Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 > félk f fréttum Pylsusalinn í París Við sögðum frá honum Freddy Risom, pylsusala, í fréttum um daginn, en hann var þá á leið frá heimaborg sinni, Kaupmannahöfn, til Parísar. Slíkt hefði auðvitað ekki verið í frásögur færandi nema hvað Freddy fór í þetta 2.123 km ferðalag á pylsuvagn- inum sínum. Freddy lagði af stað 1. júní, en nú er hann kominn alla leið til Parísar, og þar var þessi mynd tekin af kappanum. Astæðan fyrir því að Freddy lagði í ferða- lag þetta er veðmál sem hann gerði við vin sinn upp á 35 danska aura, sem mun vera jafnvirði 2 króna íslenskra, eða 1/40 úr pylsu með öllu. Ferðalag Fredd- ys vakti mikla athygli, og var honum því boðið af ferðaskrifstofu nokkurri að gista á fínu hóteli í heims- borginni, og var Freddy því feginn, því hann var orðinn þreyttur á einhæfu matarræði í ferðinni, og því að sofa á vagngólfinu með sinnepsbrúsann sem kodda. Freddy er væntanlegur til Kaupmannahafnar í þess- arri viku - ekki á pylsuvagninum - og þar bíður hans opinber móttökuathöfn í Friðriksborgarráðhúsi. Pylsusalinn frækni, Freddy Risom, spjallar við Parísardöm- ur um ferðalag sitt. Pólitískt leikhús Finnski rithöfundurinn Johan Bargum. Morgunbiaðið/BAR landi og Ungveijalandi. Í Finnlandi sýndi Lilla Teatret leikritið í nokkr- um skólum, og fékk það svo góðar viðtökur þar, að fínnska mennta- málaráðuneytið hefur gefíð leik- húsinu styrk til að standa fyrir 100 sýningum í viðbót í skólum landsins. Það mun vera sjaldgæft að fínnskt leikrit nái slíkum vinsældum erlendis sem „Eru tígrisdýr í Kongó?“; hveija telur Borgum vera skýringuna á því? „Það virðist vera svo að við höfum náð að skrifa leik- rit sem fólk hefur verið að bíða eftir. Þetta kemur einstöku sinnum fyrir rithöfunda, en því miður alltof sjaldan" sagði Borgum og brosti. Er hann búinn að slá í gegn? Borg- um sagðist ekki ala með sér neina drauma um frægð og frama, en því væri ekki að neita að það fylgdi því góð tilfinning að verða vitni að velgengni leikritsins. ísland var fyrsta landið fyrir utan Finnland þar sem „Eru tígrisdýr í Kongó?“ var tekið til sýningar, en sýningar Alþýðuleikhússins hófust í mars á þessu ári, aðeins þremur mánuðum á eftir Lilla Teatret. Leik- ritið hefur verið sýnt í 71 skipti, og eru sýningar nýhafnar aftur fyr- ir fullu húsi. Þá gaf Sverrir Hermannsson, fyrrverandi mennta- málaráðherra, Alþýðuleikhúsinu 500.000 króna styrk til að sýna leikritið í skólum landsins. Bargum gafst þó ekki möguleiki til að sjá uppfærslu Alþýðuleikhússins að þessu sinni, því hann hélt utan dag- inn sem hádegissýningar hófust að nýju í veitingastaðnum í kvosinni. Borgum sagði að sig hefði lengi langað til að koma til Islands; hann hefði lesið fslendingasögumar snemma, og hann liti reyndar svo á að hann væri rithöfundur í anda þeirrar bókmenntahefðar sem þær hefðu skapað. Borgum sagði í lokin að hann væri að vinna að smásag- nagerð í augnablikinu, og hefði engin ný leikrit á pijónunum í bráð. er hundleiðinlegt - segir höfundur leikritsins „Eru tígrisdýr í Kongó?“ Finnski rithöfundurinn Johan Bargum var nýlega staddur hér á landi í boði bókmenntahátíðar. Okkur íslendingum er Bargum kannski einkum kunnur fyrir leikrit sitt „Eru tígrisdýr í Kongó?