Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 35 Sjávarútvegssýningin: Væntum okkur mikils af þessari sýningu -segir Bjarni Þór Jónsson hjá Félagi íslenzkra iðrekenda „SÝNING af þessu tagi er íslenzkum framleiðendum og íslenzkum útflutningi mjög mik- ilvæg í ýmsum skilningi. Fyrir þá, sem eru að stíga fyrstu skref- in í útflutningi og kynningu á framleiðslu sinni, er það ódýrara og einfaldara að byija hér heima. Þá fá menn samanburðinn á inn- lendum og erlendum vamingi og það er mikilvægt, því annars er hætt við þvi að áhrif útlending- anna verði of mikil á kostnað íslenzku fyrirtækjanna, sem standa þeim erlendu að minnsta kosti fyllilega á sporði. Við vænt- um okkur því mikils af þessari sýningu," sagði Bjarai Þór Jóns- son í samtali við Morgunblaðið. Bjarni er starfsmaður Félags íslenzkra iðnrekenda og veitir for- Félagsvist Húnvetninga að hefjast FÉLAGSVIST Húnvetningafé- lagsins hefst laugardaginn 19. september kl. 14.00. Spilað verður í félagsheimilinu Skeif- unni 17 í Reykjavík. stöðu hópi 55 fyrirtækja innan FÍI, Félags málmiðnaðarfyrirtækja og Félags dráttarbrauta og skipa- smiðja. Þessi fyrirtæki eru í hópi um 100 íslenzkra framleiðenda og umboðsfyrirtækja á sjávarútvegs- syningunni, sem hefst á laugardag. Fyrirtækin 55 sýna alls á um 1.300 fermetrum, sem er nálægt einum ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti á þriðjudag slasaðan sjó- mann um borð í togarann Sigurbjörgu frá Ólafsfirði. Mað- urinn hafði fengið vír í höfuðið og var talinn mikið slasaður. Meiðsli hans reyndust þó minni en ætlað var og er hann nú á batavegi. Maðurinn fékk mjög mikið höfuð- högg og rotaðist þegar vír slitnaði og slóst í höfuð hans. Skipveijar töldu hann höfuðkúpubrotinn. Landhelgisgæslunni var tilkynnt um atburðinn skömmu eftir hádegi á þriðjudag og um kl. 14 lagði þyrl- an af stað. Flogið var með suður- ströndinni og eldsneyti tekið á Höfn í Homafirði. Um kl. 17.15 var þyrl- þriðja eiginlegs sýningarsvæðis. Hópurinn fékk styrk hjá Iðnlána- sjóði til að standa að sameiginlegri kynningu og útliti sýningarbása. Áherzla er lögð á að hér sé um íslenzk fyrirtæki að ræða og skarta starfsmenn þeirra og sýningarbásar sérstöku merki, sem teiknað var fyrir sýninguna 1984. Jafnframt an komin að skipinu, sem var á miðunum út af Digranesi. Þegar á staðinn var komið var læknir látinn síga niður úr þyrlunni niður á þilfar Sigurbjargar. Hann bjó um sár mannsins, sem síðan var hífður upp í þyrluna. Farið var með hinn slasaða á flugvöllinn á Vopna- firði, þar sem flugvél frá Flugfélagi Austurlands beið. Með henni var hann fluttur á sjúkrahús í Reykjavík og var þangað kominn um kl. 18.30. í gær var ljóst að maðurinn var ekki eins alvarlega slasaður og ótt- ast var í fyrstu og er hann á batavegi. Hann hafði hjálm á höfði þegar slysið varð og er talið að það hafí skipt sköpum. Bjarai Þór Jónsson hefur FÍI gengist fyrir námskeiði fyrir starfsfólk hópsins á sýning- unni til að gera það hæfara á því sviði. Bjami sagði, að mörg þjóðlönd, sem hér sýndu, hefðu þann háttinn á, að hafa sýningarbása sína saman eða sérkenna þá með ákveðnum lit- um og merkjum. Það hefði gefíð þeim góða raun og meðal annars þess vegna hefði þessi hópur íslenzkra fyrirtækja sameinazt und- ir sama merki. Þannig yrði vægi þeirra meira, árangur betri og þau sýndu að þau stæðu erlendu keppi- nautunum hvergi að baki. íslenzk fyrirtæki stæðu þeim erlendu fylli- lega á sporði hvað varðaði vöruþró- un, en mikilvægt væri að kynning og sala væri með viðeigandi hætti til að standast mætti samkeppnina. Þátttaka í þessari sýningu væri lið- ur í því. Afram hálka á fjallvegum ÖKUMENN sem hyggja á lang- ferð ættu að setja vetrardekk undir bíla sina áður en haldið er af stað því hálka hefur verið á flestum fjallvegum á landinu undanfarna daga. Færð hefur þó ekki spillst nema á örfáum stöðum. Búast má við áfram- haldandi hálku á fjallvegum víðast hvar. Hálka var á flestum fjallvegum í gærmorgun. Færð hafði batnað á Mosfellsheiði en víða voru þó snjó- hryggir á veginum og hálka. Á Hellisheiði var ágæt færð en þar voru hálkublettir. Ágæt færð var einnig á Norðurlandi. Þó var Bakkaselsbrekka á Öxnadalsheiði aðeins fær vel búnum fólksbílum og stærri bílum. Vopnafjarðarheiði var fær jepp- um og stærri bílum en fyrirhugað var að ryðja hana þegar stytti upp. Hættulegur grjótfarmur á vörubíl Selfossi. VÖRUBIFREIÐ sem flutti stór- grýti var stöðvuð á Suðurlands- vegi undir Ingólfsfjalli ( fyrradag og gerð athugasemd við ófull- nægjandi frágang farmsins á pallinum. Gijótið á pallinum gat hæglega oltið aftur af honum þar sem enginn gafl var á pallinum að aftan. Lög- reglan benti á að ekki þyrfti að fara mörgum orðum um hættuna sem væri samfara þvf ef steinn færi aft- uraf pallinum og umferð væri á móti vörubílnum. — Sig.Jóns. Slasaður sjómað- ur sóttur á haf út Bókmenntamarkaður Máls og Menningar ISABEL ALLENDE áritar nýútkomnabóksína, Hús andanna, í íslenskri þýðingu ThorsVilhjálmssonarmiUikl. 17:30 og 19:00 í dag. Fjöldigóðrabóka á allt að 30% afslætti. Opið tilkl. 21:00 í kvöld. Bókabúð LMÁLS & MENNINGAR. LAUGAVEGI. TFTirnTmiTnmTriiinini nii»in wiih m iinim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.