Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 31 Norræn auglýsingahátíð: Verðlaunamynd- bandið íslenskt Kvikmyndafyrirtækið Frostfilm h.f. hlaut sl. laugardag gullverð- laun fyrir myndband sem gert Fisk- verðs- ákvörðun frestað ENGIN ákvörðun var tekin um fiskverð á fundi Verð- lagsráðs sjávarútvegsins i gær. Ákveðið var að næsti fundur yrði á morgun, mið- vikudag. Mikil óvissa hefur ríkt um hvort fulltrúar í Verðlagsráði nái samkomulagi um áfram- haldandi frjálst fiskverð til áramóta enda hafa skoðanir verið skiptar um ágæti þess fyrirkomulags. Af hálfu fisk- vinnslunnar og reyndar einnig meðal útgerðarmanna hafa verið uppi efasemdir um fijálsa verðlagningu, en fulltrúar sjó- manna munu eindregið vera fylgjandi því að fijálst fiskverð verði reynt áfram. Þá hafa stjómir SÍF og SH fallist á áframhaldandi fijálst fiskverð til áramóta til frekari reynslu. var við lag hljómsveitarinnar Grafík, Tango. Voru verðlaunin veitt á fyrstu norrænu auglýs- ingahátíðinni sem haldin var í Stokkhólmi. Alls kepptu 20 myndbönd, níu þeirra komust áfram í undanúrslit og voru fimm þar af islensk. Silfurverð- launin í þessum flokki féllu einnig íslenskum auglýsinga- gerðarmönnum í skaut, en þau hlaut Hið íslenska kvikmyndafé- lag og Sagafilm fyrir myndband við lag hljómsveitarinnar Strax, Moscow, Moscow. í keppni um auglýsingar fyrir sjónvarp og kvikmyndahús var keppt í 11 undirflokkum til gull- silfur og bronsverðlauna og tók þátt þar alls 241 auglýsing. Frá Islandi voru 32 auglýsingar í keppn- inni og hlaut ein þeirra silfurverð- laun í flokki þjónustuauglýsinga. Það var auglýsing fyrir Samvinnu- tryggingar, með Sigurði Siguijóns- syni, leikara, sem auglýsingafyrir- tækin Hugmynd og SYN unnu fyrir Auglýsingastofu GBB. Einnig var keppt í flokki kynningarmynda, þar í flokki var engin íslensk mynd. Birgir Isleifur Gunnarsson á tali við nemendur í beinni útsendingu. Morgunblaðið/BAR Utsendingar Utrásar hafnar ÚTVARPSSTÖÐ framhalds- skólanema, Utrás, hóf útsend- ingar í gær klukkan 17. Fyrsta útsendingin hófst með því að Birgir Isleifur Gunnarsson menntamálaráðherra klippti á vír og óskaði útvarpsmönnun- um heilla í ávarpi. Útvarpað verður frá klukkan fimm eftir hádegi til eitt eftir miðnætti virka daga og allan sólarhring- inn um helgar. Framhaldsskólanemar úr átta skólum standa að útvarpsstöðinni. Nemendur úr fjórum skólum skipta með sér hverri kvölddag- skrá og einnig sjá nemendur hvers skóla um klukkustundar menn- ingarefni á viku. Annars verður aðallega útvarpað tónlist en engar auglýsingar verða. Utrás byggir nú á þriggja og hálfs mánaðar reynslu, en útvarp- ið hóf starfsemi sína í febrúar á þessu ári. Samvinna verður á milli Utrásar og Bresks skólaútvarps °g hyggjast stöðvamar skiptast á efni í framtíðinni. Utvarpsstöðin er til húsa í kjall- ara Fjölbrautaskólans Breiðholti. Stöðin hefur keypt ný tæki, sendi, loftnet og fleira, fyrir 800 þús- und. Að sögn Sigurðar H. Hlöð- verssonar útvarpstjóra er Utrás framtíðarútvarp, þ.e. komið til að vera. Tívolítónleikar í óþökk yfirvalda Hvorki leyfi fyrir miðasölu né auglýsing- um í nafni Fjölbrautaskóla Suðurlands Selfossi UM fimm hundruð unglingar sóttu tónleika sem haldnir voru i Tívolíinu í Hveragerði á laugar- dagskvöld. Tónleikarnir fóru vel Tónleikar í Tívolí: Fj ölbrautaskóli Suðurlands átti enga aðild að samkomunni Auglýsingar um aðild nemendafélags skólans voru í algjöru heimildarleysi Selfossi. FJÖLBRAUTASKÓLI Suður- lands hefur sent frá sér fréttatil- kynningu vegna tónleika sem haldnir voru í Tívolíinu í Hvera- gerði og auglýstir voru í nafni nemendafélags skólans. „í tilefni af samkomu er haldin var í Tívolí í Hveragerði