Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 41 Afmæliskveðja: Lív Jóhannsdóttir Nú á dögum tíðkast að flokka fólk í þjóðfélagshópa eftir aldri. Fólk er böm, unglingar, ungt fólk, miðaldra, roskið og aldrað. Þessir flokkar hafa hver sína sérstöðu með tilheyrandi „athvarfi, félagsmiðstöð og þingmanni". Enn eru þó til einstaklingar sem megna að rífa sig út úr þessu ald- ursflokkakjaftæði og ganga þvert á allar venjur í þeim efnum. Þeir hafa einfaldlega engan aldur og umgangast því alla jafnt. Fremst meðal jafningja í hópi aldursleys- ingja er tengdamóðir mín Lív Jóhannsdóttir. Þegar ég barði Lív augum fyrsta sinni fyrir nær þrem áratugum þá hafði hún ekki neinn aldur frekar en nú. Hún var hispurslaus, elsku- leg, beinskeytt og drepfyndin. Hún hafði þá tegund af viðmóti sem afvopnar öll tegundareintök mann- skepnunnar á svona um það bil 5 mínútum í verstu tilfellum. Og nú sem fyrr hlakka ég jafnmikið til að hitta þessa aldurslausu konu, hvort sem er í fjölskylduheimsóknum, um helgar eða við önnur tilefni. Þegar farið er yfir lífshlaup Lívar þá strandar maður ekki svo mjög á forstjóratitlum eða riddarakross- um, enda mundi hún fussa við svoleiðis hégóma. Þó þekki ég fáa sem væru betur komnir að vegtyll- um í lífínu því meðalmaður verður hún í engu talin. Hún fæddist 29. september árið 1912 í Osló þar sem faðir hennar, Jóhann Franklín Kristjánsson, var að ljúka prófí í húsagerðarlist við Kongelig Norske Kunst og Hand- verksskole. Móðir Lívar var Mat- hilde Wictoria fædd Foss-Gröndahl, dóttir Olaf Foss, ljósmyndara í Osló, og Marie Gröndahl frá Osló, Nor- egi. Jóhann Franklín var fæddur á Litlu-Hámundarstöðum, Árskógs- hreppi, sonur Kristjáns Jónssonar bónda þar og konu hans, Guðrúnar Jóhönnu Vigfúsdóttur af Krossa- ætt, en afi Guðrúnar, Gunnlaúgur Þorvaldsson, er talinn ættfaðir Krossaættarinnar. Lív er elst úr hópi 7 systkina, en næst koma Vilhjálmur læknir í Jönköping, f. 1913, Hákon Franklín, kaupmaður, f. 1914, Kristján Tryggvi, verkfræðingur, f. 1917 — d. 1947 í flugslysinu mikla í Héðinsfirði ásamt konu sinni og tveim bömum, Svavar, f. 1919, skipulagsstjóri Búnaðarbankans, Herdís María, starfsmaður Teikni- stofu Landbúnaðarins, f. 1925, og Guðrún Margrét, ritari og ætt- fræðingur, f. 1930. Jóhann, sem var einn af fyrstu arkitektum þessa lands, var eld- heitur hugsjónamaður, hugvitsmað- ur og afburða duglegur. Undir hans forystu hófst nýtt skeið í bygging- um til sveita þar sem horfið var frá lélegum torfhleðsluhúsum til reisu- legra steinhúsa sem enn í dag bera af öðrum húsum. Þetta voru því annasamir tímar og þegar heilsufar húsmóðurinnar var ekki upp á marga fiska þá varð það fljótlega hlutskipti Lívar að ala önn fyrir systkinum sínum þegar svo bar undir. Skólagangan varð því ekki löng þrátt fyrir mjög góðar námsgáfur. En