Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 Morgunblaðið/Kristján Jónsson Skipanesið frá Grundarfirði fann Víði SH um 9 sjómíiur norð- vestur af Búlandshöfða. Morgunblaðið/Kristján Jónsson Varðskipið Týr komið að þeim stað sem Víðir fannst. Varðskips- maður fór um borð og sigldi bátnum til Grundarfjarðar. Tólf tima leit báta, landhelgisgæslu og björgxuiarsveita í Breiðafirði: Milljónakostnaður við leit að ölvuðum mönnum á báti FLUGVÉL og varðskip Land- helgisgæslunnar, fjöldi skipa. og báta og flokkar björgunar- sveita leituðu í samfellt tólf tíma að ellefu tonna bát frá Grundarfirði, Víði SH 301 síðastliðið laugardagskvöld og aðfararnótt sunnudags. Bátur- inn fannst siðan á sunnudags- morgun, 9 sjómilur norðvestur af Búlandshöfða og kom i ljós að skipverjar voru ölvaðir. Það var um kl 21.00 á laugar- dagskvöld að fyrirspum barst frá hafnarvigtinni í Grundarfirði til tilkynningaskyldunnar um Víði SH 301, 11 tonna bát frá Grund- arfirði. Báturinn hafði farið út um morguninn og þótti mönnum hann dveljast full lengi við að draga eina trossu fyrir utan Búlands- höfða. Kölluð var út bakvakt hjá Slysavamafélaginu og var As- grímur Bjömsson í stjómstöð þann tíma, sem bátsins var sakn- að. Hann hafði samband við Loftskeytastöðina í Gufunesi og bað starfsmenn hennar að kalla upp bátinn. Engin svör bámst og var þá kallað í alla báta á svæð- inu. Upplýsingarbámst frá bátum um að Víðir hefði sést um klukk- an 16 þá um daginn vera að draga inn trossu og sjómenn á trillu höfðu séð bátinn nokkm síðar á reki og engan mann á dekki. í samráði við aðila við Breiða- fjörð, bað Slysavamafélagið báta á heimleið að svipast um eftir Víði og var Gmndfirðingur SH í Leitin að Víði SH- Leitin hófst um kl. 22:00 á laugardagskvöldi Víðir SH-301 fannst um kl. 9:30 á sunnudags- morgni eftir tæp- lega 12 tíma leit Að leitinni stóðu: 29 bátar Varöskipið Týr TF-SYN, flugvél flugmálastjórnar t Leitarflokkar frá Patreks firði og Barðaströnd Lögregla og hafnarverðir leituðu í höfnum frá Reykjavíktil Flateyjar forystu fyrir leitinni, þar til varð- skipið Týr kom á vettvang. Fokkervél Landhelgisgæslunnar TF-Syn var og send út til leitar. Björgunarsveitir frá Patreksfírði, Barðaströnd og Rauðasandi gengu fjörur og lögreglumenn og hafnsögumenn svipuðust um eftir honum í höfnum á svæðinu. Leitað var á nokkuð stóm svæði í Breiðafirðinum, sem afmarkað var með aðstoð tölvu Landhelgis- gæslunnar. Með því mata tölvuna á upplýsingum frá Veðurstofunni um vinda og annað mátti sjá hversu langt bátinn gat hugsan- lega rekið. Tólf bátar frá Gmndarfirði, Rifí og Bijánslæk leituðu um nótt- ina ása.nt varðskipinu Tý og um morguninn bættust við fleiri bát- ar, aðallega frá Stykkishólmi. Vom 29 bátar við leit þegar mest var. Þegar birti hóf TF-Syn aftur leit og gerðar vom ráðstafanir til þess að fá aðstoð þyrlu varnarliðs- ins. Um klukkan níu barst tilkynn- ing frá Gmndafjarðarbátnum Skipanesi, um bát á leið út úr firð- inum, sem líktist Víði. Skipanes fór upp að bátnum og kom þá í ljós, að um hið týnda skip var að ræða. Kom varðskip fljótt á vett- vang. Tveir menn vom um borð og bám þeir við vélarbilun og bil- un í talstöð. Einn varðskipsmaður fór um borð og fylgdi skipinu til hafnar í Gmndarfirði. Þegar til Gmndarfjarðar var komið, tók lögreglan á móti skip- verjum og færðu þá til yfirheyrslu. Viðurkenndu þeir þá að hafa ver- ið ölvaðir. Eðvarð Árnason, yfir- lögregluþjónn á Gmndarfirði sagði að litið væri á þetta mál mjög alvarlegum augum. Án efa væri um að ræða kostnað sem skipti milljónum, enda hefðu margir bátar hætt við veiðar vegna leitarinnar og sumir skilið eftir trossur og einnig bæri að hafa í huga hættuna, því skömmu eftir að skipið fannst, hefði bros- tið á með aftakaveðri. „Það sem mér finnst alvarlegast í þessu máli, er hið fullkomna virðingar- og tillitsleysi, sem samborgumn- um er sýnt með þessu athæfi,“ sagði Eðvarð. Hann gat þess, að þetta væri þriðja tilvikið af þessu tagi, sem kæmi upp á stuttum tíma í umdæminu. Mál skipveijanna á Víði hefur