Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 Bandarísk herskip í Kaupmannahöfn: Hafnarverkamenn leggja niður vinnu Kaupmannahöfn, Reuter. HAFNARVERKAMENN í Kaup- mannahöfn lögðu niður vinnu í gær til að mótmæla þvi að banda- ríski tundurspillirinn USS Hayler fengi að leggjast að bryggju vegna þess að um borð í honum gætu verið kjarnorku- vopn. Stefna danskra stjórnvalda er að skip með kjarnorkuvopn innan borðs fái ekki að koma í danska höfn. „Við höfum ekki getað fengið staðfest að ekki séu kjamorkuvopn um borð,“ sagði talsmaður stéttar- félags hafnarverkamanna í gær. Mótmælendur stóðu á bryggjunni þegar tundurspillirinn lagðist að ásamt freigátunni Aubrey Fitch á sunnudag. Skipin taka þátt í æfing- um Atlantshafsbandalagsins, sem kenndar eru við Eystrasalt (Baltic Operation). Danir banna kjamorkuvopn á friðartímum, en hafa ekki útilokað að Atlantshafsbandalagsríki, flytji slík vopn til Danmerkur á tímum viðsjár. Stjórnir Bandaríkjanna og Bret- lands greina ekki frá því hvort kjamorkuvopn eru um borð í her- skipum þeirra og danska stjómin segist gera ráð fyrir því að banda- menn hennar í NATO virði þá stefnu. Borgarráð Kaupmanna- hafnar samþykkti fyrr í þessum mánuði að erlend skip, sem geta flutt kjarnorkuvopn, láti vita hvort slíkur farmur er um borð áður en lagst er við festar í höfuðborg Dan- merkur. Danska stjómin hefur lýst yfir því að það sé ekki borgarráðs að ákveða stefnu Danmerkur í ut- anríkismálum. Bretland: Ferja seld í brotajárn Reutcr BRESKA feijan sem sökk í belgísku höfninni ar á ný. „Feijan var fljótandi gröf,“ sagði Peter við Zeebrugge í mars á þessu ári hefur verið Spooner sem missti son sinn i slysinu. Eigendur seld í brotajám. Ættingjar þeirra 189 manna sem feijunnar sögðust hafa selt hana hollensku brota- fómst höfðu mótmælt þvi að skipið færi í sigling- jámsfyrirtæki sem óskaði nafnleyndar. Átök voru á ársþingi V erkamannaflokksins Reuter St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Wörner vígreifur Vamarmálaráðherra Vestur- Þýskalands, Manfred Wömer, tók sjálfur þátt i heræfingum á dögunum. Hér sést hann um borð i bandarískum M1 skriðdreka. Wömer hefur gefið kost á sér í embætti framkvæmdastjóra Atl- antshaf sbandalagsins. ARSÞING Verkamannaflokksins hófst í gær. A fyrsta degi var tekist á um nýja aðferð til að velja þingmenn. Búist er við verulegum ágreiningi um endur- skoðun stefnumála flokksins í kjölfar þriðja ósigurs hans í röð i kosningunum í júní siðastliðn- um. í gær var rætt um tillögu flokks- forystunnar um að flokkurinn taki upp nýja aðferð við að velja þing- me.in, og var síðan gengið til atkvæða um tillöguna. Sú aðferð, sem nú er viðhöfð, er, að forysta flokksins í hvetju kjördæmi sér um valið á þingmönnum og getur hafn- að mönnum, sem sitja á þingi, og valið nýja. Rökin gegn þessari skip- an eru þau, að Verkamannaflokkur- inn í hveiju kjördæmi er yfirleitt vinstrisinnaðri en forystan, og ýms- ir öfgamenn hafa átt auðvelt með að yfirtaka kjördæmisflokkana. Flokksforystan leggur því til, að allir meðlimir flokksins í hveiju kjördæmi hafi