Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 46
*?a<3T CIÍ’ttUftGS.Tátta .00. jölClAdaV!' 1 rrÍTOílt. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 “•<k 46 Minning: AlexanderH. Bridde bakarameistari Fæddur 31.janúar 1948 Dáinn 20. september 1987 Þegar sú frétt berst að ungur maður í blóma lífsins sé dáinn, þá stendur allt kyrrt. Við aumar mann- verur stöndum í kyrrðinni og spyrjum; „Hvers vegna?“ og „Hver er tilgangurinn með þessu öllu?“ Ungur maður, hraustur, duglegur, skapmikill, hreinskiptinn og dreng- ur góður er horfínn. Hann átti fallegt heimili, yndislega konu og þrjú falleg og góð böm. Hvers vegna? Við getum aldrei svarað þessum spumingum, lífíð og dauð- inn er óútreiknanlegur. Eg sem skrifa þessi orð er frændi Alexand- ers og er í náinni vináttu við fjöl- skyldu hans. Þegar ég var 7 eða 8 ára var ég í fóstri í mánaðartíma hjá foreldrum hans, þeim Hermanni og Hrafnhildi, sem var systir föður míns. Þessir fósturdagar vom og em meðal sólbjörtustu daga æsku minnar. Þau hjónin vom mér ein- staklega góð og Hermann hefur siðan verið mikilmenni í huga mínum. Alexander áttir einstaka foreldra ~ sem ólu hann og bræður hans þijá upp í hlýju og reglusemi. En stórt ský dró fyrir sólu þann 9. október 1964 þegar móðir Alexanders, Hrafnhildur Margrét Einarsdóttir lést. Þetta vom erfíðir dagar hjá eiginmanni og fjómm sonum, en sorgin þjappaði þeim saman. Við sem kynntumst þeim, fundum að þeir vom tengdir mjög nánum bönd- um. Hermann, faðir Alexanders kvæntist aftur myndarkonu, Önnu Guðnýju Armannsdóttur, en hún reyndist sonunum fjómm sem besta moðir og skóp þeim traust og ástríkt heimili sem gott var að heim- sækja. Alexander gerðist snemma skáti og átti félagsskapurinn vel við hann og hans skapgerð. Skátastarfið ætlast til að einstaklingurinn fái að njóta sín. Hann átti góðar stund- ir með félögum sínum í sjóskáta- flokki og var margt brallað eins og duglegra stráka er háttur. Seinustu árin kom ég oft við í bakarínu við Háaleitisbraut eins og ég hafði gert þegar Hermann var þar, og áður þegar bakaríið var við Hverfisgötu. Var þá sest niður yfír kaffíbolla og kökum og spjallað saman. Kom þá í ljós hve mikill fjölskyldumaður Alexander var. Hann var giftur Maríu Karlsdóttur og eiga þau þrjú böm, þau Hrafnhildi f. 18. júní 1970, Karl Jóhann f. 10. september 1973 og Kristínu f. 8. febrúar 1980. Eg vissi að eftir erfíðan dag í bakaríinu var ekki lagt minna á sig við byggingu húss, enda setti hann stolt sitt í að búa fjölskyldu sinni gott heimili. Þegar rifjaðar em upp minningar um góðan dreng og um umhverfið sem hann ólst upp í, þá sækja að manni þessar spurningar sem ég spurði í upphafi. Þær sækja á huga manns vegna þess að framundan vom ár ávaxta erfíðis og dugnaðar. Fyrirtækið gekk vel og erfíðleikar að mestu að baki. Sama er að segja um byggingu húss. í Lúkasarguðspjalli, versi 39-45, er sagt frá er Jesú var í Getsemane og bað föður sinn Guð í bæn um miskunn. „Faðir, ef þú vilt, tak þennan kaleik frá mér. En verði þó ekki minn heldur þinn vilji." En Guð faðir hans lét hann deyja fyrir okkur synduga mennina. Hann sýndi syni sínum enga miskunn. „Þá birtist honum (Jesú) engill af himni, sem styrkti hann. Og hann komst í dauðans angist og bað enn ákafar fyrir, en sveiti hans varð eins og blóðdropar er féllu á jörðina." Kæm vinir, ég sendi ykkur mínar fátæklegu samúðarkveðjur. Er það bæn mín til Guðs föður að hann sendi ykkur styrk og huggun. Ágúst Þorsteinsson Það er dýrmætt hverjum æsku- manni að kynnast góðu fólki og eiga góða vini og félaga, þar skipta árin engu máli. í dag er kvaddur Alexander H. Bridde, sem svo snögglega var kall- aður. I blóma lífsins aðeins 39 ára að aldri. Synir okkar em bestu vinir. Sunnudagurinn 20. september var