“, sem hann samdi í félagi við Bengt Al- fors. Alþýðuleikhúsið hefur nú sýnt leikritið í hálft ár, og nýtur það enn mikilla vinsælda. Við hittum Barg- um að máli til að forvitnast um leikritið og höfundinn. Bargum er þekktur í Finnlandi fyrir skáldsögur sínar og smásögur, en hann hefur einnig samið nokkur leikrit í samvinnu við Bengt Alfors og Claas Anderson. Hann hefur unnið mikið við Lilla Teatret í Hels- inki, þar sem Borgar Garðarsson, leikari, hefur einnig starfað. Um tilurð leikritsins „Eru tígris- dýr í Kongó?" sagði Bargum: „Það hefur lengi tíðkast hjá Lilla Teatret að leikritahöfundar hlusti á það sem helst ber á góma í umræðum fólks í það og það skiftið, og skrifí svo leikrit út frá því. Það var því eðli- legt að skrifa leikrit um eyðni, eða öllu heldur óttann við eyðni." Leikri- tið íjallar um tvo rithöfunda sem reyna að setja sig í spor eyðnisjúkl- ings; þannig að segja má að það fjalli að stórum hluta um hugrenn- ingar þeirra tvímenningana við samningu leikritsins, og Bargum viðurkennir fúslega að það megi þekkja þá Alfors á ýmsum stöðum í því. Með því að taka þennan pól í hæðina, þ.e. að fjalla um „venju- legt fólk“, segist Bargum vonast til þess að áhorfendur eigi auðveld- ara með að sjá sjálfa sig á sviðinu. En hver er boðskapur leikritsins - er Bargum að reyna að koma ein- hveijum upplýsingum eða áróðri á framfæri með hjálp leiklistarinnar? Bargum gretti sig við þessarri spumingu og sagði: „Það einfald- lega gengur ekki upp ef listamenn eru reyna að standa fyrir beinum áróðri eða þjóðfélagsfræðslu. Það sem listin getur gert er að fá fólk til að hugsa og finna til, og kannski að gefa því einhveija von.“ Bargum hélt áfram að tala út frá þessu, og lýsti því yfir að svokallað „pólitískt leikhús" væri hundleiðinlegt, þar sem þar væri sífellt verið að reyna að segja áhorfandanum hvað hann ætti að gera. Hann sagðist ekki skrifa beint fyrir áhorfendur, heldur „eiga samræður við sjálfan sig“; og ef honum tækist vel upp við það, þá fyndi verkið yfirleitt líka hljómgrunn hjá áhorfendum „Eru tígrisdýr í Kongó?“ er öðr- um þræði gamanleikrit, og Bargum var spurður hvemig það væri hægt að koma nokkurri gamansemi að í leikriti um jafn alvarlegt mál og eyðni? „Mín speki er sú, að því meira sem gamni og alvöru er blandað saman í leikriti, því betra,“ sagði Bargum, „mér er alveg ómögulegt að skilja hvernig hægt er að gera nokkuð sem er fullkom- lega alvarlegt." Leikritið hefur verið geysilega vinsælt í Finnlandi, og víðar reynd- ar, því það er nú sýnt á öllum Norðurlöndunum - þ.á.m. í 7-8 leik- húsum í Svíþjóð - og verður brátt tekið til sýninga í Vestur-Þýska- Láttu okkur í Nýjábæ sjá um matseldiua á meðan þú verslar Nú getur þú fengiö heitan og Ijúffengan heimilislegan mat handa allri fjöl- skyldunni þegar þú verslar í Nýjabæ viö Eiðistorg. Þannig sparar þú tíma og fyrirhöfn, sem fylgir því aö elda í hádeginu eöa aö loknum löngum og ströng- um vinnudegi. Betriþjónusta með lengri opnunartíma Viö erum alltaf aö auka þjónustuna og nú er opiö hjá okkur frá kl. 9 til 19 mánudaga til fimmtudaga, til kl. 20 á föstudögum og frá kl. 10 til 16 á laugardögum. VORUHÚSIt1 EIÐISTORGI G0TT FÓLK / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.