atkvæðisrétt við val á frambjóðanda. Þetta er hægt að framkvæma með tvennum hætti: Annars vegar að hver meðlimur flokksins greiði atkvæði um fram- bjóðandann á opnum fundum eða Forsetaframboð í Bandaríkjunum: Ekkí heiglum hent að hljóta útnefningu Washington, Reuter. BANDARÍSKI þingmaðurinn Joseph Biden sem nú hefur dregið sig í hlé úr baráttunni um forsetaframbjóðanda demókrataflokksins er annar maðurinn i þessari kosninga- baráttu til þess að draga framboð sitt til baka. Hinn frambjóðandinn var Gary Hart sem uppvís varð að hjúskapar- broti. Svo virðist að í kosning- um í Bandaríkj unum siðustu áratugina verði alltaf einn eða fleiri að hætta við framboð í miðri baráttunni. Þykir mörgum aðferðir flokk- anna við val á forsetaframbjóð- endum vera orðnar skuggalegar. „Hér áður fyrr völdu forystumenn flokkanna frambjóðendur sína á lokuðum fundum, en nú fer valið fram fyrir opnum tjöldum og er farið að líkjast yfirheyrslum á miðöldum þar sem menn voru látnir ganga í gegnum hreinsun- arelda til að sanna sakleysi sitt,“ segir William Schneider sérfræð- ingur American Enterprise Instit- ute í forsetaframboðum. Til eru þeir sem telja framboðskerfið gott og segja að þetta sé eina leiðin til að finna hæfa frambjóðendur. Þeir Hart og Biden eru aðeins síðustu mennirnir af mörgum sem hafa hætt við framboð. Árið 1968 dró George Romney repúblikani, þá fylkísstjóri í Mic- higan, sig úr út kosningabaráttu. Hann sagði í sjónvarpsviðtali að hann hefði verið „heilaþveginn“ af hemum. Fyrir þessi orð var hann hafður að háði og spotti. Hann var sagður óhæfur og van- máttugur og að lokum dró hann sig til baka. Fjórum árum síðar, í kosninga- baráttu 1972, brast rödd Ed- munds Muskie þingmanns demókrata í sjónvarpsræðu þar sem hann sakaði dagblað um að ráðast að eiginkonu sinni. Sjón- varpsstöðvar sýndu atvikið margoft og fjölluðu um hversu veikgeðja þingmaðurínn væri, Muskie hætti við framboð skömmu síðar. Edward Kennedy hætti við að fara í forsetaframboð árið 1980 eftir að hann kom illa fyrir í sjón- varpsviðtali. Þar var hann spurður að því hvers vegna hann hefði ekki kallað á lögregluna eftir að hann lenti í bílslysi í Chappaqu- iddick í Massachusetts, þar sem ung kona beið bana. Hann gat ekki gefið skýr svör. í síðustu kosningabaráttu lenti Walter Mondale forsetaefni demó- krata í vandræðum þegar kom í ljós að eiginmaður Geraldine Ferr- aro, varaforsetaefnis hans, hafði átt þátt í vafasömum viðskiptum. Hann fór fram á móti Ronald Reagan og tapaði. Val á varaforsetaefnum fer enn fram með þeim hætti að forystu- menn flokkanna velja þá á lokuðum fundum. Þeir sem styðja opið val benda gjama á að brotal- amir séu á þeirri aðferð og nefna dæmi um Tomas Eagleton sem var valinn varaþingmannsefni fyr- ir George McGovem. Töluvert eftir að Eagleton var valinn kom í ljós að hann var alvarlega sinnis- veikur. Hann dró sig í hlé, en McGovem fór fram og tapaði. með öðrum hætti eða að hver félagi í flokknum kjósi frambjóðanda, en á móti atkvæðum flokksfélaganna vegi atkvæði alþýðusambandsins í kjördæminu 40%. Vinstri armur flokksins