haustlegur og napur og erfitt var að setjast niður og taka þeirri sorgarfregn er barst. Dijúpt er höfði og spurt „hvers vegna“? Nú er skammt stórra högga á milli, er þeir vinimir sjá á eftir feðmm sínum fyrirvaralaust, sem báðir vom um fertugt, aðeins_ tæp tvö ár á milli fráfalls þeirra. í Spámanninum seg- ir um vináttuna. „Og ungmenni nokkurt sagði: Ræddu við okkur um vináttuna. Og hann svaraði og sagði: Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálar- innar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þ ú kemur til hans svangur og í leit að friði.“ Endurminningar leita á hugann. Minningar úr starfí og leik, frá heimili og vinnustað. Nú í ágúst skein sólin glatt suður á Italíu. Innilegir samfundir, gleði og áhyggjulausir sumarleyfísdagar, þar sem Alli og Maja glöddust í fríi sínu og naut Hlynur samvist- anna með þeim sem endranær. Við höfum fyrir margt að þakka. Alltaf var áhuginn til staðar gagn- vart því sem vinimir tóku sér fyrir hendur. Þegar þeir fóm í Myndlistarskól- ann, stunduðu fiskaræktina eða íþróttimar og nú síðustu dagana þegar þeir eignuðust gítarana sína. Ósjaldan hefur verið komið heim með bros á vör og vitnað í það sem Alli hafði sagt eða gert. Og ævin- lega leiðbeindi hann þeim. Minnst er skemmtilegrar ferðar austur í Pétursey í sumar til Kalla í sveitina og í heyskapinn, og fjarstýrðu flug- vélinni var flogið hátt. Alli var mikill fjölskyldumaður og ber heimilið fallega í Kleifarásn- um þess fagurt vitni. Hvarvetna blasa við verkin hans, slíkur hag- leiksmaður var hann. Þegar drengirnir okkar fermdust í vor, vildi hann gera listaverk fyrir Hlyn. Það gleymist ekki, né þétt handtakið sem fylgdi, og orðin sem hann viðhafði í tilefni af því. Okkur er sagt að erfiðleikamir séu til að yfírstíga þá. Þær leita nú á hugann ljóðlínur Steingríms Thorsteinsson- ar: Ei vitkast sá er aldrei verður hryggur hvert viskubam á sorgarbijóstum liggur. Á sorgar hafsbotni sannleikspcrlan skín, þann sjóinn mátt því kafa ef hún skal verða þín. Og aftur segir í Spámanni Kahl- ils Gilbran. Þú skal ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur þér orðið ljósara í fjarveru hans eins og fjallgöngumaðurinn sér fjallið best af sléttunni. Góður maður og vinur er geng- inn. Kæra María, Hrafnhildur, Kristín og elsku Kalli okkar. Guð styrki ykkur öll. Trúðu á tvennt í heimi tign sem seðsta ber. Guð í alheimsgeimi. Guð í sjálfum þér. Blessuð sé minning Alexanders H. Bridde. Hvíli hann í friði. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Eva og Hlynur Þór Bróðurkveðja Aðfaranótt sunnudags 20. sept- ember varð bráðkvaddur á heimili sínu að Kleifarási 9, Alexander H. Bridde. Það er erfiðara en orð fá lýst að sætta sig við slíkt. Maður í blóma lífsins, fullur af krafti og hugmyndum, hverfur af þessu jarð- vistarlífi í einu vetvangi. Minning- arnar streyma upp í huganum um þennan trygga góða bróður. Hann bjó yfir þeim krafti, sem prýðir alla hrausta drengi. Hann var hjálplegur og vildi hvergi aumt sjá. En kapps- mikill þess á milli og ætíð vildi hann vera með fremstu mönnum í leik og við störf. Hann hafði sína skoðun á öllu, sem var mannlegt og þjóðlegt og lét ekki deigan síga í rökræðum. Alli, en svo var bróðir minn kall- aður, var ætíð hreinskilinn og heiðarlegur. Hann kunni ekki að fara með ósannindi en átti til að gantast við fólk. Margar samverustundir á Egils- götu 12 og Bárugötu 8 hjá ömmu Dísu verða mér ógleymanlegar. Enda reyndust afi og amma okkur bræðrum vel. Og ekki má gleyma yngri árum okkar við leik og störf við Þingvallavatn því þar eiga for- eldrar okkar sumarhús. Snemma fékk Alli áhuga á að læra bakaraiðn og voru hæg heima- tökin þar sem við bræðurnir ólumst meir eða minna upp við og umgeng- umst bakaraísrekstur í fjölda