orkustofnun hefur boðið nokkr-
um stofnunum, fyrirtækjum og
félögum, sem unnið hafa í nánu
samstarfí við Siguijón Rist og
Vatnamælingar, að gerast sam-
starfsaðilar að Vatnafræðiráðstefn-
unni 1987 og hafa þau þekkst það
boð, en þau eru: Landsvirkjun, Raf-
magnsveitur ríkisins, Veðurstofa
Siguijón Rist.
íslands, Háskóli íslands, Vegagerð
ríkisins, Veiðimálastofnun,_ Jökla-
rannsóknarfélag íslands, íslenska
Vatnafræðifélagið. Verkfræðistof-
umar: Almenna verkfræðistofan
hf., Hönnun hf., Vatnaskil hf. og
Verkfræðistofa Sigurðar Thorodds-
en hf.
Tveim þekktum vatnafræðingum
frá hinum Norðurlöndunum hefur
verið boðið að flytja erindi á ráð-
stefnunni, þeir Arne Tollan, for-
stöðumaður norsku Vatnsorku-
stofnunarinnar (NVE) í Oslo og
Malin Falkenmark, prófessor í
Stokkhólmi. Allt frá því að Siguijón
Rist kynnti sér rekstur norsku
vatnamælinganna í upphafí starfs
síns hefur verið mjög náið og gott
samstarf við þá og því mikill fengur
að fá forstöðumann þeirrar starf-
semi, Ame Tollan, í heimsókn.
Prófessor Malin Falkenmark hefur
verið lykilmanneskja' Norðurland-
anna í alþjóðasamstarfí í vatna-
fræði, sérstaklega innan Sameinuðu
þjóðanna.
Ráðstefnan er öllum opin meðan
húsrúm leyfír. Orkustofnun mun sjá
um framkvæmd hennar, skipulag
og skráningu þátttakenda.
(Úr fréttatilkynningu)
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Biblíufræðsla og
bænastund
Fræðslusamvera verður í fund-
arsal þýsk-islenska, Lynghálsi
10, i dag laugardag kl. 10.00
árdegis. Eirný Ásgeirsdóttir
kennir um efnið embætti og
þjónustur í likama Krist.
Barnastund verður síðan á sama
stað kl. 11.00 i framhaldi af
kennslunni. Allir velkomnir.
1927 60 ára 1987
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferðir Ferðafélagsins
Sunnudagur 30. ágúst:
1. Kl. 08 — Þórsmörk — dags-
ferð. Verð kr. 1.000.
2. Kl. 09. — Kóranes á Mýrum
(strandstaður Pourqu’a pas).
Ekið i Straumfjörð á Mýrum.
Staðkunnugir fararstjórar. Verð
kr. 1.000.
3. Kl. 13 — Eyrarfjall í Kjós (415
m). Ekið inn Miðdal og gengið á
fjallið að austan. Verð kr. 600.
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin. Farmiðar við bil.
Fritt fyrir börn í fylgd fullorðinna.
Ferðafélag islands.
ÚTIVISTARFERÐIR
Dagsferð laugardag 29.
ágúst
Kl. 13.00 Tóarstígur — ný
gönguleið. Gömul leið um frið-
sælt og fallegt svæði sem nýtt
var fyrr á timum. Minjar um þá
starfsemi eru þar enn. Berja-
land. Ganga viö allra hæfi. Verð
kr. 600, fritt fyrir börn i fylgd
fullorðinna. Ath. i dagsferöir
þarf ekki að panta.
Brottför frá BSÍ, bensinsölu,
bensínsölunni Kópavogshálsi og
Sjóminjasafni íslands, Hafnar-
firði. Sjáumst!
Útivist.
UTIVISTARFERÐIR
Sunnudagur 30. ágúst
Kl. 8.00. Þórsmörk, dagsferð.
Kr. 1.000.
Kl. 10.30. Línuvegurinn —
Skjaldbreiður. Ekinn linuvegur-
inn norður fyrir fjall og gengið á
þaö. Ekið heim um Hlööuvelli.
Kr. 1.000.
Kl. 13.00. Botnsdalur. Ganga
að Glym, hæsta fossi landsins.
Kr. 600.
Frítt fyrir börn i fylgd fullorðinna.
Ath. í dagsferðir þarf ekki að
panta. Brottför frá BSÍ, bensin-
sölu. Sjáumst.
Útivist.
Gúmmíbátasigling á
Hvítá
Brottfarir: laugardaginn 29.
ágúst, sunnudaginn 30. ágúst,
laugardaginn 5. september og
sunnudaginn 6. september kl.
9.00. Verð kr. 3500 pr. mann.
Nýi ferðaklúbburinn
simar 12448 og
19828.
T réskurðarnámskeiðin
byrja 1. september. Hannes
Flosason, s. 23911, 21396.
Dyrasímaþjónusta
Gestur rafvirkjam. — S. 19637.
Tröppur yfir girðingar
Vandaðar. S. 40379.
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
Frá Fjölbrautaskólanum
við Ármúla
Skólastarf hefst þriðjudaginn 1. september.
Nemendur fá afhentan nýjan námsvísi,
stundaskrá og bókalista kl. 11.00-13.00 gegn
greiðslu nemendagjalds kr. 2000,-.
Skólakynning verður fyrir nýnema kl. 13.15
á sal. Kennarafundur verður þriðjudaginn 1.
september kl. 9.00.
Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá mið-
vikudaginn 2. september.
Skólameistari.
Fiskibátur
Til sölu er 15 rúmlesta fiskibátur í góðu
ástandi.
Upplýsingar gefur
Þorsteinn Júlíusson hrl.,
Garöastræti 6, Reykjavík,
sími 14045.
Einbýlishústil sölu
Viljum selja húseignina á Norðurgarði 4,
Hvolsvelli sem er nýlegt einbýlishús, 126 fm.
Húsið er steinhús með góðri klæðningu að
utan. Verð kr. 3,3 millj. Áhvílandi veðsk. 1
millj.
Upplýsingar gefur Ólafur Ólafsson, kaup-
félagsstjóri í síma 99-8121 og 99-8134.
Vestmannaeyjar
Verslunarhúsnæði til leigu við aðal umferðar-
götu bæjarins þar sem öll helstu þjónustufyr-
irtæki eru staðsett. Einnig kjörið fyrir
skrifstofur, hársnyrtingu eða annan skyldan
rekstur.
Upplýsingar í síma 91-666590.
Til leigu
Höfum til leigu frá 1. október herbergi fyrir
nuddara, gufa og nuddpottur á staðnum
ásamt kaffihorni.
Upplýsingar í síma 46191.
Sólarlandi,
Hamraborg 20, Kópavogi.
Til leigu í JL-portinu
nokkur verslunarhúsnæði á 1. og 2. hæð.
Nánari upplýsingar í síma 10600.
Akranes — Þór
Fundur veröur haldinn mánudaginn 31. ágúst kl. 20.30 í Sjálfstæðis-
húsinu. Til umræðu er SUS þingið.
Stjómin.
IIFIMDAI I.UR
F U S
Aðalfundur Heimdallar
verður haldinn i Valhöll laugardaginn 12. september kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
3. Umræöur um skýrslu og reikninqa
4. Lagabreytingar.
5. Umræður og afgreiðsla stjórnmálaályktunar.
6. Kosning formanns, stjórnar og tveggja endurskoöenda.
7. Önnur mál.
Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stórn eigi síðar en tveim-
ur sólarhringum fyrir aðalfund. Heimdellingar eru hvattir til að sækja
fundinn.
Stjóm Heimdallar.