Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 ( Erindi fjármálarádherra á ráðstefnu Lífs o g lands: Greitt í sérstakan landgræðslusj óð gegn skattaívilnunum LANDSSAMTÖKIN Líf og land héldu síðastliðinn sunnudag ráðstefnu um gróðureyðingu og landgræðslu. Á annað hundrað manns sóttu ráðstefnuna og er hún sú fjölmenn- asta sem haldinn hefur verið um þetta málefni í áraraðir, að sögn Herdísar Þorvaldsdóttur formanns samtakanna. Fjölmörg erindi voru flutt á ráðstefnunni, meðal annars eitt frá Jóni Baldvin Hannibalssyni, fjármálaráðherra. SIó hann fram þeirri hugmynd að settur yrði á stofn sérstakur landgræðslusjóður sem fyrirtæki og einstaklingar gætu greitt í gegn skattaívilnunum. Segir í erindi fjármálaráðherra að tímabært sé að huga að nýjum leiðum til styrktar landgræðslu- starfí, svo unnt sé að halda áfram uppi vömum gegn gróður- og jarðvegseyðingu. Ein hugmynd væri sú að stofna sérstakan land- græðslusjóð sem tæki við framlög- um frá fyrirtækjum og einstakl- ingum gegn því að fé sem þannig væri varið yrði frádráttarbært til skatts. Þó að frádráttarliðir allir væru „eitur í beinum" fjármálaráðherra sem sæti yfír tómum ríkiskassa, kallaði hættuástandið í gróður- og jarðvegseyðingu á óvenjuleg viðbrögð og rétt væri að kanna allar leiðir í því sambandi. Taldi íjármálaráðherra þó að Frá ráðstefnu Lífs og lands á sunnudag um landgræðslu og gróðureyðingu. í ræðustól er Björn Björns- son, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sem flutti erindi Jóns Baldvins Hannibalssonar.fjármálaráðherra. aukin fjárframlög til landgræðslu skiluðu takmörkuðum árangri ef ekki yrði beitt fyrirbyggjandi að- gerðum til að stöðva þá „átveislu“ sem fram færi á afréttum lands- ins. Ekkert yrði gert af viti í landgræðslumálum nema um leið væri tekið föstum tökum á „of- framleiðslustefnu í landbúnaði". VEÐUR / / / í DAG kl. 12.00: / / / / / / Heímild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 29.09.87 YFIRLIT á hádegi í gær: Á vestanverðu Grænlandshafi er 969 millibara lægð sem þokast norövestur og grynnist, en vaxandi 980 millibara lægð um 600 km suðsuðuaustur af Hvarfi hreyfist norður og verður á Grænlandshafi í nótt og á morgun. SPÁ: í dag verður suðvestlæg átt á landinu, hvassviðri eða storm- ur og skúrir vestantil en hægari og léttskýjað með köflum austantil. Hiti 9—14 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA MIÐVIKUDAGUR: Suðvestanátt með skúrum á Suður- og Vestur- landi en bjart veður fyrir norðan og austan. Hlýtt einkum Norðan- lands. FIMMTUDAGUR: Breytileg átt og skúrir víða um land, síst þó á Austurlandi. Heldur kólnandi veður. TÁKN: A Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- A stefnu og fjaðrirnar { \ Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. {£ Léttskýjað / / / r r r r Rigning / / / * / * skýjað r * r * Slydda / * / Alskýjað * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius \J Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður xn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hKI veíur Akureyri 11 IðtUkýjað Reykjavlk 9 Þokumóða Bergen 10 skýjað Helsinki 10 skýjað Jan Mayen 4 súld Kaupmannah. 