Morgunblaðið - 30.09.1987, Side 46

Morgunblaðið - 30.09.1987, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 Hilmar Viktorsson hagfræðingnr, fundarstjóri Ólafur Elísson fyrrverandi bæjarstjóri og formaður at- Sveinn H. Hjartarsson. vinnumálanefndar Magnús H. Magnússon. Jóhannes Kristinsson. Vestmannaeyjar: GámaútflutningTir í brennidepli Vestmannaeyjum. Atvinnumálanefnd Vestmannaeyja efndi til opins fundar um atvinnumál sl. laugardag. Tilefni fundarins var skýrsla Hilm- ars Viktorssonar, hagfræðings, en hún ber yfirskriftina „Þróun, staða og horfur í fiskvinnslu í Vestmannaeyjum". í skýrslunni er m.a. fullyrt að þjóðfélagið tapi árlega 600-800 milljónum á gámaútflutningnum. Stærsti gámaútflytjandinn hér í Eyjum, Jóhannes Kristinsson, hefur ritað atvinnumála- nefnd opið bréf og kemst í því að þveröfugri niðurstöðu. Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, kvaðst álíta að atvinnumálanefnd hefði verið að hugsa um hagsmuni byggðarlagsins í heild með því að láta gera skýrslu þessa. Hann væri því hissa á því hve margir væru fúlir yfír skýrslunni. Hann sagðist vona að menn gætu rætt þessi mál Stefán sagði að sjómenn væru vissulega vel að góðum launum komnir, en fiskveiðar og fiskvinnsla væru ein samhangandi keðja og þar hefði fólkið í fískvinnslunni orðið útundan. Margir fleiri tóku þátt í umræð- unum en fundurinn stóð yfir í nærri þijár klukkustundir. Flestir sem til máls tóku fögnuðu framtaki at- vinnumálanefndar og töldu það þarft. Engar ályktanir voru gerðar á fundinum, enda varla búist við að fundurinn myndi leysa vandamál fiskiðnaðarins í Eyjum, heldur verða innlegg í umræðuna. — bs. Um fimmtíu manns sóttu fundinn og komu mjög skiptar skoðanir fram. Skýrsla Hilmars fékk mjög harða dóma hjá sumum fundar- mönnum, sem fundu henni flest til foráttu. Hjá öðrum kom fram að skýrslan sem slík væri ekki vandamálið sem við væri að glíma, heldur það ástand sem skapast hefði með hinum mikla gámaútflutningi. Hér á eftir fara glefsur úr ræðum nokkurra fundar- manna: Magnús H. Magnússon, formað- ur atvinnumálanefndar, sagði meðal annars að sumir menn héldu því fram að mikill gámaútflutningur væri hagkvæmur fyrir þjóðarbúið í heild. Aðrir bentu á að engri þjóð hafi vegnað vel ef hún byggði af- komu sína að miklu leyti á útflutn- ingi óunninnar vöru. Því ætti frekar að auka úrvinnslu en að draga úr henni. Hann sagði að álit manna hafi gjaman ráðist af eiginhagsmunum hvers og eins en ekki hafi verið hugsað um hag heildarinnar. Um fimmtíu manns sóttu fundinn. Hlynntur útf lutningi að vissu marki Hilmar Viktorsson, skýrsluhöf- undur, lýsti því yfir að hann væri hlynntur gámaútflutningi að vissu marki og að þeir sem héldu því gagnstæða fram hefðu rangt fyrir sér. Hinsvegar væri það aðalatriðið að fiskvinnslan í Eyjum fengi mögu- leika á að kaupa þann afla sem í boði væri á sama grunni og hann er seldur út í gámum. Hilmar sagði að ef fiskvinnslan fengi þann góða fisk, ýsu og þorsk, til vinnslu gæti hún greitt hærra verð fyrir. Síðan rakti hann innihald skýrslunnar og skýrði fyrir fundargestum. Sveinn H. Hjartarson, hagfræð- ingur LÍÚ, var ómyrkur í máli um skýrsluna. Hann lagði áherslu á að í gangi væri umræða um sjávarút- vegsmál og að hún væri byggð á traustum forsendum og heiðarleika, því annars væri hætta á að dregnar yrðu rangar niðurstöður er leitt gætu til óæskilegra framkvæmda. „Ég dreg ekki dul á að sú skýrsla sem hér liggur fyrir, og ég hef lesið í tví- eða þrígang, uppfyllir ekki þau skilyrði um heiðarleika, skyn- semi og rökfestu sem nauðsynleg er til að byggja á vel ígrundaða umræðu úm ■stöðu mála í sjávarút- vey, “"Bggðl" Sveinn. „SkýrstaTr~er full af órökstuddum fullyrðingum og framslætti sem við fá rök á að styðjast. Útflutningur á ferskum fiski í gámum er ein merkasta nýjungin á útflutningi okkar á undanförnum árum. Skýrslan sem hér liggur frammi er ámælisverð og dæmir sig sjálf. Hún er höfundinum til skammar.