Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 Islensk þróunarsamvinna: Fiskveiðiverkefnin á Grænhöfðaeyjum eftirBjörn Dagbjartsson Það mun hafa verið síðla árs 1977, að forseta íslands barst bréf frá sendiherra Cabo Verde (Græn- höfðaeyja) í Lissabon, þar sem óskað var eftir þróunaraðstoð til að byggja upp sjávarútveg þar í landi. Sendiherrann kom svo í heim- sókn til íslands árið eftir og eftir ítarlegar viðræður og athuganir fór íslensk sendinefnd kunnáttumanna til Cabo Verde á árinu 1979 til að leggja á ráðin og undirbúa samn- inga milli ríkjanna um tæknisam- vinnu við uppbyggingu sjávarút- vegs á Cabo Verde. í framhaldi af því var svo fyrsti samstarfssamn- ingurinn milli ríkjanna undirritaður í júní 1980. Nýr samningur til fímm ára gekk í gildi í desember 1981. Hann var svo endumýjaður á sl. ári og gildir til 1990. Þessir samningar, sem eru gerðir milli ríkisstjóma landanna, em rammasamningar sem ekki fjalla í einstökum atriðum um það sem gera skal. Um markmiðin seg- ir í samningnum frá 1981: „Meginmarkmið framkvæmda samkvæmt samningi þessum skulu vera að leiða í ljós hveijir fiskveiðimöguleikar eru við strendur Cabo Verde, einnig inn- an landhelgi og stuðla að sem árangursríkastri og hagkvæm- astri nýtingu þeirra möguleika í þágu íbúa Cabo Verde. Til að ná þessum markmiðum skulu aðilar árlega koma sér saman um framkvæmdaáætlun þar sem kveðið er nánar á um markmið og leiðir svo og um framiög til áætlunarinnar um tæknisamvinnu í fiskveiðum.“ Nótnaskipið „Víkurberg GK“, síðar skírt „Bjartur“, var keypt snemma árs 1980, á það ráðnir yfirmenn og hélt það suður á bóg- inn í maí. Var talið nauðsynlegt að hafa yfir fiskiskipi að ráða til að ná markmiðum samstarfssamn- ingsins. Eflaust var það rétt mat, en síðar sáu menn að gamalt nóta- veiðiskip var ekki hið ákjósanleg- asta tæki til að framkvæma þau verkefni sem í ljós kom að vinna þurfti. „ Bj artstímabiliö“ Tímabilið sem „Bjartur" var gerður út frá Grænhöfðaeyjum, þ.e. frá miðju ári 1980 til ársloka 1981, hefur af sumum verið kallað þessu nafni. Engan skyldi undra þó að áhöfn- in eða þeir „landnemar" sem fyrstir komu til þróunarsamvinnu frá ís- landi til Cabo Verde ættu við ýmsa byijunarörðugleika að etja. Fyrir utan ýmiskonar harðræði í að- búnaði og langar boðleiðir, hvert sem leita þurfti, virðist einkum tvennt hafa valdið leiðangursmönn- um mestum vonbrigðum og erfíð- leikum, samkvæmt skýrslum verkefnisstjórans: Meira var um bilanir i skipinu en eðlilegt mátti telja, viðgerðamöguleikar voru ofmetnir, skortur á varahlutum mikill og samgöngur hægfara og leiðir langar. Því var Bjartur meira frá veiðum og tilraunum en æskilegt var. Hin vonbrigðin voru þau, að brynstyrtla (hrossamakríll), sem einhverra hluta vegna var talinn aðalfisktegundin þarna, fannst ekki svo heitið gæti. Bjartur var aftur á móti einkum útbúinn til að veiða slíkan fisk í nót en lítt heppi- legur til togveiða. Skipstjórnar- menn urðu varir við nokkuð af botnlægum tegundum og töldu nauðsynlegt