Morgunblaðið - 17.09.1987, Page 42

Morgunblaðið - 17.09.1987, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 Loftið var lœvi blandið þegar Reynir og Spói fóru inn á hringvöll- inn um um áttaleytið á föstudagsmorgni, fyrstir allra keppenda. EIs van der Taas, Hollandi, kom verulega á óvart á hestinum Musk þegar hún náði sama tíma og Reynir og Spói í skeiðinu. Helmut Lange varð heimsmeistari í hlýðnikeppninni á hesti sem heitir Björt og virðist kyngreining á íslenskum hestanöfnum oft á tíðum vera nokkuð fijálsleg þarna ytra. Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum; ganginn í fjórða skiptið. Sævar og Hafliði komust báðir í B-úrslitin og var þetta mjög svipuð útkoma og flestir reiknuðu með. Daginn áður hafði Hafliði unnið sér rétt til þátt- töku í úrslitum í hlýðnikeppninni. Sumir bjartsýnir höfðu kannski vonað að annaðhvort Hafliða eða Sævari tækist að komast í A-úrslit- in með Sigurbimi. Með Sigurbimi og Vith í A-úrslitum voru tveir aðr- ir Þjóðverjar Karly Zingsheim og Helmut Lange og danska konan Bodil Fryd sem kom á óvart með frammistöðu sinni. í B-úrslit kom- ust auk íslendinganna Cecilie Clausen, Noregi, Krister Agrer og Jenny Mandal bæði frá Svíþjóð. Er þetta í fyrsta skipti sem Svíar koma mönnum í úrslit á þessum mótum og getur þjálfari þeirra Hreggviður Eyvindsson glaðst yfír árangri sinna manna á þessu móti. Ný stjarna í skeiðinu Eftir fjórganginn hófst skeiðið og voru það tveir sprettir af fjórum. Samkvæmt hemaðaráætlun Islend- ________Hestar Valdimar Kristinsson Forsjónin var ekki beint hlið- holl íslendingum þegar dregið var um röð keppenda í fimm- gangi. Það varð hlutskipti Reynis Aðalsteinssonar að vera fyrsti keppandinn inn á hringvöllinn á Heimsmeistaramótinu á föstu- dagsmorguninn þegar keppnin hófst fyrir alvöru. Þetta var líka grábölvað fyrir allan þann fjölda Islendinga sem þarna var til að fylgjast með. Þetta þýddi að menn urðu að vera mættir klukk- an átta um morguninn. Það voru líka margir sem misstu af því að sjá hann. Reynir sagði seinna um daginn að sér hefði verið fómað því fyrir- komulagið er með þeim hætti að hveiju landi er úthlutað númerum fyrir röð keppenda inn á völlinn. ísland fékk sem sagt númer eitt í fímmgangi og var Reynir settur í þetta óvinsæla hlutverk. Viður- kennt er að afar slæmt er að vera framarlega inn á völlinn. Það er eins og dómarar hækki einkunnir eftir því sem þeir dæma fleiri kepp- endur. En þannig hófst dagskráin á föstudag og Reyni tókst svo sem ekkert sérstaklega vel upp en held- ur ekki illa. Fékk hann 42,8 stig og þótti landanum naumlega gefíð. Daginn áður hafði hann tekið þátt í hlýðnikeppni B og hafnaði þar í 27. sæti. Var það upphafíð að bar- áttunni um samanlagðan fímm- gangssigurvegara og var hann því kominn með 58,99 stig. Næstur íslendinga inn á völlinn var Benedikt Þorbjömsson á Brandi og var fylgst með honum af meiri áhuga því reiknað var með að hann kæmist í A-úrslitin. Ýmsir höfðu haft áhyggjur af Brandi því hann er mjög viðkvæmur og ekki sérlega mikið fyrir að láta klappa fyrir sér. Var því boð látið út ganga um áhorfendastæðin að bannað væri að klappa þegar hann kæmi inn á völlinn. Eftir velheppnaða sýningu fengu Brandur og Benedikt góðar undirtektir og Brandur lét sér nægja að taka smá kipp. Hlutu þeir 56 stig og stóð nú spumingin um það hvort það nægði til að kom- ast í A-úrslitin. Aukastig fyrir forna frægð Erling Sigurðsson hlaut 51 stig á Þrymi og var hann lengi vel inni f B-úrslitum. Sigurður Sæmundsson á Kolbeini hlaut 59,2 stig sem fleytti honum í annað sæti. En með síðustu keppendum í fímmgangin- um var Walter Feldmann, Þýska- landi, á stóðhestinum Dreng, sem minnst var á í fyrri grein. Óllum á óvart komst hann í fimmta sæti og ruddi þar með Benedikt úr A-úrslit- um og meira en það því Erling var í 10. sæti ásamt Ulf Lindgren á Hrafnkatli frá Sauðárkróki og féll hann þar með út úr B-úrslitum. Sýningin hjá Feldmann var vel út- færð að undanskildu skeiðinu sem svo að segja mistókst fullkomlega. Fannst mönnum einkunn hans óeðlilega há. Sem dæmi má nefna að skeiðið hjá bæði Benedikt og Erling tókst prýðilega og ekki var hægt að merkja neina yfírburði hjá Feldmann á öðrum gangtegundum nema ef vera skyldi á brokki. Var það almenn skoðun að þarna hafí Feldmann fengið nokkuð