laugar- dagskvöldið 26. september síðast- liðinn skal þetta tekið fram: Aldrei kom til álita að Fjölbrauta- skóli Suðurlands væri með einum eða öðrum hætti aðili að þessari samkomu. Auglýsingar í þá veru voru í algjöru heimildarleysi. Upphaflega stóð til að Nemenda- félag Fjölbrautaskólans stæði ásamt öðrum að þessari samkomu og tók þátt í því að sækja um sam- komuleyfi til réttra yfirvalda. Þeirri umsókn var synjað þriðjudaginn 22. september síðastliðinn, og það með gildum rökum. Næsta morgun dró nemendafélagið sig til baka frá öll- um undirbúningi þessarar sam- komu, tilkynnti það yfirvöldum og forgöngumönnum samkomunnar og átti þar engan hlut að máli síðan. Auglýsingar um aðild félagsins að samkomunni og útgáfa aðgöngu- miða í nafni þess voru einnig í algjöru heimildarleysi." Selfossi 28. september. Þór Vigfússon skólameistari, Sigurður Eyþórsson formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. fram en- ölvun var nokkur. Eftir- máli kann að verða vegna tónleik- anna þar sem selt var inn á þá en leyfi var ekki fyrir slíku. Einn- ig voru tónleikarnir auglýstir í nafni nemendafélags Fjölbrauta- skóla Suðurlands sem hafði hætt þátttöku f þeim. Það var umboðs- fyrirtækið Bókarinn sem stóð fyrir tónleikunum í samvinnu við Tívolíið. Upphaflega var áformað að halda skemmtun í Tívolíinu, skóladag, sem nemendafélag Fjölbrautaskólans á Suðurlandi ætlaði að standa fyrir. Fyrirhugað var að sú skemmtun stæði til klukkan þijú eftir mið- nætti. Leyfi hafði fengist fyrir slíkri samkomu en var afturkallað á þriðjudag í síðustu viku þar sem yfirvöldum þótti sýnt að samkoman yrði mun viðameiri en umsóknin gerði ráð fyrir Einnig var hafnað umsóknum um tónleika fram yfir miðnætti. Nemendafélag Fjölbrauta- skólans dró sig svo alveg út úr þessu fyrirhugaða skemmtanahaldi á mið- vikudeginum. Þrátt fyrir að nemendafélagið væri ekki með í tónleikahaldinu birt- ust auglýsingar í nafni þess og skólans. Forsvarsmenn Bókarans, Hjörtur Hjartarson og Kristján T. Haraldsson, segja það hafa verið mistök, einnig það að miðamir inn á tónleikana hefðu verið merktir skólafélaginu. Þeir sögðu skemmt- unina hafa veið hugsaða sem kynningu á skemmtikröftum sem Bókarinn hefur á sínum snærum og þeir hefðu fengið skólafélag Fjöl- brautaskóla Suðurlands til að vera með og auglýsa skemmtunina. Tónleikamir vom haldnir á opn- unartíma Tívolísins og kostaði 700 krónur inn í húsið. Miðar að tónleik- unum vom seldir í framhaldsskólun- um. Lögregluyfirvöld munu gera athugasemd við tónleikahaldið þar sem ekki var leyfi fyrir því að selja inn á tónleikana. Hins vegar þarf ekkert leyfi ef ekki er selt inn. Einn- ig telur lögreglan það athugunar vert ef fjölmennar samkomur em haldnar í Tívolíinu þar sem húsið hefur ekki leyfi heilbrigðiseftirlitsins nema fyrir 200 manna samkomu. Húsið er á undanþágu frá Bmna- málastofnun vegna þaksins og stofnunin leyfír ekki að þar séu haldnar fjöldasamkomur. Sigurður Kárason forsvarsmaður Tívolísins sagðist ekki telja sig þurfa skemmtanaleyfi fyrir tónleikum á opnunartíma Tívolísins því hann stæði ekki fyrir neinni miðasölu inn í húsið. Sig. Jóns. Hvíldar, hressingar og heilsubótarferð eldri borgara á luxushótelið Sandansky 19. október ^ 2ja og 3ja vikna hressingardvöl á luxus heilsubótarhóteli. íslensk hjúkrunarkona með í ferðinni. 5000 kr. afsláttur fyrir ellilífeyrisþega. Hægt er að fara sérferðir til Saloniki í Grikklandi og ýmissa staða í Búlgaríu. Mögulegt er að dvelja nokkra daga í Kaupmannahöfn í upphafi og lok- um ferðar. ERUM FLUTT í MIÐBORGINA FERÐASbVAL hf Hafnarstræti 18 sími 14480 - 12534 mmmmm—mmmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.