Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 Morgunblaðið/Þoricell Albert Guðmundsson og Júlfus Sólnes heilsast að loknum kosningum um formann og varaformann. Albert var kosinn „rússneskri** kosningu, eins og hann orðaði það sjálfur, með lófataki án atkvæða- greiðslu, en Júlíus hlaut 227 atkvæði og Benedikt Bogason 100. arsteinar, sem Borgaraflokkurinn byggir á í baráttu sinni fyrir rétti einstaklingsins hvar sem fulltrúar hans fá því við komið. Á þeim örlagaríku dögum í marsmánuði sl., á endaspretti kosningabarát- tunnar, var forgöngumönnum að stofnun Borgaraflokksins nauð- ugur einn kostur að stofna stjóm- málaflokk og bjóða fram í öllum kjördæmum landsins með örfárra daga undirbúningi en þola óvenju- lega valdníðslu ella.“ í stjómmálaályktun Borgara- flokksins er vfðast all almennt orðalag í hinum ýmsu málaflokk- um, að flokkurinn standi með einstaklingnum í kerfínu, að taka þurfí á verðbólguvandanum, laun- amisréttinu, skattamisrétti, að landið byggist allt eins og land- kostir bjóði, að stjómunarkerfí sjávarútvegs og landbúnaðar séu stórgölluð og flokkurinn fagnar árangri af afvopnunarviðræðum stórveldanna og telur brýnt að unnið sé gegn mengunarhættu í úthöfum og andrúmslofti. Landsfundur Borgararflokksins: Albert kjörinn for- maður með lófataki Valddreif- ingin gekk ekkiupp - segirBene- dikt Bogason verkfræðingnr „í heild er ég afskaplega ánægður með þennan landsfund þótt prógramið færi aðeins úr skorðum, þvi við reiknuðum með að við gætum syndgað upp á náðina og þetta gekk alveg upp,“ sagði Benedikt Bogason verk- fræðingur i samtali við Morgun- blaðið að loknum landsfundi Borgaraflokksins. „Þeir sem stóðu að baki mér og urðu þess valdandi að ég gaf kost á mér á síðustu stundu til varafor- manns, sýndu að mínu mati fyllstu kurteisi, en það kom á óvart að Ásgeir Hannes skyldi draga sig í hlé á síðustu stundu. Mér fannst mjög auðvelt að fara í kosninguna þótt AJbert væri búinn að gefa út stuðningsyfírlýsingu við Júlíus Sól- nes. Ég og mínir menn lögðum engu að síður áherslu á valddreif- ingu. Ég var fulltrúi fyrir ákveðinn hóp, sem einblíndi á valddreifing- una, en það gekk ekki upp. Ég hef enga ákvörðun tekið um það hvort ég býð mig fram aftur til formanns eða varaformanns." Júlíus Sólnes varaformaður með 226 atkv. — Benedikt Bogason hlaut 100 atkvæði Um 350 manns tóku þátt í kosningu embættismanna Borgara- flokksins á fyrsta landsfundi flokksins sem haldinn var á Hótel Sögu sl. föstudag og laugardag. Þó hafði 581 flokksmaður ver- ið skráður til þátttöku á fundinum samkvæmt upplýsingum blaðafulltrúa fundarins. Albert Guðmundsson var kjörinn for- maður án atkvæðagreiðslu með lófataki, en kosið var á milli Júlíusar Sólnes og Benedikts Bogasonar eftir að Ásgeir Hannes Eiríksson hafði dregið framboð sitt til baka, en þeir þremenning- ar höfðu allir tilkynnt um framboð sitt til varaformanns. Ásgeir Hannes Eiríksson hvatti stuðningsmenn sína til þess að kjósa Júlíus Sólnes. Úrslit urðu þau að Júlíus Sólnes hlaut 227 at- kvæði en Benedikt Bogason 100 atkvæði. 4 seðlar voru auðir. Landsfundur Borgaraflokksins væng stjómmálanna, náð að festa setti flokknum skipulagsreglur og mótaði afstöðu flokksins til ýmissa þjóðfélagsmála. í stjóm- málaályktun fundarins segir að landsfundurinn marki tímamót í stjómmálasögu íslendinga að því leiti að í fyrsta sinn í 60 ár hafí stjómmálaflokkur, sem á sjö full- trúa á Alþingi íslendinga og ekki er sérstaklega tengdur vinstri sig í sessi um allar byggðir lands- ins. „Borgaraflokkurinn," segir í stjómmálaályktuninni, „hefur sótt fylgi sitt um allt litróf íslenska flokkakerfísins. Því veldur kjam- inn í hugsjón hans, sem höfðar nánast til hvers einasta manns, vegna þess hve ríkjandi hann er í almennu viðhorfí íslendinga. Mannúð og mildi eru þeir hyming- Benedikt Bogason og Júlíus Sólnes fagna að lokinni kosningu vara- formanns. Ég er mjög ánægður með mína stöðu - segir Júlíus Sól- nes varaformaður Borgaraflokksins „Út af fyrir sig er ég nyög ánægður með mina stöðu eftir landsfundinn, ég leyni þvi ekkert,“ sagði Júlíus Sólnes alþingismaður, nýkjörinn varaformaður Borgara- flokksins, i samtali við Morgun- blaðið að loknum landsfundi. „Ég er þó fyrst og fremst ánægður með skoðanaskiptin á fundinum og tel þau gott veganesti inn á Alþingi fyrir þá 7 þingmenn sem eru til stað- ar fyrir flokkinn. Annars einkenndist þessi fundur af frumraun okkar með landsfund og við tökum mið af því, bæði í kosningum og umræðum." Séð yfir hluta fundarsalarins þegar kosningin fór fram. Borgaraflokkurínn ekki neitt stundarfyrirbrigði - segir Albert Guðmundsson „Það er ljóst að á þessum þróttmikla fundi hafa margir tekið þátt í að móta stefnu og framtíðarandlit flokksins sem sýnir að hann er ekki neitt stundarfyrirbrigði," sagði Ai- bert Guðmundsson formaður Borgaraflokksins í samtali við Morgxinblaðið að loknum landsfundi Borgaraflokksins. „Hér er fólk úr öllum lands- er jú aðeins 6 mánaða stjóm- hlutum," sagði Albert, „og það málaflokkur. Það er ljóst að það má búast við því að flokkurinn er þörf fyrir nýtt pólitískt afl í eigi eftir að breiða úr sér, þetta íslenskum stjómmálum." Vesturland Vestfiröir Noröurland Norðausturland 29. og 30. sept. 1. og 2. okt. 3. og 4. okt. 5. okt. Austfirðir 7. okt. Suðurland 8. og 9. okt. Suðurnes ÍO. okt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.