ára, en svo tók faðir okkar, Hermann Bridde, við rekstri af föður sínum og reisti nýtt bakarí við Háaleitis- braut. Við það að byija svo ungur að starfa með afa sínum og föður, báðum harðduglegum, ákveðnum iðnaðarmönnum og trúum iðngrein sinni, hlýtur að hafa gefið Alexand- er þann kraft sem hann bjó að. Krafturinn og útsjónarsemin í öllu sem hann tókst á við og þar að fór hagleiksmaður í höndunum. Alex- ander varð svo bakarameistari og tók á leigu bakarí föður síns og rak það með sóma til dauðadags. Það átti ekki eingöngu fyrir hon- um að liggja að verða bakari heldur var hann með handlagnari mönnum við smíðar. Og eru þeir smíðisgripir og húsið hans glæsilegur vitnis- burður um verklagni hans. Þegar hann reisti húsið sitt við Kleifarás 9 var hann ekki heill til heilsu því að skömmu áður hafði hann geng- ist undir aðgerð á þekktu sjúkrahúsi í London. En viljinn og skapfestan var svo mikil að hann hóf þegar að koma þaki yfir fjölskyldu sína á myndarlegan hátt. Hann kveinkaði sér aldrei. Þeir smiðir og verka- menn, sem hann réði til vinnu máttu hafa sig alla við til að hafa við honum. Alexander átti þeirri gæfu að fagna að starfa með skátahreyfíng- unni. Þar kynntist hann þeim traustu vinum, sem alla tíð héldu tryggðarböndum. Alli naut á ungl- insárum þeirrar gæfu að hafa dvalist hjá góðu fólki í Pétursey í Mýrdal yfír sumartíma og þessi vin- áttubönd hafa ekki rofnað. Stærsta stund í lífi Alexanders var þegar hann gekk að eiga Maríu Karlsdóttur og áttu þau hjón þijú börn, Hrafnhildi, sem skírð var í höfuð móður Alexanders, sem lést 9. október 1964, svo er það Karl Jóhann og Kristín, sem er yngst. Ég vona að minning um traustan föður sé þeim huggun í harmi og t Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR frá Hvammstanga, til heimilis á Knarrarbergi 1, Þorlákshöfn, andaðist i Vifilsstaðaspítala sunnudaginn 27. september. Jóhannes Lárusson, Kristrún Guðjónsdóttir, Matthildur Óskarsdóttir, Árni V. Árnason, Jóhanna Óskarsdóttir, Kári Böðvars, Björk Lind Óskarsdóttir, Pálmi Aðalbergsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJARNI ÖSSURARSON, Norðurtúni 2, Keflavík, lést i Sjúkrahúsi Keflavíkur aðfaranótt mánudags 28. september. Ólöf Pálsdóttir, Gestur Á. Bjarnason, Sigríður Birgisdóttir, Páll V. Bjarnason, Sigríður Harðardóttir og barnabörn. t Eiskulegi sonur minn og bróðir okkar, GUÐMUNDUR Ú. SIGURJÓNSSON, Nökkvavogi 5, andaðist í gjörgaesludeild Borgarspítalans laugardaginn 26. þ.m. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurjón Úlfarsson og systkini. t Móðir mín og tengdamóðir, GUÐRÚN BENEDIKTSDÓTTIR REYNDAL, Sólvallagötu 33, andaðist á Öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10b, 27. september. F.h. aðstandenda og annarra vandamanna, Stella Reyndal, Heiðar Magnússon. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS VILHJÁLMSSON, Hamragerði 7, andaðist i Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 27. þ.m. Kristín Hólmgrímsdóttir, Margrét Hólm Magnúsdóttir, Gunnar Blöndal, Arndís Heiða Magnúsdóttir, Ingólfur Bragason, Þórey Bergljót Magnúsdóttir, Magnús Þór Haraldsson, Gísli Halldór Magnússon, Ásta Sverrisdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGGEIR ÓLAFSSON, Digranesvegi 121, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 25. þessa mánaðar. Fanney T ómasdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Bróðir okkar, ÞÓRIR ÞORKELSSON, Smáratúni 14, Selfossi, andaðist i Borgarspítalanum sunnudaginn 27. september. Systklnin. t Móðir okkar, RÓSA SIGURÐARDÓTTIR frá Merkigili, Þórunnarstræti 123, Akureyri, verður jarösungin frá Grundarkirkju fimmtudaginn 1. október kl. 13.30. Börn hinnar látnu. ’sssm .jjLUiipiHiJiliiriimi"!T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.