Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 219. tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þorsteinn hittir Carrington ÞORSTEINN Pálsson forsætisráð- herra var í höfuðstöðvum Atlants- hafsbandalagsins i Briissel í gær og hitti þá meðal annarra Carrington lávarð, framkvæmdastjóra banda- lagsins. „Við ræddum mest um útrýmingu meðaldrægu eldflaug- anna í Evrópu," sagði Þorsteinn að loknum fundinum með Carrington. „Við vorum sammála um, að sam- komulagið um eldflaugarnar sýndi, að stefna Atlantshafsbandalagsins væri að skila árangri. Nú þarf að horfa fram á við og huga að leiðum til aukins öryggis." Forsætisráð- herra sagði, að einnig hefði verið rætt almennt um þátttöku íslands í bandalaginu og fram hefði komið, að einhliða yfirlýsingar um kjarn- orkuvopnalaus svæði hefðu ekkert gildi. Þá væri alls ekki á döfinni að auka vígbúnað á Atlantshafi sam- hliða fækkun eldflauga á meginlandi Evrópu. í dag fer Þorsteinn Pálsson til höfuðstöðva Evrópuherstjórnar Atl- antshafsbandalagsins í Mons í Belgíu og hittir þar yfirmann henn- ar, John Galvin, hershöfðingja. Ráðherrann kemur til landsins á miðvikudag. Mesta iðnaðarhneyksli Noregs í uppsiglingu?: Olíuhreinsunarstöðín 60% dýrari en áætlad var Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara MorgunblaðsinB. TALIÐ er að I uppsiglingu sé mesta iðnaðarhneyksli Noregs, en um I hana. Umframkostnaðurinn er nú I tagi hefur verið til umræðu í áratug helgina var frá því skýrt að olíuhreinsunarstöð ríkisolíufélagsins sá sami og nýr alþjóðaflugvöllur er en ekki komist af umræðustiginu Statoil í Mongstad fyrir utan Bergen muni kosta að minnsta kosti I talinn kosta. Flugvallargerð af því | þar sem hún hefur þótt helzt til dýr. 3,8 milljörðum norskra króna meira en ráð var fyrir gert. _ Gorba- chev kemur fram Moskvu, Reuter. MIKHAIL Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, hefur ekki sézt opinberlega frá 7. ágúst en á því verður breyting í dag, þriðjudag, þegar hann tekur á móti franskri sendinefnd, að sögn sovézkra embættismanna. Fjarvera Gorbachevs varð kveikja að kviksögum þess efnis að hann væri annað hvort veikur eða í pólitískri einangrun. Embættis- menn sögðu í lok síðustu viku að hann væri í fríi og við beztu heilsu. í frönsku sendinefndinni eru meðal annars Pierre Mauroy, fyrrum for- sætisráðherra, og Louis Mermaz, fyrrum formaður franska jafnaðar- mannaflokksins. Sovézka sjónvarp- ið staðfesti í gærkvöldi að það myndi sýna myndir frá fundinum. Bush lýsti stuðningi við Samstöðu Varsjá, Reuter. GEORGE Bush, varaforseti Bandarikjanna, lýsti óbeinum stuðningi við Samstöðu, hin út- lægu óháðu verkalýðsfélög, í pólska sjónvarpinu í gærkvöldi. Bush sagði enn eima eftir af tor- tryggni og biturleika vegna setn- ingu herlaga 1981. „Það er ekki mitt hlutskipti að segja ykkur fyrir verkum. En það varð minni þjóð og mörgum öðrum til happs að þær skyldu virða mann- réttindi, og réttinn til að stofna óháð og sjálfstæð samtök, sem meðal annars stóðu vörð um rétt verkamanna," sagði Bush. Sjá ennfremur á bls. 24. Árið 1984 samþykkti Stórþingið einróma að heimila Statoil bygg- ingu stórrar olíuhreinsunarstöðvar í Mongstad til fullvinnslu Norður- sjávarolíu. Kostnaðaráætlun hljóð- aði upp á 6,8 milljarða norskra króna, eða um 40 milljarða íslenzkra. Um helgina var hins veg- ar skýrt frá þvi að hún yrði miklu dýrari, myndi kosta 10,6 milljarða norskra, eða 62,5 milljarða íslenzkra. Stöðin verður því um 60% dýrari en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Með þessu er sagan ekki öll sögð því nú bendir flest til þess að stöð- in verði rekin með miklu tapi vegna lágs olíuverðs. Hún verður tilbúin á næsta ári. Á sínum tíma lagðist nefnd sér- fræðinga gegn byggingu stöðvar- innar en Stórþingið hirti ekki um álit hennar. Drógu þeir kostnaðar- áætlunina í efa og sögðu stöðina verða óarðbæra ef kostnaður færi 30% fram úr áætlun. Nú er raun- verulegur kostnaður kominn 60% fram úr áætlun og talið að það hlut- fall eigi jafnvel eftir að hækka. Arve Johnsen, forstjóri Statoil, varðist allra frétta um helgina þrátt fyrir að stjómmálamenn krefðu hann skýringa. Faldist hann á hót- eli í Vínarborg og lét aðeins hafa eftir sér var að hann myndi ekki segja af sér. Per Christain Foss, talsmaður Hægri-flokksins í iðnaðarmálum, krafðist í gær skýringa á hvers vegna olíuhreinsunarstöðin væri orðin svo miklu dýrari en gert var ráð fyrir. Hann sagði eðlilegt að Johnsen yrði vikið úr starfí og að tímabært væri að selja Statoil eða hluta þess einkaaðilum. Willy Olsen, blaðafulltrúi Statoil, sagði að stjómendur fyrirtækisins hefði ekki haft yfírsýn yfír fram- kvæmdirnar í Mongstad og ýmsir verkþættir orðið talsvert dýrari en ætlað var. Taldi hann að kostnaður ætti enn eftir að aukast. Sérfræðingar leiddu að því getum að stjómendur Statoil hefðu vísvit- andi látið vanreikna áætlaðan byggingarkostnað stöðvarinnar til þess að fá þingið til að samþykkja Kólumbía: 137 menn grófust undir Bogota, Reuter. SKRIÐUFÖLL urðu að minnsta kosti 137 manns að bana i fátækrahverfi Medell- in, næststærstu borg Kólumbíu, á sunnudag. Ótt- ast var að talan ætti eftir að hækka. Aurskriðan féll í kjölfar mik- illa rigninga. Tólf metra þykkt aurlag gleypti hverfið svo aðeins sá í húsþök. Hætta var talin á að fleiri skriður féllu. Skelfíngu lostið reyndi nær- statt fólk að grafa upp með bemm höndum þá sem grófust undir. Meðal þeirra sem enn var saknað vom 30 fermingarböm. AP Angistin leynir sér ekki hjá fólkinu, sem missti ættvini er aur- skriður grófu fátækrahverfi í Medellin, næststærstu borg Kólumbíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.