Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árnl Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Mágnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Umferð um Mosfellsbæ Vandamál umferðarinnar á hðfuðborgarsvæðinu verða stöðugt umfangsmeiri. Þijú sveitarfélög á þessu svæði hafa átt og eiga í miklum erfíðleikum vegna þess, að vegir, sem mikil umferð fer um, skipta bæjarfé- lögunum í tvennt. Þetta á við um Kópavog, Garðabæ og Mosfells- bæ. í Kópavogi var þetta vanda- mál orðið yfírþyrmandi fyrir einum og hálfum til tveimur ára- tugum. Niðurstaðan varð sú, að ráðizt var í gerð mikilla umferð- armannvirkja til þess að greiða fyrir umferðinni um Kópavog milli Reykjavíkur og Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Suðumesja. Þessi framkvæmd var umdeild í Kópavogi á sínum tíma, en hún var í því fólgin að grafa veginn niður og byggja síðan yfír hann tvær brýr, sem tengja saman Vestur- og Austurbæ Kópavogs. Reynslan hefur sýnt, að þama tókst vel til. Kópavogur er ekki lengur tvískipt bæjarfélag eins og áður var. Önnur bæjarfélög geta tvímælalaust lært nokkuð af reynslu Kópavogs í þessum efnum. í Garðabæ hafa einnig verið töluverðar umræður um legu Hafnarfjarðarvegar, sem veldur íbúum bæjarins miklum óþægind- um. Þar hefur ekki fengizt endanlega niðurstaða í umræðum um málið en vafalaust hefur hin nýja braut, sem tengir saman Hafnarfjörð og Breiðholtshverfí létt mjög á umferðinni í gegnum Garðabæ. í fyrradag efndu íbúar Mos- fellsbæjar til göngu til þess að vekja athygli á umferðarvanda- máli þar, sem er svipaðs eðlis og Kópavogur átti við að stríða og Garðabær að nokkm leyti enn. Það er til marks um þá áherzlu, sem íbúar Mosfellsbæjar leggja á þetta mál, að um helmingur bæj- arbúa tók þátt í þessum aðgerð- um. Vesturlandsvegur liggur í gegnum Mosfellsbæ, skiptir byggðinni í tvennt og skapar óneitanlega mikla slysahættu, enda er umferðin eftir Vestur- landsvegi um Mosfellsbæ mjög hröð. íbúar Mosfellsbæjar hafa lagt til nokkra breytingu á Vest- urlandsvegi þannig að vegurinn verði færður til að hluta og liggi á brú yfír Alafossveg og önnur tengibraut innan Mosfellsbæjar liggi síðan á brú yfír Vesturlands- vegi. Það er augljóst, að lega Vest- urlandsvegar og umferð um hann hlýtur að valda miklum óþægind- um í Mosfellsbæ. Að óbreyttu verður erfítt að byggja upp sam- einað bæjarfélag þar auk þess, sem hættan á umferðarslysum er mikil. Foreldrar hljóta að hafa miklar áhyggjur af bömum sínum á þessum slóðum. Óskir íbúa Mosfellsbæjar um breyting- ar á Vesturlandsvegi eru bæði eðlilegar og sjálfsagðar. Stjóm- völd eiga að taka vel í þessar óskir og ábendingar, eins og Birgir ísl. Gunnarsson, mennta- málaráðherra, sem gegnir störf- um samgönguráðherra í veikindaforföllum Matthíasar Á. Mathiesen, raunar gerði. Þessar framkvæmdir eiga að verða í for- gangsröð. Umferðarpngþveitið á höfuðborgarsvæðinu verður stöð- ugt alvarlegra. Bflunum fjölgar ár frá ári og að því kemur að umferðin verður óþolandi ef stjómvöld gæta þess ekki að gera nauðsynlegar lagfæringar í tíma. Reynslan sýnir, að gerð um- ferðarmannvirkja á oft vemlega sök á umferðarslysum. Það er hægt að búa til slysahættu við gerð slíkra mannvirkja eins og m.a. hefur verið gert við inn- keyrslu á Kringlumýrarbraut, þar sem árekstrar em algengir. Nú stendur yfír mikil herferð af hálfu umferðaryfírvalda til þess að draga úr slysum í umferðinni. I fyrradag vom rúmlega 30 öku- menn kærðir fyrir of hraðan akstur og þar af vom þrír öku- menn sviptir ökuleyfí á staðnum. Einn ökumaður var tekinn á 140 km hraða í Ártúnsbrekku. Fjöl- miðlar hafa lagt sitt af mörkum til þess að sú herferð