Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 Bandarikin: Funda vamarmálaráð- herrar risaveldanna? washington, Reuter. CASPAR Weinberger, varoar- málaráðherra Bandarí kj anna, hefur boðið hinum sovéska starfsbróður sínum, Dmitri Yavoz, til viðræðna í Washing- ton í næsta mánuði. Enn hefur ekki borist svar að austan en verði fundið þeirra komið á verður það í fyrsta skipti sem vamarmálaráðherrar risaveld- anna eiga viðræður. Weinberger skýrði frá þessu i gær en hann kvaðst hafa sent Yavoz bréf þessa efnis í síðustu viku. Weinberger lét þess getið að hann hefði sent Sergi Sokolov, fyrrum vamarmálaráðherra Sov- étríkjanna, sams konar boð á síðasta ári en hann hefði ekki hirt um að svara því. „Nú er nýr maður kominn til valda. Ef til vili fáum við svar frá honum," sagði Weinberger í sjónvarpsyið- tali. Ónafngreindir bandarískir embættismenn kváðust búast við að boðið yrði þegið og myndu ráðherramir ræða ýmsar hliðar vígbúnaðarmála meðal annars ABM-samninginn svonefnda frá árinu 1972 um takmörkun gagn- eldflaugakerfa. Sovéskir embætt- ismenn hafa að undanfömu lýst sig hlynnta því að efnt verði til fundar þar sem sáttmálinn um- deildi verði ræddur. Sovétmenn telja að geimvamaráætlun Banda- ríkjastjómar bijóti í bága við ABM-samninginn. Bandaríkja- menn saka hins vegar Sovét- stjómina um að hafa margbrotið gegn ákvæðum hans og hafa vitn- að til smíði ratsjárstöðvar í Kransnoyarsk í Síberíu máli sínu til stuðnings. ABM-sáttmálinn tengist einnig samkomulagi um fækkun langdrægra kjamorku- flauga, sem bæði risaveldin hafa lýst sig fylgjandi og rædd var á leiðtogafundinum í Reykjavík. Verði af fundi Weinbergers og Yavoz er líklegt að þessi ágrein- igsatriði verið rædd svo og þær hliðar vígbúnaðarmála sem lúta að hefðbundnum vopnabúnaði og efnavopnum. Ráðamenn í fjöl- mörgum aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins hafa lýst þeirri skoðun sinni að uppræting meðal- og skammdrægra flauga, sem stórveldin hafa náð bráðabirgða- samkomulagi um, sé aðeins fyrsta skrefið í átt til afvopnunar og risa- veldin verði jafnframt að ræða leiðir til að koma á jöfnuði á sviði hefðbundins vígbúnaðar. Uppræting meðal- og skammdrægra kjarnorkuflauga: Samningamenn í Genf hraða störfum sínum Genf, Reuter. SAMNINGAMENN risaveld- anna i Genf vinna hörðum höndum að þvi að fullgera samning um upprætingu með- al- og skammdrægra kjarn- orkuflauga fyrir fund utanrikisráðherra rikjanna þeirra Eduards Shevardnadze og Georges Shultz í Moskvu i næsta mánuði. Fyrir liggur 70 blaðsiðna uppkast að samningi og sendimennimir hyggjast eiga 32 fundi í þessari viku. Háttsettir samningamenn hófu viðræður að nýju á þriðjudag í síðustu viku eftir að þeir sneru aftur frá fundi þeirra Shultz og Shevardnadses í Washington. Þar urðu ráðherramir ásáttir um bráðabirgðasamkomulag um út- rýmingu meðal- og skammdrægra ijamorkuflauga. Þeir munu síðan koma saman að nýju í Moskvu 22. og 23. október og er stefnt að því að ákveða dagsetningu næsta fundar þeirra Ronalds Re- agan Bandaríkjaforseta og Mikhails S. Gorbachev Sovétleið- toga. Mun þeir að öllum líkindum undirrita samkomulagið á þeim fundi. Alexei Obukov, annar helsti samningamaður Sovétstjómar- innar, og Meynard Glitman, formaður samninganefndar Bandaríkjastjómar, hafa fundað tvisvar á degi hveijum og hinir ýmsu afvopnunarsérfræðingar hafa hraðað störfum sínum við gerð draga að sáttmála. Bjartsýni er sögð ríkja í búðum hvorra- tveggju og em menn þess fullviss- ir að samkomulag náist. Ónefndur sovéskur