“ Skýrslan vitlaus og óraunhæf Jóhannes Kristinsson, gámaút- flytjandi, fór að nokkru yfir efni bréfs þess er hann sendi atvinnu- málanefnd og var í flestu skýrslunni ósammála. Færði Jóhannes ýmis rök fyrir máli sínu og sagði: „Ég las þessa skýrslu lengi og fannst hún ekki svara verð. Mér fannst hún vitlaus og óraunhæf. Hún er fuU af fullyrðingum." Óskar Þórarinsson, skipstjóri og útgerðarmaður á Frá VÉ, kvaðst nokkuð ánægður með skýrsluna. Hann benti á að bátum hefði fækk- að mikið í Eyjum á undanfömum árum og sagði að þakka mætti gámaútflutningi að sú þróun hefði stöðvast. Fullyrti Óskar að í raun hefðu flestir í bænum hagnast á einn aða annan hátt á gámaútflutn- æsingalaust og af heiðarleika og alvöru. Jón viðurkenndi að gámaút- flutningurinn hefði bjargað margri útgerðinni hér í bæ, en það væri alvarlegt að fólk færi úr fiskvinnsl- unni í verr launuð störf. Hann vítti Svein H. Hjartarson fyrir hans málflutning, sem hann sagði hafa byggst á stóryrðum en fáum rökum. Jón bað menn að slíðra sverðin og reyna að vinna saman að lausn sem allir gætu sætt sig við. Stóryrði ekki lausnin Hólmgeir Jónsson hjá Sjómanna- sambandi Islands kvaðst óánægður með skýrsluna. Taldi hana óná- kvæma og illa unna og ekki þann umræðugrundvöll sem hún þyrfti að vera. Stefán Runólfsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, lagði áherslu á að iausnin á vanda- málum okkar yrði ekki fundin með upphrópunum og stóryrðum og slíkur málflutningur væri ámælis- verður. Stefán sagðist ekki vera á móti gámaútflutningi og vissulega hefði hann bjargað margri útgerð- inni. Hann kvaðst hafa áhyggjur af þeirri launaþróun sem orðið hefði í þjóðfélaginu þar sem fiskvinnslu- -fötk-hefðf orðið-aigeriega-útundan. Starfsemi Norræna félagsins vaxandi SAMBANDSÞING norrænu félaganna á ísiandi var haldið að Munaðarnesi í Borgarfirði dagana 19. og 20. september. Á þinginu var lögð fram starfsskýrsla sambandsstjórn- ar fyrir tvö síðustu ár. Þar kom fram að starfssemi á veg- um félaganna hefur farið mjög vaxandi sl. tvö ár óg munar þar mestu um Noijobb, atvinnumiðlun fyrir ungt fólk. Af starfssemi norrænu félag- anna má nefna dagskrána „Norr- ænar vikur", en það eru kynningarvikur með norrænu menningar-, fræðslu- og skemmti- efni, sem norrænu félögin hafa efnt til á landsbyggðinni í sam- starfi við Norræna húsið, sveitar- stjómir og fleiri. A þinginu voru ársreikningar síðustu tveggja ára afgreiddir. Kom þá fram að halli var á rekstr- inum árið 1985 og að bati á árinu 1986 hafði náð að jafna hann. Það má m.a. þakka stjómun norrænu félaganna á atvinnumiðlun Noijobb í umboði Norjobb stofnun- arinnar. Noijobb er atvinnumiðlun milli Norðurlandanna fyrir fólk á aldrinum 18 - 26 ára. Fjölmörg mál voru rædd og af- greidd á þinginu. Gerð var starfsá- ætlun og kosin ný stjóm til næstu tveggja ára. Stjómina skipa Gylfí Þ. Gíslason formaður, Guðlaugur Þorvaldsson varaformaður, Har- aldur Ólafsson gjaldkeri, Jóna Bjarkan ritari og Kristín Stefáns- dóttir æskulýðsfulltrúi. Meðstjórn- endur eru Sigurður Símonarson fyrir Austfirðingafjóðmng, séra Ami Sigurðsson fyrir Norðlend- ingafjórðung og Kristjana Sigurð- ardóttir fyrir Vestlendingafjórð- ung. Jafn margir vom kosnir í varastjóm svo og tveir endurskoð- endur Norræna félagsins, Stefán Ólafsson og Bjöm Ólafsson og varamenn þeirra. Framkvæmda- stjóri Norræna 'féjagsins er Sig- hvatúr Björgvinssoh. fxJsjrinyt ros

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.