beri árang- ur. Stundum þurfa stjómendur þeirra að taka ákvarðanir í þeim efnum, sem geta valdið miklum sárindum en jafnframt stuðlað að því að draga úr slysum. Rit- stjóm Morgunblaðsins hefur þurft að taka af skarið í þeim efnum eins og öðmm og hefur þá verið reynt að veita upplýsing- ar um alvarleg slys svo að til umhugsunar mætti verða og koma í veg fyrir endurtekningar þeirra. Slíkar upplýsingar snerta því miður mest þá sem síst skyldi, þ.e. nána ættingja sem eiga um sárt að binda. Það sem gerst hefur verður ekki aftur tekið, því miður höfum við dauðlegir menn ekki ráð til þess en vera má að með upplýsingastarfsemi megi koma í veg fyrir ný slys og hörm- ungar í umferðinni. Annað erindi eiga blaðamenn ekki við lesendur sína. Vandamál umferðarinnar em að verða eitt stærsta málið á höfuðborgarsvæðinu. Stjómend- ur sveitarfélaganna á þessu svæði og ríkisins munu njóta al- manna stuðnings við ráðstafanir til þess að draga úr slysum og greiða fyrir umferðinni. + Haraldur Blöndal stjórnar uppboðinu. Við hlið hans sitja Clfar Þormóð Söluskattur afnum- inn af listmunum: Eigendur fá hærra verð AFNÁM söluskatts af listmunum, sem seldir eru á opinberu upp- boði, hefur skilað eigendum verka, sem galleríið bauð upp á sunnudaginn hærra verði en ella. Þetta er mat Úlfars Þormóðsson- ar hjá Galleríi Borg, sem stóð fyrir uppboðinu. Fyrmefnt uppboð er hið fyrsta sem haldið er eftir gildistöku nýrra laga um skattlagningu á verslun með listmuni. I stað söluskatts er nú lagt 10% gjald á uppboðsverð og skal gjaldinu ráðstafað til hand- hafa höfundarréttar eða renna í starfslaunasjóð listamanna. Að sögn Ulfars Þormóðssonar er enn ekki ljóst hvemig standa skal að upp- gjöri hins nýja gjalds við ríkissjóð eða hvemig því.verður ráðstafað en unnið mun vera að samningu reglu- gerðar þar að lútandi. Ekkert var boðið í um það bil þriðjung þeirra tæplega 100 verka sem boðin voru upp á sunnudag en Ulfar kvaðst telja að það mætti rekja til þess að lágmarksverð hefði verið ákveðið of hátt fremur en til áhuga- leysis uppboðsgesta. Hæst verð fékkst fyrir textílverk eftir Barböm Stúdentaráð Háskólans Vinstri meirihlu vill kaupa hlut í I RISIN er upp deila í Stúdenta-ráði Háskóla íslands um það hvort Stúd- entaráð eigi að festa kaup á hlutafé í Útvarpsfélaginu Rót. Vinstri- meirihlutinn í Stúdentaráði er hlynntur þessum hlutafjárkaupum en fulltrúar Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta leggjast gegn þeim. Stjóm Stúdentaráðs sem mynduð er af Félagi vinstrimanna og Félagi umbótasinna lagði það til á fundi ráðs- ins í síðustu viku, að SHÍ keypti hlut í Útvarpsfélaginu Rót. Vinstrimenn mæltu með því að tillagan yrði sam- þykkt, svo og formaður Stúdentaráðs, sem er umbótasinni. Á fundinum lýstu Vökumenn sig andsnúna tillögunni, og fengu því framgengt að afgreiðslu tillögunnar var frestað á grundvelli ónógra gagna; ekki hafí legið fyrir stofnsamþykkt útvarpsfélagsins né reglur. I samtali við Morgunblaðið sagði Benedikt Bogason formaður Vöku, að Vökumenn væm hneykslaðir á slíkum tillöguflutningi, „er greinilegt að framkvæmdastjóri SHI, sem einnig er stjómarmaður í Rót, hefur ætlað að keyra í gegn þessa ákvcrðun, án nokkurrar skoðunar, til þess að hjálpa upp á sakimar við hlutafjársöfnunina. Engin gögn vom lögð fram með þess- ari tillögu, sem hefðu getað verið forsenda fyrir þessari ákvörðun, svo sem eins og stofnsamþykkt félagsins eð reglur. Sem betur fer var slíkri valdníðslu afstýrt.