mörg aukastig út á forna frægð. Er það reyndar fyrirbrigði sem einnig þekkist hérlendis. Lokaniðurstöður úr fímmgangn- um urðu þær að Austurríkismenn komu þremur í A-úrslit og ljóst á þeirri stundu að íslendingar voru búnir að tapa forskotinu í þessari grein. Með Austurríkismönnunum í úrslitum voru þeir Sigurður Sæ- mundsson og Feldmann. í B-úrslit- um voru auk Benedikts, Hoyos, Austurríki, Trappe, Þýskalandi og stúlkumar Dorte Rasmussen, Dan- mörku, á Blossa frá Endrup sem sigraði í skeiðinu á mótinu í Svíþjóð og þrettán ára gömul stúlka Olivia Hallmann sem er þýsk en kepptj fyrir Holland. Þjóðverjar halda for- skotinu í fjórgangi Þeir voru þrír íslendingamir sem kepptu á fjórgangshestum og þar var í fararbroddi Sigurbjöm Bárð- arson á Bijáni. Með honum voru þeir Sævar Haraldsson á Háfí og Hafliði Halldórsson á ísak. Og nú átti að sýna fram á að það kæmu ekki bara góðir fímmgangshestar frá íslandi eins og sjálfsagt margir útlendingar hafa verið famir að halda. Að loknum fimmgangi hófst forkeppni fjórgangsins og nú voru íslensku áhorfendumir komnir í banastuð með íslenska fánann í annarri hendi og bjórkönnuna í hinni. Eins og búist var við náði Sigurbjöm bestum árangri íslend- inganna er hann hafnaði í öðru sæti á eftir hinum harðsnúna Bemd Vith, Þýskalandi, á Örvari frá Kálf- hóli sem nú reyndi að vinna fjór- inganna átti hér að vera íslenskur sigur. Eftir fyrri sprettinn var Reynir á Spóa aðaltromp íslendinga ásamt Veru Reber, Þýskalandi, með bestan tíma 23,0 sek. Erling á Þrymi náði 23,6 sek. sem nægði honum í 5.-6. I seinni spretti hélt Reynir forystunni með 22,6 sek. Veru Reber mistókst en þess í stað kom önnur kona upp að hlið Reyn- is með sama tíma. Var þar að verki Els van der Taas, Hollandi, kepp- andi sem enginn hafði reiknað með á hestinum Musk sem fæddur er þar í landi. Var ekki neinum blöðum um það að fletta að þama var kom- in fram á sjónarsviðið ný stjama og harður keppinautur. Fór nú að fara um íslendingana því til að byija með var gefínn upp rangur tími þar sem sagt var að Reynir væri annar. En þessi árangur Reynis gaf honum 108 stig í keppninni um stigahæsta keppandann á fímm- gangshesti. Var hann þegar hér var komið í efsta sæti í stigakeppninni með 166,99 stig, Johannes Hoyos annar með 165,94, Els van der Taas þriðja með 165,69 og Vera Reber fjórða með 161,45 stig. Eftir vora tveir sprettir i 250 metra skeiðinu og svo gæðingaskeiðið sem einnig gat komið inn í þessa keppni. Ljóst var að margir sem ekki vora inni í myndinni á þessari stundu gátu breytt stöðunni. Þessar tölur vora ekki birtar opinberlega meðan á mótinu stóð og vora mótsgestir því ekki meðvitaðir um þá atburðar- ásina í þessari keppni þar sem þeir vissu ekki stöðu mála. Mætti gjarn- an gera hér breytingu á þannig að á einum stað væri alltaf hægt að sjá stöðuna í stigsöfnunarkeppnum mótsins hveiju sinni. Víðavang'shlaupið tímaskekkja Síðasti dagskrárliður föstudags- ins var víðavangshlaupið og er ástæða til að fara nokkram orðum um það. Einn íslensku keppend- anna, Hafliði, hafði skráð sig til leiks í hlaupinu og var tilgangurinn sá einn að reyna við samanlagðan sigurvegara á fjórgangshesti. Er sennilegt að svo hafi verið um flesta þátttakendur í víðavangshlaupinu. Eftir að Hafliði hafði gengið braut- ina til kynningar hugleiddi hann að hætta þátttöku því brautin reyndist svo erfíð. Var lagt að honum að hætta við en eftir að hafa hugleitt málið vandlega tók hann þá ákvörð- un að vera með. Honum hafði einnig verið ráðlagt að hætta við hlýðni- keppnina en þar komst hann í úrslit eins og áður getur. Varð Hafliði tólfti í greininni með 19,4 stig. Var mikið um það rætt á mótinu hvort ekki væri orðið tímabært að hætta með þessa keppnisgrein eða í það minnsta að hætta með hana í stiga- söfnunarkeppninni þannig að ef einhveijar þjóðir vilja senda hesta í þetta geti þær gert það. Vora menn sammála um að fátt eða ekk- ert væri sameiginlegt með þjálfun fallegra og góðra fjórgangshesta og harðsvíraðra víðavangshesta. Að fara með góð hross í þessa grein er skemmd á hestunum. Ekki má Hafliði og ísak stóðu sig betur en nokkur hafði reiknað með I tölt- inu er þeir komust í A-úrslit. • '• •- -• - -■■ ■ - Möguleikar á sex HM- titliim eftír forkeppnina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.