Morgunblaðið - 29.09.1987, Side 43

Morgunblaðið - 29.09.1987, Side 43
AUK M. 9.197/SlA T MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 43 Morgunblaðið/Bjami Verðlaunahafarnir í samkeppni Marska um besta sjávarréttinn. Til vinsti er Michael Jón Clarke sem hlaut 3. verðlaun, Margrét Þórðardóttir, sem hlaut 1. verðlaun, er í miðið en til hægri er Hrafnhildur Sigurðardóttir sem hlaut 2. verðlaun. Samkeppni um besta sjávarréttinn á vegum Marska: Notaðu FIPiALOÍf og fitan ferljjggfc Fæst í apótekinu Vaxtarræktin - Nóatún 17 - Sími 19900 Sigurvegarinn átti 3 af 10 sjávarréttum í úrslitum Á ANNAÐ hundrað uppskriftir bárust í samkeppni um sjávar- rétti sem Marska á Skagaströnd efndi til í samvinnu við DV. Þeg- ar dómnefnd hafði borið saman bækur sinar og bragðlauka var niðurstaðan sú að Margrét Þórð- ardóttir hreppti fyrstu verðlaun- in fyrir réttinn: „Innbakaðar fiskkökur sækonungsins1*. Alls hlutu 10 réttir verðlaun og Margrét átti einnig tvo af þeim réttum sem lentu í 4-10. sæti. Dómnefndin í samkeppninni var skipuð Onnu Bjarnason blaða- manni, dr. Einari Matthíassyni matvælaefnaverkfræðingi, Hilmari B. Jónssyni ritstjóra, Úlfari Ey- steinssyni veitingamanni og Stein- dóri R: Haraldssyni framleiðslu- stjóra hjá Marska. Margét Þórðardóttir hlaut fyrstu verðlaun eins og áður sagði en hún fékk einnig 4.-10. verðlaun fyrir rétti sína „Skjól í hörpuskel" og „Pönnukökur Júpíters". Önnur verðlaun hlaut Hrafnhildur Sigurð- ardóttir fyrir kalda rækjusúpu og þriðju verðlaun hlaut Michael Jón Clarke fyrir „Sjávarperlur". Þeir sem hlutu 4.-10 verðlaun auk Margrétar voru Sigurlína Jónsdótt- ir, eiginkona Michaels, fyrir „Expres umslög", Margrét K. Þór- hallsdóttir fyrir „Sá einfaldi", Jóhanna A.H. Jóhannsdóttir fyrir „Góðan sjávarrétt“, Rannveig Þórð- ardóttir fyrir „Fylltar bitabollur“, og Þórir S. Helgason fyrir „Hörpu- disk og rækjur fyrir §óra“. Höfund- ar uppskrifta skiluðu þeim inn undir dulnefni. Margrét Þórðardóttir er ekki óvön viðurkenningum fyrir mat- reiðslu þótt hún hafí að eigin sögn aldrei lært þá list, utan að hafa tekið tvö námskeið í barnaskóla. Margrét sagðist í samtali við Morg- unblaðið hafa gaman af að breyta til við matreiðslu og hún sagðist hafa prófað sig áfram með þá rétti sem hún sendi í keppnina, með því að búa þá til nokkrum sinnum. Margrét starfar sem skrifstofu- maður í hálfu starfi hjá Vita og hafnarmálastofnun og sækir nú tölvunámskeið á kvöldin. Hún sagð- ist því ekki hafa mikinn tíma til matreiðsluiðkunar dags daglega en notaði helgamar til þess. Marska var stofnað árið 1986 og hefur síðan framleitt sjávarrétti svo sem Sjávarréttaböku og Rækj- urúllur. Alls framleiðir verksmiðan nú fimm sjávarrétti og er verið að undirbúa framleiðslu á ýsu og rækjurúllum til útflutnings. Sam- keppnin um besta sjávarréttinn, en svo var samkeppnin kölluð, var að sögn Heimis L. Fjeldsted fram- kvæmdastjóra Marska, liður í þróun nýrra rétta en hugsanlegt er að verðlaunaréttimir verði frámleiddir hjá verksmiðjunni. GOLFEFNI K R I N G L U N

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.