“ Benedikt sagði að margar ástæður væm að baki, er Vökumenn lýstu andstöðu sinni við að leggja hlutafé í þennan rekstur. Meðal annars mætti nefna að þessi fyrirhugaða stöð kæmi til með hafa mjög þröngan hlustenda- hóp „menningarvita og vinstrifólks". Stúdentaráð þyrfti hins vegar að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við almenning, sem hlustaði á aðrar stöðv- ar. Einnig benti Benedikt á að út frá þeim litlu gögnum sem fyrir lægju og reynslu erlendis frá, væm yfírgnæf- andi líkur fyrir því að rekstur stöðvar- innar myndi aldrei bera sig og hún lognast út af fljótlega. „Gmndvallar- spumingin snýst hins vegar um annað og það er það hvort Stúdentaráð eigi að taka þátt í rekstri pólitískrar út- varpsstöðvar. Svo tel ég ekki vera. Stúdentaráð em heildarsamtök stúd- enta, sem ætlað er að vinna að hagsmunamálum þeirra. í síðustu kosningum lýstu stúdentar alfarið þeirri skoðun sinni, að Stúdentaráð ætti að vera ópólitískt hagsmunafélag; þátttaka í útvarpi vinstrimanna er fullkomlega á skjön við þennan vilja stúdenta og pólitísk misnotkun á fjár- munum þeirra. Félag umbótasinna var á sínum tíma stofnað með það í fyrirr- úmi að gera Stúdentaráð ópólitískt, þannig að nú er þar fokið í öll skjól," sagði Benedikt. Hann bætti því síðan við, að fram að þessu hefði Stúdentr- áð notið trausts og velvilja flestra DEILA hefur komið upp milli flug- manna Landhelgisgæslunnar og Vinnumálanefndar rikisins um hvernig vinnutfma og bakvakta- greiðslum skuU vera háttað. Allir þrír flugstjórar þyrlunnar TF-Sif eru nú í sumarleyfi og á meðan er ekki hægt að fljúga þyrlunni TF- Sif og óvíst hvort hægt væri að manna hana í neyðartilfelU þar sem flugmennimir hafa tilkynnt að þeir muni skila inn kalltækjum sem þeir hafa borið á sér utan vinnutímans. Deilan stendur um hvemig meta eigi vinnu flugmannanna. Samkvæmt flugmannasamningum kaupir Land- helgisgæslan 160-175 vinnutíma af hverjum flugmanni á mánuði. Flug- mennimir halda því fram að í raun hafí þeir oftast unnið yfír 200 tíma í mánuði en umframíímamir verið unn- ir í sjálfboðavinnu. Þeir vildu því fá greitt fyrir bakvaktir á sama grund- velli og aðrir sem vinna við við þyrluna, þe. flugvirkjar, læknar, og stýrimann. Vinnumálanefndin bauð flugmönn- fíölmiðla, vegna þess hve faglega það hefði unnið undanfarin ár. „Tel ég þessi kaup vera skref aftur á bak og til þess fallin að rýja Stúdentaráð trausti." Theodór Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Stúdentaráðs og stjórn- armaður í Rót, sagði í samtali við Morgunblaðið að meginástæða þess að stjóm SHÍ legði það til að festa kaup á hlutafé í Rót væri sú að ráðið þyrfti að vera í takt við þá þróun, sem átt hefði sér stað í fíölmiðlun. Einnig telur stjómin að gott samstarf ætti um upp á að 80 stundir af vinnutíma þeirra yrðu viðvera á flugvelli eða við flug, og afgangurinn, 80-95 stundir, bakvaktir sem greitt væri fyrir sam- svarandi 20 mínútum á klukkutíma. í því fælist að flugmenn væru á bak- vöktum þrefaldan þennan tíma eða 240-285 stundir á mánuði. Flugmenn- imir höfnuðu þessu en buðu í staðinn 120 stunda viðvem á flugvelli og við flug, þannig að eftir stæðu 40-55 stundir sem sfðan þrefölduðust á bak- vöktum og stendur málið þar þessa stundina. Bogi Agnarsson, einn flugmanna Landhelgisgæslunnar, sagði við Morg- unblaðið að þessi þyrluþjónusta hefði velt upp á sig mun meira en gert var ráð fyrir í upphafí. Flugmennimir hefðu því farið fram á viðræður sem hófust í júlí en væm ekki komnar lengra en raun bæri vitni. Bogi sagði flugmenn vilja leggja áherslu á að þessi samningur væri tímabundinn því fímm flugmenn væm að vinna þá vinnu sem 8-9 ættu að vinna og sá samningur sem nú yrði gerður ætti Landhelgisgæslan: Allir flugstj < TF-Sif í sumi Deilt um vinnutíma og bakvaktargreiðsli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.