er mjög andvígur þessum tillögum báðum, eins og kom fram í umræðum. Fyr- ir þingið hafði Kinnock tryggt sér stuðning stærstu verkalýðsfélag- anna og þar með tryggt að tillagan næði fram að ganga, en verkalýðs- félögin hafa úrslitaáhrif í atkvæða- greiðslum á þingum Verkamanna- flokksins í samræmi við félagatölu sína. Enda fór svo, að breytingin var samþykkt, en verkalýðsfélögin halda áfram áhrifum sínum á val frambjóðanda. í kjölfar ósigursins í júní ákvað forysta Verkamannaflokksins að endurskoða stefnumál flokksins. í upphafí vildi Kinnock undanskilja stefnuna í vamarmálum frá endur- skoðuninni, en eftir þrýsting frá samhetjum hans í skuggaráðuneyt- inu var ákveðið, að hún yrði endurskoðuð líka. Roy Hattersley, varaleiðtogi flokksins, sagði í sjónvarpsviðtali á sunnudag, að sá maður, sem sá um að gera kannanir fyrir flokkinn fyr- ir síðustu kosningar, hefði varað við því tíu dögum fyrir kjördag, að stefnan í vamar- og öryggismálum fældi kjósendur frá flokknum í hóp- um. Bryan Gould, sem skipulagði kosningabaráttu flokksins í júní, vill, að öll stefna flokksins verði endurskoðuð og tekið verði mið af þeim þjóðfélagsbreytingum, sem orðið hafa á valdatíma Thatcher. Hann segir, að það að koma sér áfram í lífinu sé sósíalískt markmið. Vinstri armurinn hefur bmgðist hatrammlega við þessum tillögum og sakar forystuna um hugleysi. Vonlaust sé fyrir Verkamanna- flokkinn að fara að keppa við Thatcher á hennar forsendum. Flokkurinn verði að bjóða upp á öðmvísi stefnu en íhaldsflokkurinn. í nýrri skoðanakönnun, sem birt- ist í The Sunday Telegraph síðast- liðinn sunnudag segjast 48% kjósenda mundu kjósa Ihaldsflokk- inn nú, 35,5% Verkamannaflokkinn og 14% Bandalagið. Af þessum tölum má draga þá ályktun, að íhaldsflokkurinn hafi grætt á átök- unum í Bandalaginu. En þetta em slæmar tölur fýrir Verkamanna- flokkinn — að hann skuli ekki fá meira fýlgi, þegar Bandalagið er veikara en nokkm sinni. Einnig kemur í ljós í þessari könnun, að yfírgnæfandi meirihluti kjósenda styður stefnu stjómvalda í vamar- málum og telur stefnu Verka- mannaflokksins hættulega. Japan: Keisarinn afboðar Okinawa-heimsókn Tókýó, Reuter. HIROHITO Japanskeisari, sem nú er á batavegi eftir skurðað- gerð, tilkynnti í gær að ekki yrði af opinberri heimsókn hans til Okinawa í næsta mánuði. Heimsókn keisarans til Okinawa hefði verið fyrsta heimsókn hans þangað. Eyjan, sem er syðsta eyjan í Japans-eyjaboganum, var undir yfirráðum Bandaríkjanna frá 1945 til 1972 að Japanir tóku við stjóm eyjarinnar á ný. Heimsókn keisar- ans var talin mikilvæg til að bæta samband eyjarskeggja og yfirvalda í Japan. Veikindi keisarans hafa mikið verið til umfjöllunar í japönskum fjölmiðlum og hefur fréttaflutning- ur þótt opinskár og sýna hversu fijálslyndur keisarinn er orðinn. Óhugsandi hefði verið að mynd- skreyttar frásagnir af uppskurði á keisaranum hefðu verið leyfðar fyr- ir áratug. Keisarinn dafnar eftir aðgerðina og að sögn japanska sjón- varpsins sýndu vefjarannsóknir að hann er ekki með krabbamein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.