Morgunblaðið - 30.09.1987, Side 31

Morgunblaðið - 30.09.1987, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 31 iinar es viðtal við gamlan þáttagerðar- mann. Hann hafði líka áhyggjur af tungunni og menntun fjölmiðla- fólksins. Hann sagði á einum stað: „Guð hjálpi BBC, þegar háskóla- menntaiða fólkið tekur völdin." Þetta var nú ekki beinlínis hrós um skólana eða menntun þá sem þeir veita. En þetta sýnir okkur að það er eitthvað í samtímanum, einhvers konar ómeðvitað virðing- arleysi fyrir hinu talaða orði. Og einmitt þess vegna þarf íjölmiðill eins og ríkisútvarp þjóðar að vera vel á verði. Grein Þóris Kr. Þórðar- sonar prófessors Grein Þóris prófessors var sann- arlega áhugaverð. Það verður aldrei ofsagt neitt um það, hve geysileg ábyrgð hvílir á þeim Qöl- miðlum, sem eiga aðgang að setustofum landsmanna. Það er rétt hjá greinarhöfundi, að okkur sem sitjum við tækin er líka mik- ill vandi á höndum. En er hann ekki í raun réttri einkum fólginn í því að loka fyrir? Það ætti að gerast miklu oftar en líklegt er að tíðkist. Mikið af hrottaskap samtímans og ljótleik, hörmung- um og niðurlægingu laumast inn til okkar með fréttunum og þar er ég mjög ósátt við ríkissjón- varpið að skera ekki burt þær fílmur eða leggja alveg til hliðar, þótt við fáum þær fyrir lítið, þær sem sýna lemstrað fólk og sundur- skotið liggjandi út um víðan völl, árásir og pyntingar, hiyðjuverk hvers konar í fjarlægum heims- hlutum og láta sér nægja að segja frá með orðum, að á tilteknum stað hafí verið óeirðir eða það sem við á hveiju sinni. Myndmálið er svo sterkt og orkar gífurlega á viðkvæm þömin og óharðnaða unglinga. Hvaða tilgangi þjónar það að drífa þessar hörmungar inn í stofur til fólks á íslandi? Einhver kann að segja, að það sé eins og að stinga höfðinu í sandinn eins og strúturinn að vilja ekki vita hvað er að gerst í kringum okkur. En það er ekki rétt. Að sjálfsögðu eigum við að fylgjast með og vita, en það þarf ekki að sýna myndir af þeim skelfíngum sem fyrr eru nefndar, blóðugu fólki og lemstr- uðu eða lögreglu að beijast með kylfum þar til fólk liggur í valnum. Gleymum því ekki, að við getum stofnað geðheilsu bamanna okkar í hættu, við megum ekki verða hissa þótt þau verði rugluð og til- fínningalega sljó. tsbúa Vestur og suður af Vatnsenda- hvarfí rísa nokkrar hæðir, ásar og hryggir. Svo sérkennilega vill til, að fæst þessara kennileita bera nafn sem hefur endinguna „hæð“. Þar er hinsvegar að fínna Hnoðra- holt, Selhrygg, Smalaholt, Rjúpnahlíð (sem áður er nefnd), Sandahlíð og Vatnsendahlíð, svo nokkuð sé nefnt. Vatnsendahvarf er í vissum skilningi bæjarfell Breiðholsbúa og ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér þykir hið rétta nafn tals- vert rismeira en rangnefnið Vatnsendahæð. Vonandi em fleiri sama sinnis. Ég leyfí mér að skora á allt gott fólk, Breiðholtsbúa og aðra, að standa vörð um nafn þessa glæsilega útsýnisstaðar og líða engum að uppnefna hann. Gunnar Bjamason er sannfærður um að Alþingi íslendinga eigi eft- ir að rísa á Vatnsendahvarfí. Tíminn leiðir í ljós hversu sann- spár hann reynist í því efni. Ég ætla engu að spá, hvorki um það Siðanefnd Það er ótrúlegt, hve mikið af hinum svonefndu spennumjmdum em morandi af ógeðslegum atrið- um og hrottamennsku. Samt em sem betur fer á þessu undantekn- ingar sem á gleðjast yfír. Stundum hefír hvarflað að mér, að sjón- varpið þyrfti að hafa einhvers konar siðanefnd að störfum, sem færi yfír efni dagsins við klippi- borðin og næmi brott það