Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 Pólland: Bush leggur sveig á leiði Popieluszko Varsjá, Reuter. VARAFORSETI Bandaríkjanna, George Bush, fór í gær ásamt Samstöðuleiðtoganum Lech Wa- lesa og lagði blómsveig á leiði séra Jerzy heitins Popieluszko, en honum var sem kunnugt er rænt af pólskum lögreglumönn- um og myrtur að loknum pynt- ingum árið 1984. Við athöfnina hvatti Bush Pólveija til þess að halda áfram baráttu séra Popiel- uszko „til þess að sigrast á hinu illa með góðu.“ Þegar Bush kom til kirkjugarðs- ins beið hans hópur fólks, sem hrópaði „Ekkert frelsi án Sam- stöðu“. Aldraðir foreldrar Popielus- zko, Marianna og Wladislaw, stóðu við hlið Bush um leið og hann minntist prestsins. „Rödd hans barst sem bjölluhljómur um landið og hann skal ekki falla í gleymsku," sagði Bush meðal annars. Sem Bush lagði blómsveiginn, sem prýddur var smáum banda- rískum fánum, á leiði Popieluszko dró hann upp fána Samstöðu úr vasa sínum og lagði ofan á sveig- inn. Að athöfninni lokinni rétti hann fram fingur sína með sigurtákninu, merki Samstöðu. Til kirkjunnar komu nokkur þús- und manns, sem fagnaði þeim Bush og Walesa og hrópaði m.a.: „Við viljum Lech, ekki Wojciech", en Wojciech er skírnamafn Jaruzelski hershöfðingja. Fjögurra daga heimsókn Bush til Póllands lýkur í dag. Meðan á henni hefur staðið hefur Bush hitt helstu Bush hefur veríð afskaplega vel tekið í Póllandi og á laugardag var þessi borði t.a.m. látinn falla niður af svölum við eitt fjölfamasta torg Varsjár um svipað leyti og Bush átti leið þar um. Á borðanum stendur: „Hið stríðandi Pólland býður vins sinn, varaforsetann Ge- orge Bush, velkominn." fyrirmenn Póllands að máli, þ. á Glemp erkibiskup og Walesa, eins m. þá Jaruzelski hershöfðingja, og áður er getið. Leynigreiðslur til kontra-skæruliða: Ekkja Caseys segir játningn uppspuna New York, Reuter. EKKJA Williams Casey heitins, sem var yfirmaður bandarísku leyniþjóustunnar CIA, sagði á sunnudag að það værí með öllu ósatt að eiginmaður hennar hefði játað á banabeði að hafa vitað um leynilegan stuðning við kontra- skæruliða í Nicaragua. Banda- ríska dagblaðið The Washington Post skýrði frá þvi á laugardag að Casey hefði játað á sig sakim- ar í viðtali skömmu áður en hann lést f maímánuði. í frétt The Washington Post var stuðst við viðtal sem blaðamaðurinn Robert Woodward kveðst hafa tekið við Casey er hann lá banaleguna. Woodward segist hafa átt fjögurra mínútna langt viðtal við Casey en vill ekki láta uppi hvenær það var tekið af ótta við að það geti komið sér illa fyrir þá sem hjálpuðu honum að komast inn á stofuna þar sem Casey lá. Woodward hefur nýverið lokið við bók um bandarísku leyni- þjónustuna sem nefnist „Leynistríð CIA 1981-1987“. Woodward kveðst hafa spurt Casey hvort hann hafí vitað að ágóði af vopnasölu til íran hafi runnið til kontra-skæruliða og segir blaðamaðurinn Casey hafa kinkað kolli. Eftirlifandi eiginkona Caseys, Sophia, sagði í samtali við frétta- mann bandarískrar sjópnvarpsstöðv- ar á sunnudag að fullyrðingar Woodwards væru „helber lygi og uppspuni". Ray Cline, fyrrum yfír- maður bandarísku leyniþjónustunn- ar, lýsti yfír því að saga Woodwards væri ótrúleg. „Ég tel að frásögn Woodwards af samtalinu við Casey á sjúkrahúsinu hljóti að vera upp- spuni að mestu," sagði Cline. Þótt Casey hefði vitað um greiðslur til skæruliða hefði það verið íjarska ólíkt honum að játa það fyrir Wood- ward, að sögn Clines. Woodward og félagi hans Carl Bemstein afhjúpuðu Watergate- hneykslið svonefnda sem varð til þess að Richard M. Nixon sagði af sér embætti Bandaríkjaforseta árið 1974. Heimsókn Weinberg- ers til Persaflóa lýkur Enn finnast dufl a Bahrain, Reuter. í GÆR fundust fleirí dufl á Persa- flóa, en í sama mund lauk heim- sókn Caspars Weinbergers, varnarmálaráðherra Banda- rikjanna, til flóans. í heimsókninni ítrekaði Weinberger þá ábyrgð sem Bandaríkjamenn hefðu tekið sér á herðar til þess að halda al- þjóðlegum siglingaleiðum á svæðinu opnum. Duflin, sem fund- ust, voru skammt undan strönd Dubai. Spenna á flóanum minnkaði ekki við komu Weinbergers, en menn vænta enn hefndaraðgerða írana vegna þyrluárásar Bandaríkjaflota á íranskt skip í síðustu viku, en skip- floanum veijar þess voru staðnir að því að leggja tundurdufl. Weinberger^gaf á hinn bóginn lítið út á hótanir Irana: „Þeir hafa fjasað um hefnd frá árinu 1979 . . .