Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 Helmingur íbúa Mosfellsbæjar í kröfugöngu: it RÚMLEGA tvöþúsund Mosfell- ingar gengu fylktu liði á sunnu- dag að borgarafundi við Hlégarð til vekja athygli á slæmu ástandi umferðarmála i Mosfellsbæ. Á fundinum var samþykkt ályktun sem afhent var Birgi Isleifi Gunnarssyni, starfandi sam- gönguráðherra, þar sem yfirvöld samgöngumála voru beðin um að beita sér fyrir umbótum í umferðarmálum bæjarins. Ibúar í Mosfellsbæ, á öllum aldri, gengu í rigningarveðri eftir Vestur- landsvegi síðdegis á sunnudag að félagsheimili bæjarins að Hlégarði. Gengið var frá tveimur stöðum, annar hópurinn frá mótum Vestur- landsvegar og Þingvallavegar og hinn frá mótum Vesturlandsvegar og Hlíðartúns. Á meðan á göngunni stóð, var Vesturlandsvegur lokaður. Við félagsheimilið var síðan haldinn almennur borgarafundur, þar sem flutt voru ávörp. Séra Birgir Ás- geirsson, sóknarprestur og einn nefndarmanna í framkvæmdanefnd göngunnar bar ályktun frá nefndar- mönnum upp til samþykkis á borgarafundinum og var sú ályktun samþykkt samhljóða og með lófa- taki. Birgir afhenti því næst Birgi ísleifi Gunnarssyni ályktunina, en hann gegnir störfum samgönguráð- herra í forföllum Matthíasar Á. Mathiesen. Ályktun borgfarafund- arins Alyktun íbúa Mosfellsbæjar var svohljóðandi: „Við minnum okkur á að Vesturlandsvegur og Þingvalla- vegur eru fjölfamir þjóðvegir, sem liggja um byggðarlagið, og því beri okkur bæjarbúum að taka fullt tillit ■til þess, þegar við eigum leið um eða yfír þessa vegi. Við minnum aðra vegfarendur alvarlega á, að þjóðvegimir, sem liggja um Mosfellsbæ, eru einnig bæjarbrautir , þar sem sífelld um- ferð bæjarbúa er til staðar, ekki síst bama og unglinga. Því beri þeim, sem um bæinn fara, að sýna fyllstu tillitsemi og aðgæslu og virða allar þær umferðarreglur, leiðbein- ingar og hraðatakmarkanir, sem uppi em hverju sinni. Við biðjum hæstvirtan sam- gönguráðherra landsins að leggja sitt af mörkum til að raunhæfar úrbætur verði gerðar sem fyrst, sem auki öryggi vegfarenda og stuðli að betri og hættuminni umferð um þann hluta þjóðvegarins, sem liggur um Mosfellsbæ. Um leið lýsum við yfír stuðningi okkar við margítrek- aðar óskir bæjarstjómar og lögreglu í þessum málum á undanfömum árum.“ „Skil óskir bæjarbúa“ Eftir að hafa veitt viðtöku álykt- un fundarins, sagði Birgir ísleifur Gunnarsson í samtali við Morgun- blaðið að hann keyrði æði oft í gegnum Mosfellsbæ eftir Vestur- landsvegi og hefði oft furðað sig á því hversu umferðin væri hröð. „Eg skil því óskir og aðgerðir bæjarbúa til að draga úr hraða og slysa- hættu." Birgir sagði að yfírvöld samgöogumála hlytu að taka fullt mark á þessum ábendingum bæjabúa og flýta aðgerðum til úr- bóta. Hann benti þó á að fram- kvæmdir við Vesturlandsveg væru ekki á vegaáætlun fyrir næsta ár. Morgunblaðið/RAX Séra Birgir Ásgeirsson sóknarprestur afhendir Birgi ísleifi Gunnars- syni, starfandi samgönguráðherra ályktun borgarafundarins. Sýnir hug- okkar Séra Birgir Ásgeirsson sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir sem hefðu unnið að undirbúningi göngunnar hefðu gert sér um vonir um 1.200-1.500 þátttakendur í góðu veðri. „En að helmingur bæjarbúa skyldi mæta í þessari rigningu er hreint frábært og sýnir glögglega hug bæjabúa í þessu máli.“ Birgir kvað menn ekki vera að leggja neitt til, enda væru þeir ekki neinir fag- menn, heldur væri verið að hvetja yfírvöld til umhugsunar um ástand- ið og bæjarbúar væru með þessu að sýna að þeir væru ósáttir við það. „Það er margt sem kemur til greina til úrbóta; aukin löggæsla, auknar leiðbeiningar við umferð, umferðarljós og brúarframkvæmd- ir.“ Birgir vildi koma á framfæri þakklæti til til allra þeirr bæjarbúa, sem tekið hefðu þátt í aðgerðunum, svo og til þingmanna kjördæmisins og ráðherra fyrir að koma og taka við ályktuninni. Lifa í sátt við veg’inn „Við verðum fyrst og fremst að reyna að lifa í sátt við veginn," sagði Páll Guðjónsson bæjarstjóri Mos- fellsbæjar í samtali Morgunblaðið að lokinni göngunni. „En einnig hljótum við að gera kröfu um skjót- ar úrbætur á veginum, til dæmis með umferðljósum á mótum Þing- vallavegar og Vesturlandsvegar og með undirgöngum undir Vestur- landsveg. Þriðji þátturinn í þessu máli eru aðgerðir til þess að gera vegfarendum betur ljóst að þeir eru að aka í gegnum þéttbýli. Að end- ingu þarf síðan að huga að framtí- ðalausn umferðarmála bæjarins. Aðalskipulag gerir ráð fyrir ákveðn- um leiðum, en ef ekki er unnt að fara þá leið eru bæjaryfirvöld til umræðu einfaldari leiðir, sem einnig byðu upp á varanlegar úrbætur." Eitt af biýnustu hagsmunamál- um Mosfellsbæjar að sögn bæjar- stjórans, er að fá eigin löggæslu, en sem stendur þjónar lögreglan í Hafnarfirði Mosfellingum. „Með því móti yrði tryggð aukin viðvera og bætt löggæsla," sagði Páll. Hann benti hins vegar á að það mál væri háð fjárveitingum og til að fá fulla löggæslu þyrfti átta lögregluþjóna. „Eftir að við fengum kaupstaðar- réttindi, hefur þrýstingurinn á stjómvöld aukist og trúi ég ekki öðru en að flárveitingavaldið verði við þessari ósk, enda höfum við í áranna rás ekki verið dýrir á fóðrun hjá því.“ Morgunblaðið/RAX Talið er að rúmlega tvöþúsund manns hafi tekið þátt í hópgöngu Mosfellinga eftir Vesturlandsvegi. Hér getur að sjá hluta hópsins, sem gekk frá mótum Vesturlandsvegar og Hlíðatúns. Morgunblaðið/RAX Mosfellingar samþykktu ályktun um umferðarmál samhljóða á úti- fundinum. Sljórnvöld krafín úrbóta á umférðarmáhim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.