allra Ijótasta. Þegar efíii er valið til flutnings í sjónvarpi ætti að leiða hugann að því, að slíkt er ekki einkamál þess manns sem velur. Þá má líka minna á, að stjómvöld bera mikla ábyrgð, þegar ráðið er fólk til þess að velja efni handa heimilum landsmanna. Heimilin em í vanda stödd og eiga fáa mótleiki, þegar sjónvarpið er annars vegar. Þó em til dæmi um það, að unglingar vilja heldur fara á göngu með föð- ur sínum og rabba saman heldur en að sitja við kassann. Ef foreldr- ar hafa tök á að bjóða bömum sínum eitthvað annað stöku sinn- um mætti eflaust draga úr sjón- varpsglápi. En það er líka margt sýnt í sjónvarpi sem er fallegt, skemmtilegt og fróðlegt og um þá þætti þarf að sitja. Verst, að oft vill brenna við að hafa þá svo seint, að unga fólkið er farið eitt- hvert annað. Annars er alltaf jafn mikið undmnarefni, hve hægt gengur að nota þennan merka miðil til kennslu fyrir alla þjóðina. Þar em möguleikar næstum því ótæm- andi. í raun réttri má segja að hér sé um jafnréttismál að ræða, e.t.v. líka byggðamál. Það er gaman að hugsa þá hugsun að unglingar í höfuðborginni og jafnaldrar á Grenivík eða á Bakkafírði hefðu sama kennara og sömu kennslu. Þórir Kr. prófessor segir að það taki þúsund ár að rækta menn- ingu, en „urtagarð hennar má uppræta á einni nóttu", bætir hann við og tekur nokkur dæmi þar um. Það er gaman að lesa um þá kenn- ingu að norðurálfufólk þar sem peningahyggjan blómstrar eigi ekki sams konar siðfágun og sum- ar þjóðir sunnar í álfu, sem hafí hugboð um að eitthvað annað kunni að skipta máli. Ágætar em hugleiðingar þessa gáfaða manns um fegurð ástalífsins. Og það verður víst aldrei neitt ofsagt í þeim efnum, að þeim er vandi á höndum, sem vilja sýna okkur feg- urð ástarinnar á hvíta tjaldinu. Með þökk til höfunda beggja þessara greina. Höfundur er fyrrverandi blaða■ maður. 9 Óttar Kjartansson né annað, en vil leyfa mér að vona að hið rétta nafn staðarins glatist ekki. Höfundur er starfsmaður Skýrslu- véla ríkiaina og Reykja víkurborg- ar. Morgunblaðið/KGA Vogur, sjúkrastöð SÁÁ í Grafarvogi. Samtök áhuga- fólks um áfengis- vandamálið tíu ára Endurhæfingarstöð SÁÁ að Sogni í Ölfusi. SAMTÖK áhugafólks um áfengisvandamálið, SÁÁ, eiga 10 ára afmæli 1. október næst- komandi. Af þvi tilefni ræddi blaðamaður við formann sam- takanna, Pjetur Þ. Maack, um tilurð SÁÁ og starfsemi. Freeport-ferðir Ijetur sagði að utanferðir áfengissjúkra íslendinga til með- ferðarstofnunarinnar í Freeport í Bandaríkjunum hefðu hafist 1974 eða ’75. Þær vöktu mikla athygli hér heima því ýmsir áberandi menn í þjóðfélaginu fóru þangað í afvötnun. Þessir menn ræddu mjög opinskátt um þann bata sem þeir sögðust hafa fengið á Freep- ort. í kjölfar þess jókst umræða um áfengisvandamálið mjög hér á landi. Áfengissýki sjálfstæð- ur sjúkdómur Kenningar þeirra, sem reka meðferðarstöðina í Freeport, byggjast meðal annars á hug- myndafræði AA-samtakanna og því að áfengissýki sé sjálfstæður sjúkdómur sem margir aðrir sjúk- dómar geti síðan verið leiddir af. Þetta vilji margir, bæði leikir og lærðir, ekki viðurkenna. Því hafí þeir talið þeim fjármunum kastað á glæ sem varið var af Trygginga- fetofnuninni til að greiða Freep- ort-ferðir íslendinga. Snemma árs 1977 vaknaði síðan löngun hjá mörgum íslend- ingum til þess að landinn gæti fengið sömu meðferð hér á landi og veitt var á Freeport, því marg- ir þeirra sem utan fóru kunnu ekki ensku, svo og voru utanferð- imar kostnaðarsamar. Trygg- ingastofnun ríkisins greiddi