Morgunblaðið - 29.09.1987, Side 31

Morgunblaðið - 29.09.1987, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 31 Norræn auglýsingahátíð: Verðlaunamynd- bandið íslenskt Kvikmyndafyrirtækið Frostfilm h.f. hlaut sl. laugardag gullverð- laun fyrir myndband sem gert Fisk- verðs- ákvörðun frestað ENGIN ákvörðun var tekin um fiskverð á fundi Verð- lagsráðs sjávarútvegsins i gær. Ákveðið var að næsti fundur yrði á morgun, mið- vikudag. Mikil óvissa hefur ríkt um hvort fulltrúar í Verðlagsráði nái samkomulagi um áfram- haldandi frjálst fiskverð til áramóta enda hafa skoðanir verið skiptar um ágæti þess fyrirkomulags. Af hálfu fisk- vinnslunnar og reyndar einnig meðal útgerðarmanna hafa verið uppi efasemdir um fijálsa verðlagningu, en fulltrúar sjó- manna munu eindregið vera fylgjandi því að fijálst fiskverð verði reynt áfram. Þá hafa stjómir SÍF og SH fallist á áframhaldandi fijálst fiskverð til áramóta til frekari reynslu. var við lag hljómsveitarinnar Grafík, Tango. Voru verðlaunin veitt á fyrstu norrænu auglýs- ingahátíðinni sem haldin var í Stokkhólmi. Alls kepptu 20 myndbönd, níu þeirra komust áfram í undanúrslit og voru fimm þar af islensk. Silfurverð- launin í þessum flokki féllu einnig íslenskum auglýsinga- gerðarmönnum í skaut, en þau hlaut Hið íslenska kvikmyndafé- lag og Sagafilm fyrir myndband við lag hljómsveitarinnar Strax, Moscow, Moscow. í keppni um auglýsingar fyrir sjónvarp og kvikmyndahús var keppt í 11 undirflokkum til gull- silfur og bronsverðlauna og tók þátt þar alls 241 auglýsing. Frá Islandi voru 32 auglýsingar í keppn- inni og hlaut ein þeirra silfurverð- laun í flokki þjónustuauglýsinga. Það var auglýsing fyrir Samvinnu- tryggingar, með Sigurði Siguijóns- syni, leikara, sem auglýsingafyrir- tækin Hugmynd og SYN unnu fyrir Auglýsingastofu GBB. Einnig var keppt í flokki kynningarmynda, þar í flokki var engin íslensk mynd. Birgir Isleifur Gunnarsson á tali við nemendur í beinni útsendingu. Morgunblaðið/BAR Utsendingar Utrásar hafnar ÚTVARPSSTÖÐ framhalds- skólanema, Utrás, hóf útsend- ingar í gær klukkan 17. Fyrsta útsendingin hófst með því að Birgir Isleifur Gunnarsson menntamálaráðherra klippti á vír og óskaði útvarpsmönnun- um heilla í ávarpi. Útvarpað verður frá klukkan fimm eftir hádegi til eitt eftir miðnætti virka daga og allan sólarhring- inn um helgar. Framhaldsskólanemar úr átta skólum standa að útvarpsstöðinni. Nemendur úr fjórum skólum skipta með sér hverri kvölddag- skrá og einnig sjá nemendur hvers skóla um klukkustundar menn- ingarefni á viku. Annars verður aðallega útvarpað tónlist en engar auglýsingar verða. Utrás byggir nú á þriggja og hálfs mánaðar reynslu, en útvarp- ið hóf starfsemi sína í febrúar á þessu ári. Samvinna verður á milli Utrásar og Bresks skólaútvarps °g hyggjast stöðvamar skiptast á efni í framtíðinni. Utvarpsstöðin er til húsa í kjall- ara Fjölbrautaskólans Breiðholti. Stöðin hefur keypt ný tæki, sendi, loftnet og fleira, fyrir 800 þús- und. Að sögn Sigurðar H. Hlöð- verssonar útvarpstjóra er Utrás framtíðarútvarp, þ.e. komið til að vera. Tívolítónleikar í óþökk yfirvalda Hvorki leyfi fyrir miðasölu né auglýsing- um í nafni Fjölbrautaskóla Suðurlands Selfossi UM fimm hundruð unglingar sóttu tónleika sem haldnir voru i Tívolíinu í Hveragerði á laugar- dagskvöld. Tónleikarnir fóru vel Tónleikar í Tívolí: Fj ölbrautaskóli Suðurlands átti enga aðild að samkomunni Auglýsingar um aðild nemendafélags skólans voru í algjöru heimildarleysi Selfossi. FJÖLBRAUTASKÓLI Suður- lands hefur sent frá sér fréttatil- kynningu vegna tónleika sem haldnir voru í Tívolíinu í Hvera- gerði og auglýstir voru í nafni nemendafélags skólans. „í tilefni af samkomu