Morgunblaðið - 17.09.1987, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 17.09.1987, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 51 Kveðjuorð: Hörður Guðmunds- son Sauðárkróki Fæddur 23. mars 1928 Dáinn 22. ágúst 1987 Það er hollt að hafa áct heiðra drauma vökunætur, séð með vinum sinum þrátt sólskinsrönd um miðja mátt, aukið degi æviþátt aðrir þegar stóðu á fætur. (StG.St.) Já hann var maður morgunsins. Hversu oft hafði hann ekki „aukið degi æviþátt" þegar aðrir risu á fætur. Svo var einnig 22. ágúst sl. Glað- ur og reifur fór hann með sínum góða veiðifélaga í sína síðustu veiði- ferð, dagurinn lofaði líka góðu, tveir fískar komnir á land þegar kallið kom, snöggt og ótímabært. „Dauð- inn missir aldrei fiska sína.“ Upp í hugann koma ótal minningar frá liðnum árum, hve oft höfðum við ekki farið saman í veiði, stundum Minning: Hermann S. Aðal- björnsson á Hóli Fæddur 16. febrúar 1932 Dáinn 5. ágúst 1987 Það var einmuna veðurblíða þann 15. ágúst en við nutum hennar ekki sem skyldi, það var sorg og söknuður í hjörtum Tjömesinga er þeir voru að fylgja Hermanni Snæ- land Aðalsteinssyni bónda á Hóli hans síðustu ferð. Hann mætti hinu hinsta kalli að kvöldi þann 5. ágúst eftir góðan þurrkdag. Þannig held ég að Hermann hafí óskað sér að mæta kallinu, á fullu í starfi við búskapinn. í 15 ár barðist Hermann við þennan sjúkdóm, en ætíð var ró- semin og æðruleysið ríkjandi, góðlátleg kímni alltaf tiltæk hversu illa sem horfði. Þá héldum við að Hermann mundi hrista þetta allt af sér, þessvegna kom fregnin sem reiðarslag fyrir sveitina. Hermann var aðeins 55 ára. Ég kynntist Hermanni fyrst að ráði þegar hann fékk mig til að salta hrogn í Tungulendingu vorið 1962. Ég kunni ekkert til verka en hann studdi mig drengilega á allan þann hátt er hann gat. Vandamálin er virtust svo stór urðu að engu er Hermann var mættur með sína hagfæru en föstu skapgerð, skopað- ist góðlátlega að vandamálunum eða þeim er mikluðu vandann fyrir sér, ætíð tilbúinn til að fóma sínum tíma í þágu útgerðarinnar. Útgerð átti sterk ítök í Hermanni sem kom hvað best fram þegar hann var hættur útgerð, þá var áhuginn eftir sem áður við að endurbæta aðstöð- una eftir því sem kostur var á. Hermann hóf búskap á Hóli 1954 ásamt eiginkonu sinni Guðbjörgu Guðmundsdóttur. Hófu þau þegar endurbætur á jörðinni, byggðu upp öll útihús og síðast mjmdarlegt íbúðarhús. Það kom fljótt í ljós að þar fór maður sem var annt um búpening sinn, natni við skepnumar var ein- stök, fóðraði ær svo sterkt að sumum þótti nóg um en það kom fljótt í Ijós að góðar afurðir komu í kjölfarið. Það er minn gmnur að fleiri en ég hafí tekið bóndann á Hóli sér til fyrirmyndar hvað fóðrun og umgengni snerti. Guðbjörg stóð dyggilega við hlið bónda síns í blíðu og stríðu, vom þau sérlega samhent við skepnuhirðingu, Guðbjörg átti áreiðanlega sinn þátt í að viðhalda blómlegum bústofni á Hóli. Her- mann var þátttakandi í öllu félags- starfí í sveitinni (kvenfélaginu? — einnig þar var hann sterkur bak- hjallur) driffjöður í öllu, hvort heldur var í leik eða veraldlegu vafstri, hann lét sér ekkert mann- legt óviðkomandi. Hermann var oddviti Tjömeshrepps frá 1982. Ég vonast til að þeir sem betur kunna að stýra penna geri lífshlaupi Hermanns ítarlegar skil. Þetta em aðeins fátækleg kveðjuorð. Ég sendi eiginkonu, fósturdóttur og §ölskyldu hennar innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning þessa ágæta drengs. Jóhannes Jóhannesson tveir saman en oftar þó með fjöl- skyldunum, hann var veiðimaður af lífí og sál, ávallt tilbúinn að lið- sinna. Fyrir þessar stundir allar þökkum við, þær em geymdar en ekki gleymdar. Hörður var fæddur 23. mars á Svaðastöðum í Skagafirði. Foreldrar hans vom hjónin Hólm- fríður Jónasdóttir Jónassonar frá Hofdölum og Guðmundur Jósafats- son Guðmundssonar frá Krossanesi. Hann fluttist til Sauðárkróks með foreldmm sínum árið 1933 og átti þar heima alla tíð. Hann giftist ungur eftirleifandi konu sinn Sól- borgu Valdimarsdóttur Konráðs- sonar, og eignuðust þau tvær dætur, Brynju sem gift er Kristni Guðjónssyni og eiga þau tvo syni, Hörð Guðjón og Vilhelm og Ingi- björgu Hólmfííði, hennar dóttir er Inga Sólborg. Ungur hóf hann að stunda sjó- inn, fór á vertíðar og síldveiðar á sumrin. Héðan frá Sauðárkróki réri hann á trillunni sinni um tíma, var með bát