“ og vísaði þar til stofnun- ar íslamska klerkaveldisins eftir að Reza Pahlevi, íranskeisara, hafði verið steypt af stóli. Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hermdi í gær að Bandaríkjastjóm hygðist taka upp fyrirbyggjandi ár- ásir á skip, sem talið væri að legðu tundurduflum. Bandaríkjastjóm vísaði þessu hins vegar á bug og sagði talsmaður hennar að slíkar árásir væra alls ekki á döfínni og hugarburður einn. Reuter Á sunnudag átti Bush einkaviðræður við Lech Walesa og að sögn var Walesa mjög ánægður með fundinn. Shevardnadze i Suður-Amenku: Friðarviðræður og viðskipti verða efst á baugi Fyrsta heimsókn sovésks ráðamanns til Suður-Amenku Buenos Aires, Reuter. EDUARD Shevardnadze, utanrík- isráðherra Sovétríkjanna, hóf á laugardag opinbera heimsókn til nokkurra ríkja Suður-Ameríku. Er þetta í fyrsta skipti sem svo háttsettur sovéskur embættis- maður sækir riki þessi heim. Talið er að þessi för sé liður í undirbún- ingi fyrír heimsókn Mikhails Gorbachevs til þessa heimshluta, liklega á næsta árí. Shevardnadze kom til Brasilíu á laugardag en hann mun einnig eiga viðræður við ráðamenn í Argentínu og Uraguay. Heimsókninni lýkur 7. október og mun hann koma við á Kúbu í bakaleiðinni. Afvopnunar- mál, friðarviðleitni leiðtoga ríkja Mið-Ameríku og tvíhliða viðskipti verða einkum til umræðu. „Þetta er mjög mikilvæg heimsókn og hún markar ákveðin þáttaskil í utanríkis- stefnu Sovétríkjanna," sagði Adolfo Rosselini, talsmaður argentínska utanríkisráðuneytisins. Ríkin þijú sem Shevardnadze sækir heim styðja friðaráætlun sem forsetar fimm Mið-Ameríkuríkja samþykktu í síðasta mánuði. Sovét- menn hafa einnig lýst yfir stuðningi við áætlunina sem miðar að því að koma á friði í ríkjum Mið-Ameríku. Samkvæmt henni verður lýst yfír vopnahléi í átökum stjómvalda og hinna ýmsu skæraliðahreyfinga þann 7. nóvember auk þess sem hún kveður á um að stjómarandstæðing- um verði sleppt úr haldi og mann- réttindi virt. Á undanfömum áram hafa sam- skipti Sovétríkjanna og ríkja Suður- Ameríku farið batnandi. Þetta má að hluta til rekja til aukinna við- skipta. Vöraskiptajöfnuðurinn hefur verið Sovétmönnum óhagstæður. Þeir hafa keypt hráefni frá nokkram ríkja Suður-Ámeríku en hins vegar hefur þeim gengið treglega að selja útflutningsvörar til þessara landa, sem flest era skuldum vafín. Að Kúbu frátaldri er Argentína helsta viðskiptaland Sovétmanna í þessum heimshluta. Komútflutningur Arg- entínumanna til Sovétríkjanna jókst veralega eftir að Jimmy Carter, fyrr- um Bandaríkjaforseti, setti á kom- sölubann í kjölfar innrásar sovéska hersins í Afganistan árið 1979. Þá hafa Argentínumenn einnig lýst sig fylgjandi banni við smíði geim- og efnavopna og segja stjómarand- stæðingar í érgentínu að þessi afstaða stjórnar Rauls Alfonsín for- seta hafi treyst sambandið við Kremlveija. Fundur fulltrúa sjö iðnríkja: Samþykkt að standa við fastgengisstefnu Washington, Reuter. RÁÐHERRAR og bankastjórar sjö vestrænna iðnríkja samþykktu á laugardag að standa við Lo- uvre-samkomulagið frá því í febrúar um stöðugt gengi helstu gjaldmiðla. Bandaríkjamenn höfðu fyrir fundinn farið fram á að Bandaríkjadal yrði gefið svigr- úm til að lækka gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Fulltrúar Bandaríkjanna, Japans, Vestur-Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Ítalíu og Kanada sam- þykktu einnig að ríki með hagstæðan viðskiptajöfnuð og þá einkum Japan og V-Þýskaland héldu áfram að örva eftirspum á innanlandsmarkaði. Einnig var lagt hart að Bandaríkja- mönnum að minnka hallann á ríkis- sjóði. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, James Baker, benti á nokkum árangur stjómar sinnar. Líkur væra á að hallinn á ríkissjóði yrði á þessu ári 60 milljörðum Bandaríkjadala minni en áætlað var. Einnig nefndi hann yfírlýsingu Ronalds Reagan fyrr um daginn þar sem fram kom að hann myndi leggja fram fram- varp um lög sem þvinguðu fram minni halla á ríkisbúskapnum. Á fundinum var einnig rætt um „óheiðarlegar samkeppnisaðferðir" sumra Asíuríkja á borð við Taiwan, Singapore og S-Kóreu en þessi ríki vora sökuð um að halda gengi gjald- miðla sinna of lágu gagnvart Bandaríkjadal. Fjármálamenn víða um heim tóku samþykkt fundarins vel því margir höfðu óttast að fallið yrði frá Lo- uvre-samkomulaginu um fast gengi. Sumir höfðu þó á orði að árangur fundarins væri lítill og svo virtist sem „mestur tími hefði farið í að drekka kaffí".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.