er haldin var í Tívolí í Hveragerði laugar- dagskvöldið 26. september síðast- liðinn skal þetta tekið fram: Aldrei kom til álita að Fjölbrauta- skóli Suðurlands væri með einum eða öðrum hætti aðili að þessari samkomu. Auglýsingar í þá veru voru í algjöru heimildarleysi. Upphaflega stóð til að Nemenda- félag Fjölbrautaskólans stæði ásamt öðrum að þessari samkomu og tók þátt í því að sækja um sam- komuleyfi til réttra yfirvalda. Þeirri umsókn var synjað þriðjudaginn 22. september síðastliðinn, og það með gildum rökum. Næsta morgun dró nemendafélagið sig til baka frá öll- um undirbúningi þessarar sam- komu, tilkynnti það yfirvöldum og forgöngumönnum samkomunnar og átti þar engan hlut að máli síðan. Auglýsingar um aðild félagsins að samkomunni og útgáfa aðgöngu- miða í nafni þess voru einnig í algjöru heimildarleysi." Selfossi 28. september. Þór Vigfússon skólameistari, Sigurður Eyþórsson formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. fram en- ölvun var nokkur. Eftir- máli kann að verða vegna tónleik- anna þar sem selt var inn á þá en leyfi var ekki fyrir slíku. Einn- ig voru tónleikarnir auglýstir í nafni nemendafélags Fjölbrauta- skóla Suðurlands sem hafði hætt þátttöku f þeim. Það var umboðs- fyrirtækið Bókarinn sem stóð fyrir tónleikunum í samvinnu við Tívolíið. Upphaflega var áformað að halda skemmtun í Tívolíinu, skóladag, sem nemendafélag Fjölbrautaskólans á Suðurlandi ætlaði að standa fyrir. Fyrirhugað var að sú skemmtun stæði til klukkan þijú eftir mið- nætti. Leyfi hafði fengist fyrir slíkri samkomu en var afturkallað á þriðjudag í síðustu viku þar sem yfirvöldum þótti sýnt að samkoman yrði mun viðameiri en umsóknin gerði ráð fyrir Einnig var hafnað umsóknum um tónleika fram yfir miðnætti. Nemendafélag Fjölbrauta- skólans dró sig svo alveg út úr þessu fyrirhugaða skemmtanahaldi á mið- vikudeginum. Þrátt fyrir að nemendafélagið væri ekki með í tónleikahaldinu birt- ust auglýsingar í nafni þess og skólans. Forsvarsmenn Bókarans, Hjörtur Hjartarson og Kristján T. Haraldsson, segja það hafa verið mistök, einnig það að miðamir inn á tónleikana hefðu verið merktir skólafélaginu. Þeir sögðu skemmt- unina hafa veið hugsaða sem kynningu á skemmtikröftum sem Bókarinn hefur á sínum snærum og þeir hefðu fengið skólafélag Fjöl- brautaskóla Suðurlands til að vera með og auglýsa skemmtunina. Tónleikamir vom haldnir á opn- unartíma Tívolísins og kostaði 700 krónur inn í húsið. Miðar að tónleik- unum vom seldir í framhaldsskólun- um. Lögregluyfirvöld munu gera athugasemd við tónleikahaldið þar sem ekki var leyfi fyrir því að selja inn á tónleikana. Hins vegar þarf ekkert leyfi ef ekki er selt inn. Einn- ig telur lögreglan það athugunar vert ef fjölmennar samkomur em haldnar í Tívolíinu þar sem húsið hefur ekki leyfi heilbrigðiseftirlitsins nema fyrir 200 manna samkomu. Húsið er á undanþágu frá Bmna- málastofnun vegna þaksins og stofnunin leyfír ekki að þar séu haldnar fjöldasamkomur. Sigurður Kárason forsvarsmaður Tívolísins sagðist ekki telja sig þurfa skemmtanaleyfi fyrir tónleikum á opnunartíma Tívolísins því hann stæði ekki fyrir neinni miðasölu inn í húsið. Sig. Jóns. Hvíldar, hressingar og heilsubótarferð eldri borgara á luxushótelið Sandansky 19. október ^ 2ja og 3ja vikna hressingardvöl á luxus heilsubótarhóteli. íslensk hjúkrunarkona með í ferðinni. 5000 kr. afsláttur fyrir ellilífeyrisþega. Hægt er að fara sérferðir til Saloniki í Grikklandi og ýmissa staða í Búlgaríu. Mögulegt er að dvelja nokkra daga í Kaupmannahöfn í upphafi og lok- um ferðar. ERUM FLUTT í MIÐBORGINA FERÐASbVAL hf Hafnarstræti 18 sími 14480 - 12534 mmmmm—mmmm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.