Lív hefur alltaf til- heyrt þeim þrönga hópi sem finnst sælla að gefa en þiggja, enda er hún systkinum sínum kær og öðrum sem hana þekkja. Æskan og unglingsárin liðu hratt og fljótt dró að því að Lív fyndi sér lífsförunaut sem var ungur og glæsilegur Tungnamaður, Eiríkur Guðlaugsson frá Fellskoti í Bisk- upstungum. Eiríkur er sonur Guðlaugs Eiríkssonar bónda í Fells- koti og Katrínar Þorláksdóttur konu hans af Fremri-Hálsætt. Guðlaugur var sonur hagleiksmannsins Eiríks Einarssonar bróður Guðmundar Einarssonar eldra frá Miðdal. Eirík- ur Guðlaugsson er einn af þessum afbragðsmönnum þar sem heiðar- leikinn, vinnusemin og góðmennsk- an eru í fyrirrúmi. Lív og Eiríkur hafa verið í hamingjusömu hjóna- bandi í meir en hálfa öld. Böm þeirra eru Svava, f. 1937 — d. sama ár, Guðlaug Emilía, f. 1940, gift Pétri Elíassyni húsasms- ið, Hanna Matthildur, f. 1941, gift Edgari Guðmundssyni verkfræð- ingi, Katrín, f. 1947, gift Helga Karlssyni skrifstofustjóra, og Jó- hann Grétar verslunarstjóri, kvæntur Þóreyju Rut Jónmunds- dóttur flugfreyju. Barnabörnin eru orðin níu og bamabamabömin tvö. Lív hefur alltaf verið trúuð kona og hefur unnið mikið og óeigin- gjamt starf í þágu Laugamessafn- aðar og veit ég að þar sem annars staðar er hún mikils metin. Störf Lávar hafa þó mest verið í þágu heimilisins þar sem hún hefur haldið til streitu fyrri iðju sinni, að miðla öðmm af gæsku sinni. Eg óska að mega njóta samvista við tengdamóður mína um alla eilífð og veit að þannig er farið um alla afkomendur hennar, tengdafólk og vini. Lifðu heil og til hamingju með daginn. Edgar Guðmundsson HOTEL SELFOSS - FRUMSYfi WhótelW SELFOSS FRUMSYNING - HOTEL SELFOSS - FRUMSVNING HÓTEL SELFOSS - FRUMSÝNING HOTEL SELFOSS FRUMSYNING Frumsýning laugardaginn 3. okt. LADDI - EDDA BJÖRGVINS og JÚLÍUS BRJÁNSSON ásamt hljómsveitinni KARMA kynna: Frumsýning á stórkostlegri skemmtidagskrá meö úrvals skemmtikröftum. Húsið opnað kl. 19.00. — Matur fram- reiddur frá kl. 20.00. — Dansleikur frá kl. 23.30. ATH. Takmarkaður sýningafjöldi. MIÐAPANTANIR: MIÐAVERÐ: Frá mánud. 28. sept. kr. 2.400,- í Hótelinu. Forsala Hópafsláttur. aðgöngumiða hefst Miðaverða á dans- fimmtud. 1. okt. leik kr. 450,- frá kl. 17.-22. hote! SELFOSS Eyravegi 2, sími 2500 HÓTEL SELFOSS FRUMSÝNING - HÓTEL SELFOSS - FRUMSYNING - HÓTEL SELFOSS - FRUMSYNINC* - HÓTEL SELFOSS FRUMSYNING - HÓTEL SELFOSS FRUMSYNING .n'nsJa Bns.ins íiJ ilsri nnomabru;! maa tkU .ni; aaaad NYR FRAKT SOLU-OG ÞJÓNU STUAÐILI FYRIR FLUGLEIÐIR í HOLLANDI FRÁ l.OKTÓBER 1987. CAD - Aviation Services B.V. Cargo Point Building Schiphol - South 1118 ZP Schiphol The Netherlands Sími: 020 - 480010 Vöruflutningar um Luxembourg daglega. F&fffcmfyaát ó ö&&m ^&tókm/ FLUCLEIDIR HILLUEFNI iHMBmwtHHMmttmHnumtHWiif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.