Morgunblaðið - 17.09.1987, Síða 18

Morgunblaðið - 17.09.1987, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 Tvíbökur tvíbakaðar - nýbakaðar nákvæmlega eíns og tvíbökur eíga að vera. Metsölublað á hvetjum degi! Svali sæmdur al- þjóðlegnm gæðaverð- launum SÓL hf. og drykknum Svala voru í gær afhent verðlaun í Brussel frá hinni alþjóðlegu stofnun Monde Selection sem hefur gæðamat á matvælum að starfs- sviði. Svali tók þátt í keppni sem haldinn er árlega af stofnuninni og hlutu epla- og sítrónusvali gullverðlaun en appelsinusvali silfurverðlaun. Gunnar Snorri Gunnarsson, hjá íslenska sendi- ráðinu i Brussel veitti verðlaun- unum viðtöku. „Okkur var boðin þátttaka í þess- ari keppni í febrúar og ákváðum að slá til,“ sagði Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Sólar hf., í samtali við Morgun- blaðið. „Þessi stofiiun veitir matvælum gasðaverðlaun og er drykkjum skipt niður í mismunandi flokka. Flokkurinn sem Svali tók þátt f var „bjór og óáfengir drykk- ir“. Við sendum Monde Selection enska Svalann okkar og í júní feng- um við bréf þess efnis að hann hefði unnið til þessara verðlauna. Þetta veitir okkur rétt tii þess að setja gullmerki á umbúðimar og ég er sannfærður um að þetta sé stórmál fyrir enska markaðinn. Við erum afskaplega ánægðir og montnir með þetta enda þessi verð- laun mjög virt og mikils metin." Tuttugasta starfsár Selkórsins SELKÓRINN á Seltjarnarnesi er að hefja tuttugasta starfsár sitt, en kórinn var stofnaður á haust- mánuðum 1968. Tónleikar eru fyrirhugaðir í desember og í vor, þar sem flutt verða verk eftir innlenda og erlenda höf- unda. I lok síðasta starfsárs voru 34 félagar í kómum, og vonast er til að fleiri gangi í hann í haust. Æf- ingar verða tvisvar í viku og fara fram í aðalsal í nýjum húsakynnum Tónlistarskóla Seltjamamess. Stjómandi kórsins er Friðrik V. Stefánsson, formaður Stefán Her- mannsson, gjaldkeri Asta Svein- bjamardóttir og ritari Elísabet Einarsdóttir. ALLT I HELGARMATINN! Rauðvínslegin lambalærí. Kryddlegin lambalærí og séríega meyrt og Ijúffengt lambakjöt sem þið getið kryddað eftir eigin smekk. -Náttúruafurð sem bráðnar uppi í manni. HAGKAUP SKEIFUNNI KRINGLUNNI KJÖRGARÐI AKUREYRI NJARÐVÍK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.