Morgunblaðið - 30.09.1987, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 30.09.1987, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 39 Útflutningur á laxa- seiðum er neyðarkostur eftir Björn G. Jónsson Fiskeldi er ný grein í íslenzku atvinnulífí og þegar nýr þáttur framleiðslugreinar tyður sér til rúms er mikils um vert, að henni sé stýrt í æskilegan farveg með ákveðinni stefnu til langtíma mark- miða, en forðast tækifærisstefnu óvissra skammtíma hagnaðarsjón- armiða, sem ekki þjóna hagsmunum landsins í heild. Undanfarið hafa seiðaeldisstöðv- ar verið byggðar upp með miklum hraða og ætti framleiðslugeta þeirra í dag að nema 12—15 milljón- um sjógönguseiða. Þessar stöðvar eru nú sumar hveijar byggðar í þeirri stærð, að ein þeirra gæti full- nægt þörfum íslendinga á laxaseið- um. Mér er því spum: Hvað eiga hinar seiðastöðvamar að gera við sína framleiðslu, þegar Norðmenn og írar verða sjálfum sér nógir með seiðaframleiðslu, sem þeir stefna hratt að, eða þá ef upp kæmi ein- hver seiðasjúkdómur á íslandi, er yrði til þess að seiðaútflutningi frá landinu væri lokað fyrirvaralaust? Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands fískeldis- og hafbeitarstöðva, upp- lýsti mig um, að í ár hefðu verið fluttar út 1,5 milljónir laxaseiða og fengist fyrir þau 140 milljónir króna. Hefði þessi fískur verið alinn í sláturstærð og væri verðmæti hans 1,5 milljarðar. Hér viðbætist að með því að framleiða laxaseiði fyrir Noreg og írland emm við að auka á þeirra framleiðslu á iaxi, er kemur til með að keppa við okk- ar eigin físk á erlendum mörkuðum. Þetta minnir óneitanlega á at- vinnuuppbyggingu þróunarlanda, að framleiða hráefni handa stærri og voldugri þjóðum, sem fullvinna vöruna og njóta þá hagnaðarins að mestu. En það er langt í frá, að við þurfum að standa svona að málum, hér eru gnægtir af hráefni f sjávarfangi til framleiðslu á eldis- físki. Það ber að beina meira fjármagni og fyrirgreiðslu til þeirra, sem hafa hafíð eða ætla að hefja eldi á laxi í neyslustærð, en þeir eiga margir í erfiðleikum með rekstrarfjármagn. Hafbeit er líka álitlegur kostur, en hún er vanda- samari og þar eru fleiri óvissuþætt- ir, sérstaklega hvað viðkemur staðháttum. Einnig veldur mönnum áhyggjum hin ólöglega sjóveiði á laxi, er virðist eiga sér stað við strendur landsins, en hún gæti rýrt fjárhagslega afkomu hafbeitar- stöðva. Ég tel að útflutningur á laxaseið- um sé neyðarkostur, bæði vegna framangreindra atriða og svo er fleira neikvætt við þessa verzlun og þar ber hæst áhættu við að koma seiðunum óskemmdum yfír hafíð, sem er háð veðri og vindum, að ógleymdri hættunni á að illvígir sjúkdómar berist hingað erlendis tré. með seiðaflutningaskipunum. Áður en fískeldi hófst hér á landi voru miklar nytjar af villtum laxi og víst er að þessar greinar gætu skarast í sambýli, en ef menn taka tillit hvor til annars ætti að mega forða því. Til þess þarf að setja reglur, sem tryggja hagsmuni og réttindi beggja aðila, en á það mun skorta og úr því þarf að bæta. Fisk- eldið hófst hér á landi með bygg- ingu seiðaeldisstöðva, sem hófu framleiðslu á seiðum til að sleppa í ár og vötn. Ber þar hæst starf- semi laxaræktarstöðvar ríkisins í Kollafírði. Á þriðja tug ára hafa laxaseiði verið flutt frá seiðastöðvunum milli vatna, milli héraða og milli lands- hluta. Þessa starfsemi hafa margir talið mjög hættulega og nefna þar til nýyrðið erfðamengun, er þeir telja skerða ratvísi laxsins. Ekki ætla ég að hætta mér inn í fræðileg- ar umræður um þessar tilgátur, en eftir stendur sú staðreynd, að