Morgunblaðið - 30.09.1987, Side 40

Morgunblaðið - 30.09.1987, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 w AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PETER O’NEILL Mengun við strendur Bretlands vegna ónógrar hreinsunar Strendur Bretlands eru víða mengaðar vegna þess að viðkomandi yfirvöld í mörgnm borgum Iáta það viðgangast að úrgangur er lát- inn berast um skolpræsi til sjávar. Þetta hefur valdið þvi að stjórn Evrópubandalagsins hefur lýst margar baðstrendur hættulegar heilsu manna vegna gerlamengunar. Vísindamenn hafa haldið því fram að hættulegir gerlar í mannasaur drepist fljótt í sjónum. En nú hefur ágreiningur komið upp vegna nýrrar, vísindalegrar skýrslu, þar sem þessi skoðun er dregin í efa. Og samkvæmt nýju skýrslunni er sú tillaga brezkra yfírvalda, að veija hundruð miiljónum punda til að leggja skoipleiðslumar lengra út í sjó til að draga úr hættunni, Qárhagslega fáránleg. Þess í stað, segir í skýrslunni, ættu yfirvöld í Bretlandi og öðrum þeim löndum, þar sem sömu aðferðum er beitt, fyrst að hreinsa mengað skolpið í sérstökum hreinsunarstöðvum áður en því er veitt út í sjó. Aðalhöfundur skýrslunnar telur að böm séu í mestri hættu, og að unnendur sjóbaða, kafarar og segl- brettaáhugamenn eigi á hættu að sýkjast í maga, húð, augum og eyrum. Dr. Bruce Denness, fyrrum pró- fessor í sjávarverkfræði við Newcastle-háskóla og núverandi forstöðumaður opinberrar vísinda- stofnunar með aðsetri á Wight-eyju, segir um niðurstöður skýrslu sinnar „Ég stunda að vísu ekki sjóböð, en ég fengist aldrei til að synda í sjónum við strendur Bret- lands." Sýklarnir drepast ekki Hann heldur því einnig fram að reglugerðir Evrópubandalagsins séu bersýnilega ekki lengur full- nægjandi. Þar sé tekið mið af rannsóknum á sýklum eins og esc- herichia coli eða salmonella, er sýni að ekki sé unnt að rækta þá i sjó og því geti þeir ekki verið hættuleg- ir. „Sýklamir leggjast í dvala þar til þeirra er neytt," segir hann. „Gerlamir og veirumar drepast ekki í sjónum. Sumir þeirra liggja áfram í dvala og bætast við þá vaxandi hít heilsuspillandi efna sem vakna á ný þegar þau komast í mannslíkamann. Með lengri skolp- iögnum dreifast sýklamir að vísu yfír stærri svæði, en það getur reynzt hættulegra þar sem þeir dreifast þá yfír víðari strandlengjur með sjávarföllunum," sagði dr. Denness. Alitið var að gerlar og veimr dræpust á nokkrum klukkustundum eða dögum, en nú bendir allt tii þess að þeir geti lifað í botnlagi sjávar í allt að 17 vikur. Við sýna- tökur beinast rannsóknir venjulega að leit að e. coli-sýklum, og þegar þeir fínnast ekki er talið að sjórinn sé hættulaus. En í sýnum þar sem þessir sýklar fundust ekki mátti fínna marga aðra sýkla, svo sem salmonella (sem veldur taugaveiki og taugaveikibróður), shigella (sem veldur blóðsótt), vibrio (sem veldur Asíu-kólem) og fleiri hættulega sýkla, að sögn dr. Denness. Það sem kvíðvænlegast er í nið- urstöðum dr. Denness er að aukin hætta steðjar að öllum strandhémð- Baðstrandarlíf. Brezk yfirvöld sæta gagnrýni fyrir að gera ekki annað til að auka hreinlæti við sjávarstrendur en leggja lengri hol- ræsi á haf út. Nú er þess krafizt að skolpið fari í gegnum hreinsi- stöðvar er drepi gerla. um heims vegna þess að gerlar geta Iifað mun lengur í sjó en nokk- um hefur gmnað. Þetta gerir aðferðir Breta við skolplosun, sem teknar hafa verið upp í fjölmörgum þróunarlöndum undanfarin 150 ár hæpnar. Skolpið sótthreinsað Dr. Denness segir það sóun hjá brezkum vatnsveitum að ætla að veija 250 milljónum punda á næstu fímm ámm til að gera skolplosunina „hættuminni" með því að leggja holræsin lengra út í sjó. Hann segir að öryggi fáist ein- ungis með því að sótthreinsa skolpið fyrst, og það sé yfírleitt ekki gert nú í Bretlandi. Á hinn bóginn, seg- ir Denness, ætla ítalir að veija 1,6 milljörðum punda á sama tíma til að koma upp sótthreinsunarstöðv- um fyrir skolp við strendumar áður en því er hleypt í sjóinn. Hann segir að ástandið sé verst á sumrin á svæðum eins og Scar- borough, sem er ferðamannastaður á austurströnd Englands, en þar hefur verið unnið sérstaklega að rannsóknum. Ástæðan er sú að straumar sleikja botninn á sumrin og sópa sýklunum, sem liggja í dvala í botnlaginu, upp að strönd- inni. „Lengri skolplagnir geta þynnt út saurmagnið, en það getur þá bara dreifzt yfír mun stærri svæði. MASSÍVT FURURÚM Stærð Fura 150x195 - 115x195 Ókeypis heimakstur og uppsetning á 5tór-F{eykjavíkursvæðinu Staðgr. Lánakjör með vöxtum 39.800 28.200 5.000,-út 5000,- á mánuði í 8 mánuði 4000,-út 4000,- á mánuði í 6 mánuði II1CURR & GVIFI CrEnsdsuEg 3 sími E81144 Vetrarstarf Þróttheima hafið STARFSEMI félagsmiðstöðvar- innar Þróttheima hefur hafist á ný eftir sumarfrí. Þar verður ýmislegt á boðstólum fyrir ung- lingana í vetur, svo sem opið hús, opið starf, diskótek, nám- skeið og námsaðstoð. I fundaherbergi Þróttheima geta unglingamir leikið borðtennis og ballskák, tekið þátt í spilum, kastað pflum og lesið bækur og blöð. Þá geta unglingamir notað mynd- bandstökuvél, tölvur og myndbönd, og framkallað ljósmyndir í myrkra- herberginu. Auk diskóteka á föstudagskvöld- um verða böll og hljómsveitakvöld í félagsmiðstöðinni. Þá verður þama fjölbreytt klúbbastarfsemi og farið verður í ýmsar skemmti- og kynnisferðir, svo aðeins sé drepið á það helsta sem á boðstólum er í Þróttheimum í vetur. Fréttatilkynning. Kópavogur: Oskoðaðar skoðaðar LÖGREGLAN í Kópavogi ætlar næstu daga að einbeita sér að því að taka óskoðaðar bifreiðar úr umferð. Að sögn lögreglunnar verður bif- reiðaeftirlitsmaður að störfum með lögreglunni næstu daga og standa vonir til þess að óskoðaðar bifreiðar hverfí af götum bæjarins. Þú svalar lestraiþörf dagsins á síöum Moggans!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.