í eigu Fiskiðjunnar og reyndist allstaðar traustur sjómað- ur. En eftir að hann kom í land stundaði hann vélgæslu hjá Rarik við Gönguskarðsárvirkjun nokkur ár, en fer síðan að starfa við versl- un lengst af hjá Kaupfélagi Skagfírðinga en síðustu árin hjá ÁTVR. Nú að leiðarlokum þakka ég og fjölskyldan öll allar ógleymanlegu stundimar og biðjum þann sem yfír öllu vakir að styrkja ástvini hans. Far þú í firði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Br.) Stefán Guðmundsson og fjölskylda Birtíng afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. + Kveðjuathöfn um móður okkar, VILBORGU TORFADÓTTUR frá Lambavatni, sem lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 12. september, verður í Hallgrímskirkju föstudaginn 18. september kl. 13.30. Jarðsett verö- ur frá Saurbæjarkirkju á Rauðasandi fimmtudaginn 24. september kl. 14.00. Tiyggvl Eyjólfsson, Valtýr Eyjólfsson, Gunnar Eyjólfsson. Ingvar Arnar- son — Kveðjuorð Fæddur 15. mai 1970 Dáinn 6. september 1987 Hann Ingvar er dáinn. Aðeins 17 ára gamall er hann hrifinn burt frá bjartri framtíð sem gaf svo góð loforð. Sunnudagsmorguninn 6. september barst mér sú hörmulega frétt. Upp í hugann streyma minn- ingar um einstakan pilt sem átti svo fáa sína líka. Kvöldið áður hitti ég Ingvar hressan og kátan með sitt töfrandi bros sem ósjaldan kom mér í gott skap. En vegir guðs eru órannsakanlegir og bilið milli lífs og dauða oft ótrúlega stutt. Mig langar til að þakka Ingvari fyrir samfylgdina og trúi að honum hafí verið ætlað stórt hlutverk þama fyrir handan. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þennan einstaka pilt sem skipaði svo sérstakan sess í hugum okkar sem hann þekktum. Foreldr- um hans, systkinum og öllum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Björt minning um góðan dreng mun lifa í huga mínum um komandi framtíð. Sigga Helga Sunnudaginn 6. september barst mér sú sorglega fregn að vinur minn Ingvar hefði látið lífíð í hörmulegu slysi snemma morguns. Sú hugsun var sorgleg, aðeins nokkrum tímum áður hafði ég hitt hann svo hamingjusaman og glað- an. Það gekk allt svo vel hjá honum. Ég kynntist Ingvari fytT á þessu ári. Ekki man ég eftir honum öðru- vísi en brosandi og í svo góðu skapi að hann smitaði út frá sér. Ef mað- ur var niðurdreginn eða í slæmu skapi var nóg að hitta hann. Ingvar gat alltaf komið manni til að brosa. Hugmyndaflug hans var svo ríkt og skemmtilegt að það var aldrei að vita hvað honum dytti næst í hug. Þegar svona ungur og lífsglað- ur drengur eins og hann er hrifínn á brott þegar allt gengur svo vel, hlýtur eitthvað mikið að búa undir. Ég trúi því að fyrir handan sé hon- um ætlað annað verkefni. Því miður voru kynni mín af Ingvari stutt og ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast honum. Hann var sú manngerð sem hægt var að treysta á og tala við um allt milli himins og jarðar. Minningin um Ingvar mun ávallt lifa í huga mínum. Þeir deyja ungir sem guðimir elska. Ég votta for- eldrum hans, systrum og vinum mína dýpstu samúð í sorg þeirra. Freydís + ÖGMUNDUR GUÐMUNDSSON fyrrum bóndi, Þórarinsstöðum, Hrunamannahreppi, verður jarösunginn frá Hrunakirkju laugardaginn 19. september kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Jóhanna Guðmundsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Hreinn Gunnarsson. + Eiginmaður minn, sonur minn, faðir okkar og tengdafaöir, JÓHANN ÁGÚST GUNNARSSON rafvirkjameistari, Huldulandi 6, verður jarðsunginn föstudaginn 18. september kl. 13.30 frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Ingibjörg Sigurðardóttir, Aðalheiður Jóhannsdóttir, Aðalheiður Jóhannsdóttir, Erla Björg Jóhannsdóttir, Karl Jón Karlsson, Berglind Jóhannsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför dóttur okkar, eiginkonu, móður og tengdamóður, ERLU B. JÓNSDÓTTUR, Neskaupstað. Jón Davíðsson, Hans Sigfússon, Helgi Hansson, Sigfús Hansson, Gyða Þorleifsdóttir, Davíð Hansson, Jón Hansson, Guðný R. Guðnadóttir. + Þökkum innilega hluttekningu og vináttu við andlát og útför EDDU S. BJÖRNSDÓTTUR læknls. Árni Leifsson, Inga Hlldur Haraldsdóttir, Björn Leifsson, Helga Leifsdóttir, Francois Goulay, Una Jóhannesdóttir, Sigurður Björnsson, Guðný Kristjánsdóttir, Jóhannes Björnsson, Margrót Ingvarsdóttir. SAJT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.