14 skýjað Narssarasuaq 5 skýjað Nuuk 3 aúld Osló 12 léttskýjað Stokkhólmur 8 súld á 8Íðs. kls. Þórshöfn 10 rigning Algarve 24 léttskýjað Amsterdam 13 skýjað Aþena 28 léttskýjað Barcelona 22 rigning og súld Berlfn 12 skúrásíðst. klst. Chlcago 16 mlstur Feneyjar 18 skýjað Frankfurt 11 skýjað Qlasgow 11 skýjað Hamborg 12 skúréslð. klst. Las Palmas 27 hélfskýjað London 12 skýjað LosAngeles 17 þokumóða Lúxemborg 7 skýjað Madríd 24 léttskýjað Malaga vantar Mallorca 28 skýjað Montreal 11 léttskýjað New York vantar Parfs 12 skýjað Róm 27 skýjað Vfn 11 léttskýjað Washlngton 18 Þokumóða Winnipeg 12 þrumuveður ___ * Forseti Islands í opinbem heim- sókn til Italíu FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, hefur þegið boð Francesco Cossiga, forseta ít- alíu, um að koma í opinbera heimsókn til Ítalíu dagana 5.-9. október nk. Flogið verður beint til Rómar með flugvél Flugleiða að morgni 5. október og lent á Leonardo da Vinci flugvelli kl. 15.15. Ítalíufor- seti mun taka á móti forseta íslands í Quirinale-höll, en þar mun forseti búa meðan á dvölinni í Róm stend- ur. Síðdegis mun forseti hitta ráðherra og háttsetta embættis- menn, og síðan verður móttaka fyrir erlenda sendiherra búsetta í Róm. Um kvöldið heldur Ítalíuforseti kvöldverðarboð til heiðurs forseta íslands. A öðrum degi heimsóknarinnar mun forseti íslands leggja blóm- sveig á leiði óþekkta hermannsins að viðstöddum vamarmálaráðherra Ítalíu. Því næst mun forseti hitta Nicola Signorello, borgarstjóra Rómaborgar að máli í ráðhúsi borg- arinnar. Forsætisráðherra Ítalíu, Giovanni Goria, heldur síðan hádeg- isverðarboð til heiðurs forseta íslands. Síðdegis heimsækir forseti iðnfyrirtæki. Um kvöldið heldur forseti íslands kvöldverðarboð til heiðurs forseta Ítalíu. Að morgni miðvikudags 7. októ- ber verður flogið til Sikileyjar, en þar verður dvalið í tvo daga. í Pal- ermo taka háttsettir embættismenn á móti forseta. Skoðaðar verða Úr umferðinni í Reykjavík 27. september 1987 Árekstrar urðu samtals 8. Ökumaður var fluttur á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur kl. 17.10 á mótum Höfðabakka og Stekkjar- bakka. í þremur tilfellum lék grunur um ölvun við akstur. 31 ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur þennan sunnudag og þar af 3 sviptir ökuréttindum sínum strax vegna brots síns. Hrað- ast var ekið með 140 km/klst. hraða vestur Ártúnsbrekku og sá ökumaður grunaður um að vera ölvaður við aksturinn kl. 06.32. Annar ökumaður mældist aka 114 km/klst. hraða um Ártúnsbrekku, það var kl. 07.10 og þriðji kl. 18.46 vestur Ártúnsbrekku á 118 km/klst. hraða. Um kl. 04 á sunnudagsmorgni var ölvaður ökumaður stöðvaður eftir hraðan akstur um Njálsgötu. Hann viðurkenndi 70 km/klst. hraða en hámarkshraði um Njálsgötu er leyfður 30 km/klst. Um Reykjanesbraut var kært fyrir 112 km/klst. hraða og 96 km/ klst. um Miklubraut. Tveir ökumenn fundust réttindalausir í sunnudagsumferðinni. Frétt frá Lögreglunni í Reykjavík. Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- lands. merkar fornminjar á eyjunni, farið um landbúnaðarhéruð og eldfjallið Etna skoðað úr lofti. Föstudaginn 9. október verður flogið til Rómar og síðan áfram til Keflavíkur með flugvél Flugleiða. í fylgd með forseta íslands verð- ur Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra og Edda Guð- mundsdóttir, Hörður Helgason sendiherra og Sarah Ross Helga- son, Hannes Hafstein ráðuneytis- stjóri og Ragnheiður Hafstein og Komelíus Sigmundsson forsetarit- ari og Inga Hersteinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.