að reyna botnvörpu- veiðar betur. Þessi niðurstaða, sem varð til þess að „Fengur" var smíðaður, ásamt almennt aukinni þekkingu á aðstæðum á Cabo Verde til sjós og lands, má hiklaust telja til hins já- kvæða sem út úr „Bjartstímabilinu" kom. Þjálfun heimamanna og fræðsla þeim til handa svo og ýms- ar skráðar niðurstöður og athuganir á sjávarháttum eru li'ka tvímæla- laust af hinu góða. Menn urðu fýrir vonbrigðum kannski fyrst og fremst af því að væntingamar voru af miklar og þekking á aðstæðum og lítil. „Róm var ekki byggð á einum degi“ segir spakmælið og það á vissulega við um þróunarsamvinnu. Björn Dagbjartsson „Ef menn viður- kenna þessar stað- reyndir, og það hefur stjórn ÞSSÍ gert, ásamt því að taka mið af sam- starfssamningi Islands og Cabo Verde, þá er deginum ljósara að Is- lendingar hljóta að veita aðstoð til að þróa sjávarútveg Cabo Verde lengra áleiðis. Því var ákveðið að und- irbúa nýtt verkefni, nýjan áfanga, með því m.a. að senda „Feng“ suður aftur.“ Fyrra „Fengstímabilið“ Eins og áður sagði, leiddu niður- stöðurnar 1981 til þess að ákveðið var að hanna og smíða fjölveiðiskip- ið „Feng“ fyrir ÞSSI. Var það tilbúið vorið 1984. Skipið kom til Cabo Verde um mitt ár 1984 og var þar við tilraunaveiðar, fiskileit og hafrannsóknir í tvö ár. Þrátt fyrir vissar áherslubreytingar frá 1981 var markmiðið það sama: Að efla sjávarútveg og fiskút- flutning frá Grænhöfðaeyjum. I þessum áfanga beindist aðalathygl- in að veiðum og rannsóknum á botnfiskum. Gerðar voru rækilegar athuganir á botnfiskum, bæði fiski- fræðilegar og með tilliti til veiði- möguleika. Niðurstöðum er lýst ítarlega í skýrslu um verkefnið eftir Stefán Þórarinsson, verkefnisstjóra ÞSSI, sem lokið var snemma á þessu ári og hefur verið kynnt fjölmiðlum. Helstu niðurstöður Stefáns að lokn- um þessum áfanga eru eftirfarandi: „a. Fiskifræðilegar rannsóknir við Gabo Verde hafa leitt í ljós, að á landgrunninu við eyjarnar er umtalsvert magn af botnlægum fisktegundum, sem eru nánast ekkert nýtt- ar. b. Veiðar, vinnsla og útflutning- ur þessara botnlægu fiskteg- unda, sem framkvæmdar voru í tilraunaskyni í stuttan tíma með handfærum og botnvörpu, benda til þess að hagkvæmt geti verið að nýta þessa fiskistofna. c. Tilraunaveiðar og fiskileit sem framkvæmdar voru á R/S Feng við Cabo Verde benda til þess að ekki sé mikils að vænta af rækju- veiðum, smokkfiskveiðum eða veiðum á öðrum uppsjáv- arfiskum, annarra en þeirra sem nú eru nýttir, við óbreyttar aðstæður. d. Margt bendir til þess á Cabo Verde, s.s. viðhorfum stjóm- valda eins og þau birtast m.a. í áætlunum um uppbyggingu efnahagslífsins, skipakosti Þvottheldni oq í hámarki í fjórum qljastiqum • Kopal innimalningin fæst nu i fjorum gljastigum. © Mu velur þu þann gljaa sem hentar þér best og malningin er tilbuin beint ur dosinni. • Mu heyrir þaö fortíðinni til aö þurfa aö blanda malninguna meö heröi og öðrum gljáefnum. VELDU KOPAL í FJORUM GLJASTIGUM:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.