Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 43
AUK M. 9.197/SlA T MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 43 Morgunblaðið/Bjami Verðlaunahafarnir í samkeppni Marska um besta sjávarréttinn. Til vinsti er Michael Jón Clarke sem hlaut 3. verðlaun, Margrét Þórðardóttir, sem hlaut 1. verðlaun, er í miðið en til hægri er Hrafnhildur Sigurðardóttir sem hlaut 2. verðlaun. Samkeppni um besta sjávarréttinn á vegum Marska: Notaðu FIPiALOÍf og fitan ferljjggfc Fæst í apótekinu Vaxtarræktin - Nóatún 17 - Sími 19900 Sigurvegarinn átti 3 af 10 sjávarréttum í úrslitum Á ANNAÐ hundrað uppskriftir bárust í samkeppni um sjávar- rétti sem Marska á Skagaströnd efndi til í samvinnu við DV. Þeg- ar dómnefnd hafði borið saman bækur sinar og bragðlauka var niðurstaðan sú að Margrét Þórð- ardóttir hreppti fyrstu verðlaun- in fyrir réttinn: „Innbakaðar fiskkökur sækonungsins1*. Alls hlutu 10 réttir verðlaun og Margrét átti einnig tvo af þeim réttum sem lentu í 4-10. sæti. Dómnefndin í samkeppninni var skipuð Onnu Bjarnason blaða- manni, dr. Einari Matthíassyni matvælaefnaverkfræðingi, Hilmari B. Jónssyni ritstjóra, Úlfari Ey- steinssyni veitingamanni og Stein- dóri R: Haraldssyni framleiðslu- stjóra hjá Marska. Margét Þórðardóttir hlaut fyrstu verðlaun eins og áður sagði en hún fékk einnig 4.-10. verðlaun fyrir rétti sína „Skjól í hörpuskel" og „Pönnukökur Júpíters". Önnur verðlaun hlaut Hrafnhildur Sigurð- ardóttir fyrir kalda rækjusúpu og þriðju verðlaun hlaut Michael Jón Clarke fyrir „Sjávarperlur". Þeir sem hlutu 4.-10 verðlaun auk Margrétar voru Sigurlína Jónsdótt- ir, eiginkona Michaels, fyrir „Expres umslög", Margrét K. Þór- hallsdóttir fyrir „Sá einfaldi", Jóhanna A.H. Jóhannsdóttir fyrir „Góðan sjávarrétt“, Rannveig Þórð- ardóttir fyrir „Fylltar bitabollur“, og Þórir S. Helgason fyrir „Hörpu- disk og rækjur fyrir §óra“. Höfund- ar uppskrifta skiluðu þeim inn undir dulnefni. Margrét Þórðardóttir er ekki óvön viðurkenningum fyrir mat- reiðslu þótt hún hafí að eigin sögn aldrei lært þá list, utan að hafa tekið tvö námskeið í barnaskóla. Margrét sagðist í samtali við Morg- unblaðið hafa gaman af að breyta til við matreiðslu og hún sagðist hafa prófað sig áfram með þá rétti sem hún sendi í keppnina, með því að búa þá til nokkrum sinnum. Margrét starfar sem skrifstofu- maður í hálfu starfi hjá Vita og hafnarmálastofnun og sækir nú tölvunámskeið á kvöldin. Hún sagð- ist því ekki hafa mikinn tíma til matreiðsluiðkunar dags daglega en notaði helgamar til þess. Marska var stofnað árið 1986 og hefur síðan framleitt sjávarrétti svo sem Sjávarréttaböku og Rækj- urúllur. Alls framleiðir verksmiðan nú fimm sjávarrétti og er verið að undirbúa framleiðslu á ýsu og rækjurúllum til útflutnings. Sam- keppnin um besta sjávarréttinn, en svo var samkeppnin kölluð, var að sögn Heimis L. Fjeldsted fram- kvæmdastjóra Marska, liður í þróun nýrra rétta en hugsanlegt er að verðlaunaréttimir verði frámleiddir hjá verksmiðjunni. GOLFEFNI K R I N G L U N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.