Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 33 Úr myndinni „Fjör á framabraut“ sem Laugarásbíó er að hefja sýningar á. Laugarásbíó: Frumsýmr „Fjör á framabraut“ LAUGARÁSBÍÓ frumsýnir nýj- ustu gamanmynd Michaels J. Fox, „Fjör á framabraut", mið- vikudaginn 30. september. í frétt frá kvikmyndahúsinu segir að myndin fjalli um ungan pilt frá Kansas sem kemur til New York og ætlar sér að komast til áhrifa strax í frumskógi viðskipta- lífsins. En að vinna sig upp úr póstdeildinni í kjallaranum upp á 43. hæð í greni stjórnenda er ekki auðvelt verk. En hlutimir fara að flækjast þegar kona for- stjórans verður hrifin af piltinum en hann verður hrifinn af einum aðstoðarforstjóra fyrirtækisins sem jafnframt er ástkona forstjór- ans. Laugarásbíó gengst fyrir get- raun í tengslum við sýningu myndarinnar. Vinningar eru Lundúnaferð, boðsmiðar í mat á Kvikk í Kringlunni, gos frá Coca Cola og frímiðar í kvikmyndahú- sið. Getraunamiðunum verður dreift í Laugarásbíói ög Kvikk í Kringlunni. Alþýðubandalagið: Er ekki að gæta hagsmuna þröngs hóps innan flokksins - segir Sigríður Stefánsdóttir, sem gefið hefur kost á sér til embættis formanns SIGRÍÐUR Stefánsdóttir bæjar- fulltrúi á Akureyri hefur lýst því yfir að hún gefi kost á sér til embættis formanns Alþýðu- bandalagsins á landsfundi flokksins eftir mánuð. Svavar Gestsson núverandi formaður flokksins hefur sagt að hann gefi ekki kost á sér til endur- kjörs. „Ef þess verður farið á leit við mig á landsfundi að ég bjóði mig fram til formanns þá mun ég verða við því,“ sagði Sigríður í samtali við Morgunblaðið. Hún sagðist að- spurð telja sig sækja stuðning til embættisins til almennra flokks- félaga víðsvegar að af landinu. „Ég fæ mjög mikinn stuðning frá kon- um, og raunar körlum einnig, en ég get ekki fundið að ég sæki þann stuðning í neinn afmarkaðan hóp,“ sagði Sigríður. —Þú ert þá að þínu mati ekki fulltrúi fráfarandi formanns eins og haldið hefur verið fram? „Nei. Ég tel að ef þingmenn eða einhverjir sem hafa verið í forystu fyrir flokkinn styðja mig séu það frekar meðmæli en hitt. En ég hefði aldrei hugsað mér að fara fram á þennan vettvang ef ég teldi mig vera að gæta hagsmuna eða vera handbendi einhvers þröngs hóps eins og látið hefur verið líta út.“ —Hefur þú mótað þína stefnu sem formaður. Myndir þú til dæmis Alþýðubandalagið: Endurnýjunarreglur geta ekki gilt um framboðslista - segir Ragnar Arnalds, Þingflokksformaður RAGNAR Arnalds, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, segir að þegar lög flokksins voru samin árið 1968 hafi endurnýjun- arreglur verið settar um þá forustumenn sem flokksmenn kjósa sjálfir innan flokksins eða trúnaðarmenn sem flokkurinn kýs til starfa. Hins vegar hafi verið samdóma álit að þessar reglur gætu ekki gilt um val á framboðslista því þá væri verið að taka þann rétt af kjósendum að kjósa þann fuUtrúa á Alþingi eða í hreppsnefndir sem þeir teldu bestan. Á miðstjómarfundi Alþýðu- bandalagsins um síðustu helgi voru kynnt drög að tillögu fyrir næsta landsfund flokksins sem gerir ráð fyrir að þingmenn flokksins sitji ekki á Alþingi eða í sveitarstjómum lengur en í þijú heil kjörtímabil, eða 12 ár. Þessi endumýjunarregla í fomstu flokksins var ákveðin 1968. Ragnar Amalds var þá formaður laganefndar og sagðist í samtali við Neyðarljós skaut mönnum skelk í bringu UNGUR maður í Hafnarfirði hefur játað að hafa skotið neyð- arflugeldi á loft í bæniun á Viðey seldi í Bremerhaven VIÐEY RE seldi á mánudag og þriðjudag 220 lestir, mest karfa í Bremerhaven. Meðalverð var 48,46 krónur. Heildarverð fyrir afla Viðeyjar var tæpar 11 milljónir króna. í dag og næsta dag selur Ögri RE svipað magn, en engir gámar era á mark- aðnum í þessari viku. í næstu viku er búizt við 10 til 15 gámum héð- an á markaðnum i Þýzkalandi. fimmtudagskvöld. Björgunar- sveitir höfðu nokkurn viðbúnað vegna þessa, enda slík ljósmerki ávallt tekin alvarlega. Það var um kl. 23.15 á fimmtu- dagskvöld sem neyðarljósið sást yfir Norðurbænum í Hafnarfirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar var höfð til taks og björgunarsveitir kallaðar til. Skömmu síðar kom í ljós að Ijósinu hefði að öllum líkind- um verið skotið á loft úr húsagarði. Nú hefur ungur Hafnfírðingur játað að hafa skotið neyðarflugeldi á loft, en flugeld þennan hafði hann geymt frá síðustu áramótum. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfírði sér ungi maðurinn mjög eftir þessu og kveðst ekki hafa gert sér grein fyrir að hann væri með þessu að vekja ótta. stjóma flokknum frá Akureyri? „Ég bý á Akureyri og myndi búa hér áfram. Þetta þýddi auðvitað að ég yrði talsvert í Reykjavík og í sambandi við þingflokk og fram- kvæmdastjóm. Auk þess myndi ég öragglega nota það tæki sem Reyk- víkingar nota mest til að hafa samband við aðra, eða símann.