nú verið sent ríkissaksóknara til meðferðar. Samkomulag í deilu starfsfólks í húsgagnaiðnaði: Lægstu lauii hækka um 9,23% og eftirvinna lögð niður SAMKOMULAG náðist í deilu Félags starfsfólks í húsgagna- iðnaði og Vinnuveitendasam- bands Islands aðfaranótt sunnudags og lauk þar með tveggja vikna verkfalli félags- ins. Bæði félög starfsfólks og framleiðenda hafa samþykkt samningana á félagsfundum. Samkomulagið felst í fast- launasamningi sem gildir fram til áramóta en síðan kjarasamningi sem gildir til ársloka 1988. Sam- kvæmt fastlaunasamningnum hækka byijunarlaun iðnaðar- manna úr 36.861 krónu á mánuði (232,67 á tímann með fæðis og fatagjaldi) í 44.051 krónu (254,51) eða 9,23%. Hæsti taxti í samningunum er 55.584 krónur fyrir flokksstjóra eftir 5 ára starf. Einnig var aflagður eftirvinnu- taxti en einn yfirvinnutaxti gildir fyrir alla yfirtíð. í kjarasamning- um er síðan gert ráð fyrir samtals 7% launahækkun á árinu 1988 auk annara prósentuhækkana sem sem semjast kunni um í samningum VSÍ við Trésmiðafé- lag Reykjavíkur. Kristbjöm Ámason formaður FSH sagðist í samtali við Morgun- blaðið vera sáttur við samninginn þótt ekki hefði náðst fram taxta- kerfi fyrir alla flokka innan félagsins. í kröfum FSH var einn- ig gert ráð fyrir töxtum fyrir faglærða húsverði, auglýsinga og leiksviðsmenn og faglærða sölu- menn með húsgögn og innrétting- ar, þar sem krafíst var hæst 85.738 króna á mánuði eða 494 króna á tímann. Kristbjöm sagði að þær kröfur sem farið var af stað með hefðu að vísu verið hærri í tölustöfum en niðurstaðan varð en þegar farið var að ræða málið hefði félagið getað fallist á þau sjónarmið að það ætti ekki að reyna að búa til taxta fyrir þá sem væm hæstir og á móti hefðu viðsemjendur verið tilbúnir til að hækka þá sem vom lægstir. Guðjón Pálsson formaður Fé- lags húsgagna og innréttinga- framleiðenda sagði í samtali við Morgunblaðið að aldrei hefði kom- ið til greina að semja um þessa efstu flokka þar sem félagið hefði ekki umboð til að semja fyrir leiktjaldasmiði eða sölumenn. Guðjón sagðist telja þennan samn- ing þýða um 10% launahækkun gegnumsneitt auk þess sem breyt- ing á eftirvinnugreiðslum þýddi um 5% launahækkun fyrir alla. Guðjón sagðist síðan telja að FSH hefði með þessu verkfalli misnotað verkfallsvald sitt vem- lega því verkfallinu hefði verið beitt til þess að fá fram fastlauna- samninga sem eiga að endur- spegla greidd laun í greininni. Farið hefði verið eftir launakönn- un Kjararannsóknamefndar um greidd laun húsgagnasmiða og VSÍ hefði strax boðið að tveir neðstu flokkamir sem þar komu í ljós yrðu skomir af. Á þetta hefðu smiðir ekki viljað fallast en haldið stíft fram óraunhæfum kröfum. Á endanum hefði síðan verið samið um taxta á mjög svip- uðum nótum og fólst í upphaflegu tilboði VSÍ og því hefði verkfallið verið með öllu óþarft. Kristbjöm sagði um þetta að svo hefði virst að vinnuveitendur hefðu aldrei viljað gera fastlauna- samninginn. FSH hefði lagt fram tillögu að fastlaunasamningi 11. júní sl. en fyrsta svar vinnuveit- enda hefði verið 9. september þar sem boðið var upp á kjarasamning með 3% grunnkaupshækkun fyrir alla. Samningarviðræður hefðu síðan hvorki gengið né rekið og því hefði verkfallið verið nausyn- legt. Eiisabeth Söderström Elisabeth Söd- erström í Nor- ræna húsinu ELISABETH Söderström söngkona talar um líf sitt og list i Norræna húsinu miðvikudagskvöldið 30. september kl. 20.30. Elisabeth Söderström er nú stödd hér á landi til þess að syngja með Sinfóníuhljómsveit íslands á fyrstu tónleikum vetrarins á fimmtudaginn. Hún mun þó ekki syngja í Norræna húsinu, heldur ætlar hún að spjalla um líf sitt sem söngkona. Elisabeth Söderström fæddist í Stokkhólmi 1929 og ætlaði sér í fyrstu að verða leikkona, en sneri sér að söngnámi. Áður en hún lauk námi hafði hún sungið hlutverk í Konung- lega leikhúsinu, sem réð hana til starfa árið 1950. Árið 1959 söng hún í Metro- politanóperunni og síðan hefur frægðarferill hennar verið óslitinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.