Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 27 Astralía: Ný tegund lyfjagegn krabbameini og MS Canberra. Reuter. ÁSTRALSKIR vísindamenn hafa þróað nýja tegnnd sykrunga- lyfja, sem þeir telja að geti komið í vcg fyrir, að krabbamein og mænusigg nái að breiðast út í likamanum. Dr. Christopher Parrish, sem starfar hjá Þjóðarháskólanum í Astralíu, sagði á föstudag, að lyfín gætu einnig komið í veg fyrir, að líkaminn hafnaði ígræddum líffær- um. Parrish sagði, að lyfin hefðu að níu tíundu hlutum komið í veg fyr- ir útbreiðslu annars stigs brjóst- krabbameins í rottum og algerlega heft útbreiðslu mænusiggs á byij- unarstigi. Hann sagði, að tilraunir á dýrum stæðu enn yfír og tvö til þrjú ár væru í, að unnt yrði að hefjast handa við tilraunir á mönnum. Lyfín eru gerð úr súlfatmettuð- um fjölsykrungum, sem hafa verið einangraðir í slímhimnu lungna úr svínum, nautgripum og sauðfé. Parrish, sem er ónæmisfræðing- ur, sagði, að mikilvægasta upp- götvunin varðaði sameindalykilinn, sem gerði boðskipti frumnanna möguleg. „Við erum að reyna að plata frumurnar til að forðast að fara á þá staði, sem þær smjúga venjulega inn í, með því að nota þessi lyf, sem líkja eftir sameindalyklinum," sagði hann. „Lyfin hafa engin áhrif á krabba- meinsæxlin, en þó eru miklir möguleikar á, að þau geti í framtíð- inni ráðist gegn meininu sjálfu, einkum þegar þau eru notuð með kortísóni," sagði Parrish. Súlfatmettaðir fjölsykrungar fínnast í öllum frumum manna og dýra og eru meðal uppistöðuefna frumnanna. En það var ekki fyrr en með rannsóknum áströlsku vísindamannanna, að ljóst varð, að hlutverk þessara efna er fjölþættara en áður var talið. Svíþjóð: Jafnaðarmenn vilja frelsa búrhænsnin Stokkhóimi. Reuter. SÆNSKIR kjúklingabændur standa nú frammi fyrir því að verða að bæta vistarverur fiðr- aðra skjólstæðinga sinna í kjölfar þeirrar samþykktar Jafnaðar- mannaflokksins að banna búra- uppölslu kjúklinga. Landsþing Jafnaðar. lanna- flokksins - sem ræður mestu um stefnumótun flokksins - samþykkti ályktun þess efnis, að flokkurinn skuli beita sér fyrir lagasetningu, sem miði að því að frelsa hænur úr búrum sínum „smátt og smátt". Félög bænda vöruðu við, að egg hlytu að hækka í verði, ef rýmkað yrði um fíðurféð. Mikill fiðringur hefur verið und- anfarna mánuði í samskiptum stjómvalda og umhverfísvemdar- hópa, sem beitt hafa sér fýrir aðgerðum í því skyni að gera verk- smiðjuframleiðslu í landbúnaði mannúðlegri. Einn af forkólfum umhverfís- vemdarmanna, barnabókahöfund- urinn Astrid Lindgren, gagnrýndi landbúnaðarráðuneytið harðlega fyrr á þessu ári fyrir að látast ekki sjá hnignunina í sænskum land- búnaði og matvælaframleiðslu. Skoðanakönnun í Kína: Vilja taka meiri áhættu í lífinu Reuter Amman með kisu SÚ gamla á myndinni heldur á kisu sinni sem hún vildi selja fyrir fimm rúblur á gælu- dýramarkaðnum í Moskvu. Peking, Reuter. KÍNVERJAR líta á sjálfa sig sem iðjusamt, hlýðið og spar- samt fólk, en nú er svo komið að þeir vilja fremur taka áhættu í lífinu en lifa þvi í ör- yggi, ef marka má skoðana- könnun, sem blaðið China Daily lét gera í Kína og birtist í gær. í skoðanakönnuninni kváðust flestir aðspurðra telja að kínverska þjóðin væri íhaldsöm fremur en ævintýragjöm. Sjálfir vildu þeir aftur á móti auka samkeppni á vinnumarkaði, þótt það kynni að hafa atvinnuleysi í för með sér. I blaðinu sagði að þeir, sem gerðu skoðanakönnunina, teldu niður- stöðumar sýna að íhaldsemi í skoðunum, sem gæti staðið nýj- ungum í þjóðlífinu fyrir þrifum, væri á undanhaldi. Skoðanakönnunin tók til 4244 borgarbúa og vom þeir beðnir að lýsa helstu þjóðareinkennum Kínverja með þremur orðum. Helmingur sagði að Kínverjar væm „iðjusamir" og „sparsamir", rúmlega þriðjungur lýsti þjóðinni sem „raunsærri", „íhaldsamri" og „hlýðinni", 18,6 prósent sögðu Kínverja „gáfaða“ og aðeins 2,7 prósent nefndu „ævintýragimi". Rúmlega helmingur aðspurðra kvaðst fremur vilja vinna krefjandi störf og eiga atvinnuleysi á hættu, en að vera í auðveldri og ömggri vinnu. Var því bætt við að flestir hefðu eflaust fremur viljað öryggi en áhættu, hefði könnunin verið gerð fyrir nokkmm ámm. GYLMÍR/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.