“ —Telur þú þig vera fulltrúa fyrir einhveija stefiiu innan flokksins? „Ég held að það sé ekki mikill málefnaágreiningur í Alþýðubanda- laginu og það er því ekki hægt að tala um ákveðnar stefnur innan flokksins. Ég tel þó að það sé mik- il nauðsyn að koma á góðum starfsfriði í Alþýðubandalaginu og að flokkurinn móti sér skíra vinstri- stefnu. Helsta verkefnið nú á þessum vikum er auðvitað að veita þessari ríkisstjóm verðuga stjómar- andstöðu. Síðan á þessi flokkur að vera stærsti og öflugasti málsvari vinstri manna og jafnaðarsinna." —Er ekki mikið uppbyggingar- starf framundan í flokknum ef marka má ummæli forastumanna hans undanfarið? „Það er fjöldi fólks í Alþýðu- bandalaginu og stór hópur út um allt land og í Reykjavík sem vinnur mjög vel fyrir flokkinn og hefur gert á undanfömum áram. Það hefur hinsvegar mest borið á deilum sem era auðvitað ekki aðalstarfíð í flokkum. En það er rétt að það er Morgunblaðið hafa stutt þá reglu eindregið. Hinsvegar væri hann enn þeirrar skoðunar að ef flokkurinn færi að setja upp reglur af þessu tagi um það hveija kjósendur mega kjósa myndu skapast meiri vanda- mál er verið væri að leysa auk þess sem það væri spuming hvort slíkar reglur stæðust stjómarfarslega. „Ég tel það afar þýðingarmikið að eðlileg endumýjun eigi sér stað hjá Alþýðubandalaginu sem öðram flokkum og raunar era flokkslögin þannig orðuð að mjög er hvatt til þeirrar endumýjunar. En ég held að það væri ekki sérlega heppilegt að setja reglur sem fælu það í sér að skipta þyrfti um svo til alla þing- menn flokksins á einu bretti," sagði Ragnar Amalds. Hjörleifur Guttormsson, þing- maður Alþýðubandalagsins, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa velt þessu máli svo mikið fyr- ir sér að hann hefði gert upp hug sinn til þess. „Þessi hugmynd hefur vissa kosti í för með sér en einnig augljósa annmarka miðað við að kjördæmin hafa haft úrslitavald í vali á þingmönnum og það er spum- ing að hve miklu leyti flokkurinn í heild á að gefa út reglur sem varða kjördæmi og einstök sveitarfélög. Hinsvegar finnst mér ákveðnar við- miðaðnir og tilmæli vera mjög eðlileg í þessu samhengi og hef verið þeirrar skoðunar að það sé ekkert sjálfgefíð eða kappsmál fyrir menn að vera ævilangt í pólitík og það er hveijum flokki hollt að fá vissa endumýjun," sagði Hjörleifur Guttormsson. |M| BJFÁ iiffl « f 4» s* Jtf Finnur Jónsson framkvæmda- sljóri. Leiðrétting í Morgunblaðinu í gær birtist frétt um nýja niðurlagningar- verksmiðju í Stykkishólmi. Þar urðu þau mistök að mynd sú sem birtist með fréttinni er af Bimi Guðmundssyni matvælafræðingi en ekki Finni Jónssyni fram- kvæmdastjóra eins og stóð í myndatexta. Myndin af Finni Jónssyni er nú birt um leið og beðist er velvirðingar á þessu. mjög mikið uppbyggingarstarf framundan og ég tel flokknum mikla nauðsjm að einbeita sér alger- lega að málefnavinnunni og fólk snúi bökum saman." —Yrði ekki erfitt fyrir formann flokksins að sitja ekki á þingi? „Ég tel vera þörf á að breikka forystu Alþýðubandalagsins. Ég tel að fleiri séu í pólitík en þeir fáu sem era á þingi og ef kona eins og ég, sem er hvorki er á þingi né búsett í Reykjavík, færi í þetta starf þá. væri verið að stíga nýtt skref til að breikka forystuna. Þetta myndi auðvitað kreljast mjög góðrar sam- virtnu við þingflokkinn á öllum sviðum." —Hefur þú eitthvað sérstakt varaformannsefni? , „Nei, en það er ljóst að sú for- ysta sem tekur við þarf að vinna mjög vel saman og treysta sér til þess.“ —Ert þú sammála þeirri skoðun að þar þurfi að skipta út flestum eða öllum sem fyrir era? „Það er auðvitað landsfundar að meta slíkt. En það var lögð fram skýrsla Varmalandsnefndar á mið- stjómarfundi Alþýðubandalagsins um síðustu helgi og þar kom fram að skýrastu skilaboðin frá almennu flokksfólki vora ósk um samhenta forystu sem ynni málefnalega og ég held að við verðum að hlusta á þau skilaboð." Meiddistáhöfði UNGUR maður meiddist á höfði þegar hann hjólaði á lyftara í Sundahöfn í gærmorgun. Maðurinn var á ferð á reiðhjóli á athafnasvæði Eimskips um kl. 9.30 í gærmorgun. Hann lenti í árekstri við lyftara og meiddist við það á höfði. Hann var fluttur á slysadeild, en mun ekki vera í lífshættu. © INNLENT Króm-leðurstóll í 4 litum. Verðfrákr. 9.765-14,900 stgr. - ^ BÚSTÖFIV Smiðjuvegi6,Kópavogi. Símar: 45670 - 44544. KULDASKOR STERKLR OG ÞÆGILEGIR ...........'lí'..................
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.