sport- veiddur fískur hefur nær þrefaldast síðan þessi starfsemi hófst, það bera með sér skýrslur veiðimála- stofnunar. Og enga þá veiðiá hefi ég heyrt nefnda er eyðilögð hafí verið með erfðamengun. Vegna þessara tölulegu staðreynda verð ég að draga þá ályktun, að hættu- leg erfðamengun innan íslenzkra laxastofna sé ekki fyrir hendi. Hitt er annað mál, að óheppilegar slepp- ingar geta átt sér stað og rétt að gæta vel að hvaða stofna skal velja í viðkomandi veiðivatn. Þegar ég er farinn að ræða um stofna er komið að mikilvægum m álum, sem miklu valda í laxeldinu. Veldur þar mestu óheppilegt val á stofni seiðanna. Guðmundur Héðinssonn á Fjöll- um, eldismaður hjá Isno hf., hefur manna mesta reynslu í frameldi á laxi hérlendis. Hann hefur unnið með lax úr Laxá í Aðaldal til margra ára. Hann segir að Laxárstofninn virðist hafa alveg sáralítinn, ótíma- bæran kynþroska og varla umtals- verðan. Þetta sýnir ótvírætt, að við eigum lax sem er vel hæfur til eld- is og eigum möguleika á að bæta hann með framræktun, sem raunar er hafín hjá Isno hf. Líka eiginleika hafa trúlega fleiri norðlenskir laxa- stofnar, þótt ég hafí mesta trú á Laxárlaxinum, en það er vegna þess að í gegnum árin hefur hann verið stærsti lax landsins, sem skýrslur veiðimálastofnunar sýna. Við fréttum frá Noregi um að náttúrulegir laxastofnar hafí brenglast og er fiskeldinu um kennt. Við vitum ekki hvað gerst hefur í Noregi, en við vitum að Norðmenri höguðu sér mjög óábyrgt gagnvart innflutningi á laxi. Þeir fluttu inn lax frá Eystrasalti, frá Finnmörku, frá Skotlandi og frá íslandi, kannski víðar að. Ég er þess ekki umkominn að geta mér til um, hvað um veldur með villtan lax í Noregi, en öllum er ljóst að innflutningur á framandi dýrum getur haft skelfilegar afleið- ingar. Nú hafa þau undur. gerst að ís- lenzk stjómvöld hafa í 3 ár gefíð leyfí til innflutnings á norskum hrognum til íslands. Hér þykir mér í meira lagi fljótfæmislegar og óyfírvegaðar ákvarðanir teknar. Hvert mannsbam, sem fylgist með þessum málum, sér í hendi hve mikil feiknaáhætta er hér tekin gagnvart íslenzku náttúmfari. Mér er því spum: Hvaða rök færðu leyf- ishafar fyrir þessum innflutningi, hveijir vom umsagnaraðilar ráð- herra um þennan innflutning, vom umsagnir þeirra svo jákvæðar að ráðherra gat skrifað undir án hiks eða var umsóknunum fylgt fast eftir með áróðri við ráðherra? Það er von ég spyiji, en við ykk- ur öll, sem eigið laxveiðihlunnindi og líka við ykkur, sem hafíð mætur á sportveiði, að ógleymdum öllum þeim sem unna íslenzkri náttúm, vil ég segja þetta: Þið hafíð um þetta mál að segja, þið eigið hér hágsmuna að gæta. Þetta er mál, sem ekki átti að ráðast á lokuðum stjómunarskrifstofum meðal fárra manna, án þess að hafa hlotið opna umræðu og umsögn fískifræðinga og hagsmunaaðila. Nú fara fyrstu norsku laxamir að verða kynþroska og ef mjólkun og dreifíng hrogna þeirra verður leyfð er þess skammt að bíða, að norski laxinn verði hér syndandi knng um land, því aldrei verður komið í vegjfyrir að fískur sleppi úr kvíum. íslendingar hafa ekki góða reynzlu af innflutningi dýra. Fyrir nokkmm áratugum var flutt hingað karakúl-fé frá Skotlandi, það færði íslendingum illvíga fjár- prest. En það var hægt að hand- Björn G. Jónsson „Áður en f iskeldi hófst hér á landi voru miklar nytjar af villtum laxi og- víst er að þessar greinar gætu skarast í sambýli, en ef menn taka tillit hvor til ann- ars ætti að mega forða því.“ sama sauðkindina og skorið var niður til að eyða plágunni. Þetta FYRSTA önn Félagsmálaskóla alþýðu verður í Ölfusborgum 11.-24. október n.k. og eiga allir félagsmenn í ASÍ rétt á vist í skólanum. í Félagsmálaskólanum sitja hagnýtar greinar sem snúa að launa- og kjaramálum í fyrirrúmi. Þátttakendum er leiðbeint um fé- lags- og fundarstörf, vinnurétt og hagfræði. Auk þessa er fræðsla um verkalýðshreyfinguna, sögu hennar og stefnumál á dag- skránni. Félagsmálaskólinn er vettvang- ur fyrir launþega innan ASÍ til umræðu um sín mál og tækifæri gefast til að ræða við forystumenn í launþegahreyfíngunni. Á dag- skránni eru einnig menningar- og kostaði miklar fómir, sem á þeim tíma var næsta ofviða fátækri bændastétt. Sfðan var minkurinn fluttur inn, hann slapp úr búmm og ógnaði brátt íslenzku náttúru- fari, honum höfum við aldrei getað útrýmt, aðeins getað haldið honum niðri með þrotlausri -baráttu og æmum kostnaði. Enginn veit hveiju norski laxinn kann að valda, en hitt vitum við, að reynist hann skaðvaldur verður það ekki aftur tekið. Við munum aldrei geta náð honum, því hann mun reynast sleipari í hendi en minkurinn. Á fundi fiskeldisfólks, sem hald- inn var á Akureyri 13. september sl., og þar vom mættir aðilar úr öllum landsQórðungum, varð um- ræða um tilkomu norska laxsins hingað. Það var einróma álit fund- arfólks, að þótt ef til vill yrði óvemlegur hagnaður af eldi þessa físks í §ögur til sex ár, meðan ver- ið væri að átta sig á og bæta íslenzka stofna, sem þegar er hafíð, þá væri áhættan sem tekin væri alltof mikil og með öllu óafsakan- leg. Því bæri að eyða þessum físki er hann hefði náð æskilegri slátur- stærð. Það kom berlega í ljós, að fiskeldisfólk almennt vill ekki ná- lægt þessu máli koma og engan veg eða vanda hafa af þessum físki. Það verður fróðlegt að vita hvað gert verður við þennan físk, og það verður líka af mörgum grannt með því fylgst. Höfundur er bóndi á Laxamýri i Aðaldai. skemmtikvöld og heimsóknir í fyr- irtæki og stofnanir eftir því sem tími gefst til. Tvær annir skólans verða fyrir áramót, sem hver um sig stendur í hálfan mánuð, en eftir áramótin er gert ráð fyrir þriðju önn skólans. (Úr fréttatílkynningu) Leiðrétting I Morgunblaðinu í gær var sagt frá tveimur trillum sem sukku við hafnargarðinn í Höfnum. í fréttinni var rangt farið með eitt nafn, Bjöm Lúthersson. Hið rétta er Björgvin Lúthersson. Hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar á þessu. MFA Vetrarstarf Félags- málaskólans að hefjast radauglýsinge raðauglýsingar raðauglýsingar ,;:A • ' Opið hús verður haldið í neðrí deild Valhallar, Háalertisbraut 1, é föstudags- kvöldið 2. október. Léttur málsverður verður borinn fram kl. 20.00 og kostar kr. 200. Léttar veltingar og ókeypis inn eftir kl. 21.30. SUSarar utan af landi sem staddir eru I höfuöborginni eru sérstak- lega kvattir til að mæta. Nýkjörin stjórn SUS verður á staðnum. Allir velkomnir. Eskifjörður Egill Jónsson, alþingismaður, mætir á rabb- fund i Valhöll, litla sal, uppi, fimmtudaginn 1. október og hefst fundurinn kl. 20.30. Þingmaðurinn verður einnig með viötals- tíma sama dag i Valhöll, kl. 17.30-18.30. Sjálfstæðisflokkurínn Austuríandi. Egilsstaðir - Fljótsdalshérað Egill Jónsson alþingismaður mætir á rabb- fund í Selási 20 miðvikudaginn 30. sept- ember og hefst fundurinn kl. 20.30. Þingmaöurínn verður einnig með viötals- tima sama dag I Selási 20 kl 17.30 til 18.30. Sjálfstæðisflokkurínn, Austuríandi. Mosfellsbær - viðtalstími Alþingismaðurinn Salome Þorkelsdóttir verður til viötals I kaffisalnum í Hlégarði fimmtudaginn 1. október kl. 17.00 - 19.00. Heimdallur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.