Freeport-ferðimar, eins og áður sagði, og þar með viðurkenndi hún áfengissýki sem sjúkdóm, sagði Pjetur. SÁÁ stofnuð Samtök áhugamanna um áfengisvandamálið, SÁÁ, vom síðan stofnuð 1. október árið 1977 og em félagar þeirra nú um átta þúsund. Samtökunum var komið á fót af þeim sem aðhyllast kenn- ingar forráðamanna Freeport- stöðvarinnar. í meðferð SÁÁ er um fjóra meginþætti að ræða, þ.e.a.s. afvötnun, endurhæfíngu, fíölskyldumeðferð og fræðslu. SÁÁ opnuðu viðtalsstofu í Lágmúla 9 í október árið 1977 til að undirbúa áfengissjúklinga fyrir Freeport-ferðir. Afvötnunar- stöð var síðan sett á laggimar í Reykjadal í desember á sama ári. Þar fóru áfengissjúklingar í af- vötnun áður en þeir fóm til Freeport í meðferð.' Sogri og Staðarfell SÁÁ hefur leigt húsnæði Nátt- úmlækningafélags íslands að Sogni í Ölfusi undir endurhæfíng- arstöð frá 14. ágúst 1978 og þar em nú 30 sjúkrarúm. Samtökin hafa einnig haft húsmæðraskól- ann að Staðarfelli í Dölum að láni undir endurhæfíngarstöð frá því í desember 1980. Þar em nú jafn- mörg sjúkrarúm og á Sogni eða 30 talsins. Fræðslu- og leiðbeiningarstöð SÁÁ var flutt sumarið 1981 úr leiguhúsnæði hennar í Lágmúla 9 í eigið húsnæði í Síðumúla 3-5, þar sem samtökin em einnig með göngudeild fyrir áfengissjúklinga. Um fjölskyldumeðferðina _sér hins vegar Fjölskyldudeild SÁÁ, sem einnig er til húsa í Síðumúla 3-5, en hún er eins konar verk- taki hjá Reykjavíkurborg, því hún greiðir ákveðna upphæð á mánuði til deildarinnar. Sjúkrastöðin Vogur Vegna mikillar eftirspurnar eft- ir sjúkrarúmum létu SÁÁ reisa sjúkrastöðina Vog í Grafarvogi. Smíði Vogs tók hátt í tvö ár og hann var tekinn í notkun 28. des- ember 1983. Á Vogi em 60 sjúkrarúm, þannig að SÁÁ hefur nú 120 sjúkrarúm alls til umráða, þ.e.a.s. á Staðarfelli, Sogni og Vogi. Árangur SÁÁ Er blaðamaður innti Pjetur eft- ir því hvaða árangur hann teldi starfsemi SÁÁ hafa borið, sagði hann að til dæmis hefðu AA- deildir á landinu verið á milli tíu og fimmtán fyrir tíu ámm en nú væm þær um tvö hundmð. Þeim sem lokið höfðu meðferð fyrir þremur árum á endurhæfing- arstöðvum SÁÁ vom sendir spumingalistar og þeir meðal ann- ars beðnir um að svara hvort þeir hefðu verið vímuefíialausir þessi þijú ár. Um 40% svömðu spum- ingunni játandi og um 20% sögðust lítið sem ekkert hafa neytt áfengis eða annarra vímu- efna frá því að þeir luku með- ferðinni hjá SÁÁ. Um sjö þúsund einstaklingar hafa farið í afvötnun á sjúkrastöð SÁÁ en innlagnir á stöðina frá upphafi em um þrettán þúsund. Fimm til sex þúsund hafa farið í íjölskyldumeðferð hjá samtökun- um og margir hafa einungis farið í viðtöl í Fræðslu- og leiðbeining- arstöð SÁÁ. Á Vogi em innlagnir á ári um nítján hundmð og SÁÁ sér um 90% af allri áfengismeðferð á ís- landi, að sögn Pjeturs. Hann segir að vegna aukinnar umræðu um áfengissjúkdóminn komi fólk fyrr í meðferð en áður, oft áður en það missi vinnu. Meðalaldur þeirra sem fari í meðferð hjá SÁÁ hafí lækkað um tíu ár og nú sé hann um 36 ár. Vinnuveitendur séu einnig famir að senda starfsmenn sína í meðferð, enda hafí verið reiknað út af þeirri reikningsglöðu þjóð, Bandaríkjamönnum, að fram- leiðslutap fyrirtækja sé um 15% vegna áfengissýki. Framtíð SÁÁ Að lokum spurði blaðamaður Pjetur um framtíð samtakanna. Hann sagðist vona að SÁÁ gætu verið með öfluga upplýsingamiðl- un, enda væri það eitt af megin- markmiðum samtakanna að miðla upplýsingum um áfengi og eitur- lyf á fordómalausan hátt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.