fulltrúi, sem hefur ítrek- að gagniýnt framgöngu sendi- manna Bandaríkjastjómar, sagði i viðtali að viðræðumar einkennd- ust af „miklum hraða, ákveðni og vilja". Sagði sá hinn sami að til- lögur Bandarikjamanna, sem birtar vom skömmu áður en þeir Shultz og Shevardnadze ræddu saman í Washington, hefðu verið sérlega gagnlegar þar eð þeir hefðu fallist á „tvöföldu núllausn- ina“ en svo hefur uppræting meðal- og skammdrægra kjam- orkuflauga á landi verið nefnd. Terry Schroeder, talsmaður bandarísku sendinefndarinnar, sagði menn leggja áherslu á að ná samkomulagi um drög að samningi áður en utanríkisráð- herramir hittast í Moskvu en bar til baka fréttir um að „rífandi gangur" væri í viðræðunum. Samningamennimir segjast vera að leita lausna á ýmsum tæknilegum ágreiningsefnum einkum varðandi eftirlit og eyði- leggingu eldflauga. Fyrir liggur uppkast að samningi sem er 70 blaðsíður að lengd en ágreiningur ríkir um orðalag og fleira sem leysa þarf fyrir fund utanríkisráð- herranna í Moskvu í næsta mánuði. Reuter Henry Ford II (t.v.) ásamt afa sínum og alnafna. Henry Ford eldri situr á myndinni, sem tekin var árið 1946, í fyrsta bílnum, sem smíðaður var, fjórhjólinu. Henry Ford II sijórnaði Ford-fyrirtækinu í fjölda ára og gerði það nánast að heimsveldi. Henry Ford II látinn: Bílakonungur- inn sem endur- reisti heimsveldi Detroit, Reuter. HENRY Ford II, sem endurreisti Ford-bílaverksmiðjurnar, lést af lungnabólgu í Detroit í Michigan-fylki í gær. Ford var lagður á Henry Ford-sjúkrahúsið í Detroit fyrir tveim- ur vikum með lungnabólgu, sem hann hafði fengið á Englandi. Henry Ford II var sjötugur. Henry Ford II stjómaði Ford- hann gæti ekki einu sinni skipt bflaverksmiðjunum í 35 ár og gerði þær að næststærstu bfla- verksmiðjum í heimi. Fyrirtækið smíðaði fjölskyldu- og vörubifreið- ir í verksmiðjum í sex heimsálfum. Ford var formaður stjómamefnd- ar Ford-fyrirtækisins til ársins 1980 og sagði sig úr henni árið 1982. Hann tók við fyrirtækinu árið 1943. Var hann þá leystur frá herskyldu vegna andláts föður hans, Edsel. Þegar Ford tók við fyrirtækinu hafði það verið undir stjóm Harry Bennett, sem var náinn aðstoðarmaður Henrys Ford eldra, afa Henrys Ford II. I stjóm- artíð Bennetts fór að halla undan fæti hjá Ford-fyrirtækinu og tap- aði það um tíma einni milljón dollara á mánuði. Henry Ford II var talinn ein- hver slungnasti kaupsýslumaður síns tíma. Afi hans var bílvirki, en sonarsonurinn hafði ekkert vit á bflum og var haft á orði að um dekk á bfl. En Henry Ford II endurskipulagði fyrirtækið og fékk ýmsa hæfustu viðskiptafræð- inga Bandaríkjanna til liðs við sig, þeirra á meðal Robert McNamara, sem síðar varð vamarmálaráð- herra. Árið 1945 var Ford-fyrir- tækið rekið með 11,2 milljóna dollara hagnaði. Árið 1979, síðasta árið sem Ford var for- stjóri, var hagnaður fyrirtækisins 3,3 milljarðar dollara og seldust Ford-bifreiðir fyrir 63 milljarða dollara um heim allan. Þegar Ford tók við fyrirtækinu vom 150 þús- und menn á launaskrá þess. Þegar hann fór frá starfaði hálf milljón manna við fyrirtækið. Fylgismenn Fords sögðu að hann hefði haft mikinn viljastyrk og verið hugrakkur. Andstæðing- ar hans sögðu að hann hefði stjómað eins og harðstjóri og gerðu þeir harða hríð að honum síðustu stjómarárin. STOR RYMINGARSALA Ótrúleg verúlækkun Ath.: 10% staðgreiðsluafsláttur af öllum nýjum vörum meðan